Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 7 NVIÐSKIPTI  Ráðstefna Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands haldin í Gullteigi á Grand Hóteli miðvikudaginn 31. október 2001 frá kl. 13 til 16 Dagskrá 13.00 Setning: Ný heimsmynd! Hvert verður hlutverk okkar? Ágúst Einarsson, prófessor, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar. 13.05 Opnunarræða: Peningastefnan, hagvöxtur og velmegun. Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. 13.20 Hagstjórn og velferð: Að lægja öldurnar - fjármálastjórn á tímum frjálsra fjármagnsflutninga. Tryggvi Þ. Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Tekjudreifing og atvinnuleysi. Gylfi Zoëga, dósent í Birkbeck háskólanum í London. 13.45 Mannauður - breytingar á vinnumarkaði: Íslendingar kunna að höndla kreppu en ekki þenslu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík. Breytingar á vinnumarkaði og þríhliða samstarf. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. 14.10 Náttúran - mörk orku og lífríkis: Náttúra, stóriðja og nýskipan raforkumála. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun. Virðing við náttúruna - hagkvæmni í rekstri. Rannveig Rist, forstjóri Ísal. 14.35 Veitingar 15.00 Alþjóðavæðingin - nýjar áskoranir: Á Klapparstíg spádómanna. Þráinn Eggertsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild. Kreppan gerir alla að krötum (Keynesistum)! Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra. 15.30 Hringborð: „Hvernig ungt fólk sér íslenska framtíð, hvað þarf að breytast og í hvaða atvinnugreinum eru sóknarfærin.“ Stjórnandi: Kristín Þorsteinsdóttir, MBA nemi við Háskóla Íslands og fréttamaður. Þátttakendur: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sveinn Valfells, eðlis- og hagfræðingur. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðinemi og formaður Stúdentaráðs. Ráðstefnustjóri: Gylfi Magnússon, dósent, formaður viðskiptaskorar. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin í tilefni af 60 ára afmæli kennslu í viðskiptafræði og hagfræði við Háskóla Íslands Ný heimsmynd! Hvert verður hlutverk okkar? FRANK Satterthwaite er fram- kæmdastjóri Vanguard í Evrópu en The Vanguard Group sér um rekstur á mörgum af stærstu verðbréfasjóð- um heims. Er botninum á hlutabréfamörkuð- um náð? „Þetta er stóra spurningin. Það er erfitt að meta markaðinn eins og hann er nú. Ég tel hins vegar mikilvægt að brýna fyrir fólki að fara að engu óðs- lega nú og ekki hlaupa til og selja öll sín hlutabréf. Þegar við lítum á mark- aðinn nú er ljóst að þó að V/H hlutföll [hlutfall milli verðs og hagnaðar á hlutabréfum] sé enn hátt í sögulegu samhengi þá tel ég og aðrir að kaup- tækifæri séu á markaðnum. Það gefur líka ekki nógu góða mynd að horfa einungis á V/H hlut föll vegna þess að fyrr á árum var verðbólga mun meiri en hún er nú og vextir oft á tíðum mun hærri en eins og flestir vita hefur þetta tvennt mikil áhrif á verð hluta- bréfa. Ef leiðrétt er fyrir þessum áhrifum kemur í ljós að V/H hlutföll eru alls ekki svo há. Ég tel því að það séu víða möguleikar.“ Vanguard býður sjóði sem eru vísi- tölutengdir, hver eru rökin á bak við slíka stefnu? „Rökin á bakvið það eru allnokkur. Í fyrsta lagi er ljóst að með því að láta sjóðina tengjast vísitölum eins og Standard & Poor 500, Morgan Stan- ley Capital Index Global og Morgan Stanley Capital Index Europe næst mjög mikil áhættudreifing. Þegar við tengjum við vísitölur viljum við sem mestri áhættudreifingu. Þegar Nasd- aq-vísitalan var sem hæst vorum við undir þó nokkrum þrýstingi frá okkar viðskiptavinum um að bjóða upp á sjóði sem fylgdu Nasdaq-vísitölunni. Við komust að þeirri niðurstöðu að sjóður sem fylgdi Nasdaq væri ekki nægjanlega dreifður og það sama á við um sjóði sem fjárfesta í margvís- legum tæknigreinum, hvort sem það tengist netinu, fjarskiptum eða öðru. Það sem stendur upp er að fjárfestar líti til langs tíma og fjárfesti á löngu tímabili og komi þannig inn á mis- munandi tímum og verði. Þannig næst áhættudreifing. Fjárfestar í hlutabréfum þurfa með öðrum orðum alltaf að líta til langs tíma,“ segir Frank. Aðspurður um hverjir séu kostirnir við að fjárfesta í slíkum sjóð- um segir Frank að með því gefist tækifæri á að fjárfesta með litlum til- kostnaði á helstu mörkuðum heims, ná þannig fram áhættudreifingu sem væri nauðsynleg fyrir einstaklinga og lífeyrissjóð. „Til dæmis hefði lækkun á gengi krónunar að undanförnu veg- ið upp lækkanir á erlendum hluta- bréfamörkuðum til hagsbóta fyrir ís- lenska fjárfesta,“ segir Frank. Markaðurinn harður húsbóndi Morgunblaðið/Kristinn Frank Satterthwaite

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.