Vísir - 08.01.1980, Síða 8
vísm
Þriöjudagurinn 8. janúar 1980.
'8
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin
Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingar og skrifstofur:
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Utgefandi: Reykjaprent h/f Ljósmyndir: Gunnar V André’sson, Jens Alexandersscn Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Framkvæmdastjóri: DaviðGuðmundsson ullit og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur.
Ritstjórar: ölalur Ragnarsson
Hörður Einarsson
Askrift er kr. 4.500 á mánuði
innanlands. Verð i lausasölu
230 kr. eintakið.
Prentun Blaðaprent h/f
LMINAJOFNUN 0G VERBBÆTUR
Verkamannasambandsfulltrúarnir uröu sammála um þaö á þingi sinu, aö réttast væri
aö láta veröbólguna marka launajöfnunarstefnuna I staö þess aö semja um launabiliö
meö grunniaununum I samningum.
Niðurstaða sú, sem varð á
þingi Verkamannasambands
íslands um helgina varðandi
verðbætur á laun, staðfestir
glögglega þann ágreining, sem
vitað er að hefur verið innan
verkalýðshreyf ingarinnar um
stefnuna í launamálum.
Á ráðstefnunni var samþykkt
að falla ekki frá fyrri kröfum
Verkamannasambandsins um að
verðbætur á laun yrðu reiknaðar
í krónutölu á báðum endum
launastigans, en prósentuhækkun
notuð um miðbik hans. Með öðr-
um orðum urðu menn áséíttir um
að reiknaðar verði prósentubæt-
ur á laun, sem nema 300 þúsund
krónum á mánuði og sú hækkun
látin gilda niður launastigann. Þá
var samþykkt að hlutfallslegar
bætur kæmu á laun, er væru á bil-
inu frá 300 til 400 þúsund krónur,
en á laun þar fyrir ofan verði
bæturnar í sömu krónutölu og á
400 þúsund króna launin.
Þessi afstaða Verkamanna-
sambandsins brýtur í bága við
afstöðu Alþýðusambandsins, þar
sem menn hafa hingað til verið
sammála um að prósentuhækk-
anir komi á launin, þegar verð-
bætur eru reiknaðar.
Af þeim sökum má búast við að
Alþýðusambandið klofni í af-
stöðu sinni, þegar fulltrúar
Verkamannasambandsins koma
með stefnumál sitt á þann vett-
vang. Ekki er ósennilegt að þeir
muni fá önnur láglaunasamtök
innan ASI til fylgis við sig, en
uppmælingaaðallinn i samtökun-
um mun ekki samþykkja þessa
stef nu.
Það hljómar ekki illa í eyrum
láglaunafóks, þegar baráttu-
menn krónutölureglunnar segja:
„Hvers vegna eiga ekki allir að
fá jafn miklar bætur fyrir það að
kjötið eða fiskurinn hækkar, án
tillits til þess, hve há laun þeirra
eru?" — en dæmið er bara ekki
svona einfalt.
Launabilið, sem samið hefur
verið um í samningum er hluti af
því mati, sem verkalýðshreyf-
ingin og vinnuveitendur gera á
þýðingu hinna ýmsu starfa, og
um þessi atriði er eðlilegt að
samið sé um í kjarasamningum,
en verðbólgan á hverjum tíma
ekki látin hræra í þessu kerfi og
breyta því.
í þessu sambandi má minna á,
að samninganefnd Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja lagði
nýlega fram kröfur sínar um
skipan launastiga og það bil, sem
samtökin telja eðlilegt milli
hæstu og lægstu launa.
Þar er haldið áfram launa-
jöfnunarstefnu þeirri, sem BSRB
hef ur fylgt, og er í kröf ugerðinni
gert ráð fyrir, að hæstu laun séu
2,25 sinnum hærri en lægstu laun.
Þarna er um að ræða mun minna
bil en samið var um í síðustu
samningsgerð BSRB og ríkisins,
en þá voru hæstu laun 2,67 sinn-
um hærri en lægstu laun..
Það er auðvitað skynsamleg-
asta leiðin í þessum efnum að á-
kvarða launabilið í samningum
með grunnlaununum sjálfum og
síðan sé því bili haldið með því
að hafa verðbæturnar, er ofan á
launin leggjast, i prósentum.
Ef fulltrúar launþega hafa í
raun hug á að stefna i átt til
launajöfnunar er þeim í lófa lag-
ið að koma þeim hugmyndum
sínum í framkvæmd í samninga-
gerðinni, ef þeir á annað borð eru
sammála um stefnuna.
