Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 22
Mánudagurinn 14. janúar 1980. 26 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87., 91. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs ’79 á fasteigninni Hjallavegur 3L, Ibúð, I Njarövík, þingl. eign Vilbergs Karlssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Jóns G. Briem hdl., fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn I Njarövlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 187., 91. og 99. tbl. Lögbirtingablaösins ’79 á fasteigninni Hafnargata 911 Keflavik, þingl. eign Fisk- iöjunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Einars Viöars. hrl., miövikudaginn 16. janúar 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn i Keflavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 50., 52. og 55. tbl. Lögbirtingablaösins ’79 á mb. Búrfelli KE 140, þingl. eign Saltvers hf. og fleiri, fer fram viö bátinn sjálfan i Keflavlkurhöfn, aö kröfu Theó- dórs S. Georgssonar hdl. og Garöars Garöarssonar hdl., fimmtudaginn 17. janúar kl. 14. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð annaö og siöasta á fasteigninni Akurbraut 2 i Innri-Njarö- vik, þingl. eign Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Jóns G. Briem hdl., Brunabótafé- lags tslands hf. og Garöars Garðarssonar hdl., fimmtu- daginn 17. janúar kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Njarðvlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 187., 91. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins ’79 á fasteignunum Básvegur 5 og 7 (frystihús og fiskverkun- arhús, ásamt vélum og tækjum) I Keflavlk, þingl. eign Heimis hf. fer fram á eignunum sjálfum aö kröfu Haf- steins Sigurössonar hrl. fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 10.00. Bæjarfógetinn I Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 91. og 96. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á eigninni Brekkutanga 18, Mosfeilshreppi, þingl. eign Ásgeirs Sigurössonar fer fram eftir kröfu Einars Sig- urössonar, hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 5.00 e.h. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 105. 1978, 1. og 4. tbl. Lögbirtingablaös- ins 1979 á eigninni Merkjateigur 4, efri hæö, Mosfells- hreppi, þingl. eign Bjarna Bærings, fer fram eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 4.00 e.h. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 9., 11. og 14. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á fasteigninni Garöabraut 54 I Garöi, þinglýst eign Sigurjóns Skúlasonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Garðars Garöarssonar hdl. og Veödeildar Landsbanka ís- lands, fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 16.00. Sýslumaöurinn I Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 68., 71. og 73. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á eigninni Esjugrund 25, Kjalarneshreppi, þingl. eign Sigurgeirs Bjarnasonar fer fram eftir kröfu Iönaöarbanka islands hf., Ara isberg, hdl., og Gjaldheimtunnar I Reykjavik, á eigninnl sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 4.30 e.h. Sýslumaöurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var 168., 71. og 73. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1979 á spildu úr landi Eyvindarstaöa, Bessastaöa- hreppi, þingl. eign Magnúsar Þórarinssonar, fer fram eftir kröfu Iönaöarbanka islands hf. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 3.00 e.h. Sýslumaðurinn I Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 68., 71. og 73. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á eigninni Heiövangur 44, Hafnarfiröi, þingl. eign Hallgrims Guömundssonar fer fram eftir kröfu Iönlána- sjóös á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 2.00 e.h. Sýslumaöurinn I Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 82., 86. og 91. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á fasteigninni Brekkustigur 20, efri hæö, I Sandgerði, þingl. eign Arnars Högnasonar og Sesseliu Jóhannsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Garöars Garöarssonar hdl., fimmtudaginn 17. janúar 1980 kl. 16.30. Sýslumaöurinn I GuIIbringusýslu. ömurlegt stjórnmálaástand Þegar úrslit alþingiskosning- anna 25. júni 1978 urðu kunn, kom I ljós, að A-flokkarnir, sem svo voru nefndir — Alþýðu- bandalag og Alþýöuflokkur — höfðu unnið mikið á. Þeir fengu samanlagt 28 þingsæti. Hins vegar höföu Framsókn og Sjálf- stæöisflokkurinn goldið mikið afhroö. Margir furðuðu sig á þeirri miklu sveiflu, sem varð á fylgi þessara flokka I kosningunum, þvi að ekki örlaði á nýmæli i málflutningi þeirra. Hann var allur eins og jag millum ó- þekkra krakka, sama tuggan endurtekin æ ofan I æ, svo sem „Hærri laun handa þeim lægst launuðu.... Fleiri vöggustofur og stærri leikvelli..” og fleira i svipuðum dúr. Allt var þetta gamalkunnugt. Ekki bar eins mikið á hrópum kommúnista „Island úr NATO — herinn burt..” eins og svo oft áður, en þess i staö hrópað af enn meiri ákefð „Samningana i gildi”. Varla leikur á tveim tungum, að þessi setning ein réð miklu um úrslit júnikosninganna. Eða ef til vill öllu heldur þau ömur- legu vinnubrögö sem þeir Hall- dór E. Sigurösson og Matthías Á. Mathiesen, ráðherra i rik- isstjórn Geirs Hallgrimsson- ar, viðhöfðu I samningaþrasi við opinbera starfsmenn rétt fyrir kosningarnar. Hvað svo sem segja má um þá samninga i heild, þá er hitt stórvitavert, að ráðherrar skuli láta neyða sig til að undirrita samninga, sem þeir vita um leiö, að þeir geta ekki staöið við. Niðurstaða júníkosn- inganna varð svo auövitað sú, eins og áður er getið, að rfkis- stjórn Geirs Hallgrimssonar féll, stjórnarkreppa hófst, sem stóð i margar vikur, og leystist ekki fyrr en ólafi Jóhannessyni tókst að mynda vinstri stjórn, þá f jórðu hér á landi og án efa þá aumustu. Aöur höfðu allir hinir flokksformennirnir — Benedikt, Lúðvik og Geir — spreytt sig á að hnoöa saman stjórn, en urðu frá að hverfa 'og héldu bónleiðir til búðar Þau urðu svo örlög þessarar 13 mánaða vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, að Alþýðuflokk- urinn sprengdi stjórnarsam- vinnuna og myndaði minni- hlutastjórn meö stuðningi Sjálf- stæöisflokksins og með það tak- mark eitt að efna til nýrra kosn- inga, jólaföstukosninganna. Úrslit þeirra kosninga eru al- þjóð í fersku minni. A-flokkarn- ir töpuöu miklu fylgi, samanlagt sjö þingsætum, eins og þeir voru dæmdir til einfaldlega af þeirri ástæðu, að þegar i rlkisstjórnina kom, urðu þeir á einhvern hátt aö komast hjá þvi að framfylgja aðalstefnumálinu i kosninga- baráttunni — að setja samning- ana i gildi. Þeir fundu engin töfrabrögð til að blekkja þjóð- ina, og timinn frá fyrri kosning- um var of skammur til þess að kjósendur væru búnir að gleyma loforðunum, og þvi fór sem fór. Það má segja, að þessar jóla- föstukosningar hafi verið þýö- ingarmiklar fyrr islenska þjóð, ef þær hafa opnað augu manna fyrir þvi, að ekki er lengur sæm- andi fyrir vitiboriö fólk, að það láti reka sig á kjörstað eins og sauðfé er dregið i dilka. Kjós- endur verða að hrista af sér þá hlekki að elta si og æ sömu flokkana af gömlum vana, flokka, sem ýmist bjóða upp á þjóðhættulega 19. aldar hug- myndafræöi eöa glundroða- kennda hentistefnu. I áramótahugleiðingum sin- um komst Benedikt Gröndal forsætisráöherra svo aö orði: „Svo fór þetta örlagasumar, að Alþýöubandalagiö eyðilagöi til- raun Alþýðuflokksins til að mynda stjórn ( að loknum kosn- ingunum i júni 1978) og Alþýöu- flokkurinn eyðilagði tilraun Al- þýðubandalagsins. Hvorugur