Vísir - 14.11.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 14.11.1979, Blaðsíða 16
vtsm MiBvikudagur 14. nóvember 1979 Umsjón: Katrin Páls- dóttir „LÍFIÐ HRIPAR ÚR HÖRDUM MARRA MEDAR ÞEIR ÉTA, TALA OG DREKKA TE” - spiail vlð Eyvind Eriendsson sem setur Klrsuberlagarð Tsjekhovs á svlð I Iðnó „Verk Tsjekhovs hafa veriö túlkuö mjög mismunandi. Englendingar hafa t.d. þá tilhneigingu aö taka alla hluti alvarlega eins og sjálfa sig”, sagöi Eyvindur Erlendsson ieikstjóri I spjalli viö VIsi um leikritiö Kirsuberjagaröinn eftir Anton Tsjekhov. Leikfélag Reykjavikur frumsýnir leikrit þessa rússneska höf- undar milli jóla og nýárs. Æfingar eru komnar nokkuö á veg á verk- inu, en þaö ber undirtitilinn „kómedfa I fjórum þáttum.” Þýðir beint úr rúss- nesku „Ég var ekki alls kostar á- nægöur meö þýöingu Jónasar Kristjánssonar á Kirsuberja- garöinum,en liklega hefurhann þýttilrensku, mérfinnst textinn bera þess merki”, sagöi Ey- vindur, þegar hann var spuröur hvers vegna hann heföi þýtt verkiö upp á nýtt. Hann þýöir beint úr rússnesku. Eyvindur dvaldi fimm ár i Rússlandiog nam þarleikstjórn og leikhúsfræöi. Hann hefur starfaö viö leikhús þar i landi, setti t.d. á sviö leikrit Edwards Albee sem hann geröi eftir sögu Carson McCullers og nefnist Sögur um dapra krá. Þetta leik- rit hefur nú veriö sýnt I ellefú ár og enn gengur þaö á sviöinu i Moskvu. Veröldin einn sam- felldur garður „Leikritiö er,samkvæmt nýj- ustu skilgreiningu okkar hér.um fólk sem lendir i andskotans veseni vegna þess aö timarnir breytast”, sagöi Eyvindur. Aöalpersónurnar eru systkin sem eiga óöalssetur og eru aö tapa þvi undir hamarinn. Vinir þeirra tveir hafa mismunandi skoðanir á þvi hvernig best sé aö leysa þetta mál. Annar þeirra, sem er nýríkur, vill leigja jöröina. Hinn sem er mikill hugsuöur segir aö herragarðurinn skipti ekki nokkru máli, þvi öll veröldin sé einn samfelldur garöur. Hlutirnir gerast svo i gegn um ástir og átök þessara per- sóna. Siðasta verk höfundar. Anton Tsjekhov skrifaöi Kirsuberjagaröinn áriö 1904. Þetta var siöasta verk höf- undar, en hann lauk viö þaö rétt áöur en hann lést, rúmlega fer- tugur aö aldri. Leikritiö er kómedía, en þaö er djúp tragedía á bak viö. Tsjekhov skrifaöi innan viö tiu leikrit. Þekktuslt eru Vanja frændi, Þrjár systur, Mávurinn og Kirsuberjagaröur- inn. Hann var fyrst og fremst smásagnahöfundur, en á tíma- bili vannhann fyrir sér meö þvi aö skrifa eina smásögu á dag fyrir dagblöö í heimalandi sinu. Anton Tsjekhov var smá- kaupmannssonur. Hann var læknir aö mennt, en vann fyrir sér meö ritstörfum meöan á námistóö. Þegarkarl faöirhans' fór á hausinn meö verslun sina, vann Tsjekhov fyrir allri fjöl- skyldunni meö skáldskap sin- um. „Sumum þótti hann hroka- fullur, aörir segja hann fynd- inn. Boöskapur hans var ma. aö mannkyniö stefndi fram á viö. Hann vildi meina aö áriö 2000 væri sú árátta manna úr sögunni aö ef þeir sæju eitthvaö fallegt, þá linntu þeir ekki fyrr en þaö væri búiö aö eyöileggja þaö”, sagöi Eyvindur, þegar viö spuröum nánar um höfundinn. „Hann var skömmóttur á köfl- um. Hann sagöi aö lífiö hripaði úr höndum manna meðan þeir ætu, töluöu og drykkju te”, bætti Eyvindur viö. Fyrsta leikritið kolféll Fyrsta leikritiö sem Tsjekhov sendi frá sér, Mávurinn, kolféll Leíkstjórinn Eyvindur Erlendsson, ásamt þeim Guörúnu Ásmundsdóttur og Glsla Halldórssyni, sem fara meö aöalhlutverkin I Kirsuberjagaröi Tsjekhovs. Visismynd JA. þegar þaö var sett upp i fyrsta sinn i heimalandi höfundar. En þegar þaö var sýnt i annaö sinn gekk þaö mjög vel. Tsjekhov var vinsæll höfundur i heima- landi slnu og leikrit hans hafa nú veriö sýnd um allan heim við miklar vinsældir. 