Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NATHAFNALÍF „Útgerðarsagan hófst 1979 þegar við keyptum gamla Fontinn af ríkis- ábyrgðasjóði,“ segir ragnar. „Útgerð hans hafði gengið illa og hann var sagður lélegur. Við gáfum honum nafnið Siglfirðingur og gekk bara vel með hann. Við breyttum honum svo fljótlega í frystitogara og ég held að hann hafi verið fjórði fyrsti frysti- togarinn okkar. Við vor- um á flökum fyrstu árin, en förum svo að veiða rækju hluta af árinu. Í framhaldi af því var Siglir keyptur, en við vorum lengi búnir að spá í að bæta við skipum og skoða ýmsa möguleika. Skipin voru hins vegar dýr, en loks fundum við fínt skip í Kanada, sem var smíðað í Þýzkalandi 1975. Þetta var stórt og öflugt skip, hið stærsta í eigu Íslend- inga, sem við gerðum breytingar á 1994. Við fengum ekki að skrá skipið á Íslandi fyrsta árið og nutum því engra réttinda til að veiða úthafskarfann innan landhelgi, en hann var svo skráður hér heima ári seinna. Við höfðum engar veiðiheimildir fyrir Sigli innan landhelgi svo veiðarnar byggðust á úthafskarfa utan land- helgi og veiðum í Smugunni. Veiðarn- ar gengu ágætlega. sérstaklega fyrstu tvö árin. Síðan kaupum við Svalbarða, gamla Svalbak, án veiði- heimilda. Þá var orðið lítið um verk- efni fyrir Siglfirðinginn gamla hér heima. Við ákváðum þá að fara með hann á rækjuveiðar við Namibíu 1997. Það er fljótsagt um árangurinn af því. Það var enga rækju að fá og við töp- uðum miklum peningum á þeirri út- gerð. Seldi sinn hlut og keypti túnfiskbát Ég var þarna niðurfrá í tvö ár, en við enduðum með skipið niðri í Suður- Afríku í samvinnu við fyrirtæki þar, en þar stóðst ekkert sem okkur var lofað. Það var svo 1999 sem ég seldi minn hluta í útgerðarfélaginu Sigl- firðingi. Við þetta urðu miklar breytingar á mínu lífi. Það var ákveðinn söknuður að fara frá borði ef svo svo má segja, en það voru líka spennandi hlutir sem tóku við. Ég keypti þá útgerðarfyrirtæki niðri í Suður-Afríku, sem átti japanskan túnfisk- bát, svipaðan þeim sem hafa verið að veiða hér suður af Íslandi. Við gerum hann út frá Höfðaborg og veiddum túnfiskinn fyrst á stöng utan landhelgi. Það gekk alveg þokkalega, en ýmislegt þurfti þó að laga. Eftir fyrsta túr- inn var stór hluti af inn- komunni til að laga bát- inn og er hann í mjög góðu standi núna. Í fyrsta túrnum var hann með 92 tonn af túnfiski í tveggja mánaða túr. Hann var svo gerður út á stöng þar til fyrir um tveimur mánuðum síðan. Þá settum við í hann línuveiðikerfi frá Bandaríkjunum og hann fór einn túr á línu og landaði 75 tonnum af frystum túnfiski, en síðan var farið að veiða í ferskt innan land- helgi Suður-Afríku, túnfisk og sverð- fisk, enda fæst mun hærra verð fyrir fiskinn ferskan en frystan. Sverðfisk- urinn fer að stærstum hluta til Bandaríkjanna og túnfiskurinn til Japans. Aukaafli, sem er þónokkur og hákarl og smærri túnfiskur er heil- frystur um borð áfram.“ Ertu að fást við eitthvað fleira? „Ég er búinn að kynnast mörgu góðu fólki þarna niður frá. Þar komst ég meðal annars í kynni við brezkan Suð- ur-Afríkumann, sen framleiðir vist- væna botnmálningu fyrir skip. Þegar við tókum Siglfirðing í slipp 1999, ákvað ég að taka þessa málningu vegna þess vel hún hafði reynzt hjá öðrum. Siglfirðingur er búinn að vera með þessa málningu í þrjú ár og það er enn eins og hann sé nýmálaður. Við höfum svo stofnað fyrirtæki saman hér á Íslandi, AGARD, og er- um umboðsmenn fyrir þessa máln- ingu hér, en hún er reyndar framleidd á einkaleyfi í Bretlandi. Við erum einnig að markaðssetja glugga- hreinsiefni sem heitir SeeThru. Fyrst er glerið djúphreinsað og síðan farið með tvær yfirferðir á það með poli- mer-efni og loks borið á glerið efni sem hrindir frá sér vatni og óhrein- indum. Þetta efni er notað á rúðugler, bæði í skipum og húsum, það hefur nú lengst verið á rúðu í 6 mánuði og ekki hefur enn þurft að þvo hana. Vistvænt sótthreinsiefni Í tengslum við þetta kynntist ég starfsfólki málningarfyrirtækisins HMG í Bretlandi. Það