Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HERSVEITIR Norðurbandalags- ins sóttu hart fram á öllum víg- stöðvum í gær, eftir að hafa náð valdi á höfuðborginni Kabúl á þriðjudagsmorgun. Lýstu háttsett- ir menn innan bandalagsins því yf- ir í gær að aðeins um fimmtungur landsvæðis í Afganistan væri enn í höndum talibana. Misvísandi fregnir bárust fram eftir degi af vígstöðunni í Kandah- ar, höfuðvígi talibana. Í gærmorg- un bárust óstaðfestar fregnir af því að Norðurbandalagið hefði náð flugvellinum í Kandahar á sitt vald og að talibanar hefðu flúið borg- ina, en talsmaður talibanastjórn- arinnar vísaði því á bug um miðjan dag í viðtali við Al-Jazeera-sjón- varpsstöðina. Síðdegis virtist þó sem fregnir um töku flugvallarins ættu við rök að styðjast og fréttir bárust af bardögum inni í borginni sjálfri og að flótti væri brostinn á í liði talib- ana. Þá tilkynnti fyrrverandi hér- aðsstjóri í Kandahar-héraði, Gul Agha Sherzai, að hann hefði sent 200 vopnaða menn yfir landamær- in til Pakistans til að semja við tal- ibana um að láta Kandahar-borg af hendi. Talibanastjórnin hafði aðsetur sitt í Kandahar, þar á meðal leið- togi hennar, múllinn Mohammed Omar. AP-fréttastofan hafði í gær eftir háttsettum manni úr röðum talibana að Omar og „gestur“ hans, Osama bin Laden, væru „heilir á húfi.“ Talibanar hörfa Herlið talibana hörfaði á flestum vígstöðvum í gær og bandarískar herþotur gerðu loftárásir á sveitir þeirra á undanhaldinu. Í norðurhluta landsins hafa tal- ibanar dregið lið sitt að borginni Kunduz, þar sem það er umkringt. Norðurbandalagið fullyrðir að komið hafi til uppreisnar gegn tal- ibönum í fjórum héruðum í norð- austurhluta Afganistans – Laghm- an, Logar, Kunar og Nangahar – og að talibanar hafi ennfremur yf- irgefið héraðið Uruzgan í miðhluta landsins. Þá hefur Norðurbanda- lagið náð borginni Herat í vest- urhlutanum á sitt vald, en hún þykir hafa mikið hernaðargildi. Hermt er að héraðsleiðtogar hafi samið við talibana um að þeir hefðu lið sitt á brott frá borginni Jalalabad í austurhlutanum, gegnt því að mönnum þeirra yrði tryggð örugg brottför. Að sögn fréttamanns BBC í borginni Bamiyan í miðhluta Afg- anistans frömdu talibanar mikil grimmdarverk áður en þeir hörf- uðu þaðan. Þeir eru sagðir hafa lagt borgina í rúst og tekið hundr- uð karlkyns íbúa af lífi. Innanríkisráðherra Norður- bandalagsins, Yunis Qanuni, full- yrti í gær að eftir stórsókn banda- lagsins síðustu daga réðu talibanar einungis yfir 20% landsvæðis í Afganistan. Norðurbandalagið sækir hart fram eftir að hafa náð Kabúl á sitt vald Aðeins 20% Afgan- istans sögð enn í höndum talibana Reuters Ungir Afganar hlusta á tónlist í fyrsta sinn í fimm ár í miðborg Kabúl í gær, eftir brotthvarf talibana þaðan. Þeir hafa einnig skert skegg sitt, en talibanar skipuðu karlmönnum að bera a.m.k. hnefasítt skegg.                                                 !  "              !   "           # $ "  ! %  & '    "   )   $  "          ! " "  ! #  !  * +      (- . !/ + !       01 21#3  2.3 4'0  56! 6 (    76 8!6 ! 6 (  ! *9 : ;< (  = ! 6 (  ! !6 >> 7   = ! !(  Kabúl. AFP, AP. RANNSÓKNIN á flugslysinu í New York sl. mánudag beinist nú að því, hvort stél- hluti þotunnar er fórst hafi af óútskýrðum ástæðum brotnað af á flugi. Rúmlega 260 manns fórust í slysinu. Rannsóknarfulltrúar frá Bandaríska sam- gönguöryggisráðinu (NTSB) eru að reyna að átta sig á því hvers vegna hlutar af vél- inni, þ.