Vísir - 20.11.1979, Page 9

Vísir - 20.11.1979, Page 9
Þri&judagur 20. nóvember 1979 | 1" uM [ WBm 1 ! L i I (í.’W! f I ■ wm . 1 11 TlfBPiíjl % -2 1 1 ,,t páfans sal er sælan full, þvi syndagjöldin gefa gull...” Fjarmál Vatíkansins í sviösljósinu á kirkjubingi - en guðfræðin situr á hakanum Kirkjuþing kaþólsku kirkjunnar, sem haldið er i Róm, hefur vakið athygli fyrir óvanalega vinnuáætlun. Er mál manna að þátttakendum, 120 kardinálum, hafi mjög komið á óvart sú áætlun sem Jóhannes Páll II páfi lagði fyrir þingið. Það er vist tæpast óvenjulegt að hinh nýi páfi, sem nú hefur setið i u.þ.b. eitt ár, komi mönnum á óvart, en að kirkjuþingið ætti fyrst og fremst að snúast um fjármál Vatikansins var nokkuð sem hinir frómu kardinálar bjuggust ekki við. Sagt er að fundir þingsins minni helst á hluthafafund fyr- irtækis: fyrst er stutt bæn, siðan er pappirarnir teknir fram og menn koma sér að efninu. Hallarekstur Vatikans ins. Það er nýlunda a& fram fari opinber umræöa um peninga- mál Vatikansins. Þaö hefur ver- ið upplýst að beinn halli á rekstri Vatikansins nemi allt að 525 milljónum mánaðarlega. Það lætur ótrúlega i eyrum, þvi vitað er að þetta litla kirkjuriki á gifurleg auðæfi um allan heim. En i Vatikaninu eru glögg skil dregin milli eigna og svo daglegs reksturs. Það sem inn kemur til rekstursins er smotteri einsog aðgangseyrir og tekjur af útgáfu frimerkja og myntar. Vatfkanið þarf hins vegar aö greiða u.þ.b. 1508 manns laun, bæði i Róm og annars staðar, kosta útvarps- stöð Vatikansins og aðra fjöl- miðla. Vatikanið á einnig viðskipta- legra hagsmuna að gæta viöa um heim en það er ekki reiknaö inn i eiginleg fjárlög. Þar á meðal er t.d. skrifstofufyrirtæki sem ber nafnið IPAB, en það sér um eignir Vatikansins á italskri grund. Dagblaðið II Messagero i Róm hefur stað- hæft að IPAB velti á hverju ári milljörðum króna, hvorki meira né minna en 15 þúsund milljörð- Um hefur verið giskað á. Vatfkanið hefur hvorki séð ástæðu til að játa þessu né neita. Ameriskar milljónir. Hið dularfulla fyrirtæki IOR — Institio Operi Regiligione — hefur og orðið aðnjótandi mikils umtals, en það mun i reynd banki Vatikansins. Forsprakki IOR er Paul nokkur Marcinkus en sá mun hafa ýmissa hags- muna að gæta um heim allan. ítalska vikuritið L' Espresso hefur um árabil reynt að fylgj- ast með fjárreiðum Vatíkansins og er þar haldiö fram að IOR sé i miklum metum i Wall Street. Meðal annars hafi fyrirtækið nýlega keypt mikið magn norskra rikisskuldabréfa. Sömuleiðis er sagt að Vatfkanið hafi hagsmuna að gæta f olíu- heiminum. Marcinkus hefur mjög fært IOR til nútimahorfs og aölagöað það peningafyrirtækjum nútim- ans. A siðasta áratug var það aðalstarf Marcinkusar að yfir- færa mikið af peningum Vatíkansins frá Italiu til ann- arra áreiðanlegri landa. Sagt er að allt að 2500 milljarðar króna hafi þannig verið fluttir til Bandarikjanna. Aö auki styrkti hann IOR til þátttöku i Banco di Roma i Sviss og Luxemburg og svo Cisalpine Overeas Bank i Nassau á Bahamaeyjum