er 70 ára gam- alt fjölskyldufyrirtæki með verk- smiðjur á Írlandi, í Túnis og Banda- ríkjunum. Þar hafa menn síðustu árin verið að bauka við nýja uppfinningu á sótthreinsiefni, sem er alveg vist- vænt. Það vinnur hraðar en klór, en það er hægt að þvo sér upp úr því. Það er hvorki ertandi né hefur óæskileg aukaáhrif. Ég kynntist vísindamann- inum, sem á helminginn í formúlunni á móti HMG. Í kjölfar þess var ákveð- ið að stofna fyrirtæki í Bandaríkjun- um í kringum þessa uppfinningu og framleiða efnið þar sem og í Bret- landi. Það var ákveðið að fjölga hlut- höfum í tengslum við vinnsluna í Bandaríkjunum og mér var boðið að gerast þar hluthafi. Það varð úr að ég keypti 15% í því fyrirtæki. Þetta er gríðarlega áhugavert. Það er verið að stíga ný spor í sótthreins- un. Þetta efni vinnur á alltann hátt en önnur sótthreinsiefni. Öll fjórgild efni eða klórefni sprengja sig inn í bakt- eríuna og drepur hana þannig. Þetta efni svæfir hana og kemur þannig í veg fyrir hana að hún geti nærzt og geti fjölgað sér og því drepst hún. Bakterían getur ekki mynda mótefni fyrir þessu. Það er verið að markaðs- setja þetta efni í dag og nokkur stór fyrirtæki eru að ganga til samninga við okkur eins og Becker í Þýzka- landi. Þetta efni er hægt að nota nán- ast hvar sem er og tilraunir sýna að sé því blandað í málningu, verður máln- ingin bakteríufrí í fimm ár og hugs- anlega lengur. Þegar nýmálað var með þessari blöndu tók það 20 sek- úndur að drepa bakteríurnar, eftir fimm ár tók það tvær mínútur. Þetta efni vinnur líka á sveppum og dugir mun betur en hin hefðbundna fúavörn og það er einnig hægt að nota þetta í textíl í teppi og nánast hvað sem er. Becker sér þetta fyrir sér í alla málningu á stál, en þar eru það bakt- eríur sem skemma hefðbundna máln- ingu. Þetta hefur verið notað í loft- ræstingar til sótthreinsunar og útrýma svokallaðri húsveiki. Þá dreg- ur þetta úr eða kemur í veg fyrir smit á milli manna. Flugvélaverksmiðjurn- ar Boeing hafa óskað eftir einkaleyfi til að nota þetta í loftræstikerfi flug- véla sinna, en við höfum ekki vilja gefa neinum einkaleyfi á notkuninni.“ Vinnan gefur lífinu gildi Ég bý í Höfðaborg yfir veturinn og fer með kríunni til Íslands á vorin og fylgi henni svo oftast til baka á haust- in. Ég er eingöngu í landi og það er enginn Íslendingur um borð hjá mér. Skipstjórinn er amerískur og áhöfnin frá Suður-Afríku að stærstum hluta. Það er talsvert mikið af fiski þarna og svolítið gaman af því að vera fást við allt aðrar tegundir en hér heima. Þetta er skemmtileg barátta, en þeg- ar ég seldi hlut minn í Siglfirðingi hélt ég að ég gæti setzt í helgan stein. Én ég þurfti ekki nema mánuð til að finna að ég væri ekki tilbúinn til þess. Ég gat ekki séð mig aðgerðarlausan. Vinnan gefur lífinu gildi.“ Er ekki mikill munur á Höfðaborg og Siglufirði? „Jú hann er anzi mikill. Höfðaborg er í mínum huga og margra, sem þangað hafa komið, einhver fallegasta borg í heimi. Mannlífið er mjög fjöl- breytt og gott. Það er talað um mikla glæpi í Suður-Afríku og þeir eru vissi- lega hryllilegir, en 95% þeirra eru framdir innan hverfa svartra. Hinir svörtu vilja halda sig sér og hafa önn- ur lífsgildi en hvíti maðurinn. Það er ágætis dæmi um það að í áhöfninni hjá mér eru bæðir hvítir og svartir á dekki á sömu launum og hafa góða möguleika til að koma góðu þaki yfir höfuðið. Þeir hvítu úr áhöfninni búa í góðum húsum og eiga góða bíla, en svertingjarnir gera það ekki. Þeim dettur það ekki til hugar. Ef þeir kaupa hús þurfa þeir að borga skatta, fyrir rafmagn, fyrir sjónvarp og vatn og svo framvegis. Það gera þeir yf- irleitt ekki nú og eru látnir í friði í sín- um hverfum þótt þeir taki rafmagn úr næsta staur og borgi hvorki fyrir vatn né sjónvarp.. það fer enginn inn í þessi hverfi til að rukka fyrir sjón- varp. Lífsmátinn er gjörólíkur því sem er hérna heima og þjóðflokkarnir halda sig hver fyrir sig eins og unnt er og halda sínum siðum, þótt þeir hafi búið saman í landinu allan þennan tíma. Því er það svo að það sem einum finnst eðlilegt, finnst öðrum óþarft og svo framvegis, en yfir leitt gerir þetta fólk mjög litlar kröfur um lífsgæði, einkum húsnæðis, en eru vel til fara og eiga gjarnan bíl. Þetta er gott fólk og ég hef ekki átt í neinum útistöðum við það og uni mér mjög vel í Höfða- borg. Ég er að fást við skemmtilega hluti og það er langt þangað til að ég sezt í helgan stein,“ segir Ragnar Ólafsson. Get ekki setzt í helgan stein Fyrst í stað var túnfiskurinn veiddur á stöng. 