Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 38

Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 38
EFTA-ríkin hafa gert upphug sinn um að fara framá það við Evrópusam-bandið að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði tekinn til endurskoðunar. Á fundi EES-ráðsins í Lúxemborg í síðasta mánuði voru slíkar óskir settar fram. Ástæðan fyrir því að kröfur um end- urskoðun eru settar fram á þessum tíma, er einkum sú að í væntanlegri stækkun Evrópusambandsins til austurs, sem jafnframt verður stækkun EES, sjá menn eina tæki- færið um langa hríð til að ná fram einhverjum breytingum á samn- ingnum. Aftur á móti hafa Ísland og Noregur, mismunandi skoðanir á því hversu langt skuli ganga í kröfugerð á hendur ESB og innan Evrópusam- bandsins er afar takmarkaður áhugi á að koma til móts við slíkar kröfur. Á undanförnum misserum hafa þær raddir orðið háværari, bæði á Íslandi og í Noregi, sem telja EES- samninginn gallaðan og að þróun hans hafi ekki fylgt þróun Evrópu- sambandsins sem skyldi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur m.a. bent á að eftir gildistöku EES hafi ESB þróað ýmis ný samstarfs- svið, sem ekki falli beint undir ramma EES en teljist hluti innri markaðarins. Því sé nauðsynlegt að semja við Evrópusambandið um út- víkkun á gildissviði samningsins (eins og heimild er til í 118. grein hans). Halldór hefur jafnframt gert að umtalsefni dvínandi áhrif EFTA- ríkjanna á mótun ákvarðana um nýja EES-löggjöf og þá staðreynd, að í EES náðist ekki fram full frí- verzlun með fisk. Skoðanamunur Íslands og Noregs Halldór Ásgrímsson tók hug- myndir um endurskoðun EES- samningsins upp innan EFTA sl. vor en mætti til að byrja með takmörk- uðum áhuga norskra stjórnvalda, sem hafa viljað fara mun hægar í sakirnar. Í þreifingum við fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins kom jafnframt fram að þar á bæ væri enginn áhugi á að taka upp við- ræður um breytingar á EES. Hall- dór fylgdi málinu hins vegar eftir við Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, sem situr nú í forsæti ráð- herraráðs ESB, er Michel kom í heimsókn til Íslands í ágúst sl. Michel sýndi skilning á sjónarmiðum Halldórs og eftir fund þeirra komst hreyfing á málið innan fram- kvæmdastjórnarinnar, sem nú hefur léð máls á viðræðum um endurskoð- un þótt hún túlki svigrúm til slíks af- ar þröngt. Fundur Halldórs og Michels olli nokkrum titringi í Noregi, en í ágúst var kosningabaráttan þar í algleym- ingi. Norski Miðflokkurinn, sem hef- ur lagzt öndverður gegn hvers kyns nánari tengslum við ESB, reyndist ákaflega tortrygginn á hugmyndir um endurskoðun EES og útvíkkun samningssviðsins. Í fjölmiðlum lýsti Espen Barth Eide, aðstoðarráðherra í norska ut- anríkisráðuneytinu, því þá yfir að það væri ekkert vit í að knýja á um endurskoðun EES og EFTA-ríkin myndu fremur tapa á því en græða. Um leið og farið yrði að semja um kröfur EFTA-ríkjanna myndu opn- ast flóðgáttir nýrra mótkrafