Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 1
262. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 15. NÓVEMBER 2001
FULLTRÚAR á ráðstefnu Heimsviðskiptastofn-
unarinnar (WTO) í Persaflóaríkinu Katar sam-
þykktu í gær að hafin yrði ný umferð viðræðna um
aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum. Sérfræðingar
segja að umfang heimsviðskipta geti hamlað veru-
lega gegn samdrætti sem víða er nú byrjaður í
efnahag aðildarlandanna 142.
Mikið taugastríð var háð síðustu klukkustund-
irnar og var ákaft fagnað er fundarstjórinn
hringdi bjöllu til að gefa til kynna að öll ríkin væru
búin að samþykkja nýja viðræðulotu. Niðurstöð-
urnar eiga síðan að taka gildi í janúar 2005 og
verður þá aflétt ýmsum hömlum sem eru í gildi á
viðskiptum milli ríkjanna með vörur og þjónustu.
„Óvissa og óstöðugleiki hefur vaxið í efnahags-
málum heimsins eftir hörmungaratburðina 11.
september og það veldur mér því mikilli gleði að
við skulum geta sent jarðarbúum jákvæð skila-
boð,“ sagði efnahags- og viðskiptamálaráðherra
Japans, Takeo Hiranuma. Hart var deilt á ráð-
stefnunni í Doha en einkum var þráteflið um lækk-
un á fjárstuðningi aðildarríkjanna við eigin land-
búnað erfitt viðureignar. Evrópusambandið lét að
lokum undan kröfum svonefnds Cairns-hóps öfl-
ugra útflutningsríkja og Bandaríkjanna og sam-
þykkti að kveðið yrði á um að útflutningsbætur
yrðu afnumdar í áföngum. WTO reyndi á fundi
sínum í Seattle fyrir tveimur árum að ná sam-
komulagi um nýja umferð viðræðna en sá fundur
varð árangurslaus, ekki síst vegna deilna um land-
búnaðarmál en einnig vegna mikilla mótmæla sem
efnt var til gegn alþjóðavæðingu.
Bandaríkin gáfu einnig eftir er þau samþykktu
að orðalag um umhverfisvernd yrði hert og jafn-
framt var ákveðið að settar yrðu reglur í vænt-
anlegum samningum um tvö ný svið, samkeppn-
ismál og fjárfestingar. Komið var til móts við
kröfur fátækra aðildarþjóða um að slakað yrði á
einkaleyfisreglum vegna framleiðslu á dýrum lyfj-
um, til dæmis gegn alnæmi.
Indverjar andmæltu lengi vel kröfum Evrópu-
landanna um, að þau mættu hygla sérstaklega
ákveðnum þjóðum í Afríku, Karíbahafi og við
Kyrrahaf með sérreglum um viðskipti sem byggj-
ast á langri hefð. Einnig óttuðust mörg ríki þriðja
heimsins að ákvæði um umhverfisvernd yrðu not-
uð til að torvelda útflutning frá þeim með tilvísun
til umhverfisspjalla og lýstu auk þess óánægju
með að ríkar þjóðir skyldu ekki fallast á alfrjálsan
innflutning vefnaðarvöru frá fátækum ríkjum.
Frelsi í heimsviðskiptum aukið
WTO-viðræður sagðar
hamla gegn samdrætti
Doha. AP, AFP.
Mikill sigur/4
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
hannað „hljóðbyssu“ sem hægt
verður að beita til að lama flugræn-
ingja um tíma, eða nógu lengi til að
hægt sé að taka þá höndum, að
sögn breska vikublaðsins New
Scientist.
Hugmyndin er að óeinkenn-
isklæddir fluglögreglumenn verði
vopnaðir slíkum byssum sem draga
allan mátt úr flugræningjanum en
valda ekki skemmdum á flugvélinni
eins og venjulegar byssur.
Vísindamenn bandaríska há-
tæknifyrirtækisins American
Technology hönnuðu byssuna.
„Með henni er hægt að skjóta kröft-
ugri hljóðbylgju sem er næstum
eins og byssukúla,“ sagði Elwood
Norris, stjórnarformaður fyrirtæk-
isins. „Hljóðstyrkurinn er meira en
140 desíbel.“
Sársaukamörk hljóðs eru um
120–130 desíbel og byssan veldur
skammvinnu heyrnartapi.
Jürgen Altmann, þýskur sér-
fræðingur í hljóðeðlisfræðilegum
vopnum, sagði að ef beita þyrfti
byssunni af löngu færi væri líklegt
að farþegar yrðu einnig fyrir hljóð-
bylgjunni.
„Hljóðbyssa“
gegn flug-
ræningjum
París. AFP.
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti
ræddi í gærkvöldi við George W.
Bush Bandaríkjaforseta á búgarði
hans í Texas. Ari Fleischer, talsmað-
ur Bush, sagði að ekki væri búist við
að samkomulag næðist á fundinum
um breytingar á gagnflaugasamn-
ingnum frá 1972, ABM, helsta
ágreiningsefni ríkjanna.
