Morgunblaðið - 14.10.2001, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 B 21
bíó
HINN fimmtugi, ábúðarmikli oglokkaprúði Kurt Russell er einnfárra barnastjarna sem hafa
haldið óskiptum vinsældum á full-
orðinsárum. Á unga aldri varð hann
harðákveðinn í að feta í fótspor Bing,
föður síns, hafnaboltastjörnu og síð-
ar leikara, hvað kunnastur fyrir að
leika fógetann í Bonanza-sjónvarps-
þáttunum.
Fyrstu skref Kurts Russell á leiklist-
arbrautinni, voru einnig í sjónvarps-
þáttum, The Travels of Jamie
McPheeters. Á hvíta tjaldinu háði
hann hinsvegar frumraun sína sem
„strákurinn sem sparkar í Elvis“, í
Presleymyndinni It Happened at
the World Fair (’63). Eftir að hafa
undirritað 10 ára samning við Disn-
ey, fékk Russell stóra tækifærið í
gamanmyndinni Follow Me Boys
(’66), lék á móti Fred McMurray. Sam-
vinna hans og Disney hélt óslitin
áfram til ársins 1975 og ól af sér
gamansamar fjölskyldumyndir eins-
og The Horse in the Grey Flannel
Suit (’68), The Computer Wore
Tennis Shoes (’69), The Barefoot
Executive (’71) og The Strongest
Man in the World (’75). Síðasttalda
myndin markaði endapunktinn í
samstarfinu við Disney.
Russell var jafnan mikill hafna-
boltaáhugamaður á þessum árum og
lét sig dreyma um atvinnumennsku í
íþróttinni. Þeir draumar urðu að
engu er hann slasaðist á öxl og um
skeið var framtíð hans óráðin. Hann
lék í nokkrum sjónvarpsmyndum,
þ.á m. titilhlutverkið í Elvis (’79),
sögufrægri mynd eftir John Carpenter,
þar sem Russell fór sannarlega á
kostum. Næsta hlutverk var út-
smogins bílasölumanns í Used Cars
(’80), mynd Roberts Zemeckis.
Nú þótti sannað að stráknum var
treystandi fyrir stærri hlutum og
Carpenter valdi hann til að fara með
aðalhlutverk málaliðans Snakes
Plisken í Escape From New York
(’81), einni af bestu myndum þeirra
beggja. Þeir héldu hópinn í end-
urgerð hrollvekjunnar The Thing
(’82).
Garpshlutverkin áttu greinilega
vel við Russell, hann valdi þó há-
dramatík í Silkwood (’83), ágætri
mynd eftir Mike Nichols, mótleik-
ararnir Cher og Meryl Streep. Vinsæld-
ir myndarinnar urðu til þess að Rus-
sell opnuðust ný tækifæri og hlaut lof
fyrir næstu þrjú hlutverk í ólíkum
myndum; Swing Shift (’84), Tequila
Sunrise (‘88) og Winter People (’89).
Russell er engu að síður fyrst og
síðast spennumyndahetja. Hann
hefur staðið sig einkar vel í slíkum
verkum, á borð við Big Trouble In
Little China (’86), Tango and Cash
(’89), Backdraft (’91), stórvestranum
Tombstone (’93) og Executive Act-
ion (’96). ’96, endurtók hann hlut-
verk Plissens, fyrir Carpenter, í fram-
haldsmyndinni Escape From L.A.
Ári síðar sló hann í gegn í hinni
þrælspennandi og mögnuðu Break-
down. Næstnýjasta mynd hans var
skellurinn Soldier (’98), og nokkur af
seinni verkum hans hafa ekki gengið
sem skyldi. Hlutverkið í Tango and
Cash fékk hann er Patrick Swayze
heltist úr lestinni og Dennis Quaid var
fyrstum boðið hlutverkið í Back-
draft.
