Vísir - 06.02.1980, Síða 9
Frá vinstri: Björn Heigason hæstaréttarritari og hæstaréttardómararnir Þór Vilhjálmsson , Logi Einarsson, Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Armann
Snævarr og Sigurgeir Jónsson.
Spurningin sem Hæsfiréttur mun svara í Guðmundar- og Gelrflnnsmállnu:
ERII LÖBFULLAR SANNANIR
FYRIR SEKT HINHA AUERRU?
VÍSIR
Miövikudagur 6. febrúar 1980
Frásagnir dagblaöanna af munnlegum málflutningi f Guömund-
ar- og Geirfinnsmálunum vöktu mikla athygli almennings. Frum-
ræða Þórðar Björnssonar rikissaksóknara stóö i nokkra daga og
meðan hún var tfunduö i blööum virtist almenningur styrkjast i trú
sem hann óvéfengjanlega hefur staöiö I, aö sakborningar væru
vissulega sekir. Eftir aö frásagnir af ræöum verjenda fóru aö birt-
ast varð þess vart aö tvær grimur runnu á marga um sekt hinna
ákærðu. Aörir fussuðu og sveiuöu og gagnrýndu lögmenn fyrir aö
haida fram sakleysi „þessa fólks”.
Hin ákærðu voru fundin sek og
dæmd í sakadómi Reykjavikur
þann 19. desember 1977.
Kristján Viöar Viðarsson og
Sævar Ciesielski voru dæmdir I
ævilangt fangelsi fyrir að hafa
svipt Guðmund Einarsson og
Geirfinn Einarsson lifi, i bæði
skiptin með þriðja manni og
fyrir að bera rangar sakir á
fjóra menn. Auk þess voru þeir
fundnir sekir um nokkur auðg-
unarbrot og Sævar um skjala-
fals og smygl á fikniefnum.
Tryggvi Rúnar Leifsson var
dæmdur i 16 ára fangelsi fyrir
að hafa svipt Guðmund Einars-
son lifi ásamt Sævari og Krist-
jáni, og auk þess ikveikju,
nauðgun og nokkra þjófnaði.
Guðjón Skarphéðinsson var
dæmdur I 12 ára fangelsi fyrir
að hafa orðið Geirfinni Einars-
syni að bana með Sævari og
Kristjáni og fyrir smygl á flkni-
efnum.
Erla Bolladóttir var dæmd i
þriggja ára fangelsi fyrir rang-
ar sakargiftir, fyrir að tálma
rannsókn á Geirfinnsmálinu
með þvi að flytja lik hans og fyr-
ir skjalafals og auðgunarbrot.
Albert Klahn var sakfelldur
fyrir að tálma rannsókn á þvl er
Guðmundur var sviptur lífi og
fyrir sölu, neyslu og dreifingu
fikniefna. Hann hlaut 15 mán-
aða fangelsisdóm.
Gæsluvarðhald ákærðu skal
koma tilfrádráttar frá refsingu.
Þessi dómur kom svo að segja
i kjölfar mikilla blaðaskrifa um
málið þar sem ekki sist var
stuðst við upplýsingar rann-
sóknarlögreglu og dómara.
Flestum fannst þvi dómurinn
rökrétt framhald, en þegar mál-
ið var flutt tveimur árum siðar
fyrir Hæstarétti má segja að
rökstuðningur ákæruvaldsins og
verjenda hafi fengið nokkuð
jafna umfjöllun I fjölmiðlum.
Hlutverk verjenda.
Með tilvisun til þess sem sagði
i upphafi að sumir hefðu brugð-
ist ókvæða við ræðum verjenda
er rétt að fara nokkrum orðum
um þeirra hlutverk.
Hérlendis sem viðast hvar hjá
siðuðum þjóðum gildir svoköll-
uð andmælendaregla I réttar-
farinu. Hún er fólgin I þvi að
einn aðili sækir mál og annar
ver fyrir hlutlausum dómara.
Með þessu á að vera auðveldara
fyrir dómarann að átta sig á
málinu, dýpkar skilning hans á
þvi og auöveldara að kveða upp
dóm.
Hlutverk verjenda er þó
miklu meira en að skýra málið
fyrir dómara i vörn sinni gegn
sókn sækjanda. Verjandi þarf
lika að gæta þess að leikreglur
séu ekki brotnar á sökunaut og
nærvera þeirra á að koma i veg
fyrir að rannsóknaraðilar gerist
offarar gagnvart sökunaut, fari
eftir lögum og reglum við rann-
sókn mála. Þeir sem grunaðir
eru um afbrot geta komið á
framværi kvörtunum við verj-
enda sinn og ráðfært sig við
hann.
