Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 C 9 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  útprentun fasteignaveðbréfanna til bank- anna. Á vef Íbúðalánasjóðs er rætt um ráðgjöf og raunhæft mat. Þessi ráðgjöf fer fram innan bankanna og tilgangur hennar er að aðstoða væntanlega íbúðarkaupendur við að finna út hver raunhæf greiðslugeta þeirra er, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Spurning eins og „hvað þarftu að fá?“ ku þó hafa heyrst af vörum þjón- ustufulltrúa og beint að væntanlegum íbúðarkaupanda sem mættur var í greiðslumat. Talsmenn bankanna kannast ekki við slíkt og segja þjónustufulltrúum uppálagt að gera viðskiptavinum grein fyr- ir öllum áhættuþáttum og hugsanlegum erfiðleikum ef umsækjendur ætla sér of mikið. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- stofnunum sem sjá um greiðslumatið hef- ur stór hluti umsækjenda, allt upp í helm- ingur, þegar gert kauptilboð í íbúð áður en sótt er um greiðslumat. Þessir umsækj- endur líti því á greiðslumatið þeim augum að það þurfi að passa við þær áætlanir sem ákvarðanir hafi verið teknar um. Drífa Óskarsdóttir sér um greiðslumatið hjá Búnaðarbanka Íslands. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að fyrirkomulag- ið sé á þann hátt hjá Búnaðarbankanum að þjónustufulltrúar sjá um að öll gögn fylgi umsókn og senda svo til Drífu sem sér um útreikningana eftir forriti Íbúðalánasjóðs. Hún hittir því aldrei þá sem hún er að „meta“ en aðspurð telur hún það ekki koma niður á matinu. Umsækjendum er skylt að leggja fram skattskýrslu, launaseðla þriggja síðustu mánaða, alla seðla vegna lána, skulda og hugsanlegra meðlagsgreiðslna, auk stað- festingar á sparifé og sölumats á íbúð ef viðkomandi er að selja. Greiðslumatið grundvallast á eigin fé Þórunn Ragnarsdóttir, forstöðumaður heimilislánadeildar Landsbanka Íslands, segir viðtöl þjónustufulltrúa Landsbank- ans við væntanlega íbúðarkaupendur eiga að vera nokkuð ítarleg og ráðgefandi. Far- ið er í gegnum pappíra og alla liði á láns- umsókn. „Greiðslumatið grundvallast á eigin fé, þ.e. á fólk einhvern sparnað eða getur það fengið t.d. styrk frá fjölskyldu eða lífeyrissjóðslán. Ef slíkt er ekki fyrir hendi verður ekki um fasteignakaup að ræða þar sem kaupandi verður að geta reitt fram 10–35% af verði þeirrar fast- eignar sem hann hyggst kaupa,“ segir hún. Dæmið er svo reiknað með aðstoð for- rits frá Íbúðalánasjóði. Þór- unn segir að eftir samþykkt greiðslumats fái umsækj- endur í hendur sundurliðaða áætlun um mánaðarleg út- gjöld sem ætlunin sé að fólk fari eftir, ella stefni í óefni. „Ef það er tilfellið, sem ég hef miklar efasemdir um, að þau vinnubrögð þjón- ustufulltrúa verði algengari að spyrja viðskiptavini fyrir- fram hvað þeir þurfa, þ.e. hvaða greiðslugetu og hámarks- verð íbúðar, þá ætti Íbúðalána- sjóður að senda endurskoðendur í banka og sparisjóði og skoða fylgigögn sem krafist er við greiðslumat,“ segir Þórunn. Að sögn Þórunnar hefur útprentun fasteignaveðbréfa hjá bönkunum ekki verið möguleg tæknilega, en hún segir æskilegt að flytja það starf yfir til bank- anna og þá í þeim til- gangi að flýta fyrir, þar sem núverandi ferli tekur töluverðan tíma. Samkvæmt upplýs- ingum frá Íslands- banka veita þjónustu- fulltrúar í útibúum grunnupplýsingar en í þjónustumiðstöð fast- eignaviðskipta hjá Ís- landsbanka veitir sér- hæft starfsfólk ráðgjöf og gerir greiðslumat. Þegar greiðslumat liggur fyrir er farið yfir niðurstöðurnar og þýð- ingu þeirra. „Jafn- framt er veitt ráðgjöf varðandi fjármálaþátt- inn, s.s. hvaða