Vísir - 04.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1980, Blaðsíða 3
* * % % • « V V* • % vtsm Mánudagur 4. febrúar 1980 Sólrún Poulsen meb börn sin þrjú, en þessi mynd var tekin, þegar Visir var á ferö Færeyjum sl. sumar. Visismynd ÞG „FæreyjablaDið hiauf frábærar undirleKHr” segir umboðsmaOur Visis (Færeyjum //Færeyjablaðið/ sem Vísir gaf út i haust, hlaut frábærar undirtektir hjá Færeyingum og voru þeir mjög hrifnir af því að islendingar skyldu sýna þeim þennan áhuga" sagði Sólrún Grímsdóttir Poulsen, umboðsmaður Vísis í Færeyjum, í viðtali við blaðið, en hún er nú stödd hér á landi. Sólrún er Islenskur rlkis- borgari en býr nú I Færeyjum. Sagöi hún aö Færeyjablaðiö heföi mælst vel fyrir og á þvi heföi ekki veriö sist þörf, þar sem Færeyingar heföu oröiö fyrir töluveröum vonbrigðum með viðbrögð Islendinga við bón þeirra aö fá að veiða áfram I Islenskri fiskveiöilögsögu. Sólrún gat þess, að ótrúlega margir Færeyingar hefðu dvaliö hér á Islandi við ýmis konar störf, þá aöallega fisk- veiöar og væri þvi mikill áhugi fyrir þvi aö lesa islensk dag- blöð I Færeyjum. Annars hefðu Færeyingar yfir höfuð mikinn áhuga á samskiptum við tslendinga og tók Sólrún sem dæmi, aö þegar rætt var um að leggja Færeyjaflug Flugleiöa niður sl. haust, hefðu veriö uppi raddir meöal Færeyinga að hefja flug á eigin spýtur til Islands. Færeyingar teldu sig geta lært margt af tslending- um og heföu þeir m.a. stuðst við reynslu tslendinga, þegar þeir tóku upp svartoliunotkun á hluta skipaflota síns. bess má loks geta, aö Visir er nú seldur I Kiosk Horninu I Þórshöfn 1 Færeyjum. — HR Póstur og síml: 3 13% hækkun á póst- og símagjölflum ..Hækkanirnar stafa af þvi, aö stofnunin á aö standa á eigin fót- um fjárhagslega, og samgöngu- málaráöherra hefur tekiö á- kvöröun um aö stefna aö tiltek- inni fjárfestingu”, sagöi Jón A. I samtali viö Visi I morgun. Leyfi um hækkuð póst- og símagjöld tekur gildi frá 1. febrúar 1980. Stofnunin gerði greiösluáætlun fyrir áriö 1980, byggða á þvl að laun hækki um 15% á árinu, auk þeirra ákvörð- unar samgöngumálaráðherra, að stefnt yrði að almennum fjár- festingum. Til aö ná þessu fjár- magni, án þess að mikil stökk væru I gjaldskrárbreytingu, var farið fram á 12-15% hækkun frá 1. nóvember 1979, en við þeirri beiðnivar ekki orðiö. Samgöngu- málaráðuneytinu var aftur skrifað um miöjan desember og beðiö um 30% hækkun frá fyrsta febrúar. Niöurstaðan varð siðan 13% hækkun á gjöldum Pósts- og sima, en liklega verður þá að skera framkvæmdir eitthvað niður. Helstu breytingar á póst- buröargjöldum eru þær, að al- mennt bréf (20 gr) hækkar úr kr. 110 I kr. 120 og buröargjald fyrir prentað mál i sama þyngdarflokki hækkar úr kr. 90 I kr. 100. Helstu breytingar á simgjöld- um eru, að stofngjald fyrir sima hækkar úr kr. 55.000 i kr. 62.000, auk þess sem greiða þarf fyrir talfæri og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref hækk- ar úr kr. 20,40 I kr. 23.10 og af- notagjald af heimilissima á árs- fjórðungi hækkar úr kr. 9.300 I kr. 10.500. Venjulegt flutnings- gjald milli húsa á sama gjald- svæöi hækkar úr kr. 27.500 I 31.000 Oll þessi gjöld eru reikn- uð án söluskatts. HS. HUÓMPLÖTU- ÚTSALA AFSLÁTTURINN ER ALLT AÐ 90% landsfrœga hljómplötuútsala á fullu Við bjóðum: popp, íslenskar piötur, létta tónlist, klassík og kassettur Látið þetta tœkifœri ekki fram hjá ykkur fara FALKIN N SuóurUndsb/Mit 8 Laugavugi 24 8imi 84670 Sími 18870

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.