Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 13.01.1980, Blaðsíða 13
vtsm Mánudagurinn 14. janúar 1980. 12 vtsm Mánudagurinn 14. janúar 1980. 17 «»*■ Borgarisjaki viö tslandsstrendur.Hafisinn hér viö land eraö mestu leyti brotinn lagnaöaris, en alltaf má þó sjá borgarisjaka á stangli. LANDSINS FORNI FJANDI ■■WANN I ÁR7 /■ * * ú zS ? "ms s i * ’ • Mu A, , /,, ‘ Hafis viö Þórshöfn i lok mars á sl. ári. VIÐ HAFISFRÆBINGA UM LIKUR A HAFISVORI Hafisinn hefur löngum hrellt okkur islendinga og gert okkur lifiö erfitt og leitt. Fyrr á öldum þýddi hafiskoma horfelli húsdýra og jafnvel manna á útmánuöum og jafnvel enn á ofanveröri 20. öld getur hann skapaö okkur ómælda erfiöleika i landbúnaöi, fiskveiö- um og samgöngum svo aö nokkuö sé nefnt. Skemmst er aö minnast þess aö si. ár var mikiö hafisár og var Is hér viö land i meira en þrjá mánuöi. Var þaö versta hafisár á áttunda áratugnum. Visir leitaöi til nokkurra sérfræöinga I veöurfræöi og haffræöi og spuröist fyrir um hvort viö tslendingar ættum von á ööru eins hafis- ári nú og i fyrra. Ennfremur hverjar rannsóknir færu fram á hafis og hafislikum hér viö land. „Núna er mjög litill is i hafinu fyrir norðan Islando og viö Jan Mayen þannig að það gefur vonir um að islitið verði i vor” sagði Svend-Aage Malmberg haffræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun þegar Visir spurðist fyrir um þessi mál. „Við förum alltaí nokkrum sinnum á ári norður fyrir land til að kanna hitastig sjávar og seltumagn og siðast fórum við i lok nóvember. Þá var hitastig sjávarins lágt og seltan einnig, en sjórinn getur verið kaldur og ferskur, m.ö.o. „islegur”, án þess að það myndist ís. Hins vegar eru forsendurnar þá fyrir hendi og svo er einmitt núna. Svend-Aage Maimberg sagði að haffræðingar gætu þó ekki„túlkað” sjóinn eins og þeir kalla það þegar spá á fyrir um is, fyrr en i febrúar. Þá fyrst væri hægt að segja til um hvort kaldi sjórinn yrði hér við land fram á vor eða ekki og þar af leiðandi hafisinn lika. „Lítil hætta „Sú hafisspá i desember að litil hætta É hafís' sem ég benti til sé á að gerði þess hafis verði lengur hér við land en fjórar vikur að þessu sinni og alveg eins liklegt að islaust yrði!’ sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur, en hann hefur fengist mikið við hafisrann- sóknir. Páll sagði að aðferð sin við að gera langtima hafisspár byggði á þeirri ályktun að lofthitinn noröur við Jan Mayenendur- speglaði sjávarhitann i kringum eyjuna á stóru svæði. Enn- fremur á þeirri ályktun að sjór- inn i kringum Jan Mayen streymdi i stórum dráttum að norðurströnd tslands og væri hann hálft ár á leiðinni. Ef sjór- inn hefði þvi verið kaldur að hausti, væri hættan meiri á haf- is hér við land, hálfu ári seinna eða á vormánuðum og öfugt ef hann væri hlýr. Páll sagði ennfremur að hann beitti þeirri aðferð að taka meðalhita á Jan Mayen yfir 5-6 mánaða timabil til að fá sem áreiðanlegasta visbendingu um það hvort hitastigið sé i sjónum umhverfis eyjuna. Væri það timabilið frá júni og fram í októberlok, en þá hefði hann gert fyrstu spána nú i haust. Siðan endurskoðaði hann meðaltalið með tilliti til hvers mánaðar sem við bættist, allt fram i janúarlok. Ætti hafis- spáin þvi að geta orðið stöðugt nákvæmari eftir þvi sem lengra liði. Loks sagði Páll að hitinn á þessu timabili árið 1979 á Jan Mayen hefði verið i meðaltali miðað við siðustu 60 ár, á sama tima og hann væri langt fyrir neðan meðaltal hér á íslandi. //Minni líkur á hafís en áður". „Ég tel minni likur á hafis við Island nú i ár en i fyrra, en það fer þó mjög eftir þvi hvort rikj- andi vindátt verði af norðri. Þannig að yfirborð sjávar kólni á stóru svæði eða ekki” sagði dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur og deildarstjóri hinnar nýstofn- uðu hafisdeildar veðurstof- unnar, en ásamt honum starfar Eirikur Sigurðsson veðurfræð- ingur við þá deild. Dr. Þór hefur starfað um árabil hjá veður- stofu Kanada og þá einkum fengist við rannsóknir á veður- farssveiflum og þá einkum á norður-slóðum Kanada. Hefur hann þar kynnst gerð svo- nefndra hafislikana, en með þeim má segja fyrir um breyt- ingar á hafisnum og hreyfingar hans nokkra daga fram i tim- ann. Dr. Þór sagði að það væri við- fangsefni veðurfræði sem haf- fræði að kanna hreyfingu lofts og sjávar og hvernig ýmsir eig- inleikar, t.d. þrýstingur, hita- stig, og raki breyttust við þessar hreyfingar. Veðurfræðin stydd- ist þvi mikið við eðlisfræði i at- hugunum sinum og þá sérstak- lega afl- og varmafræði. Aðurnefnt hafislikan byggði á þvi að áðurnefndir eiginleikar væru settir i ákveðið kerfi, sem væri þá n.k. eftirmynd náttúr- unnar. Þar væri likt eftir þeim eiginleikum eða þáttum sem hefðu áhrif á hafisinn og siðan reiknað út i tölvu hvaða áhrif þeir hefðu. Þarna væri m.