Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 19
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 19
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg stóð nýverið fyrir námskeiði
fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga og
bráðatækna sem þurfa að veita fyrstu
hjálp og sérhæfða aðstoð utan spítala,
s.s. í óbyggðum og á vettvangi bíl-
slysa, þar sem mannskapur og tækja-
búnaður er af skornum skammti.
Námskeiðið var haldið í þjálfunarbúð-
um Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar á Gufuskálum.
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, segir að ástæðuna fyrir slíku
námskeiði megi rekja til þeirra alvar-
legu slysa sem orðið hafa undanfarin
misseri á hálendinu, m.a. rútu-
slysanna þar sem bjarga þurfti fjölda
manns af slysstað.
„Þá fórum við að upplifa að þurfa
að flytja sérhæft hjúkrunarfólk á
vettvang og þar þurfti fólk að vinna
við allt aðrar aðstæður en eru á spítul-
unum þar sem menn hafa allt til alls.
Það var kveikjan að þessu, en íslensk-
ir læknar og hjúkrunarfræðingar
hafa staðið sig mjög vel á vettvangi
hingað til og ætíð gert það besta sem
hægt er úr hlutunum,“ segir Valgeir.
Sérstakt námskeið
Að sögn Valgeirs er námskeiðið
mjög sérstakt og var mjög hæfur leið-
beinandi fenginn frá Bandaríkjunum,
dr. David Johnson, en hann starfar
sem læknir á bráðamóttöku í Atlanta.
Hann er jafnframt stjórnarformaður
og faglegur ráðgjafi Wilderness
Medical Associates og er sérfræðing-
ur í meðhöndlun sjúklinga á vett-
vangi, bæði í byggð og óbyggðum.
„Það eru ekki mörg ár síðan þetta
varð sérstök fræðigrein hjá þeim, því
þetta er frekar nýtt í faginu. Enda er
það að gerast í heiminum að almenn-
ingur ferðast mun meira og það þýðir
að það verða ákveðin slys sem reyna
meira á heilbrigðiskerfið og þá aðila
sem koma að björgun,“ segir Valgeir.
Frá námskeiði Landsbjargar í Gufuskálum þar sem nemendur lærðu
m.a. að búa um sjúklinga fyrir flutning af vettvangi. Leiðbeinandinn, dr.
David Johnson, fylgist með í bakgrunni.
Námskeið í
björgun
slasaðra í
óbyggðum
EÐLISFRÆÐIFÉLAG Íslands
heldur um helgina ráðstefnu í hátíð-
arsal Háskóla Íslands sem hefur það
að markmiði að kynna rannsóknir í
eðlisfræði hér á landi. Vel á þriðja tug
íslenskra eðlisfræðinga mun halda er-
indi en einnig munu nokkrir erlendir
eðlisfræðingar kynna rannsóknir sín-
ar. Viðar Guðmundsson, prófessor í
eðlisfræði við Háskóla Íslands, sem
jafnframt er ráðstefnustjóri segir
ráðstefnuna vera opna öllu áhugafólki
um eðlisfræði. „Við ætlum að hafa
þetta opið fyrir almenning og reynum
að höfða sérstaklega m.a. til nema í
framhaldsskólum og miðum fyrir-
lestrana við það,“ segir hann.
Meðal umfjöllunarefna á ráðstefn-
unni nefnir hann fyrstu myndatökur
af atómum með smugsjá á Íslandi, lit-
brigði vetrarbrautanna, afstæðilega
eldstróka og þurrís sem slökkviefni
svo fátt eitt sé nefnt. „Dagskrá [ráð-
stefnunnar] sýnir að mikil gróska er í
rannsóknum í eðlisfræði á landinu,“
segir m.a. í fréttatilkynningu um ráð-
stefnuna.
Ráðstefnan hefst kl. 10 nk. laugar-
dagsmorgun en öll erindin verða að
sögn Viðars flutt í hátíðarsal Háskól-
ans. Ráðstefnunni lýkur kl. 18 á
sunnudag. Auk erinda verður sett
upp veggspjaldasýning í húsakynnum
Háskólans en á þeim verða líka
kynntar niðurstöður rannsókna í eðl-
isfræði.
Eðlisfræðiráðstefna
um helgina
Gróska í
rannsókn-
um í eðlis-
fræði
♦ ♦ ♦
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
Orator, félag laganema
3