Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KARLMAÐUR hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í 45 daga fangelsi, sem skilorðsbundið er til þriggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot, annars vegar að hafa berað kynfæri sín í viðurvist telpu og hins vegar að hafa sýnt syst- ur hennar klámmyndband, berað kynfæri sín, farið um þau höndum og reynt að láta hana snerta sig. Maðurinn neitaði sakargiftum hvað fyrrnefnda brotið varðar og komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að var- hugavert væri að telja sannað gegn eindreginni neitun hans að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi. Maður- inn var hins vegar sakfelldur fyrir síð- ara brotið að hluta. Neitaði hann al- farið sakargiftum, en bar að hann hafi verið að horfa á myndbandið er stúlk- an hafi komið honum að óvörum og náð að sjá myndefnið um stutta stund. Maðurinn var undir áhrifum áfengis í umrætt sinn og að áliti dómsins varð ekki hjá því litið að hann á samkvæmt eign frásögn vanda til að missa minni við þær aðstæður. Sannað þótti að stúlkan hafi horft á myndbandið stutta stund og fylgst með manninum fitla við kynfæri sín. Var hann sak- felldur fyrir þá háttsemi, en hann var sýknaður af ákæru um að hafa tekið í hönd stúlkunnar með þeim ásetningi að láta hana snerta sig. Dómurinn var fjölskipaður, Ólafur Ólafsson héraðsdómari var dómsfor- maður, en með honum kváðu upp dóminn þeir Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari og Halldór Halldórs- son dómstjóri. Héraðsdómur Norðurlands eystra Fangelsi vegna kynferðisbrots ÞORMÓÐUR rammi – Sæberg í Ólafsfirði og Slippstöðin á Akureyri hafa undirritað samning um umtals- verða endurbyggingu á frystitogar- anum Mánabergi ÓF 42. Þessi samn- ingur er einn sá stærsti sem gerður hefur verið í Slippstöðinni á síðustu árum og er reiknað með að nokkrir tugir starfsmanna verði í vinnu við þetta verkefni næsta hálfa árið. Helstu verkþættir eru endurnýjun á togdekki og vinnslulínu á milli- dekki. Baldvin Valdemarsson fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar sagði að samingur þessara aðila væri mikið ánægjuefni ekki síst þar sem verkefni sem þessi hafi öll farið utan undanfarin ár. Hann sagði að vissu- lega hefðu gengismálin haft þarna já- kvæð áhrif. Samningurinn hefur átt nokkurn aðdraganda, í honum er gengið út frá lágmörkun heildarkostnaðar útgerð- arinnar við endurbætur á skipinu. Mánaberg er fengsælt skip með mikið aflaverðmæti og miklar tafir frá veiðum erum því kostnaðarsamar. Einn meginþáttur verksins er þess vegna að stytta það tímabil sem skip- ið er frá veiðum. Nýir skipshlutar forsmíðaðir Undirbúningur og hönnun breyt- inganna gera því ráð fyrir að hinir nýju skipshlutar verði forsmíðar hjá Slippstöðinni. Vinna við verkið hefst á næstu dögum en skipið sjálft kemur ekki til viðgerðar fyrr en um miðjan mars á næsta ári. Ráðgert er að skip- ið komist aftur til veiða í maí nk. Breytingarnar voru hannaðar af Teiknistofu KGÞ á Akureyri en bún- aður í nýja vinnslulínu verður frá Slippstöðinni og Marel. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar er mjög góð miðað við árstíma og út- litið framundan gott. Þar er nú m.a. unnið að endurbótum á tveimur tog- urunum í eigu Fiskafurða, unnið er að endurbótum á togaranum Stálvík SI, sem er í eigu Þormóðs ramma – Sæbergs. Vinnu við Kaldbak EA er nýlokið og vinna við Harðbak EA haf- in en báðir togararnir eru í eigu ÚA. Starfsmenn rúmlega eitt hundrað Hjá Slippstöðinni starfa nú rúm- lega 100 manns en Baldvin sagði að þrátt fyrir góða verkefnastöðu stæði ekki til að fjölga starfsmönnum. Að- spurður sagðist hann verða var við töluverðan áhuga ungs fólks á járn- smíði og vélvirkjun. Þar eru nú 7 nemar á námssamningi og nokkrir á biðlista eftir að komast á samning. Hjá fyrirtækinu starfa menn á öllum aldri en stærsti einstaki hópurinn er þó aðeins á þrítugsaldri. Slippstöðin sér um endurbyggingu Mánabergs ÓF Einn stærsti samningur fyrirtækisins til þessa SÉRA Magnús Gunnarsson sóknar- prestur Grímseyjar og Dalvíkur kom heldur betur færandi hendi til eyj- arinnar nú nýlega. Meðferðis hafði hann skákborð sem smíðað var í tilefni heimsmeist- aramóts Fishers og Spasskys árið 1972. Magnús hafði fengið borðið að gjöf frá föður sínum, Gunnari Magn- ússyni húsgagnaarkitekt. Gunnar hafði á sínum tíma verið fenginn til að hanna keppnisborð heimsmeistarakeppninnar sem var haldin í Reykjavík og vakti feiki- áhuga manna um heim allan. Þegar séra Magnús var settur sóknarprest- ur Grímseyinga tengdi hann borðið góða strax við Grímsey og stórvin eyjarinnar, dr. Fiske, sem var einn af frumkvöðlum skáklistarinnar hér á landi og í heiminum. Fannst Magn- úsi mjög viðeigandi að koma með þessa gjöf einmitt á fæðingardegi dr. Fiske 11. nóvember sem jafnframt er hátíðis- og nánast þjóðhátíðardag- ur eyjarbúa. Skákborðið er eitt af mjög fáum borðum sem smíðuð voru í tilefni heimsmeistarakeppninnar. Fisher og Spassky árituðu borðin. Einnig fylgdu gjöf séra Magnúsar minnispeningar frá heimsmeistara- mótinu sem Bárður Jóhannesson listamaður smíðaði og eru þeir úr gulli, silfri og bronsi. Þessir kjörgripir munu fá heiðurs- sess á Eyjarbókasafninu við hlið marmaraborðsins sem dr. Fiske sendi Grímseyingum fyrir réttum hundrað árum. Merkilegt skák- borð afhent Séra Magnús Gunnarsson sókn- arprestur færði Sigrúnu Þor- láksdóttur, formanni kvenfé- lagsins Baugs, taflborðið. Morgunblaðið/Helga Mattína Grímsey VEÐRIÐ lék við Akureyringa í gærdag, en eilítið er orðið drungalegra um að litast eftir að allan snjó tók upp í blíðunni í fyrrinótt. Þessir ungu krakkar í Lund- arskóla þustu út og léku sér á skólalóðinni, enda veðr- ið ekki amalegt. Þegar best lét fór hitinn í um 15 stig sem verður að teljast allgott á þessum árstíma. Eins og við er að búast í þessari hlýju sunnanátt hvarf snjórinn sem safnast hafði saman í Hlíðarfjalli einnig eins og dögg fyrir sólu og því má gera ráð fyrir að ein- hvern tíma taki þar til nægilegur snjór safnast þar fyrir að nýju svo hægt verði að renna sér á skíðum. Unnið er að því að setja upp nýja stólalyftu í fjallinu og án efa langar margan skíðamanninn að prófa þessa glæsilegu lyftu. Snjórinn hvarf eins og dögg fyrir sólu Morgunblaðið/Kristján Nemendur í Lundarskóla að leik í blíðunni í gær. VILT þú hafa áhrif á menningar- lega viðburði og taka þátt í spenn- andi félagsstarfi? Þetta er yfirskrift opins félagsfundar Gilfélagsins fimmtudaginn 15. nóvember nk. Fundurinn fer fram í Deiglunni á Akureyri og hefst kl. 20.00. Þar verður kynnt breytt umsýsla Gil- félagsins og þá verða félagsmenn virkjaðir til undirbúnings Listasum- ars 2002, sem er það 10. í röðinni. Allir velkomnir, félagsmenn jafnt sem aðrir. Gilfélagið til framtíðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.