á m. hliðarstýrið, komu niður tæpan kílómetra frá þeim stað sem meginhluti vél- arinnar lenti. Þá fundust báðir hreyflar vél- arinnar mörg hundruð metra frá stærsta hluta braksins. Þotan fórst tveim eða þrem mínútum eft- ir flugtak frá Kennedy-flugvelli upp úr klukkan níu á mánudagsmorgun að stað- artíma (upp úr kl. 14 að íslenskum tíma). Ferðinni var heitið til höfuðborgar Dóm- iníska lýðveldisins. Þotan var af gerðinni Airbus A-300-600R og var í eigu American Airlines. Hliðarstýri vélarinnar fannst í sjónum í Jamaica-flóa, og svo virtist sem það hefði hreinlega brotnað af búk vélarinnar. Án hliðarstýrisins hefði verið lítill vegur fyrir flugmennina að hafa nokkra stjórn á vél- inni. Rannsóknarfulltrúar segja að bráða- birgðaathugun bendi til að sprunga hafi verið í hliðarstýrinu sjálfu, en ekki skrúf- boltunum sem halda því föstu við búkinn. Þá eru fulltrúar NTSB ennfremur að rannsaka hvort ókyrrð í kjölfar Boeing 747- þotu Japan Airlines, sem fór í loftið næst á undan Airbus-vélinni, kunni að hafa átt þátt í því hvernig fór. Boeing-þotan, sem er mun stærri en Airbus-vélin, fór á loft tveim mín- útum og 20 sekúndum á undan, og var í rúmlega 11 km fjarlægð. Hefði tímamun- urinn og fjarlægðin átt að vera meira en nóg til að engin vandræði sköpuðust vegna ókyrrðar, en á segulbandsupptöku úr stjórnklefa þotunnar sem fórst má heyra orð sem benda til að vélin hafi lent í ókyrrð. Við rannsókn flugslysa er fylgt útilok- unaraðferð. Allar hugsanlegar orsakir eru útilokaðar uns aðeins er einn möguleiki eft- ir. Engu skiptir hversu ólíklega hann hljómar, hann er svarið. Þessari aðferð er fylgt við leitina að orsökum slyssins er varð sl. mánudag. Eitt það fyrsta sem talið var koma helst til greina var að bilun eða sprenging í hreyfli hefði valdið því að vélin fórst. Hún var knúin tveim General Electric CF6- 80C2-hreyflum. Fram hefur komið ein vís- bending um að áhöfnin hafi talið að hægri hreyfillinn hefði misst afl. Hliðarstýrið var stillt á tíu gráður til vinstri, sem bendir til að flugmennirnir hafi reynt að nota það til að spyrna á móti. Samt virðist sem vinstri hreyfillinn hafi brotnað af fyrst. Og suma rannsóknarfull- trúa er farið að gruna að hliðarstýrið hafi dottið af vélinni áður en hreyflarnir brotn- uðu af. Festingarnar á hliðarstýrinu reynd- ust óskemmdar, en svo virðist sem gallans kunni að vera að leita neðst í hliðarstýrinu, sem er smíðað úr samsettu efni. Framleið- endur segja þetta samsetta efni vera sterk- ara en málma, og er það mikið notað við smíði á farþegaflugvélum og herflugvélum þar eð það er mun léttara en málmur. George Black, rannsóknarfulltrúi hjá NTSB, sagði þó, að ekkert hefði komið fram sem benti til stórfelldrar bilunar í hreyfli. Vangaveltur voru um fyrri bilanir og slys er orðið hafi þar sem um hafi verið að ræða þessa tilteknu hreyfilgerð. Black taldi ennfremur ólíklegt að fugl hefði lent í hreyfli þotunnar í flugtakinu. Engar vís- bendingar hefðu fundist um slíkt. Hann ítrekaði þó, að engar endanlegar niðurstöð- ur væru komnar fram. Þá greindi Black frá því á þriðjudaginn að flugriti vélarinnar, sem skráir tækni- legar upplýsingar um flugið, væri kominn í leitirnar. Hinn flugritinn, segulbandsupp- taka úr stjórnklefanum, fannst á mánudag- inn. Black tjáði fréttamönnum að á seg- ulbandsupptökunni mætti heyra að vélin hefði tekið að nötra einni mínútu og 47 sek- úndum eftir flugtak. Fram að því hafði ekk- ert óeðlilegt komið fram. Um það bil sjö sekúndum eftir að fyrst mátti heyra vélina nötra lét flugstjórinn, Edward States, orð falla um að vélin hefði lent í ókyrrð í kjölfar vélarinnar á undan. Öðrum sjö sekúndum síðar heyrðist vélin aftur nötra. Strax á eftir heyrist flugmað- urinn, Sten Molin, sem stjórnaði vélinni í flugtakinu, segja að auka þyrfti þrýstikraft hreyflanna. Síðan má ráða af orðum flug- mannanna að þeir séu að missa stjórn á vél- inni. Það var tveim mínútum og sautján sekúndum eftir að vélin hóf flugtak. Upp- tökunni lýkur 17 sekúndum síðar. Vísbending um að hliðarstýrið hafi brotnað af á flugi AP Stórum hluta hliðarstýris Airbus A300-þotunnar sem fórst á mánudaginn sést hér lyft á land eftir að það fannst á botni Jamaica-flóa við New York. New York. Los Angeles Times, Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.