en þessir þrir staðir gegna lykil hlutverki i fjármálaveröldinni. Vatikanið hefur nú hönd i bagga með rekstri fyrirtækja einsog General Food, Chase Manhatt- an, Colgate, Proctor & Gamble svo fáeins séu nefnd. Illionois Bank sér um hagsmuni Vati- kansins i Bandarikjunum og þegar allt kemur til alls mun IOR hegða sér rétt einsog hvert annað fjölþjóðafyrirtæki. Vinsældir páfans vega þungt. Mönnum verður á aö spyrja — kaþólskir eður ei — hvaðan allir þessir peningar koma. Skýringin er næsta einföld. 11. febrúar 1929 var loks undirrit- aður formlegur friðarsamning- ur milli Vatikansins og Italska rikisins, hinn svökallaði Konkordat. Samkvæmt samn- ingnum afsalaði Vatikanið sér öllum veraldlegum yfirráðum á Iraliu sjálfri en fékk i staðinn skaðabætur sem þá numu 80 milljónum dollara. Þessir pen- ingar hafa svo verið ávaxtaðir gegnum árin og er, með tilliti til þess, ekki að undra þó ýmsir hafi litlar áhyggjur af halla á daglegum rekstri Vatikansins. Þeim halla mun raunar að mestu leyti mætt með framlög- um hinna trúuðu og þar vega þungt hinar miklu persónulegu vinsældir Jóhannesar Páls. Þvi betursem mönnum likar við páf- ann, þeim mun meira gefa þeir til Vatikansins. Það hefur enda verið viðurkennt I Vatikaninu aö Karol Wojtylapáfi hafi slegið öll met hvað varðar peningagjafir. A einu ári hefur rikiskassi Vatikansins fengið að gjöf ekki minna en 15 milljónir dollara, segja þeir sem vit þykjast hafa á. Það kemur hins vegar mjög heim og saman við hina pólitisku stefnu páfans aö svipta að nokkru hulunni af fjárreiðum Kirkjurikisins. Páfinn ku vera fylgjandi réttlátari skiptingu auðæfa en hingað til og mætti vel túlka hina opinberu umræöu um peningamálin sem upphaf sliks. Allt mun það þó taka lang- an tima, heila kynslóð páfa ef það dugir þá til, en þetta er samt einasta leiðin sem ka- þólska kirkjan getur sýnt að hún er reiðubúin til að hefja baráttu gegn efnahagslegu óréttlæti i veröldinni. Guðfræðin situr á hak- anum. Þetta atriði er mikilvægt páf- anum til varnar mikilli og vægðarlausri gagnrýni sem hann verður nú fyrir i sivaxandi mæli, bæði frá lærðum og leik- um. Jesúitinn Achille d ' Ari sagði nýlega við blaðamenn Berlingske Tidende, að burtséð frá hinum mikluvinsældum páf- ans og þeirri áherslu sem hann leggur á félagsleg vandamál, þá væri Jóhannes Páll II i hæsta máta klassiskur páfi, guðfræöi- legar umræður, og framþróun á þvi sviði hafa nú koðnað niður, segir jésúitinn. ,,Við fengum páfa sem getur tulkað skoðanir sinará núttimalegan hátt,” seg- ir hann, ,,en við fengum ekki þann framfarasinnaða páfa sem við vonuðumst eftir. Málefnum eins og t.d. giftingu presta og kvenprestum hefur veriö ýtt til hliðar og eru þá aðeins nefnd umtöluðustu viöfangsefnin.” Aðrir gagnrýnendur páfans — þó mörgum kaþólikkum sé ranar meinilla við að gagnrýna páfa sinn — tala um algera stöðnun guðfræðilegrar um- ræðu. „Það getur beöið,” segja fylgismenn páfa. „Hin félags- legu vandamál geta ekki beð- ið.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.