Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 32

Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÓKATÍÐINDI 2001 eru komin út. Í þeim er að finna kynningu á 486 verkum. Þar af eru íslensk skáldverk, skáldsögur og smásög- ur fyrir fullorðna, 57 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Þar má finna bækur eftir marga af kunn- ustu skáldsagnahöfundum þjóðar- innar. Ljóðabókum fjölgar, þær eru 32 í þessum Bókatíðindum en voru 30 á síðasta ári. Íslenskar barnabækur eru nú 49 sem er svipað og á árabilinu 1997 til 1999 en heldur færra en á síðasta ári. Þá koma út 37 ævisögur og við- talsbækur á þessu ári. Hér er ekki alltaf um ný verk að ræða, eldri verk eru endurútgefin og talsvert er um hljóðbókaútgáfu á útkomn- um skáldsögum. Í ár koma út 66 handbækur sem er talsvert meira en undanfarin ár. Má meðal annars finna allmargar bækur um hjónaband, ást, vináttu og kynlíf. Bækur um stjörnuspeki, spádóma og listina að spá eru einnig í þessum flokki og fjöldi bóka með safni spakmæla. Þegar litið er til ljóðabókanna má sjá að karlmenn eru í miklum meirihluta sem ljóðskáld. Í Bóka- tíðindum 2001 eru ljóðabækur eftir 23 karlmenn en aðeins fimm skrif- aðar af konum. Konur eru því að- eins rúmlega 15% ljóðskálda á þessum lista. Heldur jafnari eru tölurnar í flokknum íslensk skáld- verk. Þar eru 39 höfundar karlar og 18 af höfundunum konur. Hlut- fall kvenna er því um 30%. Í flokki barnabóka eru konur hins vegar fjölmennari en karlar og eru þær 57% höfunda. Undir titlinum Fræðibækur og bækur almenns efnis er 91 verk. Tónlist, stjórnmál, jarðfræði, bók- menntafræði, sagnfræði, heim- speki, trúmál og kynlíf flokkast með fræðunum að þessu sinni. Í Bókatíðindum er einnig að finna margmiðlunardiska, geisladiska sem fylgja bókum og hljóðbækur. Í Bókatíðindum er gefið upp leiðbeinandi verð bóka. Það nær allt frá 290 krónum fyrir litla barnabók upp í tæplega tuttugu þúsund fyrir viðamiklar fræðibæk- ur. Fjölgun á nýjum skáldsögum ÞAÐ verður rússneskt kvöld hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld; einleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld allir af rússnesku bergi brotnir. Einleikari kvöldsins er enginn annar en píanósnillingurinn Dimitri Alexejev, sem þykir einn fremsti píanóleikari heims; Alex- ander Anissimov heldur um tón- sprotann og tónskáldið eitt hið ást- sælasta úr gerskum ranni, Pjotr Tsjajkovskíj. Verkin sem leikin verða eru tvö, Píanókonsert nr. 2 í G-dúr ópus 44 og Sinfónía nr. 6 í h-moll ópus 74, sem kölluð er „Pathétique“. Sin- fónían er eitt þekktasta verk Tsjajkovskíjs og ein mest leikna sinfónía allra tíma. Þetta er dramatískt verk, þar sem saman þykja fara ægifagrar laglínur, og tilfinningalegt rót. Notar óspart dökka liti Hann samdi verkið á örskömm- um tíma árið 1893, en taldi það jafnframt sjálfur sitt besta verk og sagði að miklar tilfinningar lægju að baki því. Hann notar óspart dökka liti hljómsveitarinnar, og oft þykir tónvefurinn rísa á drama- tískan hátt í sterka og áhrifamikla toppa áður en lygnir á ný. Hann valdi verkinu nafnið Pathétique, þar sem honum þótti orðið lýsa vel þjáningunni í því. Nokkrum dög- um eftir frumflutning verksins fyr- irfór Tsjajkovskíj sér, að því er talið er, til að binda enda á tilfinn- ingalegar þjáningar vegna sam- kynhneigðar sinnar. Vinsældir Píanókonserts númer 2 hafa aldrei verið jafn miklar og sjöttu sinfóníunnar, að ekki sé talað um fyrsta píanókonsert Tsjajkovskíjs, sem er einn ástsæl- asti einleikskonsert allra tíma. Einleikari kvöldsins, hinn heims- þekkti rússneski píanóleikari Dim- itri Alexejev, segir annan píanó- konsertinn um margt sérstakt og óvenjulegt verk. „Þessi píanókons- ert náði aldrei jafn miklum vin- sældum og sá fyrsti, – uppbygging hans þótti sérkennileg og óhefð- bundin, og jafnvel í Rússlandi var hann ekki leikinn mjög oft. En nú á dögum heyrist konsertinn æ oft- ar og ég nýt þess mjög að leika hann með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands.