Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 9
ferðalög
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Byltingarkennd nýjung frá Karin Herzog
Vítamín H krem sem inniheldur einnig
B1, B2, B6, B12 vítamín ásamt betakarotin
Stórkostlegur árangur fyrir allar húðtegundir.
Kynningar í vikunni:
Mánudagur:
Lyf og heilsa Fjarðarkaup
Þriðjudagur:
Lyf og heilsa Austurstræti
Fimmtudagur:
Lyfja Smáratorgi
Debenhams
Hringbrautar Apótek
Föstudagur:
Lyfja Lágmúla
Borgar Apótek
Hagkaup Kringlan
Debenhams
Laugardagur:
Hagkaup Smáralind
Hagkaup Kringlan
Debenhams
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
NÁMSAÐSTOÐ
við þá sem vilja ná lengra í
grunnskóla háskóla
framhaldsskóla flestar námsgreinar
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19
Nemendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd.
ÞAÐ er kannski ekki efst á óskalista
fólks á tímum hernaðaraðgerða í
Miðausturlöndum að sitja í flugvél
nálægt þeim slóðum. Þótt ástandið sé
ótryggt nú er þó um að gera að halda
áfram að láta sig dreyma um fram-
andi lönd og spennandi staði. Það er
mun auðveldara og ódýrara að heim-
sækja framandi slóðir en maður ger-
ir ráð fyrir. Stærsta skrefið er þó að
koma sér út úr eigin landi. Gagn-
stætt því sem virðist vera viðtekin
skoðun þá er einnig tiltölulega einfalt
að skipuleggja sjálfur eigin ævintýri
erlendis. Hvort sem það er í hálönd-
um Himalaja eða strandferð um
paradísareyjar Malasíu. Möguleik-
arnir eru ótæmandi og því ekki verra
að fá nokkrar ábendingar frá fyrstu
hendi.
Fjölmargir Íslendingar hafa nú
þegar ferðast um framandi og fjar-
læg svæði heimsins. Ég er ein þeirra
og í kjölfar sex mánaða ferðalags um
Afríku og Asíu hef ég komist að raun
um að töluverð eftirspurn er eftir
þeim upplýsingum sem ég sankaði að
mér á ferðalaginu, og gerð voru
nokkur skil í pistlum á mbl.is. Á
næstu mánuðum munu birtast hér í
ferðablaðinu pistlar sem kallast
Fróðleiksmolar ferðalangsins og
miðast að því að miðla hagnýtum
upplýsingum um ferðalög á framandi
slóðum. Jóhannesarborg í Suður-
Afríku er til dæmis ekki dæmigerður
áfangastaður ferðamanna. Borgin er
talin hættuleg og fæstir hafa þar af
leiðandi velt því fyrir sér hvað þar
gæti verið að sjá og upplifa. En stað-
reyndin er að Jóhannesarborg er full
af lífi og þar er ótalmargt í boði fyrir
ferðamenn. Borgin er jafnframt mun
vestrænni en flestir gera sér grein
fyrir, að undanskildum svörtu hverf-
unum sem voru sköpuð á tímum að-
skilnaðarstefnunnar. Við skulum því
hefja ferðina í Jóhannesarborg með
annan fótinn í vestrænni menningu
og hinn í svörtustu Afríku.
Tröllasögur um
borg glæpanna
Orðspor Jóhannesarborgar er
vægast sagt mjög neikvætt. Hún var
lengi þekkt sem mesta glæpaborg
heimsins auk þess sem einn stærsti
vandi Suður-Afríku, eyðni, fældi fólk
frá heimsóknum þangað. Eftir að
hafa heyrt þessar neikvæðu sögur af
borginni herti ég upp hugann og hélt
þangað. Ég hugsaði með mér; fyrst
þarna búa milljónir manna, bæði
hvítir og svartir, þá hlýtur að vera í
lagi að skoða borgina og hún hlýtur
að hafa upp á eitthvað spennandi að
bjóða. Og viti menn, ég var ekki eini
ferðamaðurinn og borgin var frábær.
Hverfi hennar eru að sjálfsögðu
mjög ólík og bilið á milli ríkra og fá-
tækra er mjög breitt. En það sem
mér fannst merkilegast var að heim-
sækja blökkumannahverfið Soweto.
