Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 21 REYKJAVÍKURBORG er ekki með sérstakar persónutryggingar vegna skólabarna í Reykjavík. Frá árinu 1995 hafa hins vegar verið í gildi reglur um meðferð slysa skóla- barna þar sem kveðið er á um greiðslur borgarsjóðs vegna meiðsla barna í skóla og á skólalóð á skóla- tíma. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi fræðsluráðs í vikunni í svari forstöðumanns fjármálasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks í ráðinu. Segir í svarinu að Reykja- víkurborg sé með ábyrgðartrygg- ingu hjá Sjóvá-Almennum hf. sem tekur til líkamstjóna og munatjóna sem rakin verða til saknæmra at- hafna eða athafnaleysis Reykjavík- urborgar eða starfsmanna hennar. Njóta skólabörn tryggingavernd- ar samkvæmt þessari tryggingu en undirstrikað er í svarinu að Reykja- víkurborg beri einungis ábyrgð á þeim tjónum sem rakin verði til van- búnaðar skólahúsnæðis/lóðar/tækja eða gáleysis starfsmanna skólans. Þá kom fram í svarinu að árið 1995 hafi Skólaskrifstofa Reykjavíkur útbúið sérstakar reglur um meðferð slysa skólabarna. Þar sé m.a. gert ráð fyrir að borgin greiði reikninga vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skóla eða á skólalóð í skólatíma og í ferð- um/ferðalögum á vegum skóla. Sé um tannbrot að ræða greiðir borgin allt að 100 þúsund krónur óháð því hvort rekja má meiðslin til vanbúnaðar eða gáleysis starfs- manna eða ekki. Skólabörn ekki per- sónutryggð Reykjavík GÖTUMYND Strandgötu í Hafn- arfirði hefur tekið stakkaskiptum eftir að hafist var handa við að rífa gamla Hafnarfjarðarbíó. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið í næstu viku en það eru starfs- menn Þjónustumiðstöðvar Hafn- arfjarðarbæjar sem annast fram- kvæmdina.Morgunblaðið/RAX Ný ásýnd Strandgötu Hafnarfjörður NÚ geta Grafarvogsbúar nálgast all- ar helstu upplýsingar um hverfið sitt á einum stað því nýlega var opnaður upplýsingavefur um Grafarvog sem er með slóðina grafarvogur.is. Í fréttatilkynningu frá Miðgarði – fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi, sem sér um vefinn, segir að þar sé að finna upplýsingar um íþrótta- og tómstundaframboð, dagmæður í hverfinu, uppbyggingarstefnuna, menningarviðburði, stofnanir, félög, félagasamtök og fleira. Þá eru á vefnum fréttir af því helsta sem ger- ist í hverfinu. Upplýsingar um hverfið á Netinu Grafarvogur ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.