Vísir - 20.11.1979, Qupperneq 1
Birtlngarbanni
létt af mlnningum
Svelns forseta
Gagnkvæm andúð Hermanns Jðnassonar og ölais Thors
ein meginásiæða utanplngs siiórnarlnnar 1942
Gagnkvæm andúð
þeirra Hermanns Jónas-
sonar og ólafs Thors hvors
á öðrum var ein megin-
ástæða þess/ að þing-
flokkunum tókst ekki að
mynda meirihlutastjórn,
sem leiddi til þess, að
Sveinn Björnsson forseti
myndaði utanþingsstjórn-
ina árið 1942.
Þetta kemur m.a. fram i
framhaldi af endurminningum
Sveins Björnssonar. fyrrverandi
forseta, sem nú er unnið að út-
gáfu á. Samkvæmt fyrirmælum
hans mátti opna þessar óbirtu
endurminningar 25 árum eftir
lát hans, en hann lést árið 1952.
Er nú ráðgert, að ritið komi út á
árinu 1981, en þá eru 100 ár liðin
frá fæðingu Sveins Björnssonar.
Endurminningarnar eru
byggðar á dagbókum Sveins og
opinberum skýrslum, og er þar
m.a. fjallað itarlega um
stjórnarmyndanir, sem hann
átti hlut að, þ.á m. myndun
utanþingsstjórnarinnar, og
stofnun lýðveldisins 1944 og að-
draganda hennar.
Myndun utanþingsstjórnar-
innar hefur verið mjög gagn-
rýnd af ýmsum islenskum
stjórnmálamönnum, og hefur
þvi m.a. verið haldiö fram, aö
ekki hafi verið fullreynt um
myndun meirihlutastjórnar
þingflokkanna, þegar Sveinn
Björnsson fól Birni Þórðarsyni
að mynda utanþingsstjórn.
Samkvæmt heimildum Visis
mun Sveinn Björnsson einkum
færa fram tvær ástæður fyrir
myndun utanþingsstjórnarinn-
ar. 1 fyrsta lagi hafi hann viljað
sýna, að innlendur maöur, er
færi með vald þjóðhöfðingja,
gæti myndað rikisstjórn. A
þessum tima var Island enn i
konungssambandi við Dan-
mörku og Kristján X konungur
þvi enn konungur yfir Islandi,
en Sveini Björnssyni hafði verið
falið sem rikisstjóra að fara
meö vald konungs, þegar is-
lenska rikisstjórnin taldi Dana-
konung ekki geta farið með
þjóðhöfðingjavald á Islandi eftir
að Þjóðverjar hernámu Dan-
mörku. 1 öðru lagi hafi hann tal-
ið sýnt, að stjórnmálaflokkarnir
hafi ekki getað myndað rikis-
stjórn, og hafi fyrst og fremst
Sveinn Björnsson fyrrverandi
forseti tslands: fékk vitneskju
um það með eins sólarhrings
fyrirvara að til stæði að hann
yrði gerður að rikisstjóra.
valdiöþvi gagnkvæm andúð for-
manna tveggja stærstu stjórn-
málaflokkanna, Ólafs Thor^
formanns Sjálfstæöisflokksins,
og Hermanns Jónassonar for-
manns Framsóknarflokksins,
aðallega þó af hálfu Hermanns i
garð Ólafs.
1 endurminningum Sveins
Björnssonar mun það m.a.
koma fram, að hann hafi fengið
vitneskju um það meö eins
sólarhrings fyrirvara, að til
stæði að hann yrði geröur að
rikisstjóra.
Lögfræðingarnir Sigurður
Lindal prófessor og Haraldur
Blöndal hdl. vinna að útgáfu
bókarinnar.
Laxárvirkj-
un í Lanfls-
virkjun um
áramótin
Bæjarráð Akureyrar
hefur gert samþykkt þar
sem stjórn Laxár-
virkjunar er falið að til-
kynna eigendum Lands-
virkjunar að Laxár-
viriíjun hafi ákveðið að
sameinast Landsvirkjun
frá og með 1. janúar
1980.
Samþykkt þessi er gerð i fram-
haldi af fyrri samþykktum bæjar-
stjórnar Akureyrar. Jafnframt
leggur bæjarráö til viö bæjar-
stjórn, aö fulltrúum bæjarins i
stjórn Laxárvirkjunar, ásamt
Helga Bergs bæjarstjóra, verði
falið aö ganga til samninga fyrir
sina hönd viö eigendur Lands-
virkjunar um eignarhlutdeild
aðila og sameignarsamning og
leggja slikan samning fyrir
bæjarstjórn til staðfestingar.
Þegar sameining Laxár-
virkjunar viö Landsvirkjun var á
dagskrá bæjarstjórnar Akureyr-
ar fyrr á árinu, hlaut hún sam-
þykki fulltrúa allra flokka i
bæjarstjórn. _gCi
Ferðaraun-
ir fram-
bjððenda á
Austuriandi
Frambjóöendur stjórnmála-
flokkanna á Austurlandi áttu i
nokkrum ferðaraunum nií um
helgina, enda eru veöur ótrygg á
þessum árstima. A þessari mynd
má sjá frambjóðendurna i lítilli
langferðabifreið á leiðinni yfir
Fjaröarheiöi: Fremstir t.v. eru
Tómas Arnason F, Hjörleifur
Guttormsson Abl. og Helgi Seljan
Abl.
I annarri röö eru Egill Jónsson
Sj., Bjarni Guönason A, Halldór
Reynisson blaðamaður og Sverrir
Hermannsson Sj.
Aftast t.v. er Halldór Ásgrims-
son F, Guðmundur Gislason F og
Sveinn Jónsson Abl. Sjá nánar bls
12 — 13.
rrr Semenisverksmiðjan gen efiir
gjaldbrotsmál __ . - _ _ . _
42 milliona krona veð
Rikisst jórnin hefur
mælst til þess við stjórn
Sementsverksmiðju
ríkisins að hún létti veð-
um sem hún á i þrem
ibúðum, er Breiðholt hf.
byggði og seldi á sínum
tíma. Veðskuldir þessar
nema um 42 milljónum
króna.
Bragi Sigurjónsson iðnaðar-
ráðherra sagöi i samtali við Visi
i morgun, að ástæðan væri sú,
að eigendur þessara þriggja
ibúöa hefðu keypt þær i þeirri
góðu trú að engin veð hvildu á
þeim.
Hins vegar hefði komið i
ljós seinna, aö Sementsverk-
smiðjan átti veð i heildinni fyrir
skuldum Breiðholts hf., sem nú
er til gjaldþrotaskipta og nema
kröfurnar i þrotabúið mörg
hundruð milljónum króna.
„Þaö var annað hvort um það
aö ræöa að þessir menn misstu
ibúöirnar eöa að tekið yrði
svona á málinu,” sagði Bragi.
Hann sagði aö aðeins væri um
að ræða tilmæli til stjórnar
Sementsverksmiðjunnar, en
siðan væri hennar að taka
ákvörðun i málinu. Hins vegar
kvaðst hann reikna meö að
stjórnin yrði viö tilmælunum.
—SJ