Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI AFNÁM verðbólgureikningsskila
og lækkun tekjuskatts kemur best
skuldsettum fyrirtækjum sem skila
góðum hagnaði. Þetta kom fram á
morgunverðarfundi Deloitte &
Touche hf. þar sem kynnt var nýtt
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingar á skatta- og ársreiknings-
lögum og farið yfir áhrif þess á skatt-
skil og reikningsskil rekstraraðila.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, endur-
skoðandi hjá Deloitte & Touche,
fjallaði á fundinum um niðurstöður
úttekta sem hún gerði, annars vegar
á áhrifum tekjuskattslækkunar og
hins vegar á afnámi verðbólgureikn-
ingsskila á fyrirtæki. Úttektirnar
tóku til 27 fyrirtækja af 49 sem skráð
eru á Aðallista Verðbréfaþings Ís-
lands. Þær miðuðu að því að fá úr því
skorið hvaða fyrirtæki og atvinnu-
greinar væru betur eða verr sett við
afnám verðbólgureikningsskila og
lækkun tekjuskatts úr 30% í 18%.
„Niðurstaðan var á þá leið að
skuldsett fyrirtæki með góðan hagn-
að græða mest á breytingunni. Þau
mega draga allar verðbætur af lán-
um frá tekjum sínum og lækka þann-
ig skattstofninn. Auk þess njóta þau
lækkunar tekjuskatts af því að þau
eru með hagnað.
Þau félög almennt, sem eru með
skuldir umfram peningalegar eignir,
hafa fært í rekstrarreikning verð-
breytingartekjur sem falla niður við
afnám verðbólgureikningsskila. Af-
koma þessara félaga á pappírunum
versnar og skattstofninn lækkar því
ekki þarf að greiða af verðbreyting-
artekjufærslunni. Þar að auki fá þau
lækkun á tekjuskatti. Þessi félög
njóta því talsverðrar skattalækkun-
ar og virði þeirra ætti að aukast.
Hins vegar hækkar skattstofninn
verulega hjá fyrirtækjum sem eru
með peningalegar eignir umfram
skuldir, s.s. lánastofnanir, við afnám
verðleiðréttinga og skattgreiðslur
myndu aukast talsvert ef ekki kæmi
til lækkun tekjuskattsprósentunnar.
Þegar fram í sækir munu skatt-
stofnar rekstraraðila þó almennt
hækka vegna lækkandi afskrifta og
eigið fé þeirra mun fara lækkandi
vegna vanmats eigna.“
Reikningarnir jafnvitlausir
Sigrún sagði að verðbólgustig á Ís-
landi hefði síðastliðinn áratug verið
sambærilegt við það sem gerist í ná-
grannalöndunum og því væri ekkert
því til fyrirstöðu að fara úr verð-
bólgureikningsskilum yfir í kostnað-
arverðsreikningsskil, jafnvel þótt
verðbólgan í ár sé hærri en hún hefur
verið um árabil.
Markmið verðleiðréttinga sagði
hún vera að sýna í rekstrarreikningi
raunafkomu á meðalverðlagi þess
tímabils. Kostnaðarverðsreiknings-
skil á hinn bóginn sýni nafnverðsaf-
komu. Þegar verðbólgan sé lítil sem
engin sé þó óverulegur munur á
þessum reikningsskilum.