Aftur á móti er erf itt við þetta
að eiga, þegar allir segjast vera
sammála um að bæta kjör þeirra
lægst launuðu i þjóðfélaginu, en
menn eru svo í grundvallaratrið-
um ósammála um hvaða leiðir
eigi að fara að því marki.
Af öllum þeim leiðum, sem
nefndar hafa verið í þessu sam-
bandi er sú fráleitust, að láta
verðbólguna marka launajöfn-
unarstefnuna og hringla með
launabilið.
neöanmals
t annálum ársins i blööunum
var hvergi minnst á Viku gegn
vímuefnum dagana 21.-27. októ-
ber siöastliöinn, sem 22 félaga-
samtök stóöu aö. Hvers vegna
þarf alltaf aöþegja um þaö, sem
vel er gert? spyr Hilmar Jóns-
son, bókavöröur.
Ekkert er uppeldi barna á vest-
urhveli jarðar eins skaölegt og
ofneysla áfengis hjá hinum full-
orönu.
1 Viku gegn vímugjöfum var
haldiö uppi samfelldum áróðri i
skólum og fjölmiölum gegn
vimugjöfum. 1 þeirri herferð
tóku þátt fjölmargir þekktustu
og bestu þegnar þjóðarinnar.
Ekkert viðtal á þessu ári var
eins áhrifamikið og þarfteins og
sjónvarpsviðtal barna i tilefni af
Viku gegn vimugjöfum.
Hvers vegna þarf alltaf að
þegja um það sem vel er gert en
hampa þvi sem leiðir til hins illa
og veldur þjáningum og kvöl?
Þetta skyldu blaöamenn og
forráðamenn fjölmiöla hugleiða
á nýbyrjuðu ári.
Hilmar Jónsson.
HVERS VEGNA ÞARF AÐ ÞEGJA
UM ÞAÐ SEM VEL ER GERT?
Heiðraði ritstjóri.
Mig langar til að koma á
framfæri i blaði yðar
smáathugasemd við frétta-
mennsku yfirleitt. I öllum blöð-
um höfuðstaðarins hefi ég lesið
svokallaða annála ársins: Það
er yfirlit um helstu atburði árs-
ins 1979. Það sem vekur sér-
staka athygli mina, er að hvergi
— ég endurtek hvergi — er
minnst á Viku gegn vlmuefnum
dagana 21.-27. okt. sl., sem 22 fé-
lagasamtök stóðu að, og var að
flestra dómi einhver best
heppnaða og alvarlegasta til-
raun sem gerð hefur verið til að
vekja athygli á mesta og versta
vandamáli Islendinga I dag, á-
fengisvandamálinu og hvernig
unnt væri aö snúa þeirri öfug-
þróun viö.
Hins vegar sá ég I einu eöa
tveimur blöðum var getiö lof-
samlega um reglugeröarbreyt-
ingu Steingrims Hermannsson-
ar fyrrverandi dómsmálaráö-
herra um opnunartlma veit-
ingahúsa, þar sem áfengisböliö
er aukið. Þessi reglugerðar-
breyting var gerð enda þótt vit-
að væri að hún nyti ekki meiri-
hluta á Alþingi. Engum ráð-
herra ber að fara eftir naumum
meirihluta borgarfulltrúa I
Reykjavik eins og gert var I
þetta sinn. Þaö má raunar koma
fram I þessari athugasemd, að
Reykjavikurborg og Garðabær
voru einu bæjarfélögin sem
neituöu samstarfsnefndinni,
sem stjórnaöi Viku gegn vfmu-
gjöfum um fjárframlög og
undirstrikar sú staðreynd enn
betur hvaða hagsmunum borg-
arfulltrúar Reykjavikur kjósa
að þjóna. 1 aðeins einu dagblaði
sé ég að getið er um baráttu
Krabbameinsfélagsins og reyk-
lausa daginn 23. janúar sl.
Hvað veldur þessu brenglaða
gildismati hjá fjölmiðlum? Get-
ur verið að áfengisauðmagnið
sé hér að verki? Þiggur t.d. rit-
stjóri laun fyrir aö leika trúð i á-
fengisauglýsingu eins og nær-
tækt dæmi er um? Hér er verk-
efni fyrir rannsóknarblaða-
menn.
Ekkert auðvald er eins
óprúttið og svivirðilegt I bar-
áttuaðferðum og áfengisauð-
magnið. Um það hefur meðal
annarra hinn frægi rithöfundur
Alex Haley vitnað.
Arið 1979 var ár barnsins.
Vika gegn vlmuefnum þótti takast mjög vel. Þessi mynd er tekin á fundi sem unglingarnir sem stóðu
aö „Viku gegn vimugjöfum” stóðu að I Templarahöllinni. Vlsismynd: J.A.