1 sýningu Leikfélagsins fara þau Guörún Asmundsdóttir og Gisli Halldorsson meö hlutverk systkinana, og óðalseigend- anna. Þorsteinn 0. Stephensen leikur gamla þjóninn Firs. Jón Sigurbjörnsson leikurkaup- sýslumanninn og Hjalti Rögn- valdsson leikur hugsjónamann- inn. Þá fara Soffia Jakob6dóttir, Steindór Hjörleifsson, Kjartan Ragnarsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Jón Hjartarson og Karl Guðmundsson, meö hlut- verk i leiknum. Steinþór Sigurösson gerir leikmynd og búninga. —KP. FIILL AF GASKA OG GLENSI í sjöunda himni - Glámur og Skrámur JUD.024 Christian Roger GRJÓTAÞORP GRJÚTAÞORP I PARÍS Grjótaþorp nefnist ljósmynda- sýning sem nú stendur yfir i Paris. Ljósmyndarinn, Christian Roger, dvaldi hér á landi i tæp þrjú ár og bjó þá i Grjótaþorpi. Hannhefur fest á filmu ýmis hús i hverfinu og umhverfi þeirra. Orval af myndum sinum hefur Roger valiö i ljósmyndabók, sem hann er aö vinna aö um Grjöta- þorpiö. Bókin kemur út í Frakk- landi á næstunni, meö formála bæöi á fslensku og frönsku. —KP. A síöustu árum hefur gætt vax- andi skilnings á þvf aö barna- efni á hljómplötum eigi aö vera vel úr garöi gert, en ekki eitt- hvert kák eöa hálfkák. Alltof margar plotur fyrri ára hafa aö þvl er viröist veriö geröar með þvl hugarfari aö allt væri nógu gott I árans krakkaormana. Þaö fer enda vel á þvl á þessu bless- aöa barnaári aö komi út allsienskt ævintýri i tónum og tali, þar sem ekkert viröist vera til sparaö i þvi markmiöi aö færa yngsta hlustendahópnum boölegt efni viö sitt hæfi. Hér ræöir um ævintýri þeirra bræöranna Gláms og Skráms á plötunni „1 sjöunda himni” sem Hljómplötuútgáfan hefur nýveriö sent frá sér. Ævintýr Gláms og Skráms er samiö af Andrési Indriðasyni. Þetta er harla hnyttilega samiö ævintýr á góöu máli meö glens og gáska I hverri setningu, — ogsiö- ast en ekki sist byggir þaö á traustum grunni góöra meininga. Ævintýriö fjallar um ferö bræör- anna um regnbogalöndin Sæl- gætisland, Þy k justuland , Pjátursland, Ólikindaland og Umferðarland. Bræöurnir lenda I margvislegum ævintýrum og eignast marga vini á feröum sin- um og má m.a. nefna súkkulaöis- karlinn i Sælgætislandi, rauöa kallinn sem býr i gangbrautar- ljósinu i Umferöarlandi og Pétur pjáturskall sem er að því leyti öðru visi en fólk er flest að hann er búinn til úr járnarusli. Höfundar tónlistar eru Ragn- hildur Gisladóttir og Þórhallur (Laddi) Sigurösson, og útsettu þau einnig tónlistina og stjórnuöu upptöku. Tónlistin hæfir mjög vel efninu, slegiö er á létta strengi i fyllstu merkingu þeirra oröa og einfaldar laglinur látnar bera tónlistina uppi. Ragga og Laddi mega vera hreykin af. Halli, Laddi og Ragnhildur Gisladóttir ásamt krökkum úr Vesturbæjarskóla sáu um allan söng og fer prýöisvel úr munni. Hljóöfæraleikurinn er aö sama skapi smekklegur og upplestur Róberts, Arnfinnssonar leikara skinandi góöur. Hér ber semsagt aö minu áliti allt aö sama brunni.gott islenskt leikrit I tónum og tali hefur veriö þrykkt á plast, og útkoman er ljómandi góö. Blessaö barnaáriö hefur þá a.m.k. fætt af sér eitt lofevert verk. —Gsal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.