Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ JÓÐLEIKHÚSIÐ stendur dimmt og drungalegt með ein- kenni íslenskra fjalla, það kemur því ekki á óvart þegar Stefán Karl segir um leið og hann tekur í handfangið á hurð á bakhlið hússins: „Mér finnst alltaf eins og ég sé að hverfa inn í stuðla- berg þegar ég geng inn í Þjóðleik- húsið.“ Hann sviptir upp hurðinni og við göngum inn í klettinn. Skiljum hversdagsleikann eftir fyrir utan og fikrum okkur inn í álfahöllina sem Guðjón Samúelsson, meistari húss- ins, skapaði utan um leikritið … Þetta furðulega fyrirbæri sem orðið hefur til fyrir þá þörf mannsins að skemmta sér, fræðast, láta blekkjast og gleyma sjálfum sér. „Hefurðu skoðað Þjóðleikhúsið?“ spyr hann þegar við erum komin inn- fyrir. Ég viðurkenni að það sé aðeins lítillega. Því miður gefst ekki tími til þess núna.Við flýtum okkur í átt til búningsherbergis hans. Þegar við komum þangað inn byrjar hann á því að skófla saman dóti sem er á borði fyrir framan annan „smink“spegilinn og dengir því á næsta stól, annars er mjög snyrtilegt í herberginu sem hann deilir með Rúnari Frey Gísla- syni, skólabróður sínum úr Leiklist- arskóla Íslands – og golffélaga. Stefán Karl býður til sætis í einn af stólunum fyrir framan spegilinn. Sjálfur sest hann við mjóan glugga við enda herbergisins. „Þú byrjaðir ungur að leika, er það ekki?“ segir blaðamaður og horfir spyrjandi á leikarann sem horfir óræðum augum á móti því hann veit ekki við hverju hann á að búast af þessari bláókunnugu manneskju sem ætlar að fara að rekja úr honum garnirnar. „Já, það er rétt, ég byrjaði fyrst að leika í skólaleikritum í grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem ég ólst upp. Þegar ég var 12 ára fór ég að leika með Leikfélagi Hafnarfjarðar. Fyrsta leikritið sem ég lék í með leik- félaginu heitir „Þetta er allt saman vitleysa, Snjólfur“ og fjallaði um okk- ur krakkana í skólanum. Sérstök unglingadeild hafði verið stofnuð inn- an leikfélagsins og sömdum við þetta leikrit ásamt Guðjóni Sigvaldasyni, leikstjóra og leikara,“ segir hann og heldur áfram að rifja upp þessa fyrstu reynslu sína í „alvöru“ leik- húsi. „Unglingadeild leikfélagsins samdi annað leikrit sem heitir „Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt.“ Leik- ritið hefur verið sýnt mikið hjá áhugaleikfélögum undanfarin ár. Þegar við Davíð Þór hittumst, en hann lék Fúsa froskagleypi þegar hann var í unglingadeildinni, sællar minningar, höfum við stundum talað um að endurskrifa leikritið og setja það upp því að hugmyndin að því er þrælskemmtileg. Það fjallar um líf manneskjunnar frá fæðingu og þang- að til hún fer út á vinnumarkaðinn og þarf að taka ábyrgð á eigin lífi, hvað tekur þá við.“ Ég hef heyrt að þú hafir haldið til í leikhúsinu nær allan sólarhringinn á þessum árum? „Já, það er rétt. Ég fór að heiman á morgnana með nesti með mér og var kannski að vinna fram á nótt við að smíða leikmyndir og setja upp ljós. Ég vann líka í miðasölunni og við að selja sælgæti í sjoppunni, taka á móti úlpum og frökkum í fataheng- inu og ryksugaði fyrir og eftir sýn- ingar.