Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 16
FRÉTTIR
16 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
REYNT var á níunda áratugnum aðmóta flotastefnu á Norður-Atl-antshafi sem beindist að því að eftil átaka kæmi við Sovétmenn yrði
Ísland fremur einn af bakvörðum í vörnum
Vesturlanda en að hér yrði vígvöllur, að sögn
Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra.
Kom þetta fram á fjölmennum fundi sem
Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg
héldu í gær á Hótel Sögu til að kynna nýja
bók Björns en í henni er úrval blaðagreina
sem hann hefur ritað undanfarinn aldarfjórð-
ung um utanríkis- og alþjóðamál. Bókin nefn-
ist Í hita kalda stríðsins.
Jakob Ásgeirsson, útgáfustjóri Nýja bóka-
félagsins, fór í upphafi nokkrum orðum um
bókina og höfundinn og sagði meðal annars
athyglisvert að ekki hefði þurft að gera nein-
ar breytingar á greinunum þótt langt væri
um liðið síðan sumar þeirra hefðu birst. Síðan
fylgdi Björn Bjarnason ritverki sínu úr hlaði.
Björn var í mörg ár aðstoðarritstjóri Morg-
unblaðsins áður en hann hóf virk afskipti af
stjórnmálum með framboði til Alþingis fyrir
áratug. Hann sagði greinarnar margar fjalla
um atburði á níunda áratugnum en þá hefði
orðið mikil uppbygging í vörnum Vesturlanda
á Norður-Atlantshafi og ekki síst á Íslandi
vegna vaxandi útþenslu Sovétríkjanna á
svæðinu, bæði á sjó og í lofti. Spennan hefði
magnast stöðugt og Ísland hefði verið í miðju
þessara átaka.
„Eftir því sem þróunin varð örari og meiri
áhersla var lögð á að koma hér fyrir tækja-
búnaði var um leið lögð áhersla lögð á að þróa
varnarstefnu Atlantshafsbandalagsins og
Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi með það
í huga að hugsanleg átök færu fram sem
fjærst Íslandi, sem nyrst á hafinu. Flotastefn-
an sem Bandaríkjamenn mótuðu á þessum
tíma tók mið af því að ekki yrði unnt, að
minnsta kosti ekki í fyrstu atrennu, að her-
taka Ísland. Það yrði hluti af bakvarðasveit-
inni ef þannig mætti að orði komast, átökin
yrðu sem næst Kólaskaganum og á Barents-
hafi.“
Deilan um kjarnorkuvopn
Sjálfur segist Björn sannfærður um að
bandarísk stjórnvöld hafi ekki aðeins í orði
heldur einnig í verki staðið við loforð um að
hér yrðu ekki kjarnavopn. Hann segir ein-
kennilegt hvernig Ísland hafi stöðugt verið
dregið inn í umræður vestanhafs af banda-
rískum aðilum um þessi mál. Markmið þeirra
sé að knýja Bandaríkjastjórn til að breyta
þeirri ákveðnu stefnu sinni að játa aldrei eða
neita þegar spurt er hvort kjarnavopn séu á
einhverjum tilteknum stað. Ísland verði eins
konar leiksoppur í þessum deilum.
Þeir Albert Jónsson stjórnmálafræðingur
og Ásgeir Sverrisson blaðamaður sögðu álit
sitt á bókinni. Þeir voru sammála um að at-
hygli vekti hve margt í henni ætti beint erindi
við umræður í samtímanum. Albert sagði að
hún snerist ekki síst um baráttu fyrir frelsi og
lýðræði og slíkt rit ætti auðvitað alltaf erindi
við samtímann. En í henni væri einnig tekið á
úrlausnarefnum líðandi stundar. Þetta komi
til dæmis vel fram í greininni Staða Íslands í
vályndri veröld þar sem Björn segi að sú
staða að ríki Norður-Ameríku og Vestur-Evr-
ópu sameinist um að tryggja öryggishags-
muni sína sé „óskastaða frá íslenskum sjón-
arhóli“. En ef Bandaríkjamenn drægju úr
skuldbindingum sínum gagnvart vörnum
Evrópu yrðu Íslendingar settir í mjög erfiða
stöðu. „Til að komast hjá því að þurfa að velja
á milli Evrópu og Norður-Ameríku hljóta þeir
að leggja sig fram um að viðhalda núverandi
skipan,“ segir í grein Björns. Greinin var birt
1980 en Albert sagði að hugsunin að baki
þessari grein og stöðu Íslands í því samhengi
hefði síðustu tíu árin orðið vaxandi þáttur í
málflutningi íslenskra stjórnvalda vegna mót-
unar sameiginlegrar öryggis- og varnarmála-
stefnu Evrópusambandsins. Einnig minnti
Albert á þekkt erindi sem Björn hefði flutt
um aukna þátttöku Íslendinga í vörnum
landsins árið 1995.
