Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 21 REYKJAVÍKURBORG er ekki með sérstakar persónutryggingar vegna skólabarna í Reykjavík. Frá árinu 1995 hafa hins vegar verið í gildi reglur um meðferð slysa skóla- barna þar sem kveðið er á um greiðslur borgarsjóðs vegna meiðsla barna í skóla og á skólalóð á skóla- tíma. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fræðsluráðs í vikunni í svari forstöðumanns fjármálasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu. Segir í svarinu að Reykja- víkurborg sé með ábyrgðartrygg- ingu hjá Sjóvá-Almennum hf. sem tekur til líkamstjóna og munatjóna sem rakin verða til saknæmra at- hafna eða athafnaleysis Reykjavík- urborgar eða starfsmanna hennar. Njóta skólabörn tryggingavernd- ar samkvæmt þessari tryggingu en undirstrikað er í svarinu að Reykja- víkurborg beri einungis ábyrgð á þeim tjónum sem rakin verði til van- búnaðar skólahúsnæðis/lóðar/tækja eða gáleysis starfsmanna skólans. Þá kom fram í svarinu að árið 1995 hafi Skólaskrifstofa Reykjavíkur útbúið sérstakar reglur um meðferð slysa skólabarna. Þar sé m.a. gert ráð fyrir að borgin greiði reikninga vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skóla eða á skólalóð í skólatíma og í ferð- um/ferðalögum á vegum skóla. Sé um tannbrot að ræða greiðir borgin allt að 100 þúsund krónur óháð því hvort rekja má meiðslin til vanbúnaðar eða gáleysis starfs- manna eða ekki. Skólabörn ekki per- sónutryggð Reykjavík GÖTUMYND Strandgötu í Hafn- arfirði hefur tekið stakkaskiptum eftir að hafist var handa við að rífa gamla Hafnarfjarðarbíó. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið í næstu viku en það eru starfs- menn Þjónustumiðstöðvar Hafn- arfjarðarbæjar sem annast fram- kvæmdina.Morgunblaðið/RAX Ný ásýnd Strandgötu Hafnarfjörður NÚ geta Grafarvogsbúar nálgast all- ar helstu upplýsingar um hverfið sitt á einum stað því nýlega var opnaður upplýsingavefur um Grafarvog sem er með slóðina grafarvogur.is. Í fréttatilkynningu frá Miðgarði – fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi, sem sér um vefinn, segir að þar sé að finna upplýsingar um íþrótta- og tómstundaframboð, dagmæður í hverfinu, uppbyggingarstefnuna, menningarviðburði, stofnanir, félög, félagasamtök og fleira. Þá eru á vefnum fréttir af því helsta sem ger- ist í hverfinu. Upplýsingar um hverfið á Netinu Grafarvogur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.