Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Goodwood-setrið sjálft og landareignin þar í kring á sér langa og mikla sögu. Á árunum 1780–1800 breytti þáverandi eigandi Good- woods, 3. jarlinn af Richmond, litlu sum- arhúsi á landareign sinni í stórt og glæsilegt sveitasetur og þar gisti konungborið fólk þegar það sótti veðreiðar með öllu sínu fylgd- arliði. Árið 1801 lét jarlinn endurgera fyrstu veðhlaupabrautina og var mikið í hana lagt. Hundruð tonna af sérvöldum jarðvegi voru sett sem undirlag í brautina þannig að hún yrði aldrei of þurr eða blaut og alltaf mjúk sama hvernig viðraði. Og aðallinn í Bretlandi kom í þessa veðurparadís á sumr- in og naut lífsins við allsnægtir. Það fór á hestbak, spilaði póló og horfði á veðreiðar milli þess sem það dreypti á eðalvínum og snæddi fasana. Jarlinn var jafnframt mikill fagurkeri og hóf að safna gömlum, und- urfögrum, enskum og frönskum listmunum. Hann skreytti heimilið með þeim og á borð- um var 18. aldar Sévres-postulín frá París, sem í dag er til sýnis á glæsilegu setrinu. Þegar gengið er um Goodwood-garðinn blasir við skeljahúsið sem Sarah, barónessan af Richmond, lét byggja 1739. Er það einstakt, enda alsett listavel gerðum rósettum úr skeljum. Í skógivöxnu landinu í kring eru stórar grasigrónar lendur sem voru kjörnar fyrir leika og lífsstíl aðals eftirstríðsáranna. Öldum saman hefur Good- wood-herragarðurinn haldist innan sömu ættarinnar og ber áhugamálum eigendanna fagurt vitni. Sem stendur er þar að finna fjölda valla, keppnisvelli, reiðvelli, pólóvelli, kappakstursbraut, flugbraut, þyrluvöll og 18 holu golfvöll. Allt er þetta í eigu afkomanda 3. jarlsins af Richmond sem tók við búi árið 1991, það er Charles hertoga af March. Hann er maðurinn sem endurlífgaði keppni eldri kappakstursbíla, sem hafði fyrir löngu liðið undir lok og vikið fyrir nýjum tryllitækjum sem þenja vélarnar í Formúlu 1. Langafi hans Freddie, 9. lávarðurinn af Richmond og Gord- on, hafði sérstakan áhuga á kappakstri og opnaði keppnishringinn 1948. Hringurinn var eins og áður sagði þjónustuvegur sem lá utan um herflugvöll af vatnsmýr- arsortinni. Var hann heimavöllur Spit- fire-flugsveitar sem barðist í orustunni um England. Á brautinni voru haldnar kappaksturskeppnir allt til 1966 en þá missti lordinn áhugann og sneri sér að öðrum hugðarefnum. Charles núverandi hertogi lét endurgera brautina og hélt þar fyrstu kappaksturskeppnina í júní 1993. Það var fyrsti kappaksturinn í Goodwood í 26 ár og mættu 15.000 manns. Hertoginn sá að mikill áhugi var fyrir antíkbíl- um og skipulagði því umrædda fornbílaform- úlu 1998. Hún er haldin í september og eykst að vöxtum með ári hverju. HELGINA 14.–16. september fór fram mjög athyglisverður kapp- akstur fornbíla í Bretlandi á Good- wood-brautinni í vesturhluta Suss- ex, um tveggja tíma akstur suður af London. Keppnin var jafnframt sýning á helstu kappakstursbílum Evrópu á árunum eftir seinna stríð og fram til 1966. Þarna er á hverju sumri haldin margvísleg keppni, svo sem veð- hlaupahesta, kappakstursbíla og -mótorhjóla. Auk þess má sjá þyrlusveitir og Spitfire-flugvélar taka reglulega á loft af flugbraut sem er í miðju brautarhringsins. Sveitir þessar sýna listflug af glannalegustu sort milli kappakstra og umræddur flugvöllur var einn örfárra sem sluppu undan árásum Þjóðverja á sínum tíma. Fyrir áhugafólk um eldri kapp- akstursbíla er hin árlega þriggja daga aksturskeppni mikill viðburð- ur. Fólk hefur dustað rykið af gömlu kappakstursbílunum sínum allt frá 1998 og mætt prúðbúið til leiks. Í ár seldust um 100.000 miðar og fólk streymdi að, þúsundum saman. Um 300 hundruð gamlir sportbílar, kappakstursbílar, her- bílar, mótorhjól og flugvélar voru til sýnis ásamt fatnaði og höttum frá 1940–66 í stíl Grace Kelly með öllum þeim glamúr og sjarma sem fylgir. Reynt var að ná fram stemmningu fyrri ára með einstak- lega góðum árangri og göldrum lík- ast að ferðast svona aftur í tímann. Fyrr en varði flugu fjórar gaml- ar Spitfire-orustuvélar í lágflugi með tilheyrandi drunum svo fór um mann á meðan tvær Hurricane- og tvær Mustang-vélar léku listir sín- ar ofar á himninum. Þær hurfu svo um leið og fyrstu bílarnir voru til- kynntir tilbúnir til keppni. Olíufnykur og bráðið gúmmí Á hverjum degi var keppt í fjölda riðla eftir vélarstærð en ekn- ir eru að meðaltali 11–16 hringir. Það var sérstök reynsla að finna spennuna sem myndast þegar bíl- arnir hita upp vélarnar fyrir keppni og aka upphitunarhringinn. Síðan raða þeir sér skipulega við rás- markið. Lyktin af bráðnu gúmmíi og olíufnykur láu í loftinu, hávaðinn ærandi og hver bíll með sitt sér- staka hljóð. Þegar ræst var fann ég þungan titring frá jörðinni og síðan tóku þeir allir af stað. Það var rosalega spennandi að fylgjast með aksturslaginu þegar komið var í beygjurnar. Margir tóku ótrúlega sénsa við að komast framúr og ekki laust við að feginleikastunur heyrð- ust frá áhorfendum þegar ökumað- urinn gaf allt í botn og rétt slapp út úr beygjunni. Einn var fremur óheppinn en hann kom í beygjuna með ferlegum sprengingum og rás- aði þversum út af brautinni. Hann lenti í möl og gekk vonsvikinn í burtu en bíllinn hafði bilað. Aðstoð- Í MIÐKJARNA Austur-Berlínar, nánar tiltekið, í „Spandauer Vor- stadt“ í Mitte, sem nær frá Fried- richstrasse í vestri, Torstrasse í norðri og Prenzlauer Alle í austri, má víða villast inn í port sem liggja undir húsin frá götunni og leiða mann inn í gamla húsagarða. Þessi svæði eru umlukin veggjum annarra húsa á alla vegu en tengjast öðrum húsagörðum með portum og minna því einna helst á völundarhús. En í stað þess að reyna að leita að leiðinni út gengur maður forvitinn úr einum húsagarðinum í annan til að upp- götva hvers konar starfsemi leynist handan við hornið. Í bakhúsum, sem áður fyrr hýstu vörugeymslur, verk- smiðjur og smáverslanir, er nú að finna gallerí, vinnustofur lista- manna, hönnuða og arkitekta, leik- hús, kvikmyndahús, bókaverslanir, kaffihús og veitingastaði. Húsagarð- arnir og bakhúsin hafa í mörgum til- vikum verið gerð upp í upprunaleg- um stíl og eru aðlaðandi og skemmtilegur vettvangur ýmiss konar lista- og menningarstarfsemi í bland við kaffihúsa- og veitinga- rekstur. Í hjarta Spandauer Vorstadt við enda Oranienburgerstrasse (rétt hjá lestarstöðinni Hackescher Markt) er stærsta og þekktasta húsagarðasam- stæðan af þessu tagi: „Die Hackesc- hen Höfe“. Húsagarðarnir eru átta talsins og tengdir saman með fimm portum. Þegar gengið er inn um aðalportið við Rosenthalerstrasse 40/41, þar sem jafnan er mikil mannmergð, sér- staklega á kvöldin, er komið inn í fyrsta húsagarðinn sem kenndur er við Endell, en hann hannaði garðinn í upphafi 20. aldar í svonefndum „Ju- gendstíl“. Óvenjulegar skreytingar á framhliðum bygginganna, m.a. boga- dregin lína við þakbrún hússins and- spænis innganginum, sem fær það til að virðast hærra en raun ber vitni, var meðal þess sem fékk marga sam- tímamenn Endels til þess að lofa verkið óspart. Í þessum fyrsta húsa- garði er að finna kvikmyndahús sem hefur alltaf til sýningar nokkrar ótal- settar myndir, veitinga- og kaffihús, næturklúbbinn Oxymoron og leik- húsið Chamäleon Varieté. Chamäl- eon-leikhópurinn var með þeim fyrstu sem fluttu inn í húsnæði bak- húsanna í Hackesche Höfe auk fleiri Húsagarðarnir í miðborg Austur-Berlínar Húsagarðarnir og bakhúsin í austurhluta Berlínar hafa í mörgum tilvikum verið gerð upp í upprunalegum stíl. Laufey Guðnadóttir gekk gegnum port og garða og segir hér frá kaffi- húsum, verslunum og skemmtilegum vettvangi ýmiss konar lista- og menningarstarfsemi. Kaffihús í einu porta Hackeschen Höfe.Loftmynd af Die Hackeschen Höfe. Saga Goodwood- setursins 18. aldar Sèvres- postulínskanna. Goodwood-setrið er glæsilegt innanstokks. Fornbílaformúlan er að verða árviss viðburður í Bretlandi eftir langt hlé. Hellen Linda Drake fylgdist með athygl- isverðum kappakstri fornbíla og kynnti sér sögu jarlsins af Goodwood. Sportbílar frá 1963-66 keppa í Whitsun Trophy-riðli. Eins og sjá má er flaggað í hálfa stöng vegna hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Fornbíla formúla á bres Goodwood-setrið og landareignin þar um kring á sér mikla sögu. Jagúar E á sýningarsvæðinu. Bentley, 6 lítra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.