Vísir - 06.02.1980, Qupperneq 8
Mi&vikudagur 6. febrúar 1980
8
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjori: Daviö Guömundsson
Ritstjorar: Olafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjornarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jonsson,
Frettastjori erlendra fretta: Guðmundur G. Petursson,
Blaöamenn: Axel Ammendrup- Halldor Reynisson, Jonina Michaelsdottir, Kafrir'
Pálsdottir, Pall Magnússon, Sigurveig Jonsdottir, Sæt^undur Guóvinsson
iþrottir: Gylfi Kristjansson og Kjartan L Pálsson.
Ljosmyndir: Gunnar V. Andre'sson, Jens Aíexandersscn
Ullil og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olafsson.
Auglysinga og sölustjori: Pall Stefansson
Dreifingarstjori: Siguröur R. Petursson.
Auglysingar og skrifstofur:
Siöumula 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjorn: Siðumula 14, simi 8661 1 7 linur.
Askrift er kr. 4.500 a manuði
innanlands.
Verö i lausasölu
230 kr. eintakiö.
Prentun Blaðaprent h/f
ðvissa framundan
tslenska þjóðin mun þvl miður verða að búa við mikla óvissu i stjórnmálum sinum
um ófyrirsjáanlega framtið, þó að yfirstandandi stjórnarkreppa leysist á þann hátt,
sem nú eru helst horfur á. Það er ekki nóg að leysa aö nafninu til úr stjórnarkreppu
til þess að gangur þjóðmála verði á nýjan leik eðlilegur. Sköpum skiptir, i hverju
efnisleg lausn hennar er fólgin. Og sú lausn, s em nú er helst i sjónmáli, mun auka á ó-
vissuna i stað þess að eyða henni.
Sjálfsagt hafa flestir gert sér
um það vonir, að þegar yfir-
standandi stjórnarkreppu loksins
lyki, kæmist á nokkur stöðugleiki
í íslensku stjórnmálalífi.
Því miður virðist niðurstaðan
þó ætla að verða allt önnur.
Ráðgerð stjórnarmyndun
Gunnars Thoroddsens og liðs-
manna hans úr Sjálfstæðis-
flokknum með Alþýðubandalag-
inu og Framsóknarflokknum og
sá klofningur Sjálfstæðisflokks-
ins, sem sú stjórnarmyndun
hefði í för með sðr , mundi
skapa nýtt óvissuástand í stjórn-
málalífi okkar.
Klofningurinn í Sjálfstæðis-
flokknum getur að sjálfsögðu
haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir flokkinn, en hann og allt
þetta óvissuástand getur líka
reynst Alþýðubandalaginu og
Framsóknarf lokknum skeinu-
hætt og haft margvísleg neikvæð
áhrif á þróun þjóðmála okkar í
heild.
Þessa stundina telja forystu-
menn Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins sig sjálf-
sagt hafa himin höndum tekið,
þegar þeir með tiltölulega lítilli
fyrirhöfn koma til leiðar alvar-
legum klofningi í aðalandstöðu-
flokki sínum, Sjálfstæðisflokkn-
um. En þeir sjá áreiðanlega ekki
fyrir, frekar en aðrir, hvernig
þetta tefl teflist til enda, ekki
síst, ef klofningur Sjálfstæðis-
flokksins leiðir til stofnunar nýs
stjórnmálaf lokks, sem alveg eins
getur gerst. Þá f jölgar um einn
keppinautunum á islenska at-
kvæðamarkaðnum, þar sem eng-
inn þeirra, sem fyrir eru, telur
sig víst ofhaldinn fyrir, og að
sjálfsögðu mundi nýr keppinaut-
ur, þegar fram líða stundir, al-
veg eins reyna að höggva inn í
raðir þeirra, sem nú telja sig
guðfeður hans, eins og í raðir
annarra.
Það verður líka að telja nokkuð
öruggt mál, að samvinna for-
ystumanna Alþýðubandalagsins
og Framsóknarflokksins við
Gunnar Thoroddsen og menn
hans nú mun valda verulegum
trúnaðarbresti milli þeirra og
forystumanna Sjálfstæðisflokks-
ins, sem yrði þessum aðilum öll-
um til skaða. Það trúnaðarsam-
band, sem oft og tíðum hef ur t.d.
ríkt milli forystu Sjálfstæðis-
flokksins og verkalýðsforystu
Alþýðubandalagsins, þrátt fyrir
skoðanaágreining, hlyti að verða
úr sögunni, ef verkalýðsforysta
Alþýðubandalagsins tæki þátt í
atferli, sem forysta Sjálfstæðis-
flokksins lítur á sem aðför að
Sjálfstæðisflokknum. Af því
mundi m.a. leiða styrjaldará-
stand innan verkalýðshreyfing-
arinnar, þar sem búast mætti við,
að stjórnarandstöðuf lokkarnir,
Sjálfstæðisf lokkur og Alþýðu-
flokkur, skipuðu aðra fylking-
una, og stjórnarliðarnir hina.
