Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 8
f^CSXR Mánudagurinii U. janáar 1980. 8 utgefandí: Rcykjaprent h/f Framkvæmdasf jori: Davió Guömundsson Ritstjórar: olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjörnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup. Halldór Reynisson. Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sigurveig Jónsdóttir. Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. André'sson, Jens Alexandersscn. Uflil og hónnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olalsson Auglysmga og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. I Auglysingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.500 á mánuði innanlands. Veró i lausasölu 230 kr. eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f SAMKEPPNII QLÍUVKISKIPTIN Þaö er þýöingarmikiö, aö I framhaldi af væntaniegum samningum viö Breta um olíu- viöskipti, veröi Islensku oliufélögin hvött til aukinnar samkeppni og I reynd veröi skiliö á milli þeirra og rikisins. Þó að ekki haf i enn verið geng- ið frá endanlegum samningum milli íslensku ríkisstjórnarinnar og breska ríkisolíufélagsins BNOC eru línurnar i væntanleg- um samningum farnar mjög að skýrast. Verður ekki annað séð en verulegur ávinningur ætli að nást fyrir íslenska þjóðarbúið í þessum samningum þegar á þessu ári. Ávinningur íslendinga er eink- um tvenns konar. í fyrsta lagi má ætla, að verð- lagið á þeirri olíu, sem keypt verður af Bretum, verði nokkr- um mun hagstæðara en verðið á þeirri oliu, er við kaupum af Rússum samkvæmt verðskrán- ingu á Rotterdammarkaðnum svonefnda. Aukaútgjöld íslenska þjóðarbúsins vegna oliuverðs- hækkananna á sl. ári námu hvorki meira né minna en 40 milljörðum króna, eða sem svar- aði til tæplega eins fimmta hluta af f járlögum þessárs. Þaðerþví deginum Ijósara, að allt, sem sparast í hagkvæmari inn- kaupum, nemur stórum fjár- hæðum, er miklu máli skipta fyrir lífskjörin í landinu. I öðru lagi er það svo mikils virði, að þjóðin skuli ekki lengur verða að öllu leyti upp á einn að- ila komin i oliuviðskiptunum, og er það sérstaklega mikilsvert, þegar þessi eini aðili er valda- gráðugt einræðisríki, sem ekki mundi hika við að blanda saman viðskiptamálum og stjórnmál- um, ef því þætti það henta. Meira að segja væri mjög æskilegt að dreifa olíuviðskiptunum í fram- tíðinni enn víðar en til Sovefríkj- anna og Bretlands. í því skyni er áreiðanlega vænlegast, þegar til lengri tíma er litið, að skapa olíufélögunum, sem starfandi eru í landinu, á nýjan leik aðstöðu til þess að afla viðskipta i gegn- um viðskiptasambönd sín. í raun og veru hefur olíuversl- unin hér á landi verið ríkisrekin hátt á þriðja áratug vegna þess, að svo stórum hluta þýðingar- mestu olíuviðskipta okkar hefur fyrir milligöngu ríkisvaldsins verið beint í aðeins eina átt. Þetta hefur verið gert til þess að tryggja fisksölu á Rússlands- markaði, en áreiðanlega má um það deila, hversu happasæl þau viðskipti hafa verið f yrir íslensk- an fiskiðnað. Því er venjulega haldið fram, að þessi viðskipti hafi tryggt okkur sölu á fiskaf- urðum, sem við hef ðum ekki get- að selt annars staðar. Slíkar kenningar verða sjálfsagt aldrei sannaðar eða afsannaðar héðan af, en sterkar líkur má færa fyrir því, að þessi „öruggu" viðskipti hafi slævt framtak íslenskra fiskútflytjenda og dregið úr vöruvöndun í f iskiðnaðinum. Þannig er hætt við, að hin bundnu Sovétviðskipti hafi skað- að okkur á tvennan hátt, bæði með því að uppræta svo til alla samkeppni í mikilvægustu olíu- viðskiptum okkar og eins orðið vöruvöndun í fiskiðnaði og sölu- mennsku í fiskútflutningi fjötur um fót. Það er þýðingarmikið, að