Vísir - 17.12.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 17.12.1979, Blaðsíða 3
VlSSJUt Mánudagur 17. desember 1979. 3 Tillögur líú um Dorskvelðar: 40 daga stopp á næsta sumrl Landssamband Islenskra út- vegsmanna leggur til aö þorsk- veiöar togskipa og netabáta veröi bannaöar á timabilinu 1. júli til 10. ágúst á næsta ári. Þorskur megi þó nema fimmta hluta aflans i þrem samfelldum veiöiferöum. Þessi tillaga var samþykkt á aöalfundi félagsins sem lauk I gær. Þá var einnig samþykkt aö þorskveiöar yröu bannaöar i öll veiðarfæri 10 daga um páska og 10 daga um jólin á næsta ári. Fundurinn telur aö viö stjórnun fiskveiöa eigi áfram aö beita beinum takmörkunum til þess aö draga úr eöa takmarka sókn i ákveöna fiskstofna. Vegna efnahagsástæöna þjóöarinnar telur fundurinn aö landsmenn veröi aö sætta sig viö hægari uppbyggingu hrygn- ingarstofns þorsksins en Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til. 1 ályktun fundarins segir aö útvegsmenn vari af fyllstu alvöru viö þeim hugmyndum um auölindaskatt á sjávarút- veginn eða sölu veiöileyfa sem mjög hafi veriö haldiö á lofti aö undanförnu af ýmsum forsvars- mönnum iönaöarins og nokkrum hagfræöingum. -KS Sigriður Ella og Hlin Torfadóttir ásamt barnakórnum úr Mýrarhúsa- skóla. Visismynd BG. SlgrlOur Ella og Garðar syngja á nýrrl öarnaplötu Sigriöur Ella Magnúsdóttir og Garðar Cortes syngja 22 barnalög ásamt 15 krökkum úr Mýrarhúsa- skóla á nýrri hljómplötu. Hún nefnist ABCD, en útgáfuna annast Islenskar hljómplötur. A plötunni eru flest þekktustu barnalög síöustu áratuga t.d. Allir krakkar, Þaö er leikur aö læra, Ef væri ég söngvari, Inn og út um gluggann og ABCD. Sigriöur Ella valdi lögin á plöt- una, en hún fékk breska hljóm- listarmanninn Gordon Langford til aö setja út lögin. Hlin Torfadóttir stjórnar barnakórnum, en undirleik annast félagar úr Sinfóniuhljóm- sveit islands. Sigriður Ella hefur lagt áherslu á aö barnaraddirnar fengju aö njóta sin á eölilegan hátt á þess- ari plötu. — KP Þingið að stðrfum alla ðessa viku ,,Ég veit ekki hvaö þing starfar lengi framundir jól, en þaö veröur allavega unniö alla þessa viku og reynt aö afgreiöa þau mál sem hægt er fyrir jólin” sagöi Jón Helgason, nýkjörinn forseti Sam- einaðs þings»I samtali viö Visi. Hann sagöi aö tilnefning hans heföi komiö upp á seinustu stundu og hann vonaðist eftir góðu sam- starfiþingmanna.hann heföi ekki ástæöu til aö ætla annað en aö þaö yrði, þar sem ágætis menn sætu á þingi. Hann var spuröur hvort þetta kjör gilti út þetta þing eöa þar til stjórn heföi veriö mynduö og sagöi aö þaö stæöi til loka þessa þings. — JM Æskuiýðskór kfum og K oefur út plðtu K.F.U.M. og K. I Reykjavik hafa gefiö út plötu meö æskulýös- kór félaganna, en i honum eru um 40 unglingar. Platan nefnist ,,Nem staöar” og hefur aö geyma létta kristilega söngva sem kór- inn hefur sungiö á undanförnum árum. A plötuumslagi segir: „Þessi plata er ekki tónlistarviöburöur. Hún er sungin af ungu fólki sem hefur löngun til að boöa Jesú Krist meö léttri nútimalegri tón- list. Viö óskum þess að þú nemir staðar og leggir eyrun viö þeim boðskap sem fólginn er i textun- um”... Platan er tekin upp i Hljóörita hf. á liönu hausti og pressuö hjá Teldec i Þýskalandi. Leikiö er undir á pianó, bassa, slagverk, fiölur, selló og flautu. Stjórnandi upptöku var Þröstur Eiriksson, en kórstjóri er Siguröur Pálsson. STRUMPA - Hálsmen Sterlinq 915-S Verð kr. 6.851 MAGNUS E. BALDVINSSON Laugavegi 8 — sfmi 22804 Körfuhúsgögn NÝ SEND/NG NÝJAR GERD/R Verslunin VIRKA Hraunbæ 102 B Simi 75707 m i 1 ii X “1 mf \i | Æ ^ Í ||: 1 M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.