“ Dimitri Alexejev þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann er spurður að því hvort hann muni eftir því þegar hann heyrði verkið fyrst. „Já, ég man það, en það er orðið mjög langt síðan. Þá var sjálfur Emil Gilels í einleikshlut- verkinu, en hann var einn af fáum píanóleikurum sem léku þetta verk í þá daga.“ Aðspurður um hvort það sé ekki erfitt að leika píanókonsert sem stendur í skugga annars miklu frægari píanókonserts tónskálds- ins segir Alexejev svo ekki vera. „Fyrsti píanókonsert Tsjajkovskíjs er mikið meistarverk; – allir þekkja hann og dá. En það er sannarlega kominn tími til að fólk læri að meta fleiri verk hans, eins og þetta, sem er þrátt fyrir allt stórkostlegt verk.“ Dimitri Alex- ejev segir það jafnan ánægjuefni að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en það hefur hann gert þrisvar áður. „Þetta verk krefst mikils af hljómsveitinni. Fiðlur og selló, og reyndar hljómsveitin öll eru með langa einleikskafla sem reyna á, en mér finnst hljómsveit- in standa sig frábærlega vel.“ Dmitri Alexejev þykir einn af fremstu tónlistarmönnum heims. Hann byrjaði ungur að læra á pí- anó, og komst í einn helsta tónlist- arskóla Moskvuborgar og þaðan í Tónlistarháskólann í Moskvu. Meðan á námi hans þar stóð, tók hann þátt í margri alþjóðlegri keppni og náði framúrskarandi ár- angri, s.s. í Enescu-keppninni í Búkarest og Tsjajkovskíj-keppn- inni 1974, en 1975 hlaut hann fyrstu verðlaun í tónlistarkeppn- inni í Leeds. Hljómsveitarstjórinn Alexander Anissimov er einnig Rússi og hef- ur getið sér gott orð um víða ver- öld sem góður hljómsveitarstjóri. Meðal merkra hljómsveita sem hann hefur stjórnað má nefna Sin- fóníuhljómsveit Lundúna. Hann hefur unnið við og stjórnað óp- eruuppfærslum í San Francisco- óperunni, Bastilluóperunni í París, Liceu-óperuhúsinu í Barcelona og Ríkisóperunni í Hamborg. Aniss- imov hefur stjórnað Sinfóníuhljóm- sveit Íslands nokkrum sinnum á síðustu misserum. Vegna þján- ingarinnar Morgunblaðið/Ásdís Dimitri Alexejev á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rússinn Dimitri Alexejev er einleikari á Sinfóníutónleikum í Háskólabíói í kvöld NAFN Andra Snæs Magnasonar vakti fyrst verulega athygli er hann gaf út Bónusljóð sín 1996. Áður hafði komið út eftir hann ljóðabókin Ljóða- smygl og skáldarán (1995) og smá- sagnasafnið Engar smá sögur (1996). Í hittiðfyrra kom svo út barnabókin Blái hnötturinn og sló í gegn. Andri hlaut sama ár þriðju verðlaun í leik- ritasamkeppni Þjóðleikhússins fyrir samnefnt leikrit, sem frumsýnt var í fyrra og enn er hægt að sjá á stóra sviði Þjóðleikhússins. Bókin var svo fyrst íslenskra barnabóka til að færa höfundi sínum Íslensku barnabókaverðlaunin í febrúar á sl. ári. Leikverk Andra Snæs, Náttúruóperan, var samin fyr- ir og leikin af Leikfélagi Menntaskól- ans í Hamrahlíð (1999). Andri Snær fjallaði um ljóð Ísaks Harðarsonar í lokaritgerð sinni í ís- lensku í Háskóla Íslands (gefin út 1999). Hann ritaði einnig inngang að heildarútgáfu á ljóðum Ísaks (2000). Andri Snær valdi í samvinnu við Rósu Þorsteinsdóttur rímur og sá um útgáfu á þeim á geisladisk undir nafninu Raddir (1998). Annar geisla- diskur, Flugmaður (1999), inniheldur ljóð hans við tónlist múm. Auk þess hefur hann birt fjölmargar greinar og ljóð í dagblöðum og tímaritum, skipulagt ljóðaflutning og víða lesið upp eigin ljóð. Andri Snær vinnur nú, skv. viðtali sem Halldóra Friðjóns- dóttir tók við hann og flutt er í kjölfar leikritsins, að ritun skáldsögu. Þrennt hefur ein- kennt höfundarferil Andra Snæs Magna- sonar hingað til: hug- myndaauðgi, djörfung og skortur á sjálfsgagn- rýni. Það er nauðsyn- legt hverjum höfundi að fá nýjar og snjallar hugmyndir og að hafa sjálfstraust til að hrinda þeim í fram- kvæmd. En sérhvert skáld þarf líka að hafa til að bera hæfileikann til að fara yfir eigið verk að því loknu og dæma sjálft um hvort hugmyndirnar eigi jafn mikinn rétt á sér komnar á blað og þær virtust fyrst komnar upp í kollinum. Þetta má heimfæra upp á útgefin ljóð Andra Snæs, sem eru mjög misjöfn að gæðum, og leikverk hans. Í leikritinu Bláa hnettinum tókst