“ Þegar ég fór í Leiklistarskóla Ís- lands árið 1995 hafði ég leikið í mörg- um leikritum með Leikfélagi Hafn- arfjarðar eins og „Hróa hetti“, „Mó Mó“ og „Hans og Grétu“. Ég var líka hljómsveitarstjóri í „Bugsy Malone“ sem unglingadeild leikfélagsins setti upp en í þeirri sýningu lék ég á píanó þó að ég hafi aldrei lært á það hljóð- færi,“ bætir hann við og finnst þessi bíræfni svolítið fyndin og fjarstæðu- kennd þegar hann rifjar hana upp. „Þetta kom þannig til að ég hafði verið að glamra á píanóið sem leik- félagið átti en ég hafði lært lítillega á orgel hjá Karli Möller. Guðjón Sigvaldason, leikstjóri „Bugsy Malone“, kom þá að máli við mig og spurði hvort ég vildi vera hljómsveitarstjóri sýningarinnar. Ég var svo frakkur að ég játaði því. Ég þurfti að leika yfir tíu lög í sýn- ingunni. Ég lærði þau þannig að ég hlustaði á lögin af bandi auk þess sem ég lærði að lesa hljómanótur. Síðan bjó ég til mínar eigin nótur sem ég skrifaði niður á blað en eng- inn skildi nema ég. Svo notaði ég þessar nótur til að spila eftir. Ég fékk svo mikinn áhuga á píanóleik eftir þetta að ég keypti mér píanó fyrir sumarhýruna mína, þannig hófst fer- ill minn sem píanóleikari!“ Þú hefur þá verið búinn að læra heilmikið um þá göfugu list að leika þegar þú fórst í Leiklistarskóla Ís- lands. Hvernig líkaði þér námið? „Í leiklistarskólanum fá nemendur frið til að stunda leiklistina, læra að þekkja sjálfa sig og þroskast.“ Hann skýrir þetta nánar: „Það sem skilur okkur leikara frá öðrum er að við þurfum að vera tilbúnari en aðrir að nálgast aðrar manneskjur út frá sjálfum okkur. Til þess að geta það þurfum við að geta opnað okkur til- finningalega og skólinn hjálpar okk- ur til þess. Skólinn býr því ekki til leikara eins og margir halda heldur hjálpar hann leiklistarnemum að mótast og kennir leiktækni svo að þeir geti nýtt það sem þeir hafa á sviði.“ Þegar Stefán Karl útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands fyrir þrem árum fékk hann strax fastráðningu hjá Þjóðleikhúsinu. Síðan hefur hann fengist við mörg krefjandi verkefni. Hann hefur farið með titilhlutverkið í Glanna glæp í „Latabæ“, leikið drykkjumann, föður kerlingar og Pál postula í „Gullna hliðinu“, lék Fíló- stratus og Bokka í „Draumi á Jóns- messunótt“, auk þess sem hann fór með hlutverk Jepíkhodovs í „Kirsu- berjagarðinum“. Hann lék tannlækn- inn í „Litlu hryllingsbúðinni“ í Borg- arleikhúsinu, en þangað var hann lánaður af því tilefni, lék einleikinn „1.000 eyja sósa“ og leikstýrði „Leikjum“ í hádegisleikhúsi Iðnó. Hann leikur nú eitt af aðalhlutverk- unum í „Syngjandi í rigningunni“ og í leikritinu „Með fulla vasa af grjóti.“ Fyrir rúmri viku síðan var frumsýnt leikritið Vatn lífsins en þar fer hann með aðalhlutverkið auk þess sem hann verður í aðalhlutverki í jólaleik- riti Þjóðleikhússins, „Cyranó“. Eftir þessa upptalningu ætti að vera ónauðsynlegt að spyrja hvort hann sé ánægður með þau hlutverk sem hann hefur fengið síðan hann út- skrifaðist en látið er slag standa. „Já, ég er mjög ánægður og þakk- látur að hafa öðlast þau tækifæri sem ég hef fengið,“ segir hann hiklaust. „Ég hugsa til þess með auðmýkt hve ég er heppinn að fá að gera það sem ég elska mest – að standa á sviðinu og leika.