Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 24

Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími miðasölu: 511 4200 Næturdrottningin telur prinsinn Tamínó á að frelsa dóttur hennar, Pamínu, úr höndum æðstaprestsins Sarastrós. Næturdrottningin og Sarastró berjast um völdin; í upphafi virðist hún fyrst og fremst vera umhyggjusöm móðir en breytist í valdasjúka norn sem svífst einskis til að koma Sarastró og félögum hans á kné. Sarastró er æðstiprestur hinna innvígðu þjóna réttlætisins. Hann hefur látið ræna Pamínu frá næturdrottningunni, móður hennar, til að bjarga henni frá illum örlögum eftir fráfall föður hennar. Sarastró leggur þrautir fyrir prinsinn Tamínó til að hann sanni sig sem verðugur þess að eignast Pamínu fyrir konu. Í upphafi er Sarastró sagður miskunnar- laust illmenni en reynist alvitur mannvinur. Aðeins fjórar sýningar eftir – engar aukasýningar – missið ekki af frábærri skemmtun! Athugið breytilegan sýningartíma. – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar GUÐRÚN GUÐJÓN LANDIÐ MÁNUDAGINN 12. nóvember hófst á Egilsstöðum norræn bóka- safnavika og er það árviss við- burður á öllum Norðurlöndunum. Upphafsatriði vikunnar er æv- inlega það sama í öllum söfnum sem þátt taka og fer fram við kertaljós. Að þessu sinni hefur vik- an yfirskriftina Í ljósaskiptunum – Orð og tónar á Norðurlöndunum. Að þessu sinni voru fluttir söng- textar eftir Bellmann, Benny And- erson og Torbjorn Egner. Flytj- endur voru þeir Björn Hafþór Guðmundsson bæjarstjóri, Stefán Bragason bæjarritari og Eggert Sigtryggsson byggingaeftirlits- maður. Helga Guðmundsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menn- ingarsviðs, sagði frá söngtextum og höfundum þeirra og að því búnu stigu þremenningarnir fram í kertaljósið með gítara sína og kyrjuðu textana og rödduðu á stöku stað við góðar undirtektir. Það er svokallaður PR-hópur norrænna bókasafna sem stendur að þessari vikulöngu dagskrá, ásamt norrænu félögunum og með styrk frá norrænu ráðherranefnd- inni. Fleiri dagskrárliðir voru fram eftir vikunni í bókasafni Hér- aðsbúa. Má þar nefna sýningu sænskrar revíu og leikritsins Hér stóð bær, sem Leikfélag Fljóts- dalshéraðs sýndi 1994, hvort tveggja sýnt á myndbandi. Í dag, fimmtudag, er dagskráin helguð Færeyjum og þá verður m.a. lesið upp á færeysku og dagskránni lýk- ur á degi íslenskrar tungu, með söng og upplestri á ljóðum Jón- asar Hallgrímssonar. Morgunblaðið/Steinunn Piparkökusöngur Torbjorns Egner fluttur á bókasafnaviku. F.v. Björn Hafþór Guðmundsson, Stefán Bragason og Eggert Sigtryggsson. Bæjarstjórinn söng piparkökusönginn Egilsstaðir Bókasafnsvika á Egilsstöðum NÚ NÝLEGA afhentu stjórnarkon- ur í Kvenfélagi Hrunamanna 19 nemendum í 9. bekk Flúðaskóla bók- ina Fíkniefni og forvarnir, sem ný- lega er komin út, sem gjöf frá kven- félaginu. Ásdís Bjarnadóttir, formaður félagsins, lagði á það áherslu í ávarpi sínu til nemendanna við þetta tækifæri að þau læsu bók þessa vandlega og hefðu hana oft við hendina, hún ætti ekki að fara upp í hillu. „Í þessari bók getið þið séð margt, til dæmis veruleg áhrif reyk- inga á líkamann ykkar þegar þið er- uð að þroskast og þið getið sjálf met- ið það hvort þið viljið láta hafa slík áhrif á líkama ykkar. Einnig áhrif áfengis og fíkniefna á líkamann. Þið skuluð taka eftir því hvað hver svona bók kostar, það er um 5.000 krónur, hér er um vandaða útgáfu að ræða.“ Ásdís sagði að það málefni sem kvenfélagið vildi styrkja þetta ár væri gjöf á þessari bók sem er ný- lega komin út. Hér væri um vandað rit að ræða sem hverjum unglingi væri hollt að lesa. „Vettvangur fé- lagsins er að styðja við málefni sem þetta og okkur fannst það vel til fundið nú,“ sagði Ásdís. Valgarður Líndal Jónsson sem nú gegnir starfi skólastjóra í stað Jóhönnu Vilbergs- dóttur þakkaði gjöfina fyrir hönd nemenda. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nemendur níunda bekkjar Flúðaskóla ásamt Valgarði Líndal Jónssyni sem nú gegnir starfi skólastjóra ásamt stjórnarkonum kvenfélagsins, Ásdísi Bjarnadóttur, Guðbjörgu Runólfsdóttur og Margréti Óskarsdóttur. Gáfu 9. bekk forvarnabókina Hrunamannahreppur ÍSTAK átti lægsta tilboð í bygg- ingu húsnæðis Saltfiskseturs Ís- lands í Grindavík. Tillaga Ís- lenskra aðalverktaka að húsnæðinu var talin best en reynd- ist hins vegar dýrust í byggingu. Fjórum verktökum var gefinn kostur á að leggja fram tilboð í alútboði á byggingu húsnæðis Saltfiskseturs Íslands sem Grinda- víkurbær og fyrirtæki og einstak- lingar standa að. Fyrirtækin lögðu fyrst fram hugmyndir sínar og teikningar og voru útfærslurnar metnar af sér- stakri matsnefnd á vegum bygg- ingarnefndar. Tillaga Íslenskra að- alverktaka fékk bestu útkomuna, 1,15 stig. Ráðgjafar fyrirtækisins eru Batteríið arkitektar og VSÓ- Ráðgjöf. Tillaga Grindarinnar ehf. sem unnin er af Teiknistofunni hf. fékk 1,06. Tillaga sem Ístak hf. lagði fram fékk 1,03 stig. Hönnuðir eruYrki arkitektar, Ásdís H. Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir arkitektar. Lægstu einkunn í þessum samanburði fékk tillaga Keflavíkurverktaka, 1,0 stig. Hún er gerð af Hönnun, Hús- um og ráðgjöf ehf., Sigurbergi Árnasyni arkitekt. Tvö tilboð undir kostnaðaráætlun Í næsta áfanga lögðu fyrirtækin fram verðtilboð í verkið, sam- kvæmt áður gerðri hönnun. Kom þá í ljós að Ístak var með lægsta tilboðið en Íslenskir aðalverktakar með það hæsta. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 115,6 milljónir kr. Tilboð Ístaks var 4 milljónum und- ir því, eða 111,5 milljónir. Kefla- víkurverktakar buðu 113,4 millj- ónir og Grindin ehf. 116,6 milljónir. Tilboð Íslenskra aðal- verktaka var hins vegar liðlega 15% yfir kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á 133,5 milljónir kr. Að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra er verið að fara yfir til- boðin og útfærslurnar. Mun ákvörðun liggja fyrir í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Ístak með lægsta tilboð í Saltfisksetur Einar Njálsson bæjarstjóri stendur við líkan og skýringar- mynd af tillögu Ístaks hf. Grindavík Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.