honum að beisla hugsjónaflóðið og úr varð beitt ádeila; þetta tókst miklu síður í Náttúruóperunni. Þetta mistekst algerlega í Hlauptu, náttúrubarn. Margar hug- myndirnar eru í fljótu bragði snið- ugar. Það mistekst hins vegar alger- lega að koma þeim í leikrænan búning. Samskipti persónanna tveggja, Örvars og Ástu, eru ekki leikræn þar sem þau eru á sama máli um allt sem raunverulega skiptir máli. Smávægilegar deilur þeirra snúast um atriði sem vega ekki nógu þungt til að skapa átök í verkinu, þrátt fyrir hávær hróp og köll. Það er athygl- isvert að þriðja persónan, sem gæti haft ýmislegt fram að færa, er kefluð í verkinu, og algjörlega á valdi hinna persónanna. Ef til vill hefði verkið lifnað við ef henni hefði verið leyft að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Hljóðmyndin er mjög vel heppnuð, t.d. fæst sterk tilfinning fyrir bílnum, jafnt innan hans, sem því þegar hann ekur fram hjá nátt- úrudýrðinni. Rímnalesturinn og stórfengleg tónlistin kemur verkinu ekki áleiðis heldur hljómar á endan- um eins og endurtekin síbylja í sam- bland við eintóna orð- ræðuna. Hlín Agnarsdóttir segir í viðtali sem birt- ist í DV á laugardaginn (bls. 16) að „Maður má auðvitað nota þekktar persónur sem þátttak- endur í atburðum þar sem skáldsögupersón- ur eru í aðalhlutverki. Forsætisráðherra og biskup mega vera í minningarathöfn í skáldsögu. En ég get ekki fjallað um þá og líf þeirra á sama hátt og ég ræð yfir skáldsagna- persónum, nema þeir heiti öðrum nöfnum en þeir heita.“ Það er t.d. ekki nóg að kalla raun- verulegt fólk gælunöfnum til að mega gera það að sínum persónum. Þessa reglu brýtur Andri Snær eftirminnilega. Hann tekur raun- verulega manneskju og ekki einungis fjallar um hennar líf eins og um per- sónu í leikriti sé að ræða heldur end- ar þetta líf jafn léttilega eins og Jó- hann Sigurjónsson lét varpa Tótu í fossinn forðum. Hann verður að læra að þótt hann berjist fyrir sönnum málstað má hann ekki nota hvaða brögð sem hugsast getur til að fá réttlætinu framgengt. Slíkar aðferð- ir setja óafmáanlegan, svartan blett á baráttuna fyrir sannleikanum. Það verður að leyfa persónum, bæði raunverulegum og ímynduðum, að fá að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi og læra að leysa málin málefna- lega. Hæðnin sem einkennir umfjöll- un höfundar um hina „jákvæðu hryðjuverkamenn“ kemst ekki til skila þegar verkið er skoðað í þessu ljósi, boðskapurinn fer fyrir lítið og verkið allt verður vindhögg í barátt- unni fyrir málstaðnum góða. Leikararnir, Bergur Þór Ingólfs- son og Harpa Arnardóttir, lögðu sig alla fram og áttu stóran hlut í per- sónusköpuninni sem einstaka sinn- um kveikti líf í textanum. En þjóð- ernisrómantíkin bar þau ofurliði í einhliða málflutningi sínum í átaka- lítilli leikstjórn Hjálmars Hjálmars- sonar. Andri Snær Magnason LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Andri Snær Magnason. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Hljóðmynd: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson og Harpa Arnardóttir. Frumflutt sunnudaginn 11. nóvember; endurtekið fimmtudaginn 15. nóvember. HLAUPTU, NÁTTÚRUBARN Vindhögg Sveinn Haraldsson LESIÐ verður úr nýjum og vænt- anlegum skáldsögum og smásögum á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar í kvöld, fimmtu- dagskvöld. Eftirtaldar bækur verða kynntar: Kvöldljósin eru kveikt: Kristín Marja Baldursdóttir, Næt- urluktin: Gyrðir Elíasson, Hamingj- an hjálpi mér I og II: Kristín Ómars- dóttir, Jöklaleikhúsið: Steinunn Sigurðardóttir. Hljómsveitin Rússíbanarnir leika nokkur lög af nýja disknum sínum Gullregninu. Bókakynning og tónlist á Súfistanum Nýja limru- bókin er eft- ir Gísla Jóns- son. Efni bók- arinnar er tvískipt: fyrst er ít- arleg ritgerð um limrur, þær út- skýrðar með dæmum og saga þeirra rakin. Seinni hlutinn geymir limrur eftir Hlymrek handan og fé- laga. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 96 bls., prentuð í Lett- landi. Verð: 2.480 kr. Nýjar bækur Gísli Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.