Russel er líkur ímyndinni á tjald-
inu, seigur og úthaldsgóður. Tvær
myndir sem væntanlegar eru með
harðjaxlinum á næstu mánuðum,
Vanilla Sky og The Plague Season,
hafa spurst vel út, er spáð góðu
gengi og spámenn þykjast sjá bjarta
tíma framundan hjá þessum hressa
og viðkunnanlega leikara. Russell hef-
ur verið giftur leikkonunni Goldie
Hawn síðan þau léku saman í Swing
Shift. Þau eiga saman tvo syni og
Russell hefur gengið hinni stór-
efnilegu Kate Hudson (Almost Fam-
ous), dóttur Hawn, í föður stað.
Kóngurinn og Kurt
Sæbjörn Valdimarsson
SVIPMYND
hefur á ferli sínum oft tengst
„Kónginum“, Elvis Presley.
Hann lék strákinn sem sparkaði
í Elvis, í It Happened at the
World Fair, frumraun sinni á
tjaldinu, þá aðeins 10 vetra. Í
sjónvarpsmyndinni Elvis (’79)
lék hann svo Presley, með eft-
irminnilegum árangri. Síðast en
ekki síst leikur hann í 3000
Miles to Graceland (’01), þar
sem kóngurinn kemur mikið við
sögu. Sú mynd byrjar einmitt
núna um helgina.
REUTERS
Kurt Russell
RITHÖFUNDURINN John leCarré hefur skrifað margarskáldsögur sem orðið hafa að
kvikmyndum og er sú frægasta trú-
lega Njósnarinn sem kom inn úr
kuldanum. Hann hefur sagt að
breyting bókar yfir í bíómynd sé
eins og að sjóða naut niður í súpu-
tening.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn
hafa eins og aðrir glímt við slík verk-
efni, allt frá því Land og synir reið á
vaðið í íslenska kvikmyndavorinu
fyrir rúmum 30 árum og þar til
Englar alheimsins slógu í gegn í
fyrra. Og senn kemur Mávahlátur.
Kostirnir við að kvikmynda bækur
eru ýmsir: Í fyrsta lagi gott efni, sem
þegar hefur sannað sig, í öðru lagi
markaðsvara, vörumerki, sem þegar
hefur fengið kynningu og auglýsingu
og eignast aðdáendahóp, svo tvö at-
riði séu nefnd. Gallarnir geta líka
verið margir: Hið góða söguefni get-
ur útvatnast og afbakast í niðursuð-
unni, aðdáendur bókanna verða fyrir
vonbrigðum því þeir höfðu séð þær
allt öðru vísi fyrir sér en kvikmynda-
gerðarmennirnir o.s.frv. Vandinn er
hinn vandrataði meðalvegur milli
trúmennsku við bókina og nýsköp-
unar eða umsköpunar hennar í
myndmiðlinum. Þannig reittu ýmsir
aðdáendur Dagbóka Bridget Jones í
bókarformi hár sitt og/eða skegg yfir
samnefndri kvikmynd þótt hún hlyti
almennar vinsældir og góða dóma.
Meginstraumarnir í kvikmynda-
gerð núna, einkum þó auðvitað þeirri
alltumlykjandi bandarísku fram-
leiðslu, eru endurgerðir eldri
mynda, framhöld annarra slíkra,
bíómyndir gerðar eftir gömlum eða
nýjum og vinsælum sjónvarpsþátt-
um og bíómyndir gerðar eftir göml-
um eða nýjum og vinsælum bókum.
Það er eins og frumsamda kvik-
myndahandritið eigi undir högg að
sækja; hugmyndaleysið og gróða-
hyggjan eru þar trúlega helstu
áhrifavaldar. Kvikmyndaframleið-
endur eru svo gráðugir í að tryggja
sér bækur til kvikmyndunar, að jafn-
vel áður en þær ná að sanna sig sem
slíkar hefur kvikmyndarétturinn
verið seldur.