Berlínarmúr og
líbanskir vígamenn
Ásgeir rifjaði upp að haustið 1989 hefði
Björn haft umsjón með erlendum fréttum en
brugðið sér til útlanda. Er hann hefði kvatt
hefði hann sagt: „Á meðan ég er í burtu hryn-
ur Berlínarmúrinn.“ Sagðist Ásgeir hafa ver-
ið vægast sagt vantrúaður en spásögn Björns
hefði ræst.
Ásgeir sagði greinaflokk Björns um ferð til
Líbanons sýna glöggt hve góður blaðamaður
Björn væri, forvitinn, nákvæmur og skipu-
lagður, einnig væri eftirminnileg grein um
heimsókn árið 1987 til andófsmannsins Andr-
ei Sakharovs og eiginkonu hans, Jelenu
Bonner í Moskvu í tíð síðasta Sovétleiðtog-
ans, Míkhaíls Gorbatsjovs. Í greinunum sem
fjölluðu um herfræði og varnarviðbúnað Atl-
antshafsbandalagsins væri að finna mjög
mikilvægt safn ýmiss konar bakgrunnsupp-
lýsinga sem myndu nýtast öllum vel er hygð-
ust fjalla um tímabilið. Þekking Björns á við-
fangsefninu og nákvæmni í framsetningu
væru til mikillar fyrirmyndar. Sama væri um
þær greinar að segja þar sem Björn svaraði
andstæðingum þátttöku Íslands í vestrænu
varnarsamstarfi, beitt væri rökum og þekk-
ingu. Á Íslandi hefði lengi verið viðtekin hefð
að líta svo á að öll umfjöllun um hernað og
varnir væri óviðeigandi og því yrði að telja
það hugrekki hjá höfundinum að ganga á
hólm við slíkar hefðir.
„Björn leggur ýmislegt á sig til að afla sér
þekkingar,“ sagði Ásgeir. „Hann sígur úr
þyrlu niður á þilfar herskips, virðir fyrir sér
varðstöðvar í Líbanon og aflar þar upplýsinga
en á meðan reynir Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að
mynda með mikilli leynd unga líbanska víga-
menn þar sem þeir handleika Kalasníkov-
riffla sína,“ sagði Ásgeir.
Þór Whitehead sagnfræðingur spurði
Björn hvort hann hefði einhvern tímann ótt-
ast að stuðningsmenn varnarsamstarfsins
hér á landi yrðu undir. Svaraði Björn því til að
í landhelgisdeilunum á áttunda áratugnum
hefði hann stundum velt fyrir sér hvort menn
væru reiðubúnir að fórna samstarfinu vegna
landhelgismálanna. „Ég held að staðfesta
Geirs Hallgrímssonar á þeim tíma hafi ráðið
úrslitum að því leyti að málið fór ekki lengra
en hætta var á þegar það var á vissu stigi,“
sagði Björn Bjarnason.
Markmiðið var
að ekki yrði
barist á Íslandi
Flotaáætlanir Bandaríkjamanna undir lok kalda
stríðsins miðuðust að sögn Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra við að hugsanleg hernaðarátök
við Sovétmenn yrðu við Kólaskaga og á Barentshafi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björn Bjarnason á fundi Samtaka um vestræna samvinnu/Varðbergs þar sem bókin Í hita
kalda stríðsins var kynnt en hún kemur út í mánuðinum. Björn varð 57 ára í gær. Honum
á vinstri hönd sitja Albert Jónsson og Ásgeir Sverrisson sem sögðu álit sitt á bókinni.
MJÖG dræm rjúpnaveiði hefur verið það sem af er
tímabili og hefur snjóleysið fyrst og fremst sett strik í
reikninginn auk þess sem flestir rjúpnastofnar eru í
lágmarki víðast hvar á landinu. Verðið í verslunum
virðist vera svipað og í fyrra en framboð er enn lítið.
Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Ís-
lands, segir að veiðin hafi farið mjög rólega af stað.
Lítið sé um rjúpu og lítill snjór og því sé hún mjög
dreifð. Menn þurfi að hafa mikið fyrir að ná henni og í
heildina hafi verið afar treg veiði. Sumir atvinnumann-
anna séu reyndar hættir og kenni veðrinu helst um en
það litla sem hafi verið af snjó á suðaustanverðu land-
inu hafi til dæmis tekið upp í rigningunni fyrir helgi.
Edvard Friðjónsson, deildarstjóri í kjötdeild Fjarð-
arkaupa, segir nánast ekkert hafa borist af rjúpu og
ekki sé búið að verðleggja hana enda hún ekki farin í
sölu, en hún sé dýr í innkaupi. Í fyrra hafi verðið verið
675 kr. fyrir rjúpuna en hamflett rjúpa hafi verið 100
kr. dýrari og gera megi ráð fyrir að hún verði eitthvað
dýrari í ár.
Guðmundur Hauksson, deildarstjóri í kjötdeild
Nóatúns við Hringbraut, segir að rjúpan sé farin að
tínast inn og verðið sé það sama og í fyrra, 759 krónur
fyrir óhamfletta og 859 kr. fyrir hamfletta rjúpu.
Rjúpnaveiðin er enn dræm
VÍÐTÆK bilun varð í fastlínukerfi
Landssímans síðdegis í gær með
þeim afleiðingum að símasam-
bandslaust var á svæðinu frá Tré-
kyllisvík á Vestfjörðum allt til Þórs-
hafnar á Langanesi. Sambands-
leysið átti rót að rekja til bilunar í
stjórntölvu svæðisskrifstofu Lands-
símans á Akureyri og var ekkert
símasamband milli klukkan 16.40
og 17.15 eða þar til fullnaðarviðgerð
lauk. Bilunin hafði ekki áhrif á far-
símakerfið.
Símasambands-
laust fyrir norðan
JEPPI valt á Lágheiði í gærkvöldi.
Ökumaður var einn á ferð en sak-
aði ekki. Bíllinn er hins vegar mjög
mikið skemmdur.
Óhappið varð neðarlega á Lág-
heiðinni, Ólafsfjarðarmegin.
Hálkublettir voru á veginum og
missti ökumaðurinn stjórn á bílnum
í hálkunni. Hann fór heilan hring
og stöðvaðist á veginum. Ökumað-
urinn, sem var á leið frá Siglufirði á
Árskógssand, þurfti að leita læknis,
en er ekki talinn mikið meiddur.
Morgunblaðið/Halldór Halldórsson
Bílvelta á
Lágheiði
TVEIR erlendir ferðamenn festu
fólksbíl sinn á Kaldadalsheiði í
fyrradag en þeir voru þá á ferð um
Uxahryggi og Kaldadal, samkvæmt
upplýsingum frá Landsbjörgu.
Fólkið komst í neyðarskýli á
Kaldadalsheiði og náði sambandi
við Reykjavíkurradíó.
Björgunarsveitin Tintron í
Grímsnesi var kölluð út og komu fé-
lagar í sveitinni fólkinu til aðstoðar
og komu þeim og bílnum til byggða.
Að sögn Valgeirs Elíassonar,
upplýsingafulltrúa Landsbjargar,
er umferðarmerki við veginn sem
segir til um að vegurinn sé lokaður.
Þrjár björgunarsveitir á Austur-
landi voru kallaðar út kl. 18.22 í
fyrradag til að leita að manni sem
farið hafði á fjórhjóli til að aðgæta
rafmagnslínur á Eskifjarðarheiði.
Maðurinn lagði upp úr Tungudal og
var væntanlegur niður af heiðinni
um klukkan 16.30. Félagi mannsins
leitaði til lögreglu þegar maðurinn
skilaði sér ekki á umræddum tíma.
Um klukkustund eftir að björg-
unarveitarmenn voru kallaðir út
gengu þeir fram á manninn þar
sem hann átti um fimm kílómetra
ófarna til Eskifjarðar. Fjórhjól
mannsins hafði bilað á heiðinni og
hann því haldið gangandi til
byggða. Maðurinn var vel á sig
kominn enda vel útbúinn til vetr-
arferða.
Festu fólksbílinn
á Kaldadalsheiði