Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 30
ERLENT
30 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÁTT fyrir ágreining um þær
áætlanir Bandaríkjamanna að
koma sér upp eldflaugavarnakerfi
voru þeir George W. Bush Banda-
ríkjaforseti og Vladímír Pútín
Rússlandsforseti sammála um það á
fundi sínum í Washington í fyrra-
kvöld að alger þáttaskil hefðu orðið
í samskiptum ríkjanna. Lýstu báðir
vilja sínum til að tryggja að breyt-
ingarnar væru varanlegar og fram
kom að ákvörðun þeirra um að
boða hvor fyrir sig einhliða fækkun
kjarnaodda væri til marks um að
þeir vildu sýna vilja sinn í verki.
Bush reið á vaðið og tilkynnti að
Bandaríkin hygðust fækka í kjarn-
orkuvopnabúri sínu um tvo þriðju á
næsta áratug og svaraði Pútín í
sömu mynt. Yfirlýsingar leiðtog-
anna þýða að sá fjöldi kjarnorku-
vopna, sem ríkin beina hvort gegn
öðru, hefur ekki verið minni síðan á
sjöunda áratugnum. Yfirlýsing-
arnar þóttu merkilegar því fram
að þessu hafa ákvarðanir um fækk-
un kjarnorkuvopna nánast ein-
göngu verið teknar að afloknum
löngum og ströngum samninga-
viðræðum landanna. Nú komu þær
að afloknum þriggja klukkustunda
löngum fundi Pútíns og Bush og
lýstu forsetarnir því yfir við lok
fundarins að tíðindin mörkuðu
nýja tíma í samskiptum Rússlands
og Bandaríkjanna. Samskipti land-
anna yrðu hér eftir byggð á tryggð
við gildi lýðræðisins, hinn frjálsa
markað og lög og reglu. „Bandarík-
in og Rússland hafa hrist af sér arf-
leifð kalda stríðsins. Hvorugt lítur
nú á hitt sem óvin eða ógnun,“ sagði
í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra.
Mátti þó greina að Pútín var öllu
áfjáðari í að festa samkomulag um
fækkun kjarnavopna á blað. Bush
lét hins vegar í ljós þá skoðun að
„endalausar“ viðræður um þau mál
væru óþarfar í ljósi þess trausts
sem nú ríkti milli forsetanna.
Árásin á Bandaríkin olli
stakkaskiptum á sambandinu
Engum blandast hugur um að
árásirnar á Bandaríkin 11. sept-
ember sl. hafa haft mikil áhrif á
samskipti Bush og Pútíns. Þeir
hafa snúið bökum saman í barátt-
unni gegn hryðjuverkamönnum og
fram kom í máli Bush nú að hvor
tveggja styddi þá tillögu Samein-
uðu þjóðanna að samsteypustjórn
ýmissa afla tæki við völdum í Afg-
anistan eftir að talibönum hefur
þar verið bolað frá.
Bush sagði á fréttamannafundi
sem hann hélt með Pútín að sú ver-
öld sem nú blasti við leiðtogum
Bandaríkjanna og Rússlands væri
gjörólík þeirri sem forverar þeirra
í starfi vöndust. Sagði Bush að þeir
Pútín legðu áherslu á náið samstarf
til að bregðast við þeim nýju ógn-
um sem 21. öldin færði mönnum, á
sama tíma og þeir væru að reyna
að binda endahnútinn á deilur 20.
aldarinnar í eitt skipti fyrir öll.
Snerust viðræður þeirra Bush og
Pútíns á þriðjudag fyrst og fremst
um þau tíðindi sem borist höfðu frá
Afganistan, um að talibanar hefðu
flúið höfuðborgina Kabúl.
Báðir lýstu áhyggjum sínum
vegna frétta um mannréttindabrot
hermanna Norðurbandalagsins í
borginni Mazar-e-Sharif og víðar
gagnvart grunuðum stuðnings-
mönnum talibanastjórnarinnar.
Meðal annarra mála, sem forset-
arnir settu á blað til að færa sönn-
ur á hið nýja vináttusamband, má
nefna yfirlýsingu þeirra um að „all-
nokkur áhersla“ yrði lögð á að
hraða inngöngu Rússa í Heims-
viðskiptastofnunina, WTO.
Ennfremur hétu þeir því að
leggja áherslu á að koma í veg fyr-
ir útbreiðslu eiturefna- og sýkla-
vopna. Loks lýstu þeir vilja sínum
til að auka viðskiptaleg tengsl
Rússlands og Bandaríkjanna.
Vel fór á með forsetum Bandaríkjanna og Rússlands á fundi þeirra í Hvíta húsinu í Washington
Þáttaskil í samskiptum þjóðanna
Reuters
Vladímír Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjaforseti ræðast við í forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í Washington á þriðjudag.
Washington. AFP, The Washington Post.
YFIRLÝSING George W. Bush,
forseta Bandaríkjanna, um mikla,
einhliða fækkun kjarnorkuvopna
hefur vakið verulega athygli en
hann tilkynnti um hana á fundi sín-
um með Vladímír Pútín, forseta
Rússlands, í Washington í fyrradag.
