Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 2
2 C SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
Störf við sérkennslu
Óskað er eftir leikskólasérkennurum, þroskaþjálfum og/eða fólki með
menntun og reynslu á sviði sérkennslu í eftirtalda leikskóla:
Leikskólann Ösp, Iðufelli 16
Upplýsingar veitir Svanhildur Hákonardóttir leikskólastjóri í síma 557 6989.
Leikskólann Ásborg, Dyngjuvegi 18
Upplýsingar veitir Jóna Elín Pétursdóttir leikskólastjóri í síma 553 1135.
Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum,
á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17,
sími 563 5800 og á vefsvæði, www.leikskolar.is.
Læknablaðið
óskar eftir ritstjórnarfulltrúa í 80% starf, starfs-
hlutfall gæti aukist.
Krafist er mjög góðrar íslenskukunnáttu,
góðrar kunnáttu í að minnsta kosti einu Norð-
urlandamáli og ensku, tölvukunnáttu og sjálf-
stæðis í vinnubrögðum.
Ritstjórnarfulltrúi vinnur við handrit fræði-
greina í blaðinu og stjórnar í umboði og í sam-
ráði við ábyrgðarmann og ritstjórn daglegum
fjárhagslegum rekstri blaðsins og vinnu ann-
arra starfsmanna Læknablaðsins.
Vinnutími og laun eru samkomulagsatriði.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem
fyrst.
Umsóknir sendist fyrir 1. nóvember Lækna-
blaðinu, Hlíðarsmára 8, 200 Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Rafnsson,
ábyrgðarmaður Læknablaðsins, í síma 525 4956,
netfang: vilraf@hi.is .
Fiskeldi
Starfsmann vantar til fiskeldistarfa hjá Norður-
laxi hf., Laxamýri, 641 Húsavík.
Starfsmaður þarf að vera röskur og samvisku-
samur. Upplýsingar gefur Jón Helgi Vigfússon
í síma 464 1770 eða 893 9995.
Aðstoðarfólk
í prentsal
Óskað er eftir starfsmönnum til þess að að-
stoða prentara og til annara starfa í prentsal.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur í síma 512
2000. Einnig er hægt að sækja um á vef
Íslensku prentsmiðjunnar: www.ip.is
Íslensk myndgreining
Álftamýri 5,
óskar eftir
geislafræðingi
frá áramótum. Um er að ræða starf sem teng-
ist hefðbundnum röntgenrannsóknum og seg-
ulómrannsóknum.
Upplýsingar um starfið veitir Einfríður Árna-
dóttir í síma 860 8856 og 520 0117.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk.
Skólaskrifstofa
Hafnarfjarðar
Matsfulltrúi
Staða matsfulltrúa á Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar er laus til umsóknar. Hér er um nýtt starf
að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf
sem fyrst.
Helstu verkefni matsfulltrúa eru:
● Stjórnsýslulegt eftirlit með skólastofnunum
● Árangurs- og gæðamat á skólastarfi
● Ráðgjöf við sjálfsmat skólastofnana
● Viðhorfskannanir
● Kynningarmál o.fl.
Matsfulltrúi heyrir beint undir forstöðumann
Skólaskrifstofu og starfar í umboði hans.
Umsækjandi skal vera kennaramenntaður með
framhaldsnám á sviði mats- og upplýsinga-
fræða eða sambærilegt.
Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamn-
ingi STH og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upp-
lýsingar veitir Magnús Baldursson, forstöðu-
maður Skólaskrifstofu, í síma 585 5800,
netfang magnusb@hafnarfjordur.is .
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 2. nóvem-
ber næstkomandi.
Forstöðumaður
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Háskóli Íslands
Jafnréttisfulltrúi
Starf jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands er laust
til umsóknar. Jafnréttisfulltrúi starfar á stjórn-
sýslusviði og hefur í umboði rektors og í sam-
starfi við jafnréttisnefnd H.Í. umsjón með fram-
kvæmd jafnréttismála í Háskóla Íslands.
Starfssvið jafnréttisnefndar nær til jafnréttis-
mála í víðum skilningi. Hún leggur í fyrstu
áherslu á að framfylgja ákvæðum laga nr. 96/
2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla og gerir tillögur til háskólaráðs um jafn-
réttisstefnu Háskólans er tekur sérstaklega mið
af starfsemi hans. Jafnréttisfulltrúi hefur um-
sjón með jafnréttisstarfi innan Háskóla Íslands,
áætlanagerð, annast framkvæmd jafnréttis-
áætlunar Háskólans. og starfar sem sérstakur
ráðgjafi um jafnréttismál innan Háskóla
Íslands.
Umsækjendur um starfið skulu hafa lokið há-
skólanámi. Þau sjónarmið sem að öðru leyti
verð lögð til grundvallar við ráðningu eru:
● Reynsla og þekking á jafnréttismálum og
stefnumörkun á því sviði.
● Þekking á málsmeðferð innan stjórnsýslu.
● Sjálfstæði í starfi.
● Samstarfs- og skipulagshæfileikar.
Um hálft starf er að ræða með möguleika á
auknu starfshlutfalli síðar. Gert er ráð fyrir að
jafnréttisfulltrúi hefji störf þann 1. janúar 2002.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað til starfsmannasviðs
Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu,
101 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember
nk. Öllum umsóknum verður svarað og um-
sækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Þorgeirsdóttir,
sími 525 5253, netfang: liljath@hi.is, starfs-
mannasviði. Heimasíða jafnréttisnefndar: http:/
/WWW.hi.is/stjorn/jafnrettisn/ Við ráðningar
í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafn-
réttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is .