Morgunblaðið - 14.10.2001, Qupperneq 20
Rauða myllan
og Rauða ljónið
Nicole Kidman og
endurreisn Baz
Luhrmanns á dans-
og söngvamyndinni.
FILMFOUR, kvikmyndafram-
leiðsludeild sjónvarpsstöðv-
arinnar Channel 4 í Bretlandi,
hefur átt drjúgan þátt í þar-
lendri grósku í kvikmyndagerð
undanfarin ár. Nú eru menn þar
frekar daufir í dálkinn vegna
þess að nýjustu myndir þess
hafa brugðist vonum hvað að-
sókn varðar. Nýlega hætti
FilmFour við dreifingu á Crush
með Andie MacDowell og
Anna Chancellor þar til eftir
sýningar hennar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið
bindur vonir við að hún fái þar góða dóma sem
hjálpi myndinni í heimalandinu þegar hún verður
loks frumsýnd þar næsta vor. Tvær aðrar myndir
FilmFour, Buffalo Soldiers og Charlotte Gray,
verða einnig frumsýndar vestra á undan Bretlandi.
Sama aðferð dugði ekki mynd FilmFour Croupier
með Clive Owen, sem fékk ágætar viðtökur í
Bandaríkjunum en féll síðan í Bretlandi. Mesta
áfallið var að fyrirhugað gullegg fyrirtækisins,
Lucky Break eftir leikstjóra The Full Monty, Peter
Cattaneo, náði engu flugi í sumar.
Dauft hljóð í FilmFour
Andie Mac-
Dowell: Mynd
hennar snúið við.
BANDARÍSKI gamanleikarinn Chris Kattan, sem
þekktastur er sem fastur liður í sjónvarpsgríninu
Saturday Night Live, er orðinn eftirsóttur í kvik-
myndir. Væntanleg mynd hans, Corky Romano, er
talin eiga vinsældir vísar og því hefur hann nú ver-
ið ráðinn í nýja gamanmynd eftir handriti Steph-
ens Carpenters, sem einnig samdi Blue Streak.
Þar leikur Kattan skautahlaupara sem gengur í
fremur slappt ísknattleikslið og tekst að snúa
gengi þess við.
Kattan í sókn
Chris Kattan: Er að komast á flug.
ENN fjölgar þeim norrænu
smellum, sem endurgerðir eru
á enskri tungu. Rómantíska
gamanmyndin Sá eini sanni
eða Den eneste ene eftir
danska leikstjórann Suzanne
Bier náði miklum vinsældum í
heimalandi hennar og víða á
Norðurlöndum, m.a. hér á Ís-
landi. Í Danmörku sáu hana um
850.000 manns. Nú hafa
nokkur evrópsk framleiðslufyr-
irtæki tekið höndum saman við
Leslee Udwin, framleiðanda
East is East, um að endurgera Den eneste ene á
ensku. Breska leikkonan Patsy Kensit verður þar í
aðalhlutverkinu og Simon Cellan Jones leikstýrir.
The One and Only heitir hún upp á ensku og er í
tökum í Newcastle.
Sá eini sanni endurgerður
Patsy Kensit:
Leikur í end-
urgerð dansks
smells.
MEÐFRAMLEIÐENDUR íslensku
bíómyndarinnar Mávahláturs,
Archer Street í Bretlandi og Hope
& Glory í Þýskalandi, eru að und-
irbúa gerð myndar um þýsku
hryðjuverkakonurnar Ulrike Mein-
hof og Gudrun Ennslin. Myndin
heitir Wanted og verður undir
stjórn Bretans Peters Webbers.
Tvær kunnar evrópskar leikkonur
fara með aðalhlutverkin, sú þýska
Heike Makatsch leikur Ennslin og
hin sænska Pernilla August er
Meinhof. Wanted er byggð á skáld-
sögu Þjóðverjans Stefans Aust en
verður gerð á ensku.
Meinhof og
Ennslin á tjaldið
BRESKI
leikarinn
Clive Owen
virðist vera
að sækja í
sig veðrið í
kvikmynda-
leik, en
hann hefur
verið áber-
andi í sjón-
varps-
þáttum
undanfarin
ár, lék m.a.
rannsókn-
arlöggu með augnsjúkdóm í slíkri
syrpu. Ný mynd hans Croupier
fékk ágætar viðtökur í Bandaríkj-
unum og hann er væntanlegur í
myndum eins og The Bourne
Identity með Matt Damon og
Gosford Park eftir Robert Alt-
man. Owen hefur nú verið ráðinn
til að leika á móti Angelina Jolie
í Beyond Borders, ástarsögu
sem gerist í alþjóðlegu hjálp-
arstarfi. Tökur eiga að hefjast
fyrir árslok en leikstjóri verður
Martin Campbell. Verkefnið hefur
gengið milli manna um árabil;
Kevin Costner og Catherine
Zeta-Jones áttu að leika í
myndinni undir stjórn Olivers
Stones en síðan datt Costner út
og Ralph Fiennes inn og út aftur
og eins fór um Zeta-Jones.
