Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR MARKAÐURINN HARÐUR HÚSBÓNDI/7 MJÖL OG LÝSI Í FISKELDI/11                                         ! ÍDAG verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur málshöfðunJóhanns Óla Guðmundssonar á hendur Lyfjaverslun Íslandshf. annars vegar og seljendum á hlutafé A. Karlssonar hf. hinsvegar. Í stefnunni er þess krafist að kaup Lyfjaverslunar á A. Karlssyni frá því í desember í fyrra verði dæmd ógild. Fleiri mál eru í gangi fyrir dómstólum milli þessara aðila. Eftir því sem næst verður komist mun það mál sem þingfest verður í dag vera fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. Næst- stærsti hluthafi félags stefnir félaginu og stærsta hluthafanum ásamt fleirum. Jóhann Óli er næststærsti hluthafinn í Lyfjaverslun og Aðalsteinn Karlsson stærsti hluthafinn. Þeir sem best þekkja til segja ekkert þessu líkt nokkru sinni hafa komið upp áður, þótt ým- iss konar togstreitu gæti oft milli hluthafa í félögum. Deilurnar inn- an Lyfjaverslunar munu því væntanlega verða áberandi enn um sinn eins og þær voru síðastliðið sumar. Vaninn er sá að þegar dómstólar hafa kveðið upp dóma í deilu- málum sé þeim þar með lokið. Í tilfelli Lyfjaverslunar er alls ekki víst að svo verði. Það fer allt eftir niðurstöðunum. Deilurnar innan Lyfjaverslunar snerust fyrst um kaup félagsins á Frumafli ehf., félagi í eigu Jóhanns Óla, sem stjórn Lyfjaversl- unar gekk frá kaupum á síðastliðið sumar. Dótturfélag Frumafls, Öldungur, gerði samning við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið um rekstur hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Sóltúni í Reykjavík en í þeim samningi átti verðmæti Frumafls að liggja, yf- ir 800 milljónir króna. Lyfjaverslun hafði keypt A. Karlsson hf. fyr- ir svipaða fjárhæð. Framan af voru það aðallega Aðalsteinn Karlsson og Lárus Blöndal, fulltrúi hans í stjórn Lyfja- verslunar, sem settu sig upp á móti kaupunum á Frumafli. Þeim fannst verðið allt of hátt. Stefna Jóhanns Óla á hendur Lyfjaverslun, Aðalsteini Karlssyni og fleirum, er byggð á svip- uðum rökum og beitt var gegn kaup- unum á Frumafli, nefnilega þeim að verðið sem Lyfjaverslun greiddi fyrir A. Karlsson hafi ekki verið í sam- ræmi við verðgildi fyrirtækisins. Tvær aðrar stefnur hafa verið lagðar fram í dómskerfinu milli þessara samherja í viðskiptum og deiluaðila. Lyfjaverslun hefur höfðað mál á hendur Jóhanni Óla til endurheimtu þess hlutafjár í félaginu sem hann hafði fengið afhent sem endurgjald fyrir Frumafl. Í síðustu viku gagnstefndi lögmaður Jóhanns Óla svo fyrir hans hönd Lyfjaverslun, Aðalsteini Karls- syni og Lárusi Blöndal, og krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna vanefnda í tengslum við kaupin á Frumafli. Sú nýja staða sem upp er komin í deilunum innan Lyfjaverslunar nú vekur ýmsar spurningar. Ef Jóhann Óli tapar þeim málum sem í gangi eru verður Lyfjaverslun, Aðalsteinn Karlsson og fleiri vænt- anlega með allt á hreinu. Staðan verður hins vegar allt önnur ef Jó- hann Óli vinnur málin að hluta eða öllu leyti, og þá vakna ýmsar spurningar. Verða ákvarðanir núverandi stjórnar félagsins þá ógildar, t.d. nýleg sala Lyfjaverslunar á rúmum fimmtungshlut í Delta hf. fyrir rúman 1,6 milljarð króna? Kannski verður ekki svo en næsta víst er að óvissan verður