Allt til endurskoðunar
Þetta gerðist einmitt með bókina
og bíómyndina, sem er tilefni þess-
arar greinar, Captain Corelli’s
Mandolin. Þegar Working Title-fyr-
irtækið keypti kvikmyndaréttinn að
þessari sögu rithöfundarins Louis de
Berniéres, sem kom út 1994, var hún
á byrjunarreit. Eftir tvö ár á met-
sölulistum var Working Title orðið
nógu visst í sinni sök til að koma fyr-
ir óbeinni auglýsingu á henni í róm-
antískum gamansmelli fyrirtækisins
Notting Hill, þar sem fornbókasal-
inn Hugh Grant sést vera að lesa
bókina fyrir Juliu Roberts. Captain
Corelli’s Mandolin hefur nú selst í
um 1,5 milljónum eintaka í Bretlandi
og mjög vel í öðrum löndum að auki.
Aðdáendur bókarinnar, sem segir
frá harmrænum ástum ítalsks her-
manns og innfæddrar stúlku á hinni
fögru grísku eyju Cephalonia í
heimsstyrjöldinni síðari, verða að
undirbúa sig fyrir ýmsar breytingar
í bíómyndinni, sem kostaði 49 millj-
ónir dollara: Persónur gufa upp, aðr-
ar verða algjörar aukapersónur, enn
aðrar eru gjörbreyttar, kaldhæðni
harmleiksins í bókinni víkur fyrir
gamalkunnri einföldun þar sem er
barátta milli góðu gæjanna, Ítala og
Grikkja, og vondu gæjanna, Þjóð-
verja, og umdeildasti þáttur hennar,
gagnrýnin lýsing á starfsemi grískra
andófshópa undir forystu kommún-
ista, er algjörlega numinn burt. Þá
er endirinn annar en bókarinnar.
Kjarninn er þó til staðar, fyrr-
nefnd ástarsaga Corellis (Nicolas
Cage) og Pelagia (Penélope Cruz),
dóttur þorpslæknisins (John Hurt),
sem einnig er elskuð af andófsmann-
inum Mandras (Christian Bale). Á
fyrstu þróunarstigum var handritið
býsna trútt bókinni en þegar upp-
runalegur leikstjóri, Roger Michell,
varð að draga sig í hlé eftir hjarta-
áfall, krafðist eftirmaður hans, John
Madden, sem þekktastur er fyrir
hina ofmetnu Shakespeare in Love,
þess að handrit Shawn Slovo (A
World Apart) væri tekið til ræki-
legrar endurskoðunar.
Kröfur kvikmynda –
frelsi handritshöfunda
„Frásögnin í bókinni er brota-
kennd og mjög umfangsmikil,“ er
haft eftir Madden. „Eins og Louis
(höfundur bókarinnar) hefur sjálfur
sagt, setti hann allt inn í hana sem
hann gat. Það sem hana vantar frá
kvikmyndalegu sjónarhorni er sam-
felld, þematísk atburðarás og það
fannst mér myndin verða að hafa.“
Þá spannar saga bókarinnar 40 ár og
slíkt segir hann erfitt í bíómynd. Því
hafi endinum verið breytt.
Almennt segir Slovo um handrit
gerð eftir skáldsögum: „Mér finnst
jafnan að starf handritshöfundarins
sé auðveldara eftir því sem bókin er
gallaðri vegna þess að þá hefur mað-
ur meira að gera. Bók, sem er lítt
þekkt og vanrækt, hentar best til
handritsgerðar. Það veitir manni
frelsi og svigrúm.“
Hvers vegna ekki að frumsemja
þá handrit frekar en að endursemja
sögur annarra? er spurningin sem
eftir situr. Hvers vegna ekki að
rækta eigin naut frekar en að slátra
nautum annarra? Hugsanlegt svar:
Vegna þess að auðveldara er að
slátra en skapa. Og borgar sig
kannski betur.
Örlagaríkar ástir í paradís: Penélope Cruz og Nicolas Cage í hlutverkum sínum.
Nautið og súpu-
teningurinn
Kvikmyndir byggðar á vinsælum skáldsögum hafa alla
tíð þótt nokkuð örugg fjárfesting, jafnt hérlendis sem
erlendis. „Bókin var betri“ er algengari dómur um slík
verk en öfugt. Stundum væri sanngjarnara að segja:
„Myndin er öðruvísi,“ skrifar Árni Þórarinsson og seg-
ir frá álitamálum um Mandólín Corellis kafteins.