Í Soweto bjuggu allar helstu
hetjur þjóðarinnar sem börðust gegn
aðskilnaðarstefnunni: Desmond
Tutu, Nelson og Winnie Mandela svo
einhverjir séu nefndir. Þetta fólk býr
þarna enn og ég skoðaði meðal ann-
ars fyrrverandi heimili Nelsons Man-
dela og sá hús Desmonds Tutu. Í So-
weto má sjá hvernig yfirvöld
aðskilnaðarstefnunnar hrúguðu
dökkum íbúum landsins í örlitla kofa
í skipulögðum hverfum sem voru að
mestu leyti án rafmagns og vatns.
Í dag eru til bæði rík og fátæk
hverfi í Soweto. Það eru margir sem
bjóða upp á ferðir þangað undir leið-
sögn þar sem farið er um hverfið og
helstu atburðir, uppreisnir og átök á
tímum aðskilnaðarstefnunnar rifjuð
upp. Merkilegast finnst fólki oftast
heimsóknin í fátækasta hlutann þar
sem fólk byggir sér kofa úr pappa-
kössum, bárujárnsbútum og timb-
urafgöngum, og var ég þar engin
undantekning.
Auk Soweto er ótal staði að sjá og
skoða í Jóhannesarborg. Borgin er
svipuð ýmsum vestrænum stór-
borgum að mörgu leyti. Þar er gnægt
góðra veitingastaða og skemmtistaða
auk þess sem þar er gott að versla.
Verðlag er mun lægra en í vestræn-
um löndum en úrvalið er svipað auk
þess sem gaman er að skoða og
kaupa suður-afríska muni og fatnað.
Boðið er upp á margs konar skoð-
unarferðir bæði um Jóhannesarborg
og nágrenni hennar. Mesta aðdrátt-
araflið hafa gullnámurnar umhverfis
borgina, mörg af spilavítum hennar
og fátækrahverfi svartra. Möguleik-
arnir til fræðslu, skemmtana og af-
þreyingar í Jóhannesarborg eru nán-
ast óendanlegir, en að sjálfsögðu ber
að varast ýmislegt því glæpum hefur
ekki enn verið útrýmt í borginni. Ég
verð þó að viðurkenna að ég var til-
tölulega áhyggjulaus í þessari höf-
uðborg glæpanna.
Áhyggjulaus í höf-
uðborg glæpanna
Öryggi Þrátt fyrir að öryggi
ferðamanna í Jóhannesarborg
hafi batnað hin síðustu ár er
nauðsynlegt að fylgja ákveðn-
um öryggisatriðum, líkt og
maður gerir í flestum stór-
borgum. Flest ferðaþjónustu-
fyrirtæki gefa þau ráð að:
Ferðamenn klæði sig látlaus-
um fatnaði, skarti ekki dýrum
skartgripum, myndavélum
eða öðrum dýrum munum.
Þeir haldi sig á fjölförnum
slóðum bæði að degi til sem
og eftir myrkur.
Menn spóki sig ekki um með
mikla peninga meðferðis.
Þeir viti hvert ferðinni sé
heitið og heimsæki fátæk-
ustu hverfin í fylgd heima-
manns.
Gisting Mörg fín hótel eru í Jó-
hannesarborg og eru þau flest í
Sandton eða Rosebank sem
eru frekar örugg úthverfi ríka
fólksins.
Ótal gistiheimili (kölluð
„backpackers“) eru í borg-
inni. Þau eru flest ódýr, örugg
og hreinleg.
Dagsferðir Fjölmörg fyrirtæki
bjóða upp á dagsferðir og lengri
ferðir um borgina og nágrenni
hennar. Hótel og gistiheimili
hafa nægar upplýsingar um
slíkt.
Mæli með heimsókn í Lesedi
menningarþorpið ((+27) 12 205
1394, lesedi@pixie.co.za) þar
sem hægt er að fræðast um
ólíka þjóðflokka svæðisins, sjá
dansa, borða hefðbundinn mat
og gista í húsum þeirra.
Tenglar www.gauteng.net
www.timeout.com/johann-
esburg/
www.worldexecutive.com/
cityguides/
Fróðleiksmolar
ferðalangsins
Ragna Sara Jónsdóttir rsj@mbl.is
Molar
Nokkrir helstu viðkomustaðir á sex mánaða ferðalagi um Afríku og Asíu. Á
næstu vikum munu birtast pistlar með gagnlegum ábendingum frá ýmsum
markverðum stöðum á þessari leið.