Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 23
NORRÆNI vísnakvartettinn Norde-
nom leikur í Flugcafé í Kjarna í Kefla-
vík frá kl. 20 í kvöld í tilefni af nor-
rænni bókasafnsviku sem nú stendur
yfir í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Kvartettinn skipa Norðmaðurinn
Kalle Zwilgmeyer, Færeyingurinn
Stanley Samuelsen, Svíinn Hans Er-
iksson og Daninn Per Jensen. Allir
eru þeir búsettir í Danmörku nema
Svíinn sem býr í Noregi.
Félagarnir leika á gítar og syngja á
ýmsum norrænum málum. Þeir flytja
bæði eigin lög og texta og sígildar
norrænar vísur.
Norrænn
vísnasöngur
Keflavík
MEISTARAHÚS ehf. stefna að því
að hefja í vor byggingu á íbúðarsvæði
sem fyrirtækið hefur fengið úthlutað
í Innri-Njarðvík. Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar hefur nú staðfest
tillögu skipulags- og byggingar-
nefndar um að úthluta fyrirtækinu
svæðinu til skipulagningar og bygg-
ingar.
Skipulags- og byggingarnefnd
Reykjanesbæjar lagði til að bygging-
arverktakanum Meistarahúsum ehf.
yrði úthlutað tilteknu svæði í Innri-
Njarðvík, eins og fram hefur komið
hér í blaðinu, og að fyrirtækinu yrði
heimilað að deiliskipuleggja svæðið
sem íbúðarbyggð og annast gatna-
gerð, gegn því að gatnagerðargjöld
verði ekki innheimt.
Þegar málið kom til kasta bæjar-
stjórnar lýsti Jóhann Geirdal, oddviti
Samfylkingarinnar, yfir andstöðu
minnihlutans við því að úthluta ódeili-
skipulögðum svæðum til einstakra
byggingaraðila, án þess að svæðin
hefðu að minnsta kosti verið auglýst
áður og skilmálar ákveðnir. Annar
fulltrúi Samfylkingarinnar, Krist-
mundur Ásmundsson, lagði til að til-
lögunni yrði vísað til bæjarráðs.
Meirihlutinn felldi tillögu Krist-
mundar og var ákvörðun skipulags-
og byggingarnefndar að svo búnu
staðfest.
50–60 íbúðir byggðar
Umrætt byggingarsvæði er þrí-
hyrningur sem liggur frá verksmiðju-
húsi við Reykjanesbraut sem kennt
er við Ramma og niður að sjó. Það af-
markast af Njarðarbraut að sunnan,
Seylubraut að austan og Njarðvíkur-
fitjum að norðan og vestan.
Að sögn Jóns Ármanns Arnodds-
sonar, eins af eigendum Meistara-
húsa ehf., er næsta skrefið að láta
skipuleggja hverfið. Reiknar hann
með að hægt verði að koma þar fyrir
50–60 íbúðum.
Telur Jón Ármann að mest verði
byggt af rað- og parhúsum á svæðinu.
Mesta eftirspurnin sé eftir þannig
íbúðum um þessar mundir enda sé
verið að byggja mikið af blokkaríbúð-
um. „Við munum byggja það sem
markaðurinn vill,“ segir hann. Segir
Jón íbúðir af þessu tagi hafi vantað á
markaðinn. Ekki sé þó gott að spá í
framtíðina því einhver samdráttar-
hugur sé kominn í fólk. „En við
byggjum ódýrt og þá verða til nógir
kaupendur,“ segir hann.
Meistarahús ehf. fá úthlutað svæði til skipulagningar
Hyggjast byggja
rað- og parhús
Innri-Njarðvík
SPARISJÓÐURINN í Keflavík hef-
ur gefið grunnskólum og leik-
skólum á Suðurnesjum fræðandi
tölvuleik. Þá geta öll börn sem
koma og tæma baukinn sinn í
Sparisjóðnum valið um að fá leikinn
eða sögu- og litabók.
Sparisjóðirnir í landinu ákváðu
að gleðja félaga í Krónu og Króna
krakkaklúbbnum með þessum
hætti í tilefni þess að vetur er geng-
inn í garð.
Tölvuleikurinn nefnist Króni og
Króna í Leikjalandi og er hannaður
af fjórum stúlkum í Háskólanum í
Reykjavík. Hann er byggður upp
sem skemmtun og fræðsla.
Hin gjöf Krónufélaganna er
sögubók eftir Friðrik Erlingsson,
Króni og Króna í Smáralandi, og er
líka litabók. Ágústa Ragnarsdóttir
teiknaði myndirnar.
Björn Kristinsson, þjónustustjóri Sparisjóðsins í Keflavík, og Gerður
Pétursdóttir, leikskólastjóri á Hjallatúni, sýna börnunum tölvuleikinn.
Sparisjóðurinn gefur
tölvuleik í skólana
Reykjanes
ALLIR leikskólarnir sjö í Reykja-
nesbæ taka sig saman um dagskrá á
Degi íslenskrar tungu sem verður á
morgun, föstudag. Dagskráin verður
flutt í Frumleikhúsinu í tvennu lagi,
kl. 10 og kl. 14.
Elstu börnin í leikskólanum flytja
atriðin sem eru eitt til tvö úr hverj-
um skóla, samkvæmt upplýsingum
Ingibjargar Hilmarsdóttur leik-
skólastjóra á Heiðarseli.
Leikskólarnir heita Heiðarsel,
Gimli, Garðasel, Hjallatún, Holt,
Tjarnasel og Vesturberg.
Foreldrum barnanna er boðið í
Frumleikhúsið.
Leikskóla-
börn syngja
og leika
Keflavík/Njarðvík
EKKI reyndist vera miltisbrandur í
hvíta duftinu sem hrundi út úr um-
slagi sem fylgdi kaffibaunasendingu
sem Kaffitár ehf. fékk frá Rúanda.
Að sögn Guðrúnar Sigmundsdótt-
ur, smitsjúkdómafræðings á sýkla-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss, kom þetta fram við ræktun.
Deildin mun ljúka endanlega rann-
sókn sinni á duftinu í dag og segir
Guðrún að það sé síðan í ákvörðunar-
valdi lögreglunnar hvað gert verði
við það. Hún segist engar upplýsing-
ar hafa um hvers konar efni sé þarna
um að ræða, annað en að það sé ekki
miltisbrandur.
Ekki miltis-
brandur
í duftinu
Njarðvík