Vísir - 06.02.1980, Side 15

Vísir - 06.02.1980, Side 15
vtsm Miövikudagur 6. febrúar 1980 Húsnæðis- lánin hækkuð FélagsmálaráBherra hefur fallist á tillögu húsnæöismála- stjörnar frá 15. janúar s.l. um aö hámarkslán úr Byggingarsjóði rikisins til þeirra umssdtjenda, sem gera ibúðir sinar fokheldar á árinu 1980 skuli vera kr. 8.000.000.- á ibúö. Jafnframt hefur ráðherra samþykkt að hámarkslán úr Byggingarsjóði rikisins til þeirra. sem kaupa eldri ibúðir og sækja um lán til þeirra kaupa á þessu ári, skuli hæstnema kr. 4.000.000.- Skilyröi fyrir hámarksláni er aö umsækjandi sé að kaupa sina fyrstu ibúð. : ~ VÍSINDÁMENN ÁGNDÖFÁ' YFIR ! 3000 ÁRA MÚMÍUM í KÍNA L í borginni Shanghai er nú almenningi til sýnis múmia af konu, sem grafin var í jörð fyrir um það bil 3000 árum og hefur vakið feiknaathvgli hve vel likaminn hefur varð- veist. Þarna er um að ræða annan tveggja kvenlikama. sem grafnir voru upp haustið 1978, i Xinjiang héraði, en elstu múmi'ur af þessu tagi, sem þá fram að þvi höfðu fundist 1 Kina voru um 900 árum yngri Múmiurnar eru eins og þær séu þurrkaður, hár er enn á höfði þeirra og augabrúnum , neglur á tám og fingrum og hold enn á likamanum eftir öll þessi ár. Þegar múmiurnar fundust voru þær klæddar skrautlegum ullarklæðum. Visindamenn telja. að náttúran hafi þurrkað upp likin gegnum tiðina, en þau hafi ekki verið smurö fyrir greftrunina eins og egypsku múmiurnar frægu. Kinversku likiff" höfðu ekki verið sett i kistur, heldur grafin i eins konar grafhvelfingum, lögð á tréfleka og ullarteppi ofan á þeim. Að sögn kinverksra visindamanna er óráöin gáta, hvers vegna likamarnir hafa varðveist svo vel sem raun ber vitni, en rannsóknir benda til aö þeir séu frá þvi um árið 1000 fyrir Krist. önnur múmlanna kinversku á sýningu I Shanghai. 1 , DansK-lslandsk Fond: , HAMSMENN HLJOTA FLESTA STYRKINA Dansk-Islenski-sjóðurinn, Dansk-islandsk Fond hefur nýlega úthiutað styrkjum, sem stuðla eiga að auknum menn- ingarlegum og visindalegum tengslum milli Islands og Danmerkur að þvi er segir i frétt frá danska sendiráðinu. Samtals voru styrkupphæðirnar að þessu sinni 32.600 danskar krónur. Hæstu styrkfjárhæöina hlýtur Erik Sönderholm. dr. phil, for- stjóri Norræna hússins, 5000 danskar krönur til rannsókna á verkum Halldórs Laxness og skrifa um þau. Langflestir styrkja sjóösins eru veittir námsmönnum, nær eingöngu islenskum, en á úthlutunarskrá Dansk-islandsk Fond eru að þessu sinni um 60 styrkþegar. Finnsk tunna á flagskrá Suomifélagið heldur upp á Runebergsdaginn að þessu sinni með samkomu i Norræna húsinu miðvikudaginn 6. febrúar n.k. kl. 20.30. í tilefni Norræna málaársins veröur dagsskráin einkum helguð finnskri tungu og kynningu á henni. 1 upphafi flytur formaöur félagsins Barbro Þóröarson ávarp. Þá flytur finnski sendi- kennarinn viö Háskóla Islands Rosmari Rosenberg erindi um finnska tungu. Rosmari hefur eins og fyrirrennari hennar verið félaginu mikill styrkur i starf- semi þess, segir i frétt frá félag- inu. Málfriður Kristjánsdóttir arkitekt sem stundað hefur nám i Finnlandi flytur spjall sem hún nefnir: Að læra finnsku. Þá talar Mikko Hame magister, sem hér er nú að búa sig undir doktorspróf, um viðhorf Finna til islenskunnar. Bræðurnir Arnþór og GIsli Helgasynir munu leika samleik á slaghörpu og flautu. Finnskar bækur verða hafðar frammi á bókasafni hússins á meðan á samkomunni stendur og áframhaldandi fram eftir mánuöinum. Loks verður kaffi á boöstólum ásamt Runebergstertum, sem löngum hafa verið til gómgætis á þessum degi hjá Finnum og Finnskar bækur munu liggja frammi i bókasafni Norræna hússins fram eftir mánuðinum. þeirra vinum. Aðalfundur Suomi félagsins verður haldinn á undan samkom- unni kl. 20.00 þar eru á dagsskrá venjuleg aðalfundarstörf. Snekk|an breytir ra Hun öskrar í Karate Hugljúf ástarsaga Popp Sjónvárpið Kenneiiv ^ÉEyndahátíð 1980 l^f|§kur sportbíll HaggWÍiátíð Ast á vinnustöðum

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.