Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
hefur verið sett upp víða um heim við
miklar vinsældir. Gerðar hafa verið
kvikmyndir eftir því. Ein þeirra, Cyr-
ano de Bergerac, var með franska
leikaranum Gerard Depardieu í aðal-
hlutverki en í nútímalegri gerð af
verkinu, Roxanne, var Steve Martin í
hlutverki Cyranos.
Stefán Karl hefur því verið að læra
fyrir fjórða hlutverkið sem hann leik-
ur á þessu leiktímabili. Það er því
ekki nema von að blaðamaður spyrji
hvort það sé ekki vandkvæðum bund-
ið fyrir leikara að halda hlutverkum
aðskildum?
„Nei, það finnst mér ekki. Það gæti
þó verið ef hlutverkin væru keimlík,“
segir hann íhugull. „En það getur
ekkert farið úr „Syngjandi í rigning-
unni“ yfir í „Með fulla vasa af grjóti“
því ég hef búið mér til gjörólíka
heima varðandi þessar sýningar sem
ómögulegt er að flækja saman.“
En er ekki hætta á þegar menn eru
í svona mörgu að þeir brenni hrein-
lega upp?
„Nei, ég hef engar áhyggjur af því
enda er ég svo nýbyrjaður að leika.
Ég heyri þetta hjá fólki. „Þú verður
að passa þig að brenna ekki upp,““
hermir hann eftir og gerir sér upp
áhyggjusvip. „Og ég segi bara:
„Finnst þér ég svona leiðinlegur,
viltu fara að losna við mig?““ Hann
hlær hrossahlátri. „Auðvitað er þetta
nokkuð sem maður þarf að hugsa
um,“ segir hann svo og er orðinn al-
varlegur. „Ég hugsaði um það þegar
þessi vetur gekk í garð hvort ég væri
að færast of mikið í fang. Það eru
leikarar hér við húsið og víðar sem
hafa verið í nokkrum aðalhlutverkum
yfir veturinn. Þessir leikarar hafa
verið að störfum í 8–10 ár og ekki er
hægt að sjá á þeim að þeir séu að
brenna upp. Það er líka spurning
hvernig hlutirnir eru gerðir og hvort
áhorfendur kunna vel við það sem
leikarinn er að gera. Ef svo er vilja
þeir sjá meira.
Það eru fremur tækifærin fyrir ut-
an leikhúsið sem geta þreytt leikar-
ana eins og ef þeir eru að koma fram í
fjölda auglýsinga, á skemmtunum, í
áramótaskaupinu eða vinna í kvik-
myndum.“
Talandi um kvikmyndir, þú fórst
með hlutverk í kvikmyndinni Regínu
síðastliðið sumar.
„Já, ég var þar í litlu, sætu hlut-
verki en þar fékk ég að leika löggu
með Magga frænda (Magnúsi Ólafs-
syni). Það er í fyrsta skipti sem ég lék
í alvöru bíómynd.“
Þú lékst líka í útskriftarverkefni
Nemendaleikhússins, sjónvarps-
myndinni „Guð er til ...og ástin“, sem
gerð var eftir handriti Illuga Jökuls-
sonar?
„Já, það var mjög lærdómsríkt og
Hilmar Oddsson sem leikstýrði
myndinni er frábær kennari. Myndin
var tekin í Flatey en þar dvöldum við
í tíu daga. Ég saknaði þó þriðja leik-
ritsins sem Nemendaleikhúsið setur
að öllu jöfnu upp.“
Ertu ef til vill meira fyrir leikhús-
ið?
„Nei, nei, alls ekki. Miðað við þá
litlu reynslu sem ég hef þá kann ég
vel við mig í kvikmyndunum. Það er
heimur sem er órannsakaður af
minni hálfu og ég vona að ég fái að
skoða hann meira.“
Til þess að geta unnið vinnu sína
og staðist það álag að leika fimm
kvöld vikunnar auk þess að æfa fyrir
ný hlutverk verður Stefán Karl að
hugsa vel um líkamlega heilsu sína.
Flesta morgna fer hann í líkams-
þjálfun en hann er með einkaþjálfara
sem hefur hannað sérstaka æfinga-
dagskrá fyrir hann og einnig fær
hann ráðgjöf um mataræði. En
hvernig undirbýr hann sig andlega
fyrir vinnu sína?
„Ég geri það sem mér finnst
skemmtilegt að gera í frístundunum.
Ég er mikið með fjölskyldu minni.
Ég hef verið að læra að fljúga og
finnst gott að fljúga í einn eða tvo
klukkutíma en ég stefni að einkaflug-
mannsprófi. Ég fer í golf og göngu-
ferðir. Mér finnst líka gott að vera
einn með sjálfum mér.“
Þú varst tiltölulega nýkominn út
úr leiklistarskólanum þegar þú
fékkst tækifæri til að leikstýra nýj-
um leikþætti, „Leikir“, eftir Bjarna
Bjarnason í Iðnó. Hvernig var þessi
frumraun þín sem leikstjóri?
