Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTIR 18 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAU PBÆTIR Gljái á varir allra kvenna Kaupir þú tvennt frá Oroblu, fylgir Varagljái frá ROSE CHANDAL Tilboð í öllum verslunum LYFJU Kynning í dag, fimmtud., 15. nóv. kl. 14-18 í LYFJU Lágmúla Á morgun, föstud., 16. nóv. kl. 14-18 í LYFJU Laugavegi Laugard. 17. nóv. kl. 12-16 í LYFJU Garðatorgi FLUGLEIÐIR efndu til hug- mynda- og sparnaðarsamkeppni meðal starfsmanna í síðasta mán- uði. Besta hóptillagan var að starfsmönnum félagsins verði boðið að lækka laun sín í eitt ár um allt að 10% en tengja sam- bærilega upphæð við verð hluta- bréfa í Flugleiðum. Þetta var að mati dómnefndar, sem skipuð var fulltrúum starfsfólks, mjög áhugaverð tillaga sem gæti leitt til mikils sparnaðar og jafnframt aukið þátttöku starfsmanna í rekstrinum en tillagan kom frá upplýsingatæknideild Flugleiða. Munum skoða hugmyndina vandlega Áætlaður sparnaður fer eftir þátttöku starfsmanna en gæti orðið 300–400 milljónir króna á einu ári. Ávinningur starfsmanna felst í því að þegar gengi félags- ins hækkar getur starfsmaðurinn fengið hærri upphæð til baka en hann gaf eftir í launum. Að sögn Guðjóns Arngríms- sonar, upplýsingafulltrúa Flug- leiða, er framkvæmd tillögunnar háð þátttöku starfsmanna og samþykki stjórnar félagsins auk þess sem hún kallar á talsverða undirbúnings- og þróunarvinnu, þar sem skoða þarf t.d. samn- ingamál, hlutabréfamál, skattaleg áhrif og ýmis tæknileg útfærslu- atriði. „Við munum hins vegar skoða þennan kost vandlega en ég tek fram að þarna er um nokkuð flókið mál að ræða sem þarfnast verulegrar vinnu.“ Guðjón segir að búið hafi verið að leggja drög að keppninni í sumar en atburðirnir vestra hafi ýtt undir að hraða framkvæmd- inni. Hann segir tilgang keppn- innar einkum vera þann að skapa vettvang fyrir starfsfólkið til þess að koma hugmyndum og skoð- unum á framfæri nú þegar unnið er að heildarútekt á rekstri fyr- irtækisins en árangurinn hafi verið framar vonum. Frumlegasta tillagan var sú að kynna aukna áherslu á netsölu með því að setja netfang Flug- leiða á flugvélarnar með stórum og áberandi stöfum. Tillagan kom frá Kristjáni Svavarssyni í við- haldsdeild. Einfaldasta tillagan um að hætta að senda jólakort til starfs- manna og viðskiptavina og hætta að gefa jólagjafir til viðskipta- vina kom frá Rögnu Björk Þor- valdardóttur í þjónustudeild, Guðrúnu Hannesardóttur í upp- lýsingatæknideild og Sigrúnu Ólafsdóttur í fjarsölu. Besta tillagan frá einstaklingi var um að draga úr aðkeyptri þjónustu á áfangastöðum í Evr- ópu, m.a. með því að hætta áfyll- ingu vatns og með niðurskurði fleiri þátta. Áætlaður sparnaður er átta til níu milljónir króna á ári en breytingin hefur engin áhrif á þjónustu félagsins. Til- lagan kom frá Sturlu Ó. Braga- syni flugþjóni. Sparnaðarsamkeppni starfsfólks Flugleiða Hugmyndir um að tengja laun gengi bréfa félagsins Vinningshafar í sparnaðarsamkeppninni með forstjóra Flugleiða. DAGUR íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóv- ember, samkvæmt venju undan- farinna fimm ára. Þá verða völdum einstaklingi veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og veittar verða viðurkenningar fyrir störf í þágu móðurmálsins. Verðlaunin verða að þessu sinni veitt í Reykholts- kirkju. Þá mun Námsgagnastofn- un gefa út nýja alfræðibók ís- lenskrar tungu á tölvutæku formi og er það nýmæli hér á landi. Sama dag hefst hin árlega stóra upplestr- arkeppni 7. bekkinga og stendur keppnin fram á vor. Ingibjörg B. Frímannsdóttir, verkefnisstjóri dags íslenskrar tungu, segir að svo virðist sem dag- ur íslenskrar tungu hafi fest sig í sessi meðal landsmanna, en dag- urinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. „Mér finnst áhuginn hafa vaxið heilmikið. Ég veit ekki hvort það er af því að dagurinn er að festa sig í sessi eða hvort menn finna fyrir einhverri þörf fyrir þennan dag. Það er mikil virðing borin fyrir þessum degi, held ég.