Bush sagði fyrir viðræðurnar á
búgarðinum að hann liti fyrst og
fremst á þær sem tækifæri til að
treysta persónulegt samband sitt við
rússneska forsetann.
Daginn áður tilkynnti Bush að
stefnt væri að því að fækka kjarna-
vopnum Bandaríkjanna um tvo
þriðju á einum áratug og Pútín
greindi síðan frá því að Rússar hygð-
ust fækka kjarnavopnum sínum
jafnmikið hlutfallslega.
Samkomulag náðist hins vegar
ekki í deilunni um þau áform Banda-
ríkjastjórnar að koma upp eldflauga-
varnakerfi, sem er ekki heimilt sam-
kvæmt gagnflaugasamningnum.
Rússneski forsetinn lýsti því þó yfir
nýlega að hann væri „mjög bjart-
sýnn“ á að hægt yrði að leysa deil-
una.
Viðræður Bush
og Pútíns
Vænta ekki
samkomu-
lags um
geimvarnir
Crawford. AFP.
Þáttaskil/30
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, lýsti í gær undanhaldi her-
manna talibanastjórnarinnar frá
Kabúl og fleiri borgum í Afganistan
sem „algjöru hruni“ og skoraði á
íbúa suðurhluta landsins að hrekja
talibana af svæðum sem eru enn á
valdi þeirra. Norðurbandalagið hélt
áfram framrás sinni á öllum víg-
stöðvum og bandarískar sérsveitir
voru sendar til Suður-Afganistans til
að loka hugsanlegum flóttaleiðum
sádi-arabíska hryðjuverkaforingjans
Osama bin Ladens.
„Ljóst er að stuðningurinn við tal-
ibana er að verða að engu,“ sagði
Tony Blair í ræðu á breska þinginu.
„Þótt þeir kunni að veita mótspyrnu
á afmörkuðum svæðum er allt tal um
að þetta sé einhvers konar skipulagt
undanhald aðeins nýjasta lygi talib-
ana.“
Talsmaður bandaríska varnar-
málaráðuneytisins sagði það hins
vegar „hættulegt“ að draga þá álykt-
un að talibanastjórnin væri fallin.
Ekki væri enn vitað með vissu hvort
um væri að ræða skipulagt undan-
hald eða algeran ósigur talibana.
Norðurbandalagið sagði að talib-
anar hefðu flúið Kandahar, höfuðvígi
sitt, en talsmaður talibana neitaði
því. Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, staðfesti
að átök hefðu blossað upp í Kandah-
ar og nágrenni borgarinnar. Hann
skýrði enn fremur frá því að banda-
rískar sérsveitir hefðu verið sendar
með flugvélum til Suður-Afganistans
til að loka þjóðvegum og „stöðva þá
sem þarf að stöðva“.
Öryggisráð SÞ ræðir
framtíð Afganistans
Blair skýrði frá því á þinginu að
„nokkrar þúsundir“ breskra her-
manna kynnu að verða sendar til
Afganistans á næstu dögum. Meg-
inhlutverk þeirra yrði að verja vegi
og flugvelli til að hægt yrði að flytja
hjálpargögn til landsins, hreinsa
jarðsprengjusvæði og vernda starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna og hjálp-
arstofnana. Forsætisráðherrann
bætti við að einnig kæmi til greina að
breskum hermönnum yrði beitt gegn
talibönum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kom saman fyrir luktum dyrum í
gær til að ræða áætlun sem miðast
að því að öll þjóðarbrotin í Afganist-
an myndi ríkisstjórn til að afstýra
stjórnleysi og nýrri borgarastyrjöld
eftir fall talibanastjórnarinnar.
Gert er ráð fyrir því að öryggis-
ráðið gangi til atkvæða á morgun um
ályktun þar sem lýst er yfir stuðn-
ingi við tillögu Lakhdars Brahimis,
sendimanns Sameinuðu þjóðanna,
um að leiðtogar hinna ýmsu þjóð-
flokka og fylkinga Afganistans
myndi ríkisstjórn sem verði við völd í
tvö ár, eða þar til efnt verður til lýð-
ræðislegra kosninga. Brahimi kvaðst
vona að leiðtogarnir kæmu saman á
næstu dögum.
Andstæðingar talibana sækja enn fram á öllum vígstöðvum í Afganistan
Blair fagnar „algjöru
hruni“ hers talibana
Reuters
Afganar ryðjast fram hjá landamæravörðum til að komast inn í bæinn Chaman í Pakistan. Þarlend yfirvöld
hafa hert landamæraeftirlitið, m.a. til að hindra að Osama bin Laden og menn hans geti laumast til Pakistans.
Reuters
Afganskar konur í miðborg Kabúl sýna andlit sitt í fyrsta sinn á al-
mannafæri í fimm ár. Stjórn talibana skyldaði allar afganskar konur til
að klæðast svonefndum búrkum sem hylja þær frá hvirfli til ilja.
London, Kabúl. AFP, AP.
Aðeins 20% Afganistans/28
♦ ♦ ♦