28 manns voru í áhöfn og mikill handagangur í öskjunni, þegar túnfiskurinn gaf sig. Mest fengust 6 til 7 tonn á dag, en stundum lítið inni á milli. Ragnar Ólafsson gerir út túnfiskbát frá Suður-Afríku og selur málningu og vistvænt sótthreinsiefni Ragnar Ólafsson hóf útgerðarferil sinn er hann keypti ásamt öðrum gamlan togara af rík- isábyrgðarsjóði fyrir rúmum 20 árum. Síðan hefur margt drifið á daga hans. Hjörtur Gíslason ræddi við Ragnar um útgerð og annars konar viðskipti. Ragnar Ólafsson býr í Höfðaborg og á og gerir þar út japanskan túnfisk- veiðibát. Hann hefur í nógu að snúast. TÍMI þekkingarstarsfsmanna er runninn upp að sögn Þorsteins Garðarssonar viðskiptafræðings. Nú í nóvember mun hann standa fyrir 5 vikna námskeiði, sem hefur það markmið að auka framleiðni þekkingarstarfsmanna. Námskeiðið byggist á þjálfunarefni og aðferða- fræði sem alþjóðlega fyrirtækið Crestcom hefur þróað. Þorsteinn segir að auður fyrir- tækja sé þekking starfsmanna þeirra. Um leið sé starfsmanna- kostnaður einn stærsti kostnaðar- liður fyrirtækja. Því sé eitt brýnasta verkefni stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja að auka framleiðni starfsmannanna. Þekkingarstarfs- menn séu eins konar framleiðslu- tæki fyrirtækja í dag. Þeir verði að stjórna sjálfum sér, þroska sig og auka færni í starfi auk þess að vera ábyrgir fyrir sínu framlagi, jafnt hvað varðar gæði, kostnað, sam- skipti, hópsamvinnu og þjónustu. Fyrirtækið Crestcom starfar í yf- ir 50 löndum en er bandarískt að uppruna. Fyrirtækið hefur útbúið efni bæði til að þjálfa stjórnendur og starfsmenn. Að sögn Þorsteins byggist aðferð- arfræði Crestcom á því að skapa lærdómsumhverfi, sem hvetji til virkrar þátttöku. Fimm þættir ráða framleiðni Samkvæmt niðurstöðum Crestcom leiðir markviss þjálfun í hæfni á 5 skilgreindum sviðum til aukinnar framleiðni þekkingarstarfsmanna. Þessir 5 þættir eru: Sjálfstjórn og árangurstækni, láta verkin tala, samskiptafærni, færni í hópstarfi og að veita góða þjónustu. Þorsteinn segir að mörg af þekkt- ustu þekkingarfyrirtækjum heims hafi valið að nota þetta efni til að þjálfa starfsmenn sína, svo sem Microsoft, IBM, Sony, Kodak, KPMG og fleiri. Þá hafi Crestcom fengið góða umsögn í virtum tíma- ritum á þessu sviði. Þekking starfs- manna er auður fyrirtækja Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Garðarsson segir að þekkingarstarfsmenn séu eins konar framleiðslutæki fyrirtækja í dag. ● TVÆR breytingar urðu á stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva á aðal- fundi samtakanna sem haldinn var í síðustu viku. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, og Þórður Jónsson, forstjóri SR mjöls, voru kjörnir í stjórn kjör- tímabilið 2001-2003 í stað þeirra Hauks Björnssonar, Eskifirði, og Teits Stefánssonar, Hafnarfirði. Þeir Gunnar Tómasson, Grindavík, Frið- rik M. Guðmundsson, Vopnafirði, Jón E. Friðriksson, Sauðarkróki, Kristján G. Jóakimsson, Ísafirði, Sigurður Viggósson, Patreksfirði, og Svavar Svavarsson, Reykjavík, voru endurkjörnir. Í stjórn SF kjör- tímabilið 2000-2002 sitja þeir Arnar Sigurmundsson, Vestmannaeyjum, Aðalsteinn Ingólfsson, Hornafirði, Björgólfur Jóhannsson, Neskaup- stað, Einar Jónatansson, Bolung- arvík, Ellert Kristinsson, Stykk- ishólmi, Guðbrandur Sigurðsson, Akureyri, Kristján Hjaltason, Reykja- vík, Róbert Agnarsson, Hafnarfirði, og Róbert Guðfinnsson, Siglufirði. Tveir nýir í stjórn SF ll FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.