Vísir - 17.12.1979, Síða 16

Vísir - 17.12.1979, Síða 16
16 VÍSIffm Mánudagur 17. desember 1979. Umsjón: Katrin Páls- dóttir T.\ licki notar hvitan pappir i verk sin, sem hann lætur iiggja úti I nátt- úrunni. Pólverji sýnir í Gaiierii suðurgötu Pólverjinn Jacek Tyl- icki hefur opnað sýningu i Galleri- Suðurgötu 7. Tylicki nam i listaakademl- unni i' Gdansk og hefur einnig les- iö listasögu viö Háskólann i Lundi, en þar hefur hann búiö undanfarin ár. Efniö sem hann notar i verk sin er hvftur pappir, sem hann lætur liggja úti i náttúrunni. Hluti af sýningunni er kvikmynd, sem sýnir hvernig verkin eru unnin. Sýningin er opin til 3. janúar, frá klukkan 18 til 22 virka daga og frá kl. 14 til 20 um helgar. —KP Úr sýningu Litla ieikfélagsins, Þiö muniö hann Jörund. Litla leikfélagiö sækir á brattann Litla ieikfélagiö: Þiö muniö hann Jörund. Leikstj.: Jakob S. Jónsson Litla leikfélagiö er mjög hrifiö af Jónasi Arnasyni. Eftir þvi sem fróðir greina er Jörundur fjóröa leikritið, sem þeir setja upp eftir hann. Það er mjög vel að verið, miðað við aldur leikfélagsins. Frumsýningin var 8.des. i Sam- komuhúsinu i Garði.Þetta er fjöl- menn sýning sem krefst mikils starfs, t.d. i sambandi við bún- inga. Þá er að geta músikanta. Þá hefur Garðverja ekki skort enda er frammistaða triósins, Ömars Jóhannssonar, Hólmbergs Magnússonar og Sigriðar Hall- dórsdóttur til sóma. Ekki er þess kostur að tilgreina alla leikendur sem fram koma i sýningunni. leiklist Yfirleitt má segja að sýningin hafi verið þokkaleg, sums staðar mjög góð.Einkum voru það tveir Sigurjónar annar Skúlason I hlut- verki Charlie Brown, hinn Kristjánsson sem Trampe greifi, er heilluðu mig. Greifinn var i einu orði sagt stórkostlegur. Hálendingurinn i meðförum Unn- steins Kristinssonar var lika mjög liflegur. Þá var Hreinn Guðbjartsson mátulega i- smeygi.legur sem stúdiósus. Leikstjórinn virðist hafa lagt áherslu á Jörund sem gufu og aumingja. Sé sá skilningur réttur var leikur Viggós Bene- diktssonar allgóður á köflum. Vitaskuld eru það töiuverðir erfiðleikar að setja upp stóra sýn- ingu sem þessa á litlu og þröngu sviði eins og i Garðinum. Þvi má segja að hinn ungi leikstjóri Jakob S. Jónsson hafi komist vel frá sinu hlutverki. Hins vegar er þvi ekki að leyna að Garðverjar hafa komið meö betri sýningu en þessa. Litla leikfélagið er öflugt félag sem sækir á brattann. Ég vil óska þeim heilla með þetta verk- efni. Lilandi tónlist í Holiywood Veitingastaöurinn Hollywood bryddaöi upp á þeirri nýbreytni á miö- vikudaginn aö fá djassrokkhljómsveitina Mezzoforte til þess aö koma fram og leika eiein verk. iafnframt bvi sem Jónatan Garöarsson lék djassrokk af hljómplötum og kynnti lögin. Forráöamenn Hollywood hyggjast halda áfram á þessari braut, bjóöa upp á eitthvaö óvenjulegt I tónlistarlifinu á miövikudagskvöldum, svo fremi aö þetta mælist vel fyrir. N'æsta miövikudag mun t.d. ákveöiö aö Gunnar Þóröarson mæti i diskótekið og leiki nokkur af eftirlætislögum sinum. Myndin er af Mezzoforte. —Gsal/ Visismynd: JA KR-ingar syngja inn á plötu G.B.H. hljómplötur hafa gefið út sina fyrstu smáskifu og stendur skammstöfunin fyrir Guðjón B. Hilmarsson KR-ing. Þessi tveggja laga plata er nýlunda á islenskum hljómplötumarkaði, þar sem þetta mun vera i fyrsta sinn sem leikmenn knattspyrnu- liös, i þessu tilfelli liösmenn meistaraflokks KR syngja inn á hljómplötu. Lögin eru eðli málsins sam- kvæmt baráttusöngvar KR-inga, samin og flutt af KR-ingum. Höf- undur laganna er Arni Sigurðs- son. Liðsmenn breska knattspyrnu- liðsins Nottingham Forest sungu nýverið inn á hljómplötu og hefur titillag þeirrar plötu undanfarið verið mjög hátt á hollenska list- anum. Kannski verður KR-lagið von bráöar ofarlega á þeim lista, hver veit? — Gsal S-SERIES Gerð F-2674 Cummíns 290 hö 23t. heildarþyngd Til afgreiðslu íjanúar 1980 AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS INTERNAHONAL Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 TRANSTAR Transtar Cummins 290 og 350 hö 22,5 t. heildarþyngd Til afgreiðsiu í febrúar 1980

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.