„Flestir eru sammála um að
rekstrar- og efnahagsreikningur
samkvæmt verðbólgureikningsskil-
um sé réttari heldur en samkvæmt
kostnaðarverðsreikningsskilum. Við
getum sagt sem svo að með því að
fara yfir í kostnaðarverðsreiknings-
skil verði þau ekki verri hjá okkur en
hjá öðrum þjóðum, bara jafnvitlaus.“
Sigrún sagði hins vegar mikilvægt
að hemja verðbólguna. „Fari verð-
bólgan langt fram úr því sem gerist í
kringum okkur þá skekkist staða at-
vinnugreinanna meira og skattstofn-
arnir verða óeðlilegir. Félög í stórum
stíl, eins og t.d. lánastofnanir, fara þá
að greiða skatta af verðbótum, sem
eru bara verðbólgutekjur en engar
raunverulegar tekjur og verðbólgu-
reikningsskilin leiðréttu áður með
gjaldfærslu í rekstrarreikningi fé-
laganna.“
Hún segir þennan mun hafi komið
vel fram í úttekt þar sem áhrif verð-
bólgureikningsskila á afkomu félaga
á VÞÍ voru reiknuð þrjú ár aftur í
tímann. „Frávikin voru lítil á árinu
1998 þegar verðbólgan var bara
1,27% en miklu meiri þegar verð-
bólgan var 4 og 5% á árunum 1999 og
2000. Ef verðbólgan fer svo umfram
það þá verður skekkjan enn meiri.“
Einstaklingsrekstri
útrýmt
Í erindi Árna Harðarsonar hdl. kom
fram að verði frumvarp ríkisstjórn-
arinnar að lögum þá mun einstak-
lingsrekstri verða útrýmt, a.m.k.
mun hann ekki verða rekinn með
hagnaði.
Einstaklingur í rekstri greiðir að
lágmarki 38,7% í skatt, eins og launa-
maður, af hagnaði sínum auk 7% sér-
stakan tekjuskatt ef hagnaðurinn fer
yfir þau mörk. Á meðan greiðir sam-
eignarfélag 26% og hlutafélag 18%.
Árni sagði sameignarfélagsformið
í raun verða hagstæðast með þessum
lögum enda greiddi einstaklingur
ekkert fyrir að taka til sín hagnað
þaðan en félagið greiddi 26%. Hins
vegar greiddi hlutafélag 18% skatt
og einstaklingurinn 10% af því sem
eftir stendur til að fá hagnaðinn til
sín. Heildarskattlagningin væri því
26,2% á hagnað af hlutafélögum.
"##$
!
%&
'
() *+,
-
!
! "
#$#%&%'& # ()*+ &! , -. ".# -. ,"" .""/ 0# #1 $12
(./01.2/
/2/.020
3(./0).
(2
2/.
.
/.
2.1/1
(.
/
.
.)0
0.
.
2
-
(.22.
01)./(0
3.0).(1)
)0.()
.1(.(0(
)/.
2
.022
)(1.( .0.) -
4
5
)6/ 3(
6/ 3
60 3((6/ 306) 3(6 306) 3061 3(160 .02.0)2
/(.20/
3.11.200
(1.1(
.(
0./11
./.()
2.2)
2.0/2
0.(0/.
/
5/6 3
6/ 3(6( 5
62 562 5
60 306
3
16( (6) -
-
4
Skuldsett fyrir-
tæki með hagnað
græða mest
Skattstofnar fyrirtækja munu almennt hækka
þegar fram í sækir og einstaklingsrekstri verður
útrýmt verði frumvarp um skattalagabreytingar
og afnám verðbólgureikningsskila að lögum
SAMRÆMD vísitala neysluverðs
í EES-ríkjum var 109,7 stig í
september síðastliðnum og
hækkaði um 0,3% frá ágúst. Í
frétt frá Hagstofu Íslands kemur
fram að á sama tíma hækkaði
samræmda vísitalan fyrir Ísland
um 0,8%.
Frá september 2000 til jafn-
lengdar árið 2001 var verðbólg-
an, mæld með samræmdri vísi-
tölu neysluverðs, 2,4% að
meðaltali í ríkjum EES, 2,5% í
evru-ríkjum og 8,8% á Íslandi.
Mesta verðbólga á evrópska
efnahagssvæðinu á þessu tólf
mánaða tímabili var á Íslandi
8,8% og í Hollandi 5,4%. Verð-
bólgan var minnst 1,3% í Bret-
landi.
Mest
verðbólga
á Íslandi
Samræmd vísitala
á EES-svæðinu