Flest er það, sem hér hefur
verið að vikið, aðeins vangavelt-
ur um óorðna hluti, sem enginn
getur auðvitaðsagt fyrir um með
vissu. En sé grannt skoðað,
verður að telja þetta líklegar af-
leiðingar þess, sem nú er að ger-
ast í íslenskum stjórnmálum. Og
eitt er alveg öruggt: hættulegt ó-
vissuástand er framundan, sem
enginn veit, hvað kemur út úr.
Það er ekki nóg að leysa að
nafninu til úr stjórnarkreppu til
þess að gangur þjóðfélagsmála
verði á nýjan leik eðlilegur.
Sköpum skiptir, í hverju efnisleg
lausn hennar er fólgin. Sú lausn,
sem nú er helst í sjónmáli, lofar
því miður ekki góðu um farsæld
og frið í þjóðfélagi okkar.
Endanleg ákvörðun tekin
um hordsat á næsia ári
ári
verði 185.000—220.000 krónur
fyrir einstaklinga og annað eins
kostar uppsetning útbúnaöar-
ins. NORDSAT-kerfið ætti að
verða komið til fullra nota átta
árum eftir ákvarðanatöku.
Ef til kemur, veröur tölu-
verður hluti kostnaðar af
NORDSAT þróunarkostnaöur,
þar sem ekki eru aðrir
gervihnettir af þessari stærð I
notkun, en Þjóðverjar og
Frakkar vinna nú aö því að
senda upp slika hnetti og talið er
að þess sé skammt að biöa að
Bandarikjamenn geri slikt hið
sama.
Greinargerð samnorrænu
nefndarinnar hefur verið send
fjölmörgum aðilum á
Norðurlöndum til umsagnar,
þar á meöal margra aðila
islenskra. Þá er gert ráð fyrir
að greinargerðin verði rædd á
fundi Norðurlandaráðs, sem
haldinn verður i Reykjavik I
mars. Ef niðurstaða umræðna
þar verður jákvæö verður málið
rætt I ríkisstjórnum og á
þjóðþingum allra
Norðurlandanna og siöan
verður endanleg ákvörðun tekin
á fundi Norðurlandaráös árið
1981. -ATA
GreiOslubyrði íslendinga 400 milliðnir á
Menntamálaráðherra lagði
tram a Alþingi skýrslu, um
könnun möguleika á notkun
gervihnatta viö dreifingu sjón-
varps- og hljóðvarpsefnis um
Norðurlönd,á mánudaginn;
þessi áætlun gengur undir
nafninu NORDSAT.
Samnorræn nefnd hefur unniö
aö könnun þessa máls siöan I
mars 1978 og sendi frá sér itar-
lega greinargerö i októberlok
1979 og er skýrsla menntamála-
ráöherra útdráttur úr þeirri
greinargerð.
Aöur en þessi nefnd kom
saman hafði verið unnið að
könnun á notkun gervihnatta til
dreifingar á útvarps- og
sjónvarpsefni um öll Noröur-
löndin frá árinu 1975, en fyrsta
ályktun Norðurlandaráðs um
samstarfs á sviöi útvarps og
sjónvarps var gerð áriö 1955.
Heildarkostnaöur við
NORDSAT-áætlunina er áætlaö-
ur 2 milljaröar danskra króna
(147 milljaröar) og miðað viö að
Islendingar njóti sama greiðslu-
hlutfalls og I annarri menn-
ingarsamvinnu, þá muni
greiðslubyröi Islendinga verða
um 400 milljónir króna árlega,
en upphæðin fer nokkuð eftir þvl
hversu mikið af efninu verður
þýtt og textað.
Ef NORDSAT-áætlunin kemst
Iframkvæmd, mun þaö þýða aö
miklir möguleikar opnast og
getur hver sjónvarpsáhorfandi
þá náð sendingum frá öllum
hinum Norðurlöndunum; gætu
islenskir sjónvarpsáhorfendur
náð allt að fimm dagskrám.
Gert er ráð fyrir, að kostnaður
vegnanauðsynlegs útbúnaðar til
aö taka á móti sjónvarpssend-
ingum (eins konar litil jaröstöð)
Teikning af NORDSAT hnettinum og i baksýn sjást svæðin, sem sendingarnar ná til.