Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 25 UNDANFARNA mánuði hefur hópur fólks á Austurlandi unnið að því að móta aðgerðir til að undirbúa atvinnulífið í fjórðungnum fyrir ál- vers- og virkjanaframkvæmdir. Í dag funda þessir aðilar á Eskifirði, ásamt forsvarsmönnum Þróunar- stofu Austurlands, Sambands sveit- arfélaga á Austurlandi og Sam- starfsnefnd um staðarvalsathuganir iðnaðarsvæða á Reyðarfirði. Til- gangurinn er að samræma niður- stöður og móta tillögur um aðgerðir. Í kjölfar málþingsins Nýir tímar í austfirsku atvinnulífi, sem haldið var á Egilsstöðum í febrúar sl., voru mótaðir fimm faghópar í þessum til- gangi og frá þeim tíma hafa ríflega áttatíu manns unnið að verkefninu. Hóparnir greinast í þekkingargeira, þjónustu, sjávarútveg og matvæla- framleiðslu og verktaka, en þeim var skipt upp í bygginga- og jarð- vinnuverktaka og raf- og málmverk- taka. Um er að ræða bæði stór og smá fyrirtæki og einyrkja og koma þeir alls staðar að úr fjórðungnum. Fyrirtæki betur í stakk búin til að laga sig að breytingum Hóparnir hafa þegar sett fram fjölmargar hugmyndir og ábending- ar sem snerta samfélagið á Austur- landi og framþróun í austfirsku at- vinnulífi. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaaðilum er horft á umhverfið eins og það er í dag og áhersla lögð á mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að séu til staðar í þeim auknu umsvifum sem fylgja uppbyggingu stóriðju. Ályktanir og tillögur hópanna hafa víða verið til meðferðar og að- alfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sem haldinn var á Vopnafirði í ágúst sl., tók fyrir tillögur sem þeir höfðu mótað. Elín Sigríður Einarsdóttir hjá Hönnun hf. mun, ásamt Gunnari Vignissyni hjá Þróunarstofu, sjá um fundarstjórn og samantekt niður- staðna á ráðstefnunni í dag. Hún hefur haldið utan um vinnu hópanna frá því í febrúar. Elín var spurð um hvaða væntingar menn hafa til fundarins á Eskifirði. „Við höfum þær væntingar að þar komi fram framkvæmdatillögur, sem auki samkeppnishæfni fyrirtækja á Austurlandi og geri þau betur í stakk búin til að takast á við þau stóru verkefni sem framundan eru. Við ætlum svo atvinnulífinu að fylgja þessu eftir.“ Kynningarfundur vegna aðlögunar austfirskra fyrirtækja að virkjana- og stóriðjuframkvæmdum Egilsstaðir Boltinn gefinn yfir til atvinnulífsins UNNIÐ hefur verið að því að hellu-leggja Skólastíginn frá Hafnargötuog upp að gamla barnaskólanum. Verkið var boðið út í haust og samið við B.J. verktaka ehf. í Reykjavík sem áttu lægsta tilboð, upp á tæpar 13 milljónir króna. Kostnaður til viðbótar varðandi hönnun, raflýsingu o.fl. er áætlaður um 2 milljónir króna. Kaflinn sem verður hellulagður er um 200 m og mælist flöturinn um 1.200 fermetrar. Notaður er fornsteinn A sem líkist steini sem notaður var í götulagnir í gamla daga en nú þarf ekki eins og þá mannskap til þess að höggva hvern stein heldur koma steinarnir í 5 mismunandi stærðum frá Vallá í Reykjavík. Verklok verða um miðjan nóvember. Þessi hluti Skólastígsins er ein af fáum götum bæjarins sem enn eru malarbornar. Kaflinn er hluti af gamla bænum og er framkvæmdin þáttur í að fegra umhverfi gamla miðbæjarins. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þeir kunna handtökin við að helluleggja, starfsmenn B.J. verktaka, en þeim hefur miðað vel áfram við að helluleggja Skólastíginn í Hólminum. Skóla- stígurinn hellulagður Stykkishólmur FREKARI rannsóknir á hita í borholu í landi Þorpa á Gálmaströnd leiddi í ljós að hiti jókst eftir því sem neðar dró og var mun hærri en nokkur átti von á eða allt að 110°C að sögn Kristjáns Sæ- mundssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun. „Borholan var hitamæld um síðustu helgi og þá kom í ljós að þarna undir er heitt vatns- kerfi, en það liggur nokkuð djúpt eins og forrannsóknirn- ar höfðu gefið til kynna. Vatnskerfið reyndist vera 105-110°C heitt og er neðan 700 m dýpis. Vatn kom ekki í holuna að ráði. Aðallega kom það í tæpum 400 m og var það um 50°C, en einungis smáæð- ar sáust neðan 800 m. Heitt vatn á stað eins og þessum er efalaust tengt sprungum. Varðandi framhaldið þarf að haga borun þannig að í þær hittist á réttu dýpi. Þar verð- ur mest byggt á niðurstöðum úr rannsóknarholunni þegar meira liggur fyrir um hana,“ sagði Kristján. Gefur góðar vonir Matthías Lýðsson oddviti Kirkjubólshrepps er bjart- sýnn á framhaldið. „Ég verð að segja að þetta eru feikna- miklar upplýsingar sem gefa okkur vonir um góðan árang- ur.“ Undanfarin ár hafa verið boraðar á þessu svæði margar grunnar holur til hitamælinga víðs vegar um hreppinn. Þetta heit vatnskerfi eru ekki óþekkt á Vestfjörðum. Má í því sambandi nefna Reykhóla, Reykjanes við Djúp og Dufansdal í nágrenni Bíldudals, sem raunar færri þekkja. Mikill hiti en vatnið liggur djúpt Strandasýsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.