Vísir - 08.01.1980, Side 24

Vísir - 08.01.1980, Side 24
Þriðjudagur 8. janúar 1980 síminner 86611 Spásvæöi Veðurstofu lslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörö- ur, 3. Vestfiröir, 4. Noröur- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suðvesturland. veðurspá dagsíns Gert er ráð fyrir stormi á suð- vesturmiðum til Vestfjarða- miða. A SV-Grænlandi, um 300 km ANA af Hvarfi, er 969 mb. lægð á hreyfingu NNV. Onnur lægð 989 mb. djúp, heldur vax- andi, er um 1700 km SSV i hafi á hreyfingu NNA og siðar norður. Viðáttumikið 1034 há- þrýstisvæði yfir Norðurlönd- um og 1028 mb. hæð yfir N- Grænlandi. Veður fer enn hlýnandi, einkum norðanlands og austan. Suðvesturland til Breiðafjarð- ar:SA-hvassviðri eða stormur og dálitil rigning. Vestfirðir: Allhvöss eða hvöss A og SA-átt, stormur á stöku stað á miðunum. Dálitil rign- ing. Norðurland: Vaxandi S og SA- átt, stinningskaldi eða all- hvasst og dálitil rigning vest- an til, en þurrt að mestu aust- an til. Norðausturland: S og SA- gola og siðar kaldi eða stinn- ingskaldi, skýjað með köflum. Austfirðir: S -kaldi og siöar stinningskaldi, viða allhvasst. Smáskúrir og siðar dálitil súld eða rigning viðast hvar. Suðausturland: SA-stinnings- kaldi og siðar allhvass eða hvass. Dálitil rigning, einkum þegar liður á daginn. veðriD hérog par Klukkan sex i morgun: Akureyrihálfskýjað 4, Bergen alskýjað +3, Heísinki snjó- koma 4- 5, Kaupmannahöfn snjókoma -s-1, Osló alskýjað 6, Reykjavlk rigning 6, Stokkhólmur alskýjað -5-1, Þórshöfn léttskýjað 5. Klukkan átján i gær: Aþena léttskýjað 11, Beriin snjókoma 4-3, Feneyjar þoka ■5-1, Frankfurtrigning 2, Nuuk snjókoma 4-6, London mistur 6, Luxemburg þoka 2, Las Palmas skýjaö 17, Mallorca léttskýjað 8, Montreal skýjáð 0, Paris skýjað 5, Róm heið- skirt 5, Malagamistur 13, Vin þokumóða 4-4. LOKÍ segir „Indverjar hafa vaknaö af vondum draumi,” segir Indira Gandhi um stórsigur sinn i kosningum þar syöra. Meö til- liti til siðustu stjórnartiöar hennar mætti þó frekar búast viö að martröðin væri rétt að byrja. I R I 1 Þjóöstjórn könnuð á fundl í morgun Fulttruar flokkanna vildu líllð segja: „Hefurðu nú ekki frumlegri spurningu en þetta?”, spurði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins i morgun, þegar Visir spurði, hvort hann væri bjartsýnn á árangur viö- ræðna um þjóðstjórn, sem hóf- ust klukkan hálf tiu I morgun. Þar átti að ræða um möguleika á timabundinni þjóðstjórn með tilteknum verkefnum. Geir var spurður hvort undirtektir ann- arra stjórnmálaforingja hefðu verið með þeim hætti, að liklegt væri að þeir vildu ganga til þjóðstjórnar og sagöist hann telja að á það yrði allavega að reyna. Hvort hann myndi skila um- boði sinu til forseta, ef árangur næðist ekki eða reyna að mynda nýsköpunarstjórn? „Það verður að koma i ljós eftir fundinn” sagði Geir. Forystumenn ann- arra flokka vildu litið tjá sig um málið fyrr en eftir fundinn og kváðust vilja skoða hvað Geir legði fram. Steingrimur Hermannsson sagði að fram- sóknarmenn væru jákvæðir i garð slíkrar stjórnar ef sam- staða næðist um raunhæfar að- gerðir, hins vegar þætti honum átján mánuðir full-stuttur timi fyrir rikisstjórn. Einn af forystumönnupi Alþýðubandalagsins sagði að þeir ætluðu að biða og sjá. Ljóst væri að brýn þörf væri að mynda stjórn, en það væri viss uppgjöf að mynda stjórn, sem hefði enga stefnu. Hann reikn- aði siður með að þessar til- raunir Geirs tækjust, en þó væri aldrei að vita, hvað gerðist I svona tafli. Þrýstingurinn, sem væri kominn i þjóðfélaginu á það að mynda stjórn, hefði sin