„Það var mjög skemmtileg
reynsla.“
Hafðirðu sýnt þessu starfi áhuga?
„Ég nefndi það við Magnús Geir,
leikhússtjóra Leikfélags Íslands, í
framhjáhlaupi og gríni að ég hefði
áhuga á að leikstýra. Hann ákvað
bara að slá til og leyfa mér að prófa
þar eð hann hafði góða trú á mér.“
Þér þótti takast vel upp sem leik-
stjóri.
„Ég fór hefðbundna leið að verk-
inu og fékk leikarana Jakob Þór Ein-
arsson og Nönnu Kristínu Magnús-
dóttur til að leika í verkinu. Jakob
var kennari minn í leiklistarskólan-
um og Nanna Kristín er skólasystir
mín.“
Þú hefur ekki verið hikandi við að
leikstýra fyrrverandi læriföður þín-
um?
„Jú, svolítið fyrst en við höfum allt-
af verið ágætis félagar og við Nanna
Kristín erum góðir vinir svo þetta
gekk vel.“
Hefurðu áhuga á að spreyta þig
meira sem leikstjóri?
„Já, ég hef mikinn áhuga á því. Það
má kannski orða það þannig að ég
hef áhuga á öllu sem viðkemur leik-
húsi.“
Hvernig finnst þér að samband
leikstjóra og leikara eigi að vera?
„Samstarfið þarf að vera gott.
Leikstjóri og leikari þurfa að stilla
saman bylgjulengdir sínar, þ.e.
ákveða á hvaða rás þeir ætla að vera.
Leikstjórinn leggur upp með hug-
mynd að ákveðinni aðferð sem leik-
arinn og allir sem vinna að sýning-
unni eiga að mínu mati að hafa
skoðun á og þurfa að samþykkja.
Stundum kemur höfundurinn inn í
þetta samstarf líka.“
Hvað gerist ef leikari og leikstjóri
eru ekki sammála?
„Það getur auðvitað gerst en þá
þurfa þessir aðilar að ræða meira
saman en venjulega.
Stundum er leikarinn með heitar
hugmyndir því hann hefur þegar
mótað persónuna, gefið henni hold og
blóð. Hann vill kannski réttlæta hann
og segir við leikstjórann eða höfund-
inn: „Nei, minn mundi aldrei segja
þetta.“ En stundum erum við leik-
ararnir í engri aðstöðu til að sjá hvort
tilsvör persónunnar eru rökrétt og
þess vegna verðum við umfram allt
að treysta leikstjóranum. Markmið
beggja er að búa til heilsteypta og
góða sýningu.“
Þú lékst einleik í Iðnó í leikriti
Hallgríms Helgasonar „1000 eyja
sósu“ sem hann samdi sérstaklega
fyrir þig. Hvernig kom það til?
„Ég þekki Hallgrím í gegnum
Gunnar, bróður hans, og bað hann að
skrifa fyrir mig einleiksverk sem ég
sýndi á þriðja ári í leiklistarskólan-
um. Úr varð þetta leikrit sem síðar
fékk önnur verðlaun í einþáttungs-
samkeppni Leikfélags Íslands.
Okkur var boðið að fara með verk-
ið á leiklistarhátíð í Leipzig í Þýska-
landi. Það kom þannig til að hingað
kom framkvæmdastjóri hátíðarinn-
ar, Elizabeth Woolf. Henni fannst
verkið vera meðal áhugaverðari sýn-
inga sem hún sá hér auk þess sem
sýningin er auðveld í uppsetningu og
ódýr.
Það sem Woolf fannst svo merki-
legt var að hún skildi nær hvert ein-
asta orð sem ég sagði í sýningunni,
sem var á íslensku. Sama kom fram í
gagnrýni sem birtist í þýskum blöð-
um um sýninguna. Ástæðan var sögð
uppbygging verksins og látbragðið.
Það stóð til að nota textavél til að
koma innihaldi leikritsins til skila en
fallið var frá því. Handrit á þýsku lá
þó frammi á borði fyrir þá sem vildu
glugga í það.“
Hvernig varstu sem krakki?
„Þú ætir að spyrja mömmu að
þessu. Ég var stundum kallaður
skæruliðinn eða eins og einhver sagði
við mig: „Stefán Karl minn, þú ert
ekki ofvirkur, þú ert bara velvirk-
ur.““
Var farið með þig til læknis eða
sálfræðings eins og nú er gert við of-
virk börn?
„Nei, sem betur fer ekki. En ég
var eins og ég hef sagt frá áður op-
inberlega lagður í einelti í skóla og
það var mjög erfitt. Ég áttaði mig
ekki á því fyrr en seinna að um einelti
var að ræða og að ég væri að leggja
aðra krakka í einelti því að það gerði
ég.“
Hvernig lýsti eineltið sér sem þú
varðst fyrir?
