Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 15
NFÓLK Þ
ú starfaðir lengi hjá og
IBM, hvernig var sú
reynsla?
Já, ég var ekki nema
22 ára þegar ég réðst til
IBM. Ég þurfti auðvitað fyrst að
læra dönsku og það tók dálítinn
tíma. Það má segja að ég hafi hlotið
mína þjálfun hjá IBM og hún var
mjög gagnleg enda ferðaðist ég
mikið á vegum fyrirtækisins og hélt
fyrirlestra. Þetta er auðvitað risa-
stórt fyrirtæki og það var mjög
góður skóli fyrir mig. Ég ákvað síð-
an að hætta hjá IBM og stofnaði
mitt eigið fyrirtæki en það má segja
að IBM hafi ekki látið mig í friði,
þeir vildu fá mig aftur og svo fór að
lokum að ég réðst í annað sinn til
IBM. Þar tók ég þátt í mjög stóru
verkefni sem unnið var með m.a.
Damgaard Concord og Navision.
En ég fór smám saman að sjá
markaðinn í öðru ljósi og ákvað
ráða mig til kandísks fyrirtækis í
Stokkhólmi og var þar í þrjú ár og
fékkst æ meira við sjálfa viðskipta-
hliðina. Mér líkaði hins vegar aldrei
sérstaklega vel að búa í Stokkhólmi.
Þú verður síðan forstjóri Ration-
al.com í Danmörku á þessu ári.
Já, þeir buðu mér að stýra starf-
seminni í Danmörku. Rational er
mjög stórt fyrirtæki á Nasdaq. Mitt
verkefni er að byggja upp starfsemi
félagsins í Danmörku en ég er
jafnframt svæðisstjóri fyrir Ísland.
Rational er mjög stórt fyrirtæki,
hjá því starfa um 3.700 manns á ein-
um sjötíu stöðum í heiminum. Þetta
er traust félag, það var stofnað fyr-
ir tuttugu árum og stendur í
fremstu röð í hugbúnaðargerð og
varð upphafalega til í kringum hug-
búnaðargerð á hernaðarsviðinu.
Hjá Rational leggjum við mikla
áherslu á hópvinnu og hópvinnu í
sambandi við þróun á hugbúnaði.
Ég held að það sé ein megin-
skýringin á hversu góðum árangri
Rational hefur náð.
Hvaða hugbúnað er Rational að
þróa?
Við vinnum oft náið með fyrir-
tækjum í hönnun á hugbúnaði.
Stærsti viðskiptavinur okkar er Er-
icsson í Svíþjóð. Við gerðum til
dæmis samning við þá í síðasta
mánuði upp á liðlega þrjá milljarða
íslenskra króna. Við erum að hanna
hugbúnað í farsíma Ericsson og
sjáum um alla þætti, allt frá kröfu-
lýsingu til lokaprófunar á hugbún-
aðinum.
Rational er þekkt fyrir sterka
greiningartækni og vel skilgreind
vinnsluferli auk þess að hafa yfir að
ráða ákaflega góðu starfsfólki.
Ég hef verið að breyta dálítið
hugsuninni í sambandi við hugbún-
aðinn sem notaður er í bankakerf-
inu. Vandamálið hjá bönkum,
tryggingafyrirtækjum og fjármála-
fyrirtækjum er að það er dýrt að
eiga hugbúnaðinn og viðhalda hon-
um. Kostnaðurinn þessara fyrir-
tækja vegna þessa þáttar fer stig-
vaxandi ár frá ári. Þeir þurfa því að
hverfa frá gamaldags kerfum sem
eru seinvirk, búa yfir litlum gæðum
og sem langan tíma tekur að þróa
og viðhalda. Það eru í raun allir að
hanna sín eigin kerfi. Við erum hins
vegar að bjóða upp á bæði mikinn
hraða og gæði á þessu sviði. Það
kostar bankana mikið að hafa yfir
að ráða sérstökum hugbúnaðar-
deildum sem eru ekki sérlega færar
á þessu sviði né búa yfir vel skil-
greindum vinnsluferlum.
Við erum einnig að vinna fyrir
danska þingið og Kaupmannahafn-
arbæ. Þar erum við að koma á kerfi
sem nær til allra, þ.e. heildarskipu-
lagi. Þeir í danska þinginu eru að
nota alls kyns kerfi en við það tap-
ast raunverulegt flæði á upplýsing-
um og við erum að koma skikk á
þetta.
Er ekkert erfitt að búa í Svíþjóð en
vinna í Danmörku?
Já, ég bý í Malmø í Svíþjóð en
keyri á hverjum degi yfir Eyrar-
sundsbrúna. Þetta tekur mig ekki
nema 35 mínútur þannig að það er
ekkert mál. Ég vinn mikið á þessu
svæði en það er stundum grunnt á
því góða milli Dana og Svía. Ég segi
því stundum að það þurfi Íslending
til þess að ná þeim saman því þjóð-
irnar eru nokkuð ólíkar.
Hvað um áhugamálin?
Það er nú oft lítill tími fyrir þau.
Ég sigli þó af og til og fer stundum
á skíði.
Íslenskur Svíi
í Danmörku
Davíð Börkur Jónsson fæddist í
Reykjavík árið 1967 en fluttist
þriggja ára með foreldrum sínum
til Svíþjóðar. Hann lauk stúdents-
prófi í Svíþjóð og prófi í tölv-
unarfræðum frá háskólanum í
Skanaa. Að loknu námi kom Davíð
heim til Íslands og starfaði þá hjá
Tölvubankanum í rúmt ár en Tölvu-
bankinn var samstarfsaðili IBM á
Íslandi. Að lokinni dvöl á Íslandi
hélt Davíð til Danmerkur og starf-
aði þar næstu níu árin, þar af um
langt skeið hjá IBM.
Davíð var ráðinn framkvæmdastjóri
Rational.com í Danmörku á þessu
ári en fyrirtækið er skráð á Nasdaq
100 í Bandaríkjunum.
Davíð býr í Malmø en sækir vinnu
til Kaupmannahafnar.
Morgunblaðið/Þorkell