Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 5 www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir CustomCraftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 16. október – Þri. og fim. kl. 20.00 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Traust námskeið frá árinu 1994 — byggt á reynslu. (Sjá einnig www.yogastudio.is) Ásmundur Anna Jóga – breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur hefst 23. október – Þri. og fim. kl. 19.00 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa og losa um spennu auk slökunar. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Reynsla af jóga nauðsynleg. Sjá stundaskrá opinna jógatíma á www.yogastudio.is HINN glæsilegi árangur, sem Ís- lendingar hafa náð í baráttunni við áfengisbölvaldinn á undan- förnum áratugum, hefir vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Fjöldi þeirra landsmanna, sem farið hefir í meðferð og snú- ið til betri vegar, eykst stöðugt. Slíkar persónur þykja oft betri og ábyggilegri starfskraftur heldur en hinar, sem Bakkus á enn greiðan aðgang að. Breytingin, sem orðið hefur á síðasta aldarfjórðungi á því hvernig þjóðin umgengst áfengi, er ótrúlega mikil. Áður fyrr var það Bakkus konungur, sem öllu réð, en nú er hann í bezta falli eins og kunningi eða félagi, sem hægt er að hafa með eða ekki. Fyllerístúra-menn eru orðnir af- ar sjaldgæfir, kojufyllerí er næsta óþekkt fyrirbæri og sögur af þekktu fólki, sem opinberlega verður ofurölvi, heyrast varla lengur. Íslendingar í hópferðum erlendis haga sér nú orðið bara eins og annað ferðafólk. Nýja kynslóðin, sem nú fyllir áhrifa- og valdastöður landsins, er sú fyrsta í margar aldir, sem er laus úr viðjum Bakkusar. Þetta er fólkið, sem talað getur um áfengismenningu án þess að roðna, fer í vínsmökkunarferðir til Frakklands, drekkur bara vissar tegundir af einmöltungi (single malt Scotch) og á meira en eina tegund af vodka inni í skáp. Það kann að meta að geta skotist inn í áfengisbúðina í næstu verslunarmiðstöð og getur varla beðið eftir því, að byrjað verði að selja bjórinn í matvöru- búðunum. Þetta var dálítið öðru vísi hér áður fyrr. Tvær áfengisútsölur voru í Reykjavík og varð fólk að fara í biðröð eða olnboga sig áfram í þyrpingu til þess að ná sér í flösku. Vínþekking flestra var heldur frumstæð, en samt þekktu margir rauðvín frá hvít- víni á litnum. Fjöldi fólks átti bágt með að greina ákavíti frá brennivíni (svarta dauða), enda fáir, sem höfðu efni á að kaupa flösku af hvoru um sig á sama tíma til að bera saman. Þeir efn- aðri keyptu viskí og gin og kyn- slóðin rann að mestu sitt skeið án þess að fá að njóta góðs öls. Áður en valdatími Bakkusar á Íslandi fellur alveg í gleymsk- unnar dá finnst mér, að þjóðinni beri skylda til varðveita ýmsar þær minjar og minningar, sem tilheyra þessum tíma. Sumir and- stæðingar áfengis verða eflaust á móti þessari tillögu. En ég vil minna á, að gyðingar hafa reist mörg minjasöfn víðsvegar um heim, hið síðasta og veglegasta í Washington, til þess að minna þjóðir veraldar á helförina, en það kalla þeir tilraun Hitlers til þess að útrýma þjóð þeirra í seinni heimsstyrjöldinni. Vissulega er það álit margra bindindisfrömuða, að Bakkus konungur hafi, á skipulagðan hátt, reynt að útrýma Íslands- mönnum. Íslendingar ættu að reisa áfengisminjasafn og koma þar fyrir völdum hlutum, listaverkum og bókum, sem mynd geta gefið af hinum langa valdaferli Bakk- usar á Fróni. Við eigum fjölda sérfræðinga og listamanna, sem gætu komið upp slíku safni með myndarbrag. Auðvitað þarf að út- vega fé til framkvæmdanna, en það ætti ekki að verða allt of erf- itt. Til dæmis væri ekki ósann- gjarnt að biðja þá, sem frelsast hafa úr klóm áfengisbölsins, að gefa andvirði svo sem tveggja brennivínsflaskna á ári til þessa verðuga framtaks. Fyrir mörgum árum þóttist ég geta séð fyrir fall Bakkusar og hvert myndi stefna í þessum mál- um. Tók ég því til við að skrá lýs- ingar á hinum helstu tegundum íslenskra drykkjumanna. Ef til vill mætti láta madame Tusseau útbúa vaxmyndir af þessum kostulegu fuglum og sýna þær á minjasafninu. Hér eru svo teg- undirnar: Málgefni maðurinn: Þetta er líklega fjölmennasti flokkurinn. Á undraverðan hátt og næstum yf- irnáttúrulegan fá hinir fámálug- ustu menn mikla talhæfileika eftir nokkur glös og hafa þeir frá feiknum að segja. Lendi þeir í vandræðum með að finna áheyr- endur grípa þeir til símans og er það þá oft á hvaða tíma sólar- hrings sem er. Ekki er þessi símanotkun bundin við innanbæj- arsímtöl, heldur er hringt um land allt og jafnvel milli landa. Símafélögin munu eiga um mjög sárt að binda, þegar þessi al- genga tegund drykkjumanna líð- ur endanlega undir lok. Sterki maðurinn: Hún er ekki ein af skemmtilegri tegundunum þessi. Þeir, sem þennan flokk fylla, verða fílefldir, að því er þeim sjálfum finnst, þegar þeir eru búnir að fá sér einn eða tvo gráa. Finna þeir hjá sér mikla hvöt til að efna til illdeilna með alls kyns ásökunum og endar það oft með barsmíðum. Þessir flokksmenn komast oft undir manna hendur á æviskeiðinu. Ró- legri „sterku mennirnir“, sem ekki fara oft út af heimilinu og eru sjaldan með gesti, verða stundum að láta sér nægja að dangla í eiginkonur sínar. Raunalegi maðurinn: Í þessum flokki eru fjölmargir landar vor- ir. Meðlimir hans verða mjög angurværir og bljúgir, þegar þeir eru undir áhrifum, og þarf ekki mikið að gerast til að þeir beygi af og vatni músum. Líka fyllast margir þeirra minnimáttarkennd og telja sjálfa sig einskis virði og lítilmótlegustu persónu jarðar. Mjög erfitt er að tala þá til, því samfara svartsýninni er tor- tryggni út í alla aðra, jafnvel ætt- ingja og bestu vini. Sem sagt, heldur dapurlegur hópur. Kvensami maðurinn: Hér er um að ræða nokkuð skemmtilega fugla. Guðaveigarnar sýnast manni hlaupa beint niður í þá, eins og sagt er, og þangað virðist líka hverfa öll hugsunin. Engin kvenkyns persóna er óhult fyrir þessum görpum. Þeir eru líka oft fjörkálfar og það eru þeir með hinni einstrengingslegu kvensemi sinni, sem skapa flesta þá hneykslis-atburði á árshátíðum og öðrum samkundum, sem talað er um í marga mánuði á eftir. Stundum endist umtalið allt upp í rúma níu mánuði, því afleiðing- arnar eru ekki ósjaldan barns- fæðingar, vandræði með feðranir o.þ.h. Þegar þessir fuglar hverfa af sjónarsviðinu mun örugglega hægja á fjölgun þjóðarinnar. Þessar fáu tegundir, sem hér hafa verið upp taldar, eru bara þær algengustu. Flokkarnir eru fleiri, t.d. er montni maðurinn al- gjör andstæða raunalega manns- ins, en um þetta verður allt fjallað miklu nánar, þegar áfeng- isminjasafnið verður reist. Líka skal tekið fram, að þótt talað sé um þessa fugla í karlkyni er alls ekki ætlunin að kasta neinni rýrð á fósturlandsins freyjur og gilda lýsingarnar jafnt um þær, því elskurnar hafa líka staðið sig vel í þessum málum. Skylt er einnig að benda á, að ekki er óalgengt, að sama per- sóna geti fundið sér stað í fleiri en einum flokki. Sumir halda því stíft fram, að mismunandi teg- undir áfengis hafi á þá mismun- andi áhrif. Þannig segjast þeir til dæmis verða kvensamir af gini, daprir af skota en málgefnir af vodka. Það er ekki dónalegt að geta þannig farið í sinn hvern flokkinn eftir því hvað drukkið er. Tilbreytingin er krydd lífsins. Áfengisminjasafnið Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.