Vísir


Vísir - 14.11.1979, Qupperneq 24

Vísir - 14.11.1979, Qupperneq 24
síminner 86611 Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breitófjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Noröur- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Um 350 km SV af Reykja- nesi er minnkandi 982 mb. lægö og frá henni lægðardrag SA til lrlands. Yfir NA Græn- landi er 1018 mb. hæö. Hiti breytist litið. Veðurhorfur næsta sóiar- hring: Suðvesturmið, A kaldi eða stinningskaldi, slydduél. Suövesturland, Faxafldi og Faxaflóamið, A kaldi, skýjað með köflum. Breiöafjörður og mið, A kaldi og siðan stinningskaldi ogskýjað sunnan til, en stinn- ingskaldi og siðar allhvasst eöa hvasst og slydduél norðan til. Norðurland, Noröaustur- land og miö, SA kaldi eða stinningskaldi til landsins, en viöa allhvasst á miðum. Skýj- að en þurrt aö mestu. Austfirðir og miö, A og SA stinningskaldi, skúrir. Suöausturland og mið, aust an kaldi eöa stinningskaldi, skilrir. veðrið hér og par Veðrið ki. 6 i morgun: Akureyri alskýjað 3, Bergen léttskýjað frost 2, Helsinkial- skýjað 1, Kaupmannahöfn léttskýjaö 0, Oslö skýjaö 0, Reykjavík skýjaö 3, Stokk- hólmur skýjað 3, Þórshöfn léttskýjaö 4. Veörið kl. 18 i gær: Aþena heiöskirt 14, Berlín heiöskirt 3, Feneyjar rigning 6, Frankfurt léttskýjaö 2, Nuuk snjókoma frost 5, Lon- don skýjað 4, Luxemburg skýjað 2, Las Paimas léttskýj- aö 21, Maliorca léttskýjaö 13, Paris skýjaö 5, Róm rigning 11, Malaga alskýjað 17, Vin skýjað 1, Chicago mistur 4, Montreal mistur 4, New York alskýjað 8. Loki segir Þeir hjá Sjónvarpinu geta veriö gamansamir. Eftir að framboðskynningu flokkanna lauk I gærkvöldi var spilað iagið: „Vegir liggja tii allra átta, enginn ræður för....” Loksins eflir níu ár og 318 daga.. - fær iDnaðurlnn rétta gengisskrðningu, segir Davíð Scheving Thorsieinsson „Viö fögnum þessari sam- þykkt rikisstjórnar tslands vegna þess að f henni felst viö- urkenning á þvi, sem við höfum haldiðfram imörgár, að gengið á islandi s^ ranglega skráð gagnvart iðnaðinum. Það er ekki vonum seinna aö slfkt er viðurkennt þegar núna eru 47 dagar eftir af tiu ára aðlögunar- tima”, sagði Daviö Scheving Thorsteinsson, formaður Féiags fslenskra iðnrekenda, er Visir spurði hann álits á ákvörðun rikisstjórnarinnar um skiptingu jöfnunar- og aðlögunargjalds til hagræðis ákveönum greinum iðnaðar. „Loksins eftir niu ár og 318 daga fær iðnaðurinn rétta gengisskráningu. Að visu verð- ur gengið áfram ranglega skráð um 0,6%, var ranglega skráð um 3,6%. Meginmálið er það, að þarna fæst viðurkenning á þessu og verður þvf ekki lengur umflúið. Aölögunargjaldið er bráöa birgðagjald, sem rennur út eft- ir rúmt ár og það verður ekki lengur umflúið að takast á við þetta vandamál og leiðrétta grundvöll gengisskráningarinn- ar. Þaö er sama hvaöa rikis- stjórn tekur við, hún hlýtur að gera þetta og hefur til þess eitt ár”. Samkvæmt tillögum Braga Sigurjónssonar, iðnaðarráð- herra, er rikisstjórnin sam þykkti á fundi sinum, kemur nú vaxandi hluti endurgreiðslu jöfnunargjalds á útflutning þessa árs. A þessu ári koma alis