Owen og Jolie
í ástarsögu
Clive Owen: Rísandi
stjarna.
ÍTALSKI leikstjórinn Franco
Zeffirelli var áberandi í kvik-
myndaheiminum fyrr á árum,
ekki síst með viðamikil tónlist-
ardrömu, þótt hann sé trúlega
þekktastur fyrir Shakespeare-
myndir sínar frá 7. áratugnum,
Skassið tamið – The Taming
Of the Shrew með Elizabeth
Taylor og Richard Burton, og
Rómeó og Júlíu. Zeffirelli hef-
ur ekki gert margar bíómyndir
seinni árin enda að nálgast
áttrætt, en er nú að vinna að nýjustu mynd sinni.
Hún tengist tónlistinni, eins og oft hjá Zeffirelli,
nefnist Callas Forever og fjallar um síðasta mán-
uðinn í lífi söngkonunnar heimsfrægu. Fanny Ar-
dant leikur Callas og Jeremy Irons er umboðs-
maður sem er að reyna að fá hana til að koma
fram að nýju.
Zeffirelli snýr aftur
Jeremy Irons:
Umbi Mariu
Callas.
GÆSAPARTÍ, ný ís-lensk bíómynd ífullri lengd, var
tekin á aðeins sjö dögum,
spunnin og leikin af ung-
um konum úr Borgarfirði.
„Myndin er óður til ís-
lenskra kvenna,“ segir
Böðvar Bjarki Pétursson
handritshöfundur og leik-
stjóri. „Ég reyni að sýna
þær í eins réttu ljósi og
mér er mögulegt. Ekki er
víst að allir séu sammála
mér og kannski á einhver
eftir að verða hneykslaður. En ég
held að myndin sé holl öllum Ís-
lendingum, sérstaklega þó ung-
lingsstelpum og ég vona að hún
verði ekki bönnuð.“
Böðvar Bjarki segir Gæsapartí
fjalla um unga konu sem ætlar að
giftast inní sértrúarsöfnuð. „Bróð-
ir hennar, sem er í sama söfnuði og
mannsefnið, ætlar að sjá til þess
að gæsapartíið, sem kolgeggjaðar
vinkonur hennar halda henni, sé
Guði þóknanlegt. Sem mótspil við
afskiptum safnaðarins sýna vin-
konurnar henni rækilega fram á
hvers konar lífi hún er að fórna
fyrir hnapphelduna og hvað bíður
hennar.“
Myndin gerist, eins og nafnið
bendir til, að mestu í gæsapartíi.
Oddný Guðmundsdóttir fer með
hlutverk gæsarinnar en leikkon-
urnar koma flestar frá Akranesi
og Borgarnesi og myndin var tek-
in í Borgarfirðinum, einkum á
Mótel Venusi, þar sem partíið fer
fram. Einn atvinnuleikari fer með
hlutverk í Gæsapartíi, Magnús
Jónsson, sem leikur bróður-
inn trúaða. Myndin var tekin
upp sem sambland af spuna
og leiknum senum. Böðvar
Bjarki segir að áhorfendur
„eigi eftir að upplifa sig sem
flugur á vegg í alvöru ís-
lensku gæsapartíi“.
Gæsapartí er fyrsta leikna
bíómynd Böðvars Bjarka
Péturssonar, sem einnig er
framleiðandi. Hann hefur áð-
ur gert fjölda heimilda-
mynda. Meðhöfundur hans
við handritsgerðina var Pét-
ur Már Gunnarsson, Guðmundur
Bjartmarsson sá um kvikmynda-
töku, Árni Pétur Guðjónsson var
aðstoðarleikstjóri, Gunnþóra
Halldórsdóttir klippti, Sigurður
Pálmason er framkvæmdastjóri
og Inga Rut Sigurðardóttir sá um
leikmynd og búninga. Tónlist er í
höndum Guðmundar Péturssonar
og Uss ehf. annaðist hljóðvinnslu.
20 geitur framleiða Gæsapartí í
samvinnu við kvikmyndaklúbbinn
Filmund. Gæsapartí verður frum-
sýnd í Háskólabíói í lok nóvember.
Nýstárleg bíómynd Böðvars Bjarka Péturssonar frumsýnd í nóvember
Kristján prédikar yfir Freyju systur sinni: Magnús Jónsson
og Oddný Guðmundsdóttir í hlutverkum ólíkra systkina.
Á Mótel Venus: Gæsapartí komið í gang.
Rjóma gusað á gæsina: Oddný Guðmundsdóttir í
aðalhlutverki ungrar konu á krossgötum.
Flugur á vegg
í Gæsapartíi
MÖRG, mörg ár eru liðin síð-an ég sat í breskum kvik-myndasal með öskubakka
mér við hlið og í svo djúpum þæg-
indum að ég dreif varla á fætur til
að brölta á barinn, sem skammt
var undan. Ég man ekkert hvaða
mynd var sýnd, en ég man glögg-
lega eftir hrotunum í manninum í
hægindastólnum við hlið mér.
Honum leið svo vel að hann sofn-
aði. Kannski hafði hann nýtt sér
þjónustuna á barnum of vel áður
en sýning hófst. Kannski
gleymdist aðalatriðið: Að hafa
bíómyndina sjálfa nógu vekjandi.
Þetta var í svokölluðu lúx-
usbíói, sem breskur bíóstjóri
hafði komið á koppinn til að
svara samkeppninni frá sjón-
varpinu. Hann hugðist gera bíó-
ferð svo aðlaðandi að sjónvarps-
þrælarnir risu upp á
afturfæturna og stormuðu í
stórum hjörðum í bíó til að éta,
drekka og reykja um leið og þeir
horfðu á kvikmynd í ennþá meiri
þægindum en stofusófinn og ís-
skápurinn heima buðu upp á. Ég
held að þessi tilraun hafi ekki
fest sig í sessi á þeim tíma.
Íslensk kvikmyndahús hafa
fylgst afar vel með tækninýj-
ungum og yfirleitt standast sýn-
ingar hér ströngustu gæðakröfur
hvað varðar hljóð og mynd. Þau
eru líka almennt þægileg hvað
varðar aðbúnað gesta, sæti og
svigrúm, þótt á stöku stað mætti
svara betur þörf hávaxinna fyrir
fótarými. Auk hins klassíska um-
kvörtunarmáls, sem fjölbreytt-
ara myndaúrval er, mætti eink-
um fetta fingur út í afar misjöfn
gæði íslenskra þýðingartexta,
sem stundum eru gjörsamlega
óboðlegir, bæði hvað varðar mál-
far, ritvillur og ýmsan misskiln-
ing á frumtextanum.
En núna verður syndin að sitja
á rassinum í bíói semsé mun sæt-
ari en áður var. SAM-bíóin í
Álfabakka hafa dubbað sig upp á
nýtt og bjóða fyrir utan nýjan
búning upp á tilbrigði við fyrr-
nefnt stef, mikil þægindi og auka
þjónustu í lúxussal en auðvitað
gegn hærra miðaverði . Sama
gerir hið nýopnaða Smárabíó,
þar sem stólarnir í fimm sölum
eru með hreyfanlegu baki og
„landsins besta bil milli sæta“ og
að auki lúxussalur með leð-
urhægindum. Fleira mætti telja í
nýju freistingaframboði íslensku
bíórisanna. Ég læt öðrum eftir
að metast um hvor býður betur
og óska öllum til hamingju með
þessa veislusali. Og fjarri mér að
vilja spilla veislugleðinni. En það
er eitt, aðeins eitt, sem er mik-
ilvægara en nýi lúxusinn: Veislan
þarf að vera fyrir augu, eyru,
hjarta og heila, ekki bara rass-
inn.
Fólk fer ekki í bíó til að skipta
á stofusófa og leðurstól með
hreyfanlegu baki. Það fer til að
fá fjölbreytta og góða afþreyingu
og jafnvel til að njóta listar. Það
er ekkert meira freistandi að
hrjóta í lúxusbíói en heima í sófa.
Syndin
gerist
sætari
Í nýju hægindunum: Þessari konu líður vel og hún vakir enn.
„Mesta synd mannanna er að sitja á
rassinum,“ sagði siðapostulinn. Er
furða þótt ýmsir spái syndaflóði og
heimsendi? Á meðan við bíðum milli
vonar og ótta eftir þeim ósköpum er
rétt að þakka fyrir það, hversu íslensk
kvikmyndahús hafi gert þessa höf-
uðsynd miklu meira freistandi og að-
laðandi en áður var.
SJÓNARHORN
Árni Þórarinsson