“ Þú ert fastráðinn í Þjóðleikhúsinu og verður strangt til tekið að taka þeim hlutverkum sem að þér eru rétt. Hvað finnst þér um það? „Það er ekki þannig hér í húsinu að mönnum sé skipað í eitthvað sem þeir vilja alls ekki gera. Hér er engin harðstjórn. Skipan í hlutverk eru ákveðin í samráði við viðkomandi leikara, leikstjóra og leikhússtjóra. Stundum kemur það auðvitað fyrir að við verðum að leika eitthvað sem við erum ekkert hoppandi spennt fyrir en þá er að gera það af heil- indum. Ef leikari ber fyrir sig sið- ferðislegar eða trúarlegar ástæður hefur hann svigrúm til að neita hlut- verki. Ég held þó að það hafi aðeins gerst einu sinni í 50 ára sögu Þjóð- leikhússins.“ Er mikil barátta um hlutverkin hérna innanhúss? „Nei það ríkir mikil samstaða á milli fólksins sem hér vinnur.“ Fara leikarar til þjóðleikhússtjóra og reyna að hafa áhrif á hvaða hlut- verk þeir fá? „Ef leikari hefur áhuga á ákveðnu hlutverki er eðlilegt að hann fari til leikhússtjóra og spyrji „má ég?“ Það væri óeðlilegt að sitja út í horni og bíða en fussa og sveia ef við- komandi fær ekki hlutverkið.“ Nú ertu að leika aðalhlutverkið í alvarlegu leikriti Benonýs Ægisson- ar, „Vatni lífsins“. Leikritið gerist um aldamótin 1900 og þar leikurðu ungan hugsjónamann sem berst fyrir framförum í íhaldssömu þjóðfélagi. Þú hefur ekki leikið mörg alvarleg hlutverk síðan þú hófst ferilinn. „Nei, það er rétt. Ég lék eitt slíkt í Nemendaleikhúsinu, „Krákufellinu“, eftir Einar Örn Gunnarsson, leik- stjóri var Hilmir Snær. Ég er núna að fá tækifæri til að leika, hvað skal maður segja, venjulegan karakter.“ Hvernig leggst það í þig? „Mjög vel en það er erfitt. Því ég er mjög orkumikill og á það stundum til að fara fram úr sjálfum mér og þarf að gíra mig svolítið niður.“ Hvernig ferðu að því? „Það geri ég með því að nálgast verkið sem er mjög jarðbundið. Kar- akterinn sem ég leik býður ekki upp á neinn fíflagang. Það er allt önnur einbeiting sem fer í gang hjá mér þegar tekist er á við svona hlutverk en til dæmis „Með fulla vasa af grjóti“. Ég þarf að kafa aðeins dýpra inn í sjálfan mig til að ná í þessa ein- beitingu sem til þarf.“ Þú ert syngjandi og dansandi nær allan tímann í „Syngjandi í rigning- unni“. Á það vel við þig? „Já og ég fæ mikla líkamlega og andlega útrás. Mér finnst líka ofboðs- lega gaman að vera með í sýningu þar sem fólk skemmtir sér vel. Að vera með fullan sal af fólki sem hlær og skemmtir sér er það yndislegasta við leikhúsið. Og alltaf eftir sýningu þegar ég kem upp í búningsherberg- ið horfi ég út um gluggann.“ Hann snýr sér aðeins við þar sem hann sit- ur og lítur út. „Ég sé beint út á bíla- stæðið hérna fyrir aftan. Það er gullna mómentið hjá mér að sjá ánægða leikhúsgesti ganga út í bíl- ana sína, hlæjandi, sumir syngjandi lögin úr verkinu, aðrir ef til vill dans- andi.“ Samband þitt við áhorfendur virð- ist náið ... „Án áhorfenda er engin leiksýning. Það er ef til vill klisjukennt að segja það, en ég elska áhorfendur og ber hag þeirra mjög fyrir brjósti. Ef ég er að leika grín og salurinn er nið- urdreginn þá tek ég það nærri mér. Ég spái í hvort eitthvað sé að útgeisl- uninni hjá mér og í hléinu hugsa ég Að vera maður sjálfur Morgunblaðið/Golli „Gullna mómentið hjá mér er að sjá ánægða leikhúsgesti,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari. Á baðströnd í Danmörku, rúmlega eins árs. Stefán Karl 8 ára en á þeim aldri var hann byrjaður að finna fyrir eineltinu. Morgunblaðið/Jim Smart Illugi heillar betri borgara með hugmyndum sínum. Tinna Gunnlaugsdóttir, Marta Nordal, Valdemar Flygenring og Stefán Karl Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.