Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, segir að þekking stjórnmála- manna á Írlandi á hvalveiðum og ástandi hvalastofna við Ísland markist mikið af því að þessi mál séu þar ekki á dagskrá. Fjögurra daga heimsókn fimm þingmanna frá Alþingi til Írlands lauk í gær, en Halldór segir að heimsóknin hafi verið mjög gagnleg og heppnast vel í alla staði. Halldór ræddi í gær við Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands. Hann sagði að Ahern hefði rifjað upp heimsókn sína til Íslands sl. sumar. „Hann lýsti áhuga sínum á því að treysta samband þjóðanna. Hann ræddi sérstaklega um menn- ingarleg samskipti en lagði líka mikla áherslu á gagnkvæm við- skipti og nefndi í því sambandi há- tækniiðnað og ferðaþjónustu.“ Vera Íra í ESB hefur skipt þá miklu máli Halldór sagði að Ahern hefði lýst skilningi á því sjónarmiði að erfitt væri fyrir Íslendinga að gerast að- ilar að Evrópusambandinu vegna þeirra miklu hagsmuna sem væru í sjávarútvegi. „Það kom skýrt fram í viðræðum við forsætisráðherra, utanríkis- málanefnd og fleiri þingmenn að reynsla þeirra af veru í Evrópusam- bandinu er mjög góð. Það er enginn vafi á því að þá miklu efnahagslegu grósku sem hefur verið á Írlandi á síðustu árum má þakka veru þeirra í sambandinu,“ sagði Halldór og bætti við að það hefði líka komið fram í máli írsku þingmannanna að hagsmunir sjávarútvegsins á Ír- landi hefðu orðið að gjalda aðild- arinnar að ESB. Sendinefnd Írlands á síðasta árs- fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins greiddi atkvæði gegn inngöngu Ís- lands í ráðið. Halldór sagði að ís- lenska sendinefndin hefði lagt áherslu á að skýra sjónarmið Ís- lands í hvalveiðimálum. „Það er augljóst af viðræðum okkar við þá um hvalveiðar að þessi mál hafa ekki verið mikið á dagskrá. Okkar athugasemdum hefur verið tekið vel, en það er greinilegt að stjórn- málamönnum á Írlandi er ekki kunnugt um ástand hvalastofna við Ísland. Við lögðum áherslu á sér- stöðu okkar og að jafnvægi hlyti að þurfa að vera í lífríki hafsins.“ Mikil andstaða við Sellafield Halldór sagði að málefni kjarn- orkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield hefðu talsvert verið rædd í heimsókninni. Írar væru harðir í andstöðu sinni við stöðina. „Írar telja að Bretar hafi leynt þá stað- reyndum um Sellafield og ætla að sækja þetta mál bæði eftir stjórn- málalegum og lagalegum leiðum. Þeir leggja því mikla áherslu á að stöðinni verði lokað.“ Halldór kvaðst vera mjög ánægð- ur með heimsóknina til Írlands. Forseti írska þingsins, Séamus Pattison, hefði sýnt íslensku sendi- nefndinni einstaka gestrisni. Hann hefði gefið sér góðan tíma til að kynna fyrir Íslendingunum írskt samfélag og hefði m.a. farið með þá í heimsókn í kjördæmið sitt. „Við höfðum tækifæri til að fylgj- ast með þingfundi í dag [í gær]. Það var fyrirspurnatími hjá forsætis- ráðherra og einn samflokksmanna hans úr Verkamannaflokknum lenti í orðasennu við forseta þingsins. Mér þótti skemmtilegt að sjá þegar forsetinn vísaði þingmanninum út úr þingsalnum og að auki lagði hann á hann þá refsingu að mega ekki koma í þingsal í þrjá daga vegna þess að hann braut þingsköp, tók upp mál sem ekki var á dagskrá og greip fram í fyrir forseta.“ Hall- dór sagðist ekki vita hvort menn sættu sig við svo strangan aga á Al- þingi Íslendinga, en það hefði verið fróðlegt að kynnast því hvernig væri stjórnað á írska þinginu. Fjögurra daga heimsókn sendinefndar Alþingis til Írlands lokið AP Sendinefndin frá Alþingi Íslendinga hitti í gær Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands. Frá vinstri Belinda Theriault, forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis, Gunnar Birgisson alþingismaður, Þuríður Backman alþing- ismaður, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, Bertie Ahern, Hjálmar Árnason alþingismaður og Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis. Takmörk- uð þekking á hvala- málinu á Írlandi FYRSTI reglulegi landsfundur Samfylkingarinnar verður settur kl. 17.30 á Hótel Sögu á morgun, föstudag, með setningarræðu Öss- urar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Á fjórða hundrað fulltrúar eru skráðir með atkvæðisrétt á fundinum, sem stendur fram á sunnudag. Yfir- skrift landsfundarins er ,,Jöfn tækifæri“. Jafnaðarmannaflokkur – Jafn- aðarflokkur – Alþýðubandalag Komnar eru fram þrjár tillögur fyrir landsfundinn um breytingu á nafni flokksins. Alþingismennirnir Guðmundur Árni Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson leggja til að nafninu verði breytt í Samfylking- in-Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi hefur á móti lagt fram tillögu um að nafninu verði breytt í Alþýðu- bandalagið. Þá hefur komið fram tillaga frá Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanni um nafnið: Samfylk- ingin-Jafnaðarflokkur Íslands. Í rökstuðningi með tillögu Guð- mundar Árna og Lúðvíks segir að núverandi nafn sé bráðabirgða- heiti, sem gefið var þegar gömlu aðildarflokkarnir runnu saman, nú sé flokksstofnun hins vegar að baki. „Við skoðanasystkini í Sam- fylkingunni erum jafnaðarmenn sem aðhyllumst þau víðsýnu, mannúðlegu og umburðarlyndu viðhorf, sem jafnaðarstefnan býr yfir. Við erum flokkur raunveru- legs frelsis einstaklinga, flokkur jafnra tækifæra, flokkur jafnréttis, flokkur virkrar samkeppni á mark- aði, en um leið samhjálpar og vel- ferðar. Þess vegna á flokkurinn okkar að kenna sig við þessa sömu jafnaðarstefnu og heita Jafnaðar- mannaflokkur Íslands.“ Í rökstuðningi með tillögu Jó- hanns segir m.a.: „Fram hefur komið tillaga, flutt af Guðmundi Árna Stefánssyni, varaformanni Alþýðuflokksins, sem gegnir jafn- framt formennsku í þeim flokki eft- ir að Sighvatur Björgvinsson lét af því embætti, og Lúðvík Berg- vinssyni, um að nafninu Jafnaðar- mannaflokkur Íslands verði bætt aftan við nafnið Samfylkingin. Nú liggur fyrir að Alþýðuflokkurinn á löggilt nafnið Alþýðuflokkurinn- Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Því tel ég eðlilegt að ég, sem jafnframt er varaformaður Alþýðubandalags- ins, leggi til að löggilt nafn Alþýðu- bandalagsins verði heldur tekið upp sem nafn hins nýja flokks. Ef það má verða til að ná sátt um nafnið tel ég vel koma til greina að tengja þessi tvö nöfn saman og gæti nafnið þá orðið Alþýðubanda- lagið-Jafnaðarmannaflokkur Ís- lands. Þá vantar þó að tekið sé til- lit til þeirra sem koma úr Sam- tökum um kvennalista. Því mætti jafnvel hugsa sér nafnið Alþýðu- bandalagið – flokkur jafnaðar- manna og kvenfrelsissinna.“ Palestínskur læknir heiðursgestur fundarins Opnar málstofur verða á lands- fundinum þar sem landsfundar- fulltrúar og sérstakir gestir flytja framsöguræður og taka þátt í um- ræðum. Á föstudagskvöldið verða málstofur um auðsköpun og vel- ferð, Ísland í Evrópu, sveitarfélög nýrrar aldar og skuldbindingar Ís- lands í umhverfismálum. Á laug- ardag verður morgunverðarfundur Kvennahreyfingar og kl. 15 verður sérstök málstofa um breytta heimsmynd og baráttu Palestínu- manna. Framsögumaður verður dr. Mustafa Barghouthi, læknir, húm- anisti og verðlaunahafi frá Palest- ínu, en hann er heiðursgestur landsfundarins. Almenn landsfundardagskrá hefst á laugardagsmorgun og stendur fram á sunnudag þar sem fram fara almennar umræður, um- fjöllun og afgreiðsla stjórnmála- ályktunar og lagabreytinga, auk kosninga. Eftir hádegi á sunnudag mun þingflokkur Samfylkingarinn- ar sitja fyrir svörum á fundinum. Fyrsti landsfundur Samfylkingarinnar settur á morgun Þrjár tillögur liggja fyrir um breytingu á nafni flokksins STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem rit- ari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem hefst á morgun. Steinunn var kosin ritari á stofn- fundi Samfylkingarinnar í maí 2000. ,,Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær að ég ætla að einbeita mér að borgarmálunum. Það verða borg- arstjórnarkosningar í maí og fram- undan er því kosningavetur og ef- laust harður slagur. Ég ætla að einhenda mér í þann slag og láta annað bíða á meðan. Mér hefur heldur ekki fundist ég geta sinnt störfum mínum fyrir Samfylk- inguna eða innan framkvæmda- stjórnarinnar af eins miklum krafti og ég hefði kosið vegna þess hve ég hef verið upptekin af borgar- málunum,“ segir Steinunn Valdís. Hún segir jafnframt að ef ákveðið verði að viðhafa prófkjör innan Samfylkingarinnar fyrir borgar- stjórnarkosningarnar ætli hún sér stóra hluti þar. Kjósa þarf nýjan formann framkvæmdastjórnar Einnig er orðið ljóst að kjósa þarf nýjan formann framkvæmda- stjórnar á landsfundi Samfylking- arinnar um helgina en Ágúst Ein- arsson prófessor sem verið hefur formaður framkvæmdastjórnar frá stofnun flokksins tilkynnti fyrir nokkru að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Gefur ekki kost á sér til endur- kjörs Steinunn V. Óskarsdóttir, ritari Samfylkingar HREPPSNEFND Gerðahrepps samþykkti á fundi sínum í gær- kvöldi að auglýsa hið fyrsta stöður skólastjóra og aðstoðar- skólastjóra Gerðaskóla lausar til umsóknar. Skólastjórnendurnir hafa sagt upp störfum vegna óánægju með áhrif kjarasamninga kenn- arasamtakanna við launanefnd sveitarfélaga og hafa þeir óskað eftir leiðréttingu Gerðahrepps. Fram hefur komið hjá sveitar- stjórnendum Gerðahrepps að hreppurinn væri bundinn af samningum launanefndar sveit- arfélaga. Tveir sátu hjá Tillagan sem meirihluti F- listans lagði fram var samþykkt í gærkvöldi með 5 atkvæðum en tveir hreppsnefndarmenn sátu hjá. Samþykkt að auglýsa stöður við Gerðaskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.