Hlutverk verjenda er ekki að
koma i veg fyrir að sekir fái
dóm. Þeir eiga að standa vörð
um þær leikreglur sem sam-
félagið hefur sett rannsóknar-
mönnum I sambandi við rann-
sókn brotamála. Auk þess er
það hlutverk verjenda að benda
á það sem getur kallast vafa-
samt um að komin sé fram full-
nægjandi sönnun fyrir sekt.
Einnig eiga ver jendur að benda
dómara á málsbætur, til dæmis
ungan aldur sökunauts og ýmis-
legt fleira sem tina má til.
1 raun og veru má likja hlut-
verki sækjanda og verjanda við
það sem gerist á Alþingi. Þing-
ræðið gerir ráð fyrir að vissir
menn séu I stjórn og aðrir I
stjórnarandstöðu og að stjórn-
arandstaðan skapi stjórninni
visst aðhald meðal annars með
gagnrýni á gerðir hennar. Loks
má minna á, að lögmönnum
sem hafa opnar skrifstofur ber
skylda til að taka að sér réttar-
gæslu sakaðra manna og vörn,
lögum samkvæmt.
Guðmundarmálið.
Hæstiréttur fjallar nú um
Guðmundar- og Geirfinnsmálin
og er dóms að vænta I þessum
mánuði. Ekki er ætlunin að end-
urtaka hér allt það sem fram
kom I ræðum rikissaksóknara
og verjenda i málflutningi fyrir
Hæstarétti. Hins vegar hefur
þess orðiö vart að margir les-
endur blaðsins hafa viljað fá
helstu atriði sóknar og varnar
samandregin i örstuttu máli.
Það var Erla Bolladóttir sem
byrjaði að segja frá Guðmund-
armálinu þann 20. desember
1975. Saksóknari rakti yfir-
heyrslur yfir þeim Sævari Ciesi-
elski, Kristjáni Viðari, og
Tryggva Rúnari Leifssyni. Kom
fram hjá saksóknara að
snemma I janúar hefðu legið
fyrir skýrslur þessara manna
um átökin er leiddu til dauða
Guðmundar Einarssonar. Þann
29. mars 1977 dró Sævar fyrri
framburð i málinu til baka, dag-
inn eftir gerði Tryggvi Rúnar
það sama og loks Kristján Við-
ar þann 27. september 1977.
Þeir sögðust hafa verið leiddir
við yfirheyrslur og beittir
þvingunum af hálfu rann-
sóknarmanna til að játa.
Rikissaksóknari sagði að
rannsókn sem gerð var á meintu
harðræði i garð gæslufanganna
hafi ekki leitt i ljós að meðferð á
þeim hafi leitt til játninga. Rétt-
argæslumenn hefðu verið við-
staddir játningar og ekki hreyft
andmælum. Ekkert benti til að
játningar fyrir lögreglu og dómi
væru rangar. Sannað væri lög-
fullri sönnun með eigin játningu
hvers hinna ákærðu að þeir
hefðu orðið Guðmundi að bana.
Þetta hafi verið manndráp af
ásetningi.
Verjendur töldu hins vegar
mikið skorta á að lögfull sönnun
væri komin fram fyrir þvi að
þessir atburðir hefðu átt sér
stað. Þeir bentu á reikulan og
óvissan framburð Alberts Klahn
sem á að hafa ekið liki Guð-
mundar I Hafnarfjarðarhraun.
Það hefði ekki komið upp fyrr
en vorið 1977 að Gunnar Jónsson
hefði lika verið viðstaddur
meint átök og ætla mætti að
ýmislegt sem skipti máli hefði
aldrei verið upplýst.
Þá bentu verjendur á að Erla
hlyti að vera ótraust vitni með
tilliti til rangra sakargifta i
Geirfinnsmálinu og reikuls
framburðar, lik Guðmundar
hefði aldrei fundist og engin
sönnunargögn lægju fyrir nema
játningar sem dregnar hefðu
verið til baka. En ef þessi at-
buröur hefði átt sér stað þá hefði
verið um slys að ræða en ekki
manndráp af ásetningi.
Geirfinnsmálið.
Geirfinnsmálið er að öllu leyti
flóknara og viðameira mál
heldur en Guðmundarmálið.
Ekki fer milli mála að rannsókn
þess máls allt frá upphafi er að
mörgu leyti ámælisverð ognot-
færðu verjendur það sér til hins
Itrasta. Allir hinna ákærðu I
málinu nema Guðjón Skarphéð-
insson hafa dregið fyrri fram-
burði og játningar til baka.
Rikissaksóknari telur að
þessar breytingar á framburði
haggi ekki fyrri framburði. Það
sé sannað að Geirfinnur Einars-
son hafi verið I Klúbbnum tveim
kvöldum áður en hann hvarf.