um 870 miiljónir króna til greiðslu. Þá hefur ráðherra nú, eftir að hafa ráðfært sig við forystu-- menn I Islenskum iðnaði, ákveð- ið að legggja til að meginhluta tekna af aölögunargjaldinu skuli aö þessu sinni varið til endurgreiðslna til Utflutnings-, veiðarfæra-, umbUða-, fóður-, málm- og skipasmiðaiönaðar. —ATA Hún sagðiað óvfst væri, hvort hún kysi hann núna, en „komdu og fáðuþér kaffisopa”. Það er húsfreyjan að Safamýri 36, Guðfinna Gissurardóttir, sem hér spjallar við Ellert Schram, eftir að hann bankaöi þar uppá I gærkveldi. Visismynd: Gunnar V. Andrésson. „Líður vel í elölínunni” „Mér liður vel i eldlinunni, það vinnst engin barátta fyrirhafnar- laust”, sagði Ellert Schram i spjalli viö Visi, en hann var i Háa- leitishverfi I gærkvöldi að heim- sækja fólk. Frambjóöendur hafa nú bætt heimsóknum á heimili i kosningadagskrá sina i höfuð- borginni. en slikt hefur lengi tiðk- ast Uti um land. „Ég banka upp á hjá fólki af handahófi og mér er yfirleitt tekið afskaplega vel”, sagði Ellert. Það er i mörg horn aö líta hjá frambjóöendum þessa dagana. Þeir heimsækja vinnustaði og taia á fundum alla daga, en Ellert notar stundirnar sem gefast á kvöldin til aðheimsækja fólk. Þaö getur þvi hver og einn átt von á þvl að Ellert eða aðrir frambjóð- endui' nringi dyrabjöllunni næstu daga. — KP Arnarfiug og Twin Otter-véiarnar: „Eðlilegra að athuga um flugvélakaup ínnanlands” - segir Þðrhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjöri I viðsklptaráðuneytinu Twin Otter-vélin, sem Iscargo keypti af Vængjum. Hún fer nú úr landi. //Mér er ekki kunnugt um að Iscargo hyggist selja Twin Ottér vél Vængja úr landi/ en það liggur fyrir beiðni um lántökuheimild frá Arnarf lugi um kaup á slíkri vél"/ sagði Þór- hallur Asgeirsson/ ráðu- neytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu/ í samtali við Vísi. Vfsir hefur heimildir fyrir þvi að Iscargo sé að leita fyrir sér um sölu á Twin Otternum i Bandarikjunum og jafnframt að athuga um kaup á Electra-flug- vél þaðan. Þórhallur var spurður, hvort ekki væri eðlilegra, að Arnar- flug keypti flugvélina innan- lands frekar en frá Utlöndum. Þórhallur sagði, að fyrir sitt leyti teldi hann eðlilegra að Arnarflug athugaöi um kaup á Vængjavélinni, þar sem sér væri kunnugt um, að hún væri ekki I notkun. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði við Visi i gær, að þeir hefðu reynt aö fá Twin Otter vél Vængja key.pta hjá Iscargo, en verið sagt, að hún væri ekki til sölu. Vísir leitaði eftir upplýsingum hjá Iscargo i gær varöandi þessi mál en var sagt, aö enginn svör fengjust fyrr en Kristinn Finn- bogason, framkvæmdastjóri Iscargo, kæmi til landsins, en hann er nú staddur I Bandarikj- unum. í frétt frá Arnarflugi segir, að félagiö hafi leigt Twin Otter vél frá Flugfélagi Norðurlands og verði hún komin i leiöakerfi Arnarflugs siðari hluta næstu viku, þannig að i desember- mánuöi hefði félagið yfir að ráða tveim Twin Otter vélum, en hingað til hefur það notað smærri leiguvélar til aö halda uppi áætlun. —KS.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.