ö.o. komin eins konar tilraunastofa með hafis. Hafíslíkön notuð strax á næsta ári? Dr. Þór sagði að þessi hafis- likön væru enn á tilraunastigi og gerði hann ekki ráð fyrir að hægt yrði að notast við þau fyrr en i fyrsta lagi á næsta ári. Nú væri hins vegar lögð áhersla á að fylgjast með isnum og safna upplýsingum til að nota i hafis- likönin. Taldi hann að með þess- um hafislikönum mætti segja til um breytingar á isnum frá degi til dags og ættu þau af þeim sökum að hafa mikla hagnýta þýðingu. Að lokum sagði dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur að rannsóknir á hafísnum hefðu ekki bara þá þýðingu að segja til um hafiskomur hér við land, heldur einnig væru þær nauð- synlegar við rannsóknir á veðurfarsbrey tingum, en breytilegt magn hafiss frá einu ári til annars gæti haft þar mikil áhrif. —HR „Sjórinn noröur af landinu er „islegur” en þaö þarf þó ekki aö merkja aö hafis myndist” sagöi Svcnd-Aage Malmberg haffræö- ingur. Páll Bergþórsson veöurfræö- ingur: „Ég tel litla hættu á aö hafís veröi lengur en fjórar vikur hér viö land aö þessu sinni”. Dr. Þór Jakobsson veöurfræö- ingur er að vinna aö hafís likön- um, en meö þeim ætti að vera hægt aö segja til um hafis nokkra daga fram i timann. Visism. J.A. Hafisbreiöurnar sl. vor náöu suöur undir Látrabjarg og suöur með öilum Austfjöröum þegar þær uröu hvaö mestar. Myndin er tekin úr flugvél Landhelgisgæslunnar i Iskönnunarflugi. Ný kennslubók um íslenska málfræðl Út er komin á vegum IÐUNN- AR bókin tslensk málfræði, kennslubók handa framhalds- skólum. Þetta er fyrri hluti bók- arinnar. Höfundur er Kristján Arnason. Hann lauk fyrir fáum árum doktorsprófi i málvisindum i Bretlandi og kennir nú málfræði við Háskóla Islands. í formála höfundar er komist svo að orði: „Mikið vatn hefur runnið til sjávar siðan bók Hall- dórs Halldórssonar, Islensk mál- fræði handa æðri skólum, kom út. Hvort tveggja er, að aðstæður hafa breyst i fræðiheimi málfræð- innar, og þá ekki sfður i mennta- kerfinu islenska, hvað varðar ytra skipulag og hugmyndir um móðurmálskennslu. Ný kennslu- bók i málfræði er þvi löngu tima- bær.... Þetta kver er fyrst og fremst tilraun, og ég vona að menn séu reiðubúnir aö taka henni með velvilja, en þó strangri gagnrýni, þannig að reynsla af notkun kversins geti leitt til ein- hverra framfara i fræðslu um málfræði og móöurmál á fram- haldsskólastigi”. islensk máifræöi er 133 bls. Prentrún sf. prentaði. Tímamótaár adidas = Adi Dassler 1920 1929 1932 1936 . 1948 1952 1954 1956 1960 1964 1966 1968 1970 1971 1972 1974 1975 1976 1978 1979 1980 Adi Dassler framleiðir sitt fyrsta par Fyrstu fótboltaskórnir með 3 röndum Olympíuleikar í Los Angeles: Einn keppenda hreppir 3. verðlaun í 100 m. á skóm frá Dassler__________ Olympíuleikar í Berlín, Jesse Owens vinnur fern gullverðlaun í skóm frá Dassler Adi Dassler stofnar ADIDAS_______________________ Olympíuleikar í Helsinki. Nærri helmingur þýzka liðsins í Adidas Fyrstu fótboltaskórnir meö skrúfuðum tökkum, V-Þjóðverjar heimsmeistarar, allir á Adidas skóm Olympíuleikar í Melborne. 50% þátttakenda í Adidas Olympíuleikar í Róm. 75% í Adidas Olympíuleikar í Tokyo., 80% í Adidas H.M. Englandi. 75% í Adidas Olympíuleikar í Mexico. 85% í Adidas H.M. Mexico. 85% í Adidas__________ Einvígi aldarinnar í hnefaleikum, Ali v. Frazier, báðir í Adidas skóm Olympíuleikar í Munchen. 78% í Adidas H.M. V-Þýzkalandi. 80% í Adidas Adistar 2000 kemur á markaðinn Olympíuleikar í Montreal 83% í Adidas H.M. Argentínu. 75% í Adidas Framleiðslan nær 200.000 pörum á adidas^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.