áhrif. Alþýðuflokksmenn munu tæp- lega skorast undan að vera með i þjóðstjórn, ef samstaða næst hjá öðrum flokkum, en telja þó aðra möguleika vænlegri til ár- angurs. — JM Það er ekki auövelt að fóta sig-á gangstéttunum þessa dagana, enda reyndist annasamt hjá Slysastofunni í gær. Visismynd: JA Nlðrg hálkuslys Mikil hálka myndaðist á öllum gangstéttum i Reykjavik i blotan- um i gær og samkvæmt upplýs- ingum Slysastofu Borgarspital- ans komu þangaö margir fót- gangandi vegfarendur vegna hálkuslysa. Þrir þeirra reyndust vera fótbrotnir. Ingi O. Magnússon, gatnamála- stjóri, sagði að viðhaldsflokkur borgarinnar hefðu unnið að þvi i öllum hverfum borgarinnar að bera sand á gangstéttir. Hins vegar væri erfitt að komast yfir alla borgina i einni svipan. Til þess þyrfti gifurlegt fjármagn og mannskap. Að undanförnu hefur veriö unnið af kappi að þvi að ryðja snjó af gangstéttum og hefur tals- verðu verið bætt við af tækjum til þeirra hluta. Þrátt fyrir það er enn viða hálka á gangstéttum og þvi fyllsta ástæða fyrir fólk að fara varlega. — SJ „Ekki orðið varir vlð nelna loðnu” seglr Hafstelnn Guömundsson sklpstjórl á Glgju „Við höfum ekki orðið varir við nokkra einustu loðnu þrátt fyrir mikið stim”, sagði Hafsteinn Guðmundsson, skipstjóri á Gigj- unni, i samtali við Visi i morgun, en hún er nú við loðnuleit noröur af landinu. Gigjan hóf loðnuleit 2. janúar siðastliðinn og ætlunin var að hún kæmi til baka fyrir 10. janúar. Vegna þess hversu illa hefur gengið, má búast við þvi að leit- inni verði haldið áfram nokkru lengur en ætlað var, að sögn Haf- steins. — P.M. Engln llugumferö vegna veöurs: Nð ekkl vélunum úl úr flugskýluml Engin umferð hefur verið um Reykjavíkurflugvöll i morgun vegna veðurs. Allt flug Flugleiða innanlands hefur legið niðri, svo og flug Arnarflugs, enda hefur ekki einu sinni verið hægt að ná vélunum út úr skýli vegna roks- ins. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Flugturninum, komst vindurinn upp i tiu vindstig i verstu hviðunum. „Þetto er lém vltleysa í úelm" seglr Þórlr Jónsson stjórnarformaöur Blfrastar „Þeir geta sagt það sem þeir vilja, en þetta er tóm vitleysa i þeim”, sagði Þórir Jónsson, stjórnarformaður Bifrastar um fréttiÞjóðviljanum þess efnis, að búið væri að ganga frá kaupum Eimskips á Skipafélaginu Bifröst. I fréttinni segir, að Þórir hafi undirritað samninginn fyrir hönd sins félags fyrir 20. desember. „En viðræður standa ennþá yfir milli þessara skipafélaga og ég á von á að eitthvað fari að gerast”, sagði Þórir. Fengu frest í10 daga „Við erum ekki búnir að ákveða fiskverðið ennþá”, sagði Jón Sig- urðsson, formaður yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins i morgun. „Nefndin haföi frest til morguns, en við fengum við- bótarfrest i tiu daga.” — ATA Norðmenn viija viðræður um loðnuveiðar íslendinga „Akvarðanir um veiöi- heimildir við Jan Mayen verða að miöast við þær niðurstöður sem Islenskir og norskir fiski- fræöingar hafa komast aö”, segir i skjalisem norska sjávar- útvegsráðuneytið sendi norska utanrikisráöuneytinu I gær. Kom þetta fram I fréttum norska útvarpsins i morgun. 1 skjalinu biður sjávarútvegs- ráðuneytið utanrikisráðuneytið að taka upp viðræður við islensk stjórnvöld vegna væntanlegrar vetrarloðnuveiði íslendinga við Jan Mayen. Norska sjvarútvegsráðu- neytið litur svo á, að ef íslend- ingar veiði það magn sem þeir hafa ákveðið, muni það þýða 200 þúsund tonna umframveiði miðað við það sem fiskifræð- ingar töldu ráðlegt að veiða. JEG, Osló/— P.M.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.