þessara skyldu ftokka gat unað hinum þess að hafa forustu um nýja rikisstjórn, og þvi féll það i hlut Ólafs Jóhannessonar o.s.frv.” Hvilik þjóðhollusta. Litum svo á stöðuna i stjórn- málunum i dag. Hvilik hörm- ung! Ein stjórnarkreppann enn og ástandið i þjóöarbúskapnum vægast sagt i molum.Hvað veld- ur? Eru alþingismenn okkar ekki færir um að ráða fram úr aðsteðjandi vanda? Þvihefur að visu verið haldið fram og þaö af mönnum, sem vel til þekkja, að innan veggja Alþingis væri meðalmennskan i miklum ur i takt við timann, svo að henni verður að breyta. Geti ekki sá sundurleiti hópur, sem nú situr á Alþingi, komiö sér saman um að breytá leikreglun- um i þá átt, að hægt sé að stjórna þjóö okkar eftir þeim, þá verður fólkið i landinu að risa upp, áður en það er um seinan. Það verður að skapast þjóðar- vakning i þessum efnum. Stjórnmálaflokkurinn hefur starfsemi á ný Þegar Alþingi var rofið seint i október siðastliðnum og efnt til kosninga jólaföstukosning- anna — 2. og 3. des., má segja, að sú ákvörðun hafi kom- ið yfir þjóðina eins og þruma af heiðum himni, þvi að fæstir „Kjósendur veröa að hrista af sér þá hlekki að elta si og æ sömu flokkana af gömlum vana, flokka, sem ýmistbjóða upp á þjóðhættu- lega 19. aldar hugmyndafræði eða glundroðakennda hentistefnu.” neöanmóls „Það má segja að þessar jóla- föstukosningar hafi verið þýð- ingarmiklar fyrir islenska þjóð, ef þær hafa opnað augu manna fyrir þvi, að ekki er lengur sæm- andi fyrir vitiborið fólk að það láti reka sig á kjörstað eins og sauðfé er dregið i diika”, segir Ólafur E. Einarsson.f forstjóri. meirihluta. Ennfremur verður varla um það deilt, að þessir fulltrúar þjóðarinnar sitja æði oft á svikráðum hver við annan, og kemur það oft og greinilega fram i málflutningi þeirra og skrifum. Hvað svo sem um allt þetta má segja, þá er hitt þó vlst, að margir afbragðsmenn hafa frá fyrstu tið átt sæti á Alþingi okk- ar Islendinga. Það er og skoöun greinarhöfundar aö svo sé enn, þótt menn séu að sjálfsögðu misjafnir að mannkostum þar einsogannars staðar. Nú, hvað er það þá, sem að er? Einhvers staðar hlýtur að vera veila 1 kerfinu. Þvi er fljótsvarað: Leikregl- urnar eru rangar. Stjórnarskrá okkar Islendinga er meira en aldargömul, úrelt og ekki leng- bjuggust við kosningum á þess- um tima árs, þótt stjórnmála- viðhorfið væri þá mjög ótryggt. Jafnvel gamlir og rótgrónir flokkar kveinkuðu sér yfir að þurfa að leggja út i kosninga- baráttu svo til fyrirvaralaust. Það átti ekki siður við um nýj- an flokk, og ákváðu forustu- menn Sjórnmálaflokksinsþvl, að vel athuguðu máli, að bjóða ekki fram i kosningunum að þvi sinni. Jafnframt voru öll stjórnmálaviðhorf könnuð vandlega og ákveðið að hefja baráttuna með nýju ári. Höfuðstefnumið Stjórnmála- flokksins eru sem fyrr: 1. Að breyta stjórnarskrá lýð- veldisins Islands, meðal annars á þann veg, að löggjafar- og framkvæmdavald verði að- skilin. 2. Að gerbreyta skattafyrir- komulagi hér á landi og auö- velda i framkvæmd. 3. Að leggja á herstöðvar NATO hér á landi aðstöðugjald, sem varið verði til uppbygg- ingar og endurbóta á samgöngukerfi landsins. Ofangreindar þrjár greinar eru úr stefnuskrá Stjórnmála- flokksins eru þær sömu, sem fyrst voru birtar af Landsmála- samtökunum Sterk Stjórn. Voru þær mikið ræddar á sinum tima og urðu kveikjan að stofnun Stjórnmálaflokksins. Fer vel á að hefja nú starfsemina á ný, með birtingu þeirra. Jafnframt visast til tilkynningar frá Stjórnmálaflokknum, sem birt er á öðrum stað hér i blaöinu i dag. Við hefjum nú baráttuna á ný, eins og þegar er sagt, og vænt- um þess að það, sem rakiö hefur verið hér á undan, glæði skiln- ing almennings á þörfinni fyrir gerbreytta stjórnarháttu i anda flokks okkar. ÓlafurE. Einarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.