Pútín greindi svo frá því í gær, að
rússneska stjórnin hygðist fækka
sínum kjarnavopnum hlutfallslega
jafn mikið. Bandarískir hernaðar-
og afvopnunarsérfræðingar segja
þó, að hér sé ekki allt sem sýnist.
Talið er, að Bandaríkjamenn eigi
um 7.000 langdræga kjarnaodda en
samkvæmt yfirlýsingu Bush verður
þeim fækkað um tvo þriðju á einum
áratug þannig að eftir verði um
1.700 til 2.200. Rússar eiga í sínu
vopnabúri um 6.000 langdræg
kjarnavopn og þeim verður fækkað í
2.000.
Þetta lítur vel út en bandarísku
sérfræðingarnir segja, að búið hafi
verið að ákveða að eyða mörgum
þeirra 4.000 kjarnaodda, sem Bush
hyggst fækka um á næsta áratug.
Þá hafi hann einnig tekið fram, að
fækkunin myndi aðeins ná til kjarn-
orkueldflauga, sem nú er unnt að
beita, en það þýðir, að þær, sem ver-
ið er að vinna við, til dæmis vegna
viðhalds og viðgerða, eru undan-
skildar.
Hvað sem þessu líður verður um
að ræða verulega fækkun en Rússar
hafa á síðustu mánuðum viðrað þær
hugmyndir sínar, að stórveldin tvö
láti sér nægja að eiga 1.000 til 1.500
langdræg kjarnavopn hvort.
Gagnkvæmt traust
„Það, sem gerst hefur, er, að
Bandaríkjamenn og Rússar eru
farnir að treysta hvorir öðrum,“
segir Peter Huessy, ráðgjafi Bush í
varnarmálum, og maður, sem er
mjög kunnugur flestu, sem lýtur að
langdrægum kjarnavopnum. „Það
má heita næstum útilokað, að það
kreppuástand geti komið upp, að
annað ríkið óttist fyrirvaralausa
kjarnorkuárás frá hinu. Jafnvel þótt
ágreiningur komi upp á milli
ríkjanna, er engin hætta á, að við
honum verði brugðist með kjarn-
orkuvopnaviðbúnaði.“
Þeir, sem berjast fyrir enn meiri
afvopnun, eru samt ekki ánægðir og
segja, að yfirlýsing Bush geri ekkert
til að eyða kaldastríðstortryggninni,
sem enn lifi þrátt fyrir bætt sam-
skipti. Þeir segja ennfremur, að
Bush hafi ekki minnst á nokkur þús-
und kjarnasprengna og kjarnaodda
í geymslum víðs vegar um Banda-
ríkin en þær megi taka aftur í notk-
un.
Clinton og Jeltsín
sömdu um það sama
Afvopnunarsérfræðingurinn Ro-
bert S. Norris segir, að Bush hafi í
raun engu breytt með yfirlýsingu
sinni og í raun aðeins staðfest þann
samning, sem forsetarnir fyrrver-
andi, Bill Clinton og Borís Jeltsín,
voru sammála um 1997 en sam-
kvæmt honum skyldu ríkin fækka
langdrægum kjarnaoddum sínum í
2.000 til 2.500. Þessi samningur var
hins vegar aldrei undirritaður.
Búist er við, að fækkað verði í öll-
um vopnakerfum þannig að heildar-
kerfið verði það sama og áður en
ekki er vitað hvað gert verður við
þau vopn, sem tekin verða úr notk-
un, hvort þeim verður eytt eða sett í
geymslu.
Í fyrri samningum hefur alltaf
verið tekið fram hvernig vopnin
skuli tekin í sundur og hve lengi
samningsaðilar geti sannreynt, að
eftir því hafi verið farið. Á fundi
Bush og Pútín í Washington nú hef-
ur hins vegar ekkert verið talað um
samninga og ekki einu sinni víst, að
um verði að ræða einhverja form-
lega undirskrift.
Ekki vitað um fjölda „litlu“
kjarnorkusprengnanna
Daryl Kimball, framkvæmda-
stjóri samtakanna Arms Contol As-
sociation, segir eins og áður er
minnst á, að þeir Bush og Pútín hafi
aðeins talað um að fækka þeim
kjarnavopnum, sem nú eru virk eða
tilbúin til notkunar, en það þýði, að
undan séu skilin 4.000 til 15.000
rússnesk kjarnavopn, minni en þau
langdrægu en samt mjög öflug. Um
þessi vopn hafi ekki verið gerðir
neinir samningar og því sé ekki vit-
að hve mörg þau eru. Kimball segir,
að það sé einmitt hætta á, að þessum
vopnum sé stolið eða þau seld mönn-
um á borð við Osama bin Laden.
Ákvörðun George W. Bush og Vladímírs Pútíns um að fækka langdrægum kjarnaoddum
Mikilvægt skref
en ekki er
allt sem sýnist
AP
Bandarísk Títan-eldflaug með kjarnaoddi sést hér í skotstöðu.
Washington. Los Angeles Times.