Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 4

Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A www.bi.is – Engar sveiflur milli mánaða – Enginn gluggapóstur – Engir dráttarvextir – Engar biðraðir – Engar áhyggjur Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel RÁÐHERRAFUNDI Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar, WTO, lauk í borginni Doha í Katar í gær með því að samþykkt var að fara í nýja viðræðu- lotu um frekara frelsi í heimsviðskiptum. Viðræð- urnar eiga að hefjast þegar í byrjun næsta árs og verða lokið fyrir 1. janúar 2005. Fundarlok voru áætluð í fyrrakvöld en frestuðust til morguns vegna nokkurra ágreiningsmála um texta ráð- herrayfirlýsingar sem samþykkt var á fundinum. Aðeins Indverjar ætluðu ekki að samþykkja text- ann en gerðu það að lokum, ásamt um 150 aðild- arríkjum WTO. Meðal þess sem er í yfirlýsingunni er texti sem settur var fram að frumkvæði Íslend- inga um að setja reglur um beitingu ríkisstyrkja í sjávarútvegi og stuðla að afnámi þeirra. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, sat fundinn fyrir hönd Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra og fór fyrir íslensku sendinefndinni. Hún sagði við Morgunblaðið í gær að niðurstaða fundarins væri ánægjuleg og það væri mikill sigur fyrir íslenska utanríkisþjónustu að tekist hefði að halda inni tillögu um afnám ríkisstyrkja í sjávar- útvegi, þrátt fyrir andstöðu stórra ríkja og ríkja- sambanda á borð við ESB, Japan og Kóreu. Hún sagði Halldór Ásgrímsson og hans menn í ráðu- neytinu hafa unnið þrekvirki í undirbúningi máls- ins en utanríkisráðherra gat ekki setið fundinn í Katar vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á sama tíma. „Afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi var okkar baráttumál og þar vorum við, Íslendingar, í for- ystu. Við nutum stuðnings stórra ríkja eins og Bandaríkjanna og Kanada og einnig studdu flest þróunarríkin við tillöguna, enda mikið hagsmuna- mál fyrir þau. Erfitt er að segja hvenær dregið verður úr ríkisstyrkjum en líklegast að það verði ekki fyrr en að viðræðutímabilinu loknu. Viðræð- ur hefjast á næsta ári og við munum að sjálfsögðu taka þátt í þeim. Utanríkisþjónustan fer í þetta af fullum krafti og einnig reikna ég með að fagráðu- neytin þurfi að koma að viðræðunum,“ sagði Val- gerður. Tilögunni um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi var fagnað sérstaklega af umhverfisverndarsam- tökunum World Wide Fund for Nature, WWF, sem áttu áheyrnarfulltrúa í Katar. Valgerður sagði þennan stuðning WWF óvæntan en sérlega ánægjulegan. Lækkun á 52 vöruflokkum til Kína Af öðru innihaldi yfirlýsingar ráðherranna má nefna að stefnt er að afnámi útflutningsbóta í landbúnaði og aðskoða nánar styrki sem sagðir eru „markaðstruflandi“ innan sömu atvinnugrein- ar. Í aðildarviðræðum Kína að WTO sömdu Ísland og Kína um lækkun tolla á mikilvægum sjávaraf- urðum. Í tollskrá Kína eru 152 vöruflokkar fyrir sjávarafurðir og samdi Ísland um lækkun tolla á 52 þeirra. Kína innheimtir allt að 30% toll af inn- flutningi á sjávarafurðum. Ísland náði mikilvæg- um samningum um að tollar verði 2 til 16% á flest- ar sjávarafurðir sem Ísland flytur út og allar sem eru mikilvægar á markaði Kína, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Viðskiptaráðherra um niðurstöðu ráðherrafundar WTO Mikill sigur fyrir utan- ríkisþjónustu Íslendinga Stefnt að afnámi ríkis- styrkja í sjávarútvegi TVEIR menn slösuðust þegar vinnulyfta á körfubíl skall harka- lega til jarðar við fjölbýlishús við Tjarnarból á Seltjarnarnesi skömmu fyrir þrjú gær. Menn- irnir voru að flytja rúðu að vinnupalli þegar slysið varð. Að sögn vakthafandi læknis á slysa- deild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss er annar mannanna þó nokkuð slasaður en hann fór í skurðaðgerð í gærkvöldi. Hinn er minna slasaður en verður þó væntanlega áfram á spítalanum um sinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík er talið að tjakkur í vinnulyftunni hafi gefið sig með þeim afleiðingum að bóman féll til jarðar. Talið er að karfan hafi þá verið í um 7–8 metra hæð. Tveir eftirlitsmenn frá Vinnu- eftirliti ríkisins voru á vettvangi í gær en ekki lágu fyrir upplýs- ingar frá þeim um orsakir slyss- ins. Málið er í rannsókn. Féllu 7–8 metra þeg- ar vinnu- lyfta bilaði Morgunblaðið/Júlíus Mennirnir voru fluttir á slysadeild en annar þeirra var þó nokkuð slasaður. DAGVINNULAUN framhalds- skólakennara hækkuðu um rúm- lega helming milli áranna 2000 og 2001 og heildarlaun höfðu hækkað um tæplega þriðjung að því er fram kemur í könnun sem Kjara- rannsóknanefnd opinberra starfs- manna hefur gert fyrir Félag framhaldsskólakennara. Fram kemur að á tímabilinu jan- úar til september árið 2000 voru dagvinnulaun framhaldsskólakenn- ara 135.543 kr. á mánuði en á sama tímabili árið 2001 voru þau 203.910 kr. og höfðu hækkað um tæplega 51%. Heildarlaunin hækk- uðu hlutfallslega minna á tíma- bilinu eða úr 220.347 kr. í 289.214 kr., sem jafngildir hækkun um 31,3%. Helmings- hækkun dag- vinnulauna Framhaldsskólakennarar NÝTT rit með greina- safni eftir Björn Bjarna- son menntamálaráð- herra um utanríkis- og alþjóðamál síðustu 25 árin er að koma út á næstu dögum og var fjallað um bókina á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varð- bergs í gær. Björn ritaði mikið um þessa málaflokka og segir meðal annars frá ferðum sínum erlendis er hann starfaði við blaðamennsku. Allar greinarnar nema ein hafa birst í Morgun- blaðinu. Á bókarkápunni segir meðal annars að kalla megi ritið eins konar „víðsjá kaldastríðsár- anna á Íslandi í ljósi þró- unar á alþjóðavettvangi“. Ný bók um hitann í köldu stríði  Markmiðið/16 SÁ fáheyrði atburður átti sér stað á dögunum að keldusvín varð fyr- ir bíl á Víkurbraut á Hornafirði. Það var Brynjúlfur Brynjólfsson fuglaáhugamaður á Höfn sem fann keldusvínið á götunni. Hér var um flækingsfugl að ræða því keldusvínið telst ekki lengur ís- lenskur varpfugl en árlega sjást um tíu flækingsfuglar hér á landi. Keldusvínið eða Rallus aquat- icus er lítill fugl, 95 til 145 gr. að þyngd, 25 cm að lengd og með 40 cm vænghaf. Kjörland keldusvíns er votlendi og segir Brynjúlfur ástæðu þess að fuglinn dó út hér á landi einkum vera framræslu vot- lendis og útbreiðslu minka. Keldu- svínið er felugjarn fugl, sést sjald- an en þekkist gjarnan á spor- unum. Þau eru svipað stór og spor hrossagauksins nema með áber- andi lengri miðtá. Ekki er vitað til þess að keldusvín hafi áður farist í umferðarslysi hér á landi. Keldusvín fyrir bíl Hornafirði. Morgunblaðið. SÉRA Bolli Gústavsson vígslu- biskup á Hólum hefur beðist lausnar frá störfum frá og með áramótum af heilsufarsástæð- um. Þetta kemur fram á vef þjóðkirkjunnar. Sr. Bolli hefur gegnt embætti vígslubiskups á Hólum frá árinu 1991, en þar áður var hann sóknarprestur í Laufási í Eyja- firði um aldarfjórðungs skeið. Hann er fæddur 17. nóvember 1935 og lauk guðfræðiprófi árið 1963. Séra Bolli Gústavsson biðst lausnar frá störfum ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði í gær um eitt prósentustig. Ávöxtunarkrafa á nýjasta flokki hús- bréfa var 10,92% í gær, en krafan var 9,9% í fyrradag. Ávöxtunarkrafan var komin upp í rúmlega 11% í byrjun nóvembermán- aðar en lækkaði þegar Seðlabankinn tók ákvörðun um að lækka vexti og fór þá niður fyrir 10%. Í gær hækkaði ávöxtunarkrafan hins vegar aftur. Ávöxtunar- krafa húsbréfa hækkar ♦ ♦ ♦ SLÖKKVILIÐ Fjarðabyggðar var kallað út í gærkvöld til að slökkva eld, sem kom upp í rafstöðvarbíl kvikmyndatökuliðs sem vinnur að gerð Hafsins í Neskaupstað. Eldur- inn átti rót sína að rekja til pústkerf- is sem mun hafa ofhitnað. Eldurinn var slökktur á skammri stundu og olli litlum skemmdum. Kviknaði í hjá tökuliði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.