“ Að sögn Ingibjargar ýtir þetta við fólki og hvetur til umræðu um stöðu íslenskrar tungu og framtíð hennar þar sem menn velta því fyrir sér hvort móðurmálið sé einhvers virði og hvað það kostar okkur að tala íslensku. „Mér finnst í raun spennandi að velta því fyrir sér hvert gildi íslenskunnar er og hvers virði er að við tölum hana. Ég hjó eftir því hjá Ingjaldi Hannibalssyni í Silfri Egils að hann lagði tvennt til; að við gengj- um í Evrópubandalagið og yrðum tvítyngd. Menn í sal sögðu ekki orð og enginn gerði athugasemd við þetta. Það er eins og þetta sé sjálf- sagður hlutur, en er t.d. tilefni til að ræða á degi íslenskrar tungu,“ seg- ir Ingibjörg. Ekki skáldaverðlaun Hún segir að veitingu Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sé alltaf beðið með óþreyju, þ.e. hver hljóti verðlaunin í hvert skipti en tónlist- armaðurinn Megas hlaut verðlaun- in á síðasta ári. Verðlaununum er jafnan úthlutað til einstaklinga sem taldir eru hafa unnið íslenski tungu gagn en Ingibjörg segir að þetta séu ekki skáldaverðlaun fyrir bókmenntaverk. „Margir standa í þeirri trú að þetta séu einhver skáldaverðlaun en það er af og frá. Það fær enginn þetta fyrir að vera skáld. Þetta fólk fær þessi verðlaun fyrir að hafa unnið íslenskunni eitthvert gagn á öðrum sviðum, en það er einhvern veginn eins og skáld taki þetta hlutverk svolítið að sér.“ Dagur íslenskrar tungu Virði íslenskr- ar tungu vegið og metið HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær rúmlega þrítugan karl- mann fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft 120 myndir með barnaklámi í vörslu sinni. Hann var dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt. Í febrúar krafðist sýslumaðurinn í Kópavogi þess að húsleit yrði gerð hjá manninum eftir að sett hafði verið fram kæra gegn honum vegna meints kynferðisbrots. Við húsleitina lagði lögregla hald á tölvu, myndavélar, farsíma og 174 geisladiska. Rannsókn lögreglu á geisladiskunum leiddi í ljós að á þremur þeirra var umtalsvert magn af klámefni. Meðal þess sem fannst voru 120 skjámyndir með barnaklámi. Í dómnum kemur fram að margar undirskrár voru merktar með heitum eins og „teens“ (unglingar) og „ung- ar“. Sagðist ekki hafa séð myndirnar Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist maðurinn aldrei hafa séð umræddar skjámyndir og kvaðst ekki viss hvern- ig þær hefðu borist til sín. Líklegast væri að hann hefði fengið þær af ein- hverjum netsíðum en hugsanlegt væri að hann hefði skipst á geisladisk- um við einhvern kunningja sinn. Varnir hans byggðust á því að hann hefði ekki vitað að barnaklám væri á geisladiskunum. Hann hefði ekki skoðað allt efnið á diskunum og ekki gert sér grein fyrir því að barnaklám gæti leynst í undirskrám án þess að viðkomandi möppur gæfu slíkt til kynna. Ásetning hefði því skort til brotsins. Í dómnum segir að óumdeilt sé að umræddar 120 myndir hafi verið í vörslu mannsins og þær hafi komið til hans fyrir hans eigin tilstuðlan. Hann hefði því gerst sekur um það brot sem hann var ákærður fyrir. Maðurinn hafði sjö sinnum hlotið dóma eða und- irgengist sáttir fyrir brot á áfengis- og umferðarlögum en einnig fyrir lík- amsárás og skemmdarverk. Auk sektarinnar var manninum gert að greiða skipuðum verjenda sín- um, Brynjari Níelssyni hrl., 90.000 krónur í málsvarnarlaun. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna bíð- ur hans 20 daga fangelsi. Gunnar Aðalsteinsson, héraðsdóm- ari kvað upp dóminn en Sigríður Frið- jónsdóttir sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir vörslu barnakláms LÚÐVÍK Ólafsson, settur landlæknir, segir að hann muni ekkert láta hafa eftir sér á op- inberum vettvangi að svo stöddu um mál Högna Óskars- sonar geðlæknis. Í Morgunblaðinu í gær er birt yfirlýsing Högna þar sem fram kemur að lögmaður hans hafi krafist þess að settur land- læknir dragi til baka áminningu sem hann veitti Högna fyrir að hafa brotið 11. gr. læknalaga. Í yfirlýsingu Högna kemur fram að áminningin hafi verið veitt án þess að kæruatriði væru skilgreind og án þess að Högna hafi gefist kostur á að koma við þeirri vörn í málinu sem nauðsynleg sé. Þar sé aug- ljóslega um að ræða alvarlegt brot á stjórnsýslulögum. Lúðvík Ólafsson, settur landlæknir Tjáir sig ekki að svo stöddu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.