í framhaldi af væntanlegum samningum við Breta um olíu- viðskipti, verði olíufélög okkar hvötttil aukinnar samkeppni og í reynd verði skilið á milli þeirra og ríkisvaldsins. Það er full á- stæða til að ætla, að hefðu olíu- félögin getað um frjálst höfuð strokið, hefði þeim í gegnum sín gömlu viðskiptasambönd verið kleift að útvega þjóðinni olíuvör- ur á hagstæðari kjörum en hún hef ur nú um skeið orðið að sæta í Sovétviðskiptunum. Þeir fjár- munir, sem sumir eru sífellt að tönnlast á, að fari forgörðum í margföldu dreifingarkerfi olíu- félaganna, eru hreinir smámunir í samanburði við þá fjármuni, sem sparast geta, ef samkeppnin fær að njóta sín. Samkeppnin kostar auðvitað alltaf sitt, en það er venjulega Iftilræði miðað við ávinning neytendanna af henni. ummæli blaða víða um heim um innrásina í Afganistan: Enn eltt út- bensluskreflð Skriffinnar blaða i ölluni heimshornum keppast nú við að útskýra atburðina i Afganistan. Sitt sýnist hverjum eins og vera ber. Blöð á vesturlöndum taka auðvitað aðeins einn pól i hæð- ina, þannig að Sovétrikin eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim. Innrásin i landið er fordæmd og menn rifja upp þá atburði sem geröust i Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu árið 1968. Þýska blaðið Frankfurter Allgemeine leggur á þaö áhcrslu að hvernig svo sem málin þróast i Afganistan, þá muni þau gleymast fljótt. Sú hafi oröiö raunin ef litiö er á yfirgang Sovétmanna i Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu. Jafnvel Sovétmenn hafi ckki þorað að vona að gleymska okkar væri slik. Daily Telegraph heldur þvi fram að innrás Sovétmanna i Afganistan sé liður i þvi að þeir vinni það sem blaðið kallar þriðju heimsstyrjöldina. Markmiðið er að skrúfa fyrir alla oliu til Vesturlanda og það geti Sovétmenn ef þeir ná mikl- um itökum við Persaflóann. Afganistan er aðeins eitt skref á leiðinni. Vegna ástandsins i Iran er þessi möguleiki ennþá lik- legri að takast, segir Daily Telegraph. Vesturlönd þurfa þvi ekki að Brésneff dró hersveitir sinar út friðarins’. Teikning: BUBEC hafa áhyggjur af sihækkandi oliuverði OPEC-rikjanna. Þau þurfa að hafa áhyggjur af þvi hvort skrúfað verði fyrir oliu- rennslið til þeirra fyrir fullt og allt. Það er það sem Sovétmenn stefna að. úr Austur-Þýskalandi — i þágu Sovétmenn hræðast að bylting múhameðstrúarmanna breiðist til landsins. t Sovétrikjunum eru milljónir múhameðstrúar- manna. Með þvi að taka Afgan- istan fá þeir ágætis stuðpúða gagnvart Iran. Misheppnuð pólitísk áhrif. Bandarfkjamenn gefa eftir. Hvar sem Sovétmenn finna Það er hægt að lesa hræðslu Sovétmanna út úr innrásinni i Afganistan, segir The Times. Sovétmönnum hefur ekki tek- ist að ná nægilegum áhrifum með pólitikinni, þess vegna gripa þeir til ofbeldis. beir eru hræddir um að missa tökin, eins og t.d. innrásin i Tékkóslóvakiu sannar. Þar fóru áhrif Moskvuherranna dvin- andi, þeir voru að missa tökin á ráðamönnum i landinu. Stjórn- málastefna þeirra dugði ekki til að halda þvi sem þeir höfðu og þá var gripið til innrásar og settar upp strengjabrúður i valdastóla. veikan punkt, þar herja þeir á, segir Financial Times. Þeir stefna að útþenslu rikisins og nú taka þeir enn eitt skref, sem er Afganistan. Sovétrikin hafa undanfarin ár ávallt farið með sigur af hólmi þegar stórveldin hafa deilt. Nýj- asta dæmið var i Afriku i . sumar. Sovétmenn hafa fundið veik- leika hjá Bandarikjunum hann er notaður út i ystu æsar. Þeir hafa fengið margfaldar sann- anir fyrir þvi að Bandarikin hafa ekki tekið harkalega á málum, heldur sifellt verið á undanhaldi siðustu árin. — KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.