Vísir - 14.11.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 14.11.1979, Blaðsíða 2
Mibvikudagur 14. nóvember 1979 2 Ertu búinn að gera upp hug þinn um hvað þú ætlar að kjósa? Óiafur Snorrason, útkeyrslu- maður: „Nei, ég er nokkuð búinn aö velta þvi fyrir mér, en hef ekki komist að niðurstööu ennþá”. Sigriður Björnsdóttir, afgreiðslu- maður: „Nei, og ég er ekkert farin aö hugsa um þaö”. Ingvi Jóhannesson: „Já, já, ég var ekki I neinum vandræöum með þaö”r Sigrtöur Hannesdóttir: „Ég er löngu búin aö ákveöa þaö og meira aö segja þegar búin aö kjósa”. Björn Vigfússon: „Ég er lika búinn aö kjósa”. Már Elísson fiskimálastiðri: Samkeppni harðnar á flskmörkuðum Útlit er fyrir harðnandi samkeppni á mörkuðum fyrir sjávarafurðir á næstu árum. Helstu viðskipta- lönd okkar, Bandaríkin og Sovétríkin, hyggja á breyt- ingar á f iskaf la og viðskiptalöndum, sem enn er óvíst hvaða áhrif hafa fyrir okkur fslendinga. Már Elisson fiskimálastjóri sagöi á Fiskiþingi þvl sem nú stendur yfir, aö Bandaríkja- menn og Kanadamenn hafi markað stefnu slna I fiskveiöa- og vinnslumálum sjávarafuröa næstu árin. Bandarlkin ætli sér aö auka eigin fiskafla úr tæp- lega 3 milljónum lesta i 5.6 milljónir lesta eftir nokkur ár. Kanadamenn hyggjast auka þorskafla sinn úr 270 þúsund lestum I tæplega 600 þúsund lestir 1985, og annan fiskafla verulega. A móti.kemur að samdráttur I afla EBE-rikjanna á fjarlægum miöum hefur leitt til aukins innflutnings þeirra um sinn. Hvaö síöar veröur er enn óljóst. Sovétrikin og nokkur Aust- ur-Evrópuriki hafa einnig oriiiö fyrir samdrætti fiskafla á fjar- lægum miöum, en þaö hefur ekki aukiö innflutning þeirra á fiskafuröum. Og nú vinna þess- ar þjóöir aö samningum um fiskveiöar og fiskvinnslu viö ýmis strandriki, einkum I þriöja heiminum. 'Már Ellsson sagöi einnig aö samkeppni okkar um markaöi fyrir sjávarafuröir væri erfiö vegna mikilla styrkja, sem ýmsar þjóöir veita eigin sjávar- útvegi, ogeins vegna sivaxandi veröbólgu innanlands og hækk- andi framleiöslukostnaöar. A þessu kvaö hann veröa aö ráöa bót, ef ekki ætti aö skapast alvarlegt reksturs- og atvinnu- ástand. —SJ Már Elisson, fiskimálastjóri: Erfiö aðstaða vegna mikilla styrkja hjá öðrum sjávarútvegsþjóöum og hækkandi kostnaðar hér innan- lands. Asgeir Long og Veigar óskarsson kynntu vélina en Hafsteinn Sveinsson formaður Snarfara, félags smá- bátaeigenda I Reykjavlk, var þarna staddur og sagði að þessi véi væri algjör bylting. Visismynd: BG. Ný flíseivéi l bfla komin á markaðlnn: LÉTTARI EN SAMSVAR- ANDI BENSÍNVÉLAR „Vélin ersérstæðaðþvi leyti aö tekist hefur aö gera disilhreyfil jafnléttan eða léttari en samsvar- andi bensinhreyfil ”, sagði Asgeir Long eigandi Báta- og vélaversl- unarinnar IGaröabæ I samtali viö Vísi er hann kynnti nýja disiivéi sem hann flytur til landsins. Vélin er aðeins 202 kiló aö þyngd og er hægt aö nota hana jafnt i bila sem báta. Hún er 90 hestöfl, 4ra sfyokka og búin af- gastúrbinu af þýskri gerö. Asgeir sagöi aö verksmiöjurnar heföu náö léttleika vélarinnar meö sérstöku byggingarlagi á blokk en ekki með notkun létt- málma. Vélin er frá italska fyrirtækinu Stabilimenti Meccanici VM og kostar hún 2,4 milljónir króna. Vélin er þegar komin I tvo bila hér á landi en hún hentar i allar geröirfólksblla. Vélþessiverður i Alfa Romeobilum, „Alfetta- Diesel”. — KS Einlngar- samtðkln mótmæla dómum I Prag Nýlega féllu dómar I máli sex manna i Prag I Tékkóslóvakiu. Sexmenningarnir voru handtekn- ir ásamt fjórum öörum.Sakar- giftir voru þær einar, að fólkiö haföi undirritaö Mannréttinda- skjal 77—Charta 77 ,segirifrétt frá Einingarsamtökum kommún- ista. Réttarhöld fóru fram fyrir luktum dyrum. Blaöamönnum, ættingjum og vinum hinna ákæröu var meinaöur aögangur aö réttarsalnum. „Dómarnir i Prag eru enn eitt dæmiö um þaö, hvernig lýörétt- indi eru fótum troðin i Tékkó- slóvakiu, landi, sem er hersetiö af herjum sovéskra heimsvalda- sinna og býr viö fasiskt stjórnar- far að sovéskri mynd,” segir enn- fremur i fréttinni. Einingarsamtök kommúnista (m-1) mótmæla harölega dómun- um i Prag og krefjast þess, aö hinum dæmdu veröi tafarlaust sleppt úr haldi. Mikilvægt sé, aö sem flestir stuöningsmenn lýö- réttinda láti i sér heyra og rétti þannig mannréttinda- og frelsis- hreyfingunni i Tékkóslóvakiu hjálparhönd. „Handtökurnar og dómarnir i Prag eru merki um, aö mannrétt- indahreyfingunni iTékkóslóvakiu vex fiskur um hrygg og ótti stjórnvalda vex i réttu hlutfalli viö styrk hreyfingarinnar. Fullan stuöning viö Charta 77,” segja Einingarsamtökin, Um eða yflr 100 ísiendingar en: ENGINN KJðRSTABUR VEDBUR ILOS KNGELES tslendingar sem búa I Los Angeles eiga nú ekki kost á að neyta atkvæðisréttar slns nema þá að ferðast langar vegaiengd- ir, til dæmis til San Francisco. Fyrir nokkrum vikum lést Hal Linker, ræöismaöur íslands i Los Angeles, og aö sögn Gunnars Snorra i utanrikis- ráöuneytinu hefur ekki gefist timi til aö skipa annan i hans staö. Gunnar taldi vafasamt aö þaö samrymdist kosningalögum aö senda ræöismann frá öörum staö til Los Angeles til aö opna þar kjörstaö. Sendiráðiö i Washington væri fámennt og ekki væri unnt aö senda neinn þaöan. I Los Angeles munu vera um 100 Islendingar eöa fleiri sem hafa kosningarétt. Kosiö verður á skrifstofu ræöismannsins i San Francisco en þangaö er átta til nfu klukkustunda akstur frá Los Angeles. Aö vlsu er hægt að fljúga þangaö á rúmum klukku- tima en fariö fram og til baka kostar um 26 þúsund krónur. Þaö má búast viö aö fáir kjós- endur f Los Angeles komi því viö aö kjósa til hæsta Alþingis. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.