þá meiri en ella. Morgunblaðið/Ásdís Innherji skrifar Lyfjaverslunar- deilan í dómsal Eftir því sem næst verður komist mun það mál sem þing- fest verður í dag vera fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi. ll SJÁVARÚTVEGUR ● SIF FRANCE, dótturfyrirtæki SÍF hf. í Frakk- landi, hlaut verðlaun fyrir „bragð ársins“, „Saveur de l’année“, fyrir síldar- og laxa- afurðir. Verðlaunin eru veitt árlega. Sam- kvæmt fréttatilkynn- ingu frá SÍF eru verð- launin mikilvæg fyrir félagið þar sem SIF France hefur rétt á því að merkja vörur sínar með verðlaunamerkinu til ársloka 2002. Viðurkenningarnar voru fyrir reykta síld og vörulínuna „bragð norðursins“. Vörulínan samanstendur af fjórum vörum, þ.e. bragð- tegundum af síldaruppskriftum og einni teg- und af reyktum laxi í kryddjurtasósu. Fyrir ári hlaut SIF France sömu viðurkenn- ingu fyrir reyktan lax og tilbúna sjávarrétti úr saltfiski og laxi. SÍF verðlaunað fyrir bragð ársins ◆ ● AFLI smábáta varð á síðasta fiskveiðiári alls 76.006 tonn og hefur aldrei verið jafn mikill. Það er um 6 þús- und tonnum eða um 8,6% meiri afli en í fyrra. Alls standa 1.075 smábátar á bak við aflann og er hann því um 71 tonn að meðaltali á bát. Alls nam þorskafli allra smábátanna um 49.568 tonnum. Mestur varð heildarafli hinna 494 þorskaflahámarks- báta eða um 52.323 tonn, þar af voru um 28.759 tonn af þorsk- i.Smábátar á aflamarki, alls 270 bátar, veiddu samtals 13.043 tonn á síðasta fisk- veiðiári, þar af 10.772 tonn af þorski. Þá veiddu 220 sóknardagabátar 8.206 tonn. Metafli hjá smábátum ● HINN fyrsta næsta mánaðar mun rekstur dótturfyrirtækja Eimskips í Riga og Tallinn, MGH, sameinast nýju flutningafyrirtæki, MGH Combifragt. Það fyrirtæki er í eigu Combifragt Eastern Europe AS og lettneska flutningafyrirtækisins Ritrans. Eimskip hóf rekstur á þessu svæði árið 1991 þegar MGH í Bretlandi setti upp skrif- stofu í Riga. Þá voru skrifstofur opnaðar í Tallinn 1994 og í Rússlandi 1996. Skrifstof- unum í Rússlandi var lokað í kjölfar efna- hagskreppunnar þar árið 1998. Við samein- inguna nú verður MGH Combifragt umboðsaðili Eimskips á svæðinu og mun vinna með Eimskipi og dótturfélögum þess og verður þjónustan óbreytt. Breytingar hjá Eimskipi í Riga og Tallinn SAMSKIP Russia GmbH tóku við umboði fyrir japanska skipa- félagið Mitsui O.S.K. Line (MOL) í Rúss- landi 15. október síð- astliðinn. Umboðs- svæði Samskipa nær til Úralfjalla og einnig til Yekaterinburg og Chelyabinsk. Guðmundur Hjalta- son, framkvæmda- stjóri alþjóðlegs fjár- mála- og stjórnunarsviðs Samskipa, segir að MOL sé eitt af stærstu skipafélögum heims og rætur þess megi rekja allt til ársins 1884, þegar Osaka Shos- en Kaisha var stofnað. Félagið rekur eigin gámavelli í Tokyo, Yokohama, Osaka, Kobe, Los Angeles, Oakland, Seattle og í Bangkok. MOL hefur frá árinu 1998 átt samstarf við American President Line (APL) og Hyundai Merchant Marine (HMM) í þeim tilgangi að bjóða upp á alhliða flutningaþjónustu til og frá Austurlöndum. Hjá Samskipum Russia GmbH starfa tæplega 40 manns í Hamborg, Pétursborg, Moskvu og Múrmansk. Félagið sinnir flutningum fyrir viðskiptavini Samskipa inn í Eystrasaltið og býður upp á al- hliða flutningaþjónustu inn og út úr Rússlandi, Eystrasalts- löndunum og öðrum fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Framkvæmdastjórar félagsins eru Sigurjón Markússon í Pét- ursborg, og Dierk Tonnemacher í Hamborg. Aukin umsvif Sam- skipa í Rússlandi Dótturfélag Samskipa fær umboð fyrir japanska skipafélagið Mitsui O.S.K. Line ◆ ÁRANGUR kvótakerf- isins við uppbyggingu fiskistofna er hörmulegur, að mati aðalfundar Lands- sambands smábátaeigenda sem lauk í gær. Fundurinn lýsir í ályktun furðu sinni og áhyggjum af því að stjórnvöld vogi sér að halda því fram að hér séu stundaðar ábyrgar fiskveiðar sem séu öðrum til eftirbreytni. Í ályktuninni segir að við upphaf kvótakerfisins hafi heildar- veiði fiskiskipaflotans á helstu botnlægum tegundum verið u.þ.b. 550 þúsund tonn en eftir þrotlaust og óeigingjarnt uppbygging- arstarf síðustu 18 ára sé veiðin komin niður í 400 þúsund tonn og viðkomandi stofnar flestir í sögulegu lágmarki. Helsta verkefni stjórnvalda ætti að vera að kanna hvort ekki séu aðrar leiðir væn- legri og bendir fundurinn sérstaklega á það fiskveiðikerfi sem Færeyingar hafa nú notað um skeið með athyglisverðum árangri. „Svo fjarri er umræðan um þessi grundvallaratriði, að helst er að skilja að vandinn sem leysa þurfi sé með hvaða hætti skuli skattleggja sjávarútveginn umfram það sem nú þegar er gert. Þessu mótmælir fundurinn harðlega. Að ætla það grundvöll til sátta að núa aukinni skattlagningu í þau sár sem nýjustu laga- breytingar valda þeim strandbyggðum sem hér um ræðir er frá- leitt.“ Hörmulegur árangur Trillukarlar gagnrýna kvótakerfið harðlega LÆKKUN tekjuskatts fyrir- tækja mun væntanlega auka skattgreiðslur Marels á Íslandi þegar til lengri tíma er litið, að sögn Harðar Arnarssonar, for- stjóra Marels. Hann segir fyrirhugaða tekjuskattslækkun afar já- kvæða og bæti mjög samkeppn- isskilyrði fyrirtækja á Íslandi. Lækkunin geti leitt til þess að umsvif Marels verði aukin á Ís- landi og háframlegðarhluti starfseminnar verði í auknum mæli staðsettur hérlendis. „Ég tel það til fyrirmyndar fyrir ríkisstjórnina að vera í far- arbroddi, miðað við samkeppn- islöndin, í að skapa fyrirtækjum góð samkeppnisskilyrði. Þó svo að hér sé um prósentulækkun að ræða þá tel ég að til lengri tíma litið muni þetta auka skatt- greiðslur Marels á Íslandi í krónutölum. Við komum því til með að borga hærri skatta á Ís- landi eftir lækkun tekjuskatts- ins heldur en ef hann hefði verið óbreyttur.“ Hörður fagnar einnig afnámi verðbólgureikningsskila, enda sé erfitt að skýra þau fyrir er- lendum fjárfestum. „Þau áttu vel við í óðaverðbólgunni en eru óþörf í dag og gera reikningana ógagnsæja.“ Skattgreiðslur Marels aukast í krónutölum Tekjuskattslækkun gæti leitt til þess að umsvif Marels verði aukin á Íslandi frá því sem nú er ll VIÐSKIPTI ◆ ● NORSKA iðnfyrirtækið Elkem sem er stærsti hluthafi í Íslenska járnblendifélaginu íhugar að loka einhverjum af verksmiðjum sínum. Aðgerðirnar eru liður í samdrætti í rekstri fyrirtækisins, að því er fram kemur á fréttavef Dagens Næringsliv. Rekstrarafkoma fyrirtækisins var þó betri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra, eða sem samsvarar 1.500 milljónum íslenskra króna nú miðað við 1.300 milljónir á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja það þó í lægð núna og áhættusamt að gera ráð fyrir afkomubata. Elkem íhugar að loka verksmiðjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.