Þar hafi Sævar og Kristján Við-
ar komist i samband við hann og
ákveðið að kaupa af honum
smyglaðan spira þar sem þeir
hafi álitið að Geirfinnur væri
smyglarinn Geiri i Keflavlk.
Þá taldi saksóknari það sann-
að að Erla og Sævar hefðu feng-
ið bilaleigubíl til Keflavikur-
ferðarinnar. Kristján Viðar
hefði útvegað sendibil sem nota
átti til að flytja smyglgóssið og
fyrir lægi játning bilstjóra þess
bils um ferðina til Keflavikur.
Ennfremur að ákærðu heföu
lýst staðháttum i Dráttarbraut-
inni i Keflavik og þeim átökum
sem þar áttu sér stað og leiddu
til dauða Geirfinns. Erla hefði
lýst nákvæmlega húsi þvi er hún
faldi sig I nóttina eftir morðið og
siðan ferð hennar i bæinn dag-
inn eftir með tveimur bilum.
Báðir bilstjórarnir hefðu gefið
sig fram og staðfest sögu Erlu.
Loks hefði Guðjón Skarphéðins-
son ekki dregið framburð sinn
til baka eins og þau hin.
Við rannsókn á meintu harð-
ræði I garð ákærðu hefði ekkert
komið marktækt fram um að
framburöir væru fengnir með
hótunum eða illri meðferð. Árás
þeirra Sævars, Kristjáns og
Guðjóns á Geirfinn hafi verið
gerð með þeim hætti að hér hafi
verið um visvitandi manndráp
að ræða.
ónógar sannanir.
Verjendur töldu gögn málsins
svo ófullkomin að ekki væri
nokkur vegur að byggja á þeim
og auk þess vantaði mikið af
gögnum og málsskjölum. Bent
var á meðal annars að Sævar
heföi gengið undir lygamælis-
próf en það hefði ekki verið lagt
fram i réttinum.
Játningar hefðu verið dregnar
út úr sakborningum með linnu-
lausum yfirheyrslum og rann-
sóknarmenn borið á milli og
þannig samræmt framburð
allra aðila. ósannað væri að
Sævar og Erla hefðu fengið bila-
leigubilinn til afnota. Ekki virt-
ust nokkrir möguleikar á að
ákærðu hefðu verið komnir til
Keflavikur á þeim tima sem
hringt var til Geirfinns kvöldið
sem hann hvarf.
Þá bentu verjendur á, að gerö
hefði verið leirmynd samkvæmt
lýsingu á manni þeim er kom I
Hafnarbúðina og fékk að
hringja á þeim tima sem Geir-
finnur fékk simtalið. Sú mynd
væri gerólik Kristjáni Viðari og
saksóknari ekki treyst sér til að
leggja myndina fram I réttin-
um.
Erlu Bolladóttur hefði veriö
sýnt húsið sem hún kvaðst hafa
gist i og siðan verið látin lýsa
þvi. Ekki hefði náðst samræmi I
framburði hennar og bilstjór-
anna sem hún átti að hafa ekið
með til Reykjavikur.
Framburður ákærðu væru
ekki I samræmi og mjög á reiki.
Sannanir lægju fyrir um að
Sævar hefði verið sleginn við
yfirheyrslu og allt benti til að
Schutz hefði borið á milli gæslu-
fanganna. Lik Geirfinns væri
ófundið og engin sönnunargögn
sem hægt væri að byggja á
lægju fyrir i málinu. En hefðu
þessir atburðir átt sér stað þá
hefði ekki verið um að ræða
ásetning að ráða Geirfinni bana.
Hér hefur verið stiklað á stóru
i þvi sem fram kom I málflutn-
ingi þessara einstæðu saka-
mála. Hæstaréttardómararnir
Björn Sveinbjörnsson, forseti
réttarins, Þór Vilhjálmsson,
Logi Einarsson, Benedikt Sigur-
jónsson og Armann Snævarr
munu kveða upp dóm i málinu,
en varadómari er Sigurgeir
Jónsson.
Engum getum skal að þvl leitt
hver verður dómur Hæstarétt-
ar. Segja má að megininntakið I
ræðum verjenda hafi verið að
sannanir skorti og þeir minntu á
að allur vafi skal vera sökunaut
í hag. Rikissaksóknari telur
engan vafa leika á um sekt
hinna ákærðu. Við biðum eftir
dómi Hæstaréttar og þeim dómi
verður ekki áfrýjað. Hins vegár
á málið allt eflaust eftir að
verða kært viðfangsefni laga-
nema og lagagrúskara og sjálf-
sagt verður sumum spurningum
sem vakna aldrei svarað.
—SG
t
Þóröur Björnsson rlkissaksóknari ræöir viö verjendur I réttarhléi.