„Það var verið að stríða mér með
því að ég væri með stór eyru. Ég var
mjög orkumikill krakki og var oft að
leika og fíflast. Ég stóð kannski á
skólaganginum og söng hátt og það
fór mikið fyrir mér. Afleiðingin var
sú að mér var ekki boðið í afmæli eða
bekkjarpartí. Eldri nemendur lok-
uðu mig niðri í öskutunnu eða ber-
strípuðu mig á bókasafninu. Ég bara
hló og gerði grín að öllu saman. En
auðvitað leið mér alveg rosalega illa.
Ég gerði það gjarnan að fara í kirkju-
garðinn sem var ekki langt frá þaðan
sem ég átti heima og sat við leiði afa
og ömmu og spjallaði um sjálfan mig
og heima og geima. Flestir krakkar
þekkja það að eiga óraunverulegan
vin sem þeir tala við eða þeir tala við
dúkkurnar sínar eða bangsa. Ég
gerði þetta og ég held að það hafi
haldið í mér lífinu. Ég hafði þrátt fyr-
ir allt ekki mjög mikið sjálfstraust en
ég fór langt á fjölskylduþrjóskunni.
Til þess að reyna að falla inn í hóp-
inn tók ég sjálfur þátt í því að leggja
aðra í einelti. Það var ekki fyrr en ég
var kominn í leiklistarskólann og var
farinn að skoða sjálfan mig að innan
að ég áttaði mig á að ég hafði farið á
mis við ákveðinn tilfinningalegan
þroska. Ég held að við mannfólkið
gerum allt of lítið af að reyna að kom-
ast að því hver við erum í raun og
veru. Hvað við kunnum og getum.
Við þurfum líka að læra að bera virð-
ingu fyrir okkur sjálfum.
Það bjargaði mér að vera í Leik-
félagi Hafnarfjarðar. Ef ég hefði ekki
verið þar hefði ég örugglega byrjað
að reykja, drekka og dópa.“
Undanfarin ár hefur Stefán Karl
farið í skóla og sagt frá reynslu sinni
til þess að hjálpa öðrum sem hafa
orðið fyrir einelti og ræða um afleið-
ingarnar. Fyrir þetta óeigingjarna
starf sem hann hefur unnið í sjálf-
boðavinnu veitti útvarpsstöðin
Radíó-X honum viðurkenningu á
dögunum. Hver hafa skilaboð hans
verið til krakkanna?
„Þau eru að fólk deyr af völdum
eineltis og það er okkur að kenna. Ég
gæti sagt þér margar hörmulegar
sögur af krökkum, allt niður í 13 ára,
sem hafa fyrirfarið sér vegna þess að
þau fengu ekki að vera það sem þau
voru.“
Varst þú farinn að hugsa um að
svipta þig lífi á þessu tímabili?
„Já, sú hugsun hvarflaði að mér.
Flest okkar hugsa einhvern tímann
um það en hversu langt við göngum
er mismunandi.“
Nú hafa orðið umskipti í lífi þínu.
Áður varstu hundeltur af múgnum
en nú ertu orðinn dáður leikari,
hvernig tilfinning er það?
„Eins og ég hef sagt svo oft þá er
ég bara lítill Hafnfirðingur sem fór í
leikstarskólann og eins og allir sem
þangað fara vonaði það besta,“ segir
hann og lítur undan eins og feiminn
skólastrákur. „Stundum finnst mér
líf mitt eins og draumur og ég hugsa
með mér, nú hlýtur þetta að vera bú-
ið.“
Hvað mundirðu gera ef svo væri?
„Ég er ekki hrokafullur ...og ég
veit að það að leika er ekki það eina
sem ég get gert. Ég hef unnið marg-
vísleg önnur störf um dagana. Ég hef
unnið verkamannavinnu niður við
höfn, var á trillu um tíma, ég hef unn-
ið í verslun og í bæjarvinnunni, í
Blönduvirkjun, í saltfiski og síld,
nefndu það bara. Mér fannst lær-
dómsríkt að prófa þessi störf. Ég lít
þannig á að eitt starf sé ekki merki-
legra en annað.“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Í Draumi á Jónsmessunótt lék Stefán Karl eftirminnilega Bokka og Fílóstratus.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Ég hef líka verið að læra að fljúga og stefni að einkaflugmannsprófi í nán-
ustu framtíð,“ segir Stefán Karl sem er hér að taka af sér sminkið eftir
sýningu á Syngjandi í rigningunni.
„Ég fæ mikla líkamlega og andlega útrás í Syngjandi í rigningunni.„ Með
Stefáni Karli eru á myndinni Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Valur Freyr
Einarsson.
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið
Í hlutverki unga hugsjónamannsins í Vatni
lífsins.
„Við fórum í tveggja vikna ferðalag með „Með fulla vasa af grjóti“ sem var alveg frábært.“ Stefán Karl og
Hilmir Snær í hlutverkum sínum.
Stefán Karl leikari í einleik eftir Hallgrím Helgason.