leiðir í fjármögnun eru hag- kvæmastar,“ segir Sigurður Nordal, upp- lýsingafulltrúi Íslandsbanka. Íslandsbanki telur æskilegt að viðskiptavinir geti fengið alla þjónustu á einum stað og er hlynntur því að framkvæmd útlána fari í gegnum bankana. Áhersla lögð á að láta kerfið virka Guðmundur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Íbúðalánasjóðs, segir ástæðuna fyrir því að hætt hafi verið við áform um að fast- eignaveðbréf yrðu prentuð út hjá bönk- unum að ekki hafi verið talið að í því fælist nein sérstök hagræðing. „Það voru ákveðnir erfiðleikar í upphafi árs 1999 þegar Íbúðalánasjóður var nýstofnaður. Biðlistar voru langir og höfuðáherslan lögð á að láta kerfið virka. Samstarf okkar við bankana hefur alla tíð verið mjög gott. Í upphafi átti það að verða tvíþætt, þ.e. að bankarnir sæju um greiðslumatið og að prenta út fasteignaveðbréf. Áhersla var lögð á greiðslumatsþáttinn og að láta kerf- ið virka.“ Guðmundur segir að það hafi verið markmiðið hingað til og áform um að flytja meiri þjónustu til bankanna hafi því ekki verið tekin upp að nýju. En ýmsir hafa talið að frekari yfirfærsla til bankanna gæti haft fleiri kosti í för með sér, þ.e. aukna ábyrgð bankanna á greiðslumati sem þeir gera fyrir viðskipta- vini sína og aukna hvatningu til bankanna um að standa vel að greiðslumatinu. Að ekki sé talað um ef innheimtan færðist líka til bankanna. Þá mætti líta svo á að kerfið yrði heildstæðara þar sem sami aðili fylgdi málum eftir. Það hefur hins vegar aldrei staðið til að færa innheimtuna til bank- anna að sögn Guðmundar. „Mér vitanlega hefur það aldrei verið til umræðu að inn- heimtan flyttist til bankanna líka. Inn- heimtuferlið er í mjög föstum skorðum og ég held að það verði ekki betra með því að fela fleiri aðilum umsjón með því.“ Íbúðalánasjóður heildsölubanki? Um þær hugmyndir að Íbúðalánasjóður yrði nokkurs konar heildsölubanki, þ.e. banki sem lánar lánastofnunum sem aftur lána íbúðakaupendum, og færa þannig mikla starfsemi frá Íbúðalánasjóði til bankanna, segist Guðmundur jákvæður fyrir því að skoða allar nýjungar og breyt- ingar, en slíkt sé ekki á dagskrá. „Á bak við þessa hugmynd er sú hugsun að Íbúða- lánasjóður væri lántakandinn hjá stórum fjárfestum, t.d. lífeyrissjóðum, og endur- lánaði síðan bönkunum fé til að veita sín- um viðskiptavinum í lán. Ég held að þetta yrði dýrara fyrir lántakandann, þ.e. vextir yrðu hærri. Sú þjónusta sem sjóðurinn veitir nú er í föstum skorðum þar sem sömu leikreglur gilda fyrir alla og ég sé ekki að óbreyttu að annað form á þessu væri betra. Að mínu mati er það fremur forgangsatriði að gera Íbúðalánasjóð virk- ari á rafræna sviðinu og bæta á þann hátt þjónustuna við þá viðskiptavini sem geta eða vilja annast sína þjónustu á rafrænan hátt í gegnum sína heimatölvu. Þessir möguleikar eru stöðugt að aukast og ég vil að Íbúðalánasjóður verði þátttakandi í þessari þróun.“ Guðmundur segir að greiðslumatið hafi vissulega verið gagn- rýnt fyrir að vera of rúmt en á hinn bóginn sé ljóst að allir reyni að fá sem mest lán og oftar en ekki hefur verið gagnrýnt að sjóð- urinn hefði of miklar takmarkanir t.d. varðandi hámarkslán og viðmið við bruna- bótamat. Fleiri umsóknir vegna greiðsluerfiðleika Guðmundur segir það þó ákveðnar vís- bendingar um að ýmsir hafi færst of mikið í fang að umsóknum fólks um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hafi fjölgað verulega frá síðasta ári og árinu 1999 þegar þær voru í lágmarki, að sögn Guðmundar. Árið 1999 bárust Íbúðalánasjóði 149 umsóknir um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika. Árið 2000 voru þessar umsóknir 225 og í ágústlok 2001 voru umsóknirnar orðnar 240. „Það er því ljóst að nokkur fjölgun hefur orðið á þessum umsóknum þótt langt sé frá að þær nálgist það ástand sem var á árunum 1994 til 1996. Þá bárust sjóðn- um 1.200–1.500 um- sóknir á ári. Þess má einnig geta að með lagabreytingu í vor voru heimildir sjóðsins til að bregðast við greiðsluvanda fólks rýmkaðar nokkuð, einkum með heimild til að lengja lánstíma og létta þannig greiðslu- byrði við viss skilyrði, s.s. veikindi, tekjutap, atvinnuleysi og aðrar ófyrirséðar ástæður. Í heildina talið er hins vegar afar lítið um vanskil hjá Íbúðalánasjóði og það ber vott um að kerfið virki vel,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður ekki ódýrari en forverinn Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs telja núver- andi fyrirkomulag mun skilvirkara, betra og ódýrara en fyrirkomulagið á dögum Húsnæðisstofnunar, eins og komið hefur fram á opinberum vettvangi. Margt gott er um kerfið að segja en staðfest hefur verið að það er ekki ódýrara en á dögum Hús- næðisstofnunar. Samkvæmt úttekt Ríkis- endurskoðunar, sem falið var að gera sam- anburð á rekstrarkostnaði Húsnæðis- stofnunar og Íbúðalánasjóðs, var rekstrar- kostnaður Íbúðalánasjóðs á árinu 1999 rúmum 100 milljónum króna hærri en meðalrekstrarkostnaður Húsnæðisstofn- unar var á tímabilinu 1994–1997. Fé- lagsmálaráðherra hafði áður áætlað að ekki væri ólíklegt að árlegur sparnaður af því að leggja niður Húsnæðisstofnun og stofna Íbúðalánasjóð gæti numið 80–100 milljónum króna í lægri rekstrarkostnaði. .................. Á r i ð 1 9 9 9 b á r u s t Í b ú ð a l á n a s j ó ð i 1 4 9 u m s ó k n i r u m a ð s t o ð v e g n a g r e i ð s l u e r f - i ð l e i k a . Á r i ð 2 0 0 0 v o r u u m s ó k n i r n a r 2 2 5 o g í á g ú s t l o k 2 0 0 1 v o r u þ æ r o r ð n a r 2 4 0 . .................. steingerdur@mbl.is vað tnað matsforrit a forrit sem er mat- iðkomandi umsækj- viðkomandi og há- em umsækjandinn nað út. ru með þessu að jóð sem er á end- innheimtustofnun- í milliliður á milli búðalánasjóðs. Og hlutverki bankanna m það þegar Íbúða- á laggirnar að færa til bankanna, frá rnir áttu þannig að ignaveðbréfa þegar ðs væri fengið fyrir ir myndu svo jafn- u og afhenda svo éf í skiptum fyrir ðbréf. Þetta sam- myndi spara íbúðar- r og mikinn tíma. lunin bæði að veita a hið opinbera hús- ýrari hætti en áður. rðið sökum tækni- sögn framkvæmda- ðs, Guðmundar ið hætt við að færa mat er ekkert grín Teikning/Andrés trúar séu sér þess full- ra ráðgefandi og þeir hæft mat á hvað það getur æmt viðmiðunartölum r bifreiðar um 21 þúsund við það við útfyllingu u nálægt raunveruleik- kanum segir að flestir úðarkaupendum grein fyrir lgjört lágmark. „Þeir sem kar eiga von á erfiði og nni er fólk beðið að gefa er sú tala tekin ef hún er s, annars er stuðst við ör- m greiðslumatsins.“ Sam- er farið yfir með umsækj- slum við r verður hver og einn um- ennan kostnað sjálfur.“ gmark 7  !        -    22/6    ..(/62&  8! 6 4      ,4  9    #$% & ' #$% )&  #$% *&+  #$% ,&+  #$% -&+     / ()&     / (*&+     / (,&+     / (-&+  0    + " &1(  $%( 2   "(  (   . '+' 1 ' "+'#' )334 " %'   '( *-5 555 **5 555 *55 555 )65 555 )75 555 )-5 555 )*5 555 )55 555 65 555 75 555 -5 555 *5 555 5 ,6 48 7, 46 6- 46 )5 - 55 - )* * 5, ) ), 6 78 * 43 -* 86 6) 38 76 )) 4 68 ) 35 8- )- * )3 8 )3 7 *, - *) 8 8) 4 *) 3 88 5 ** 3 5, 8 ), * 7* - )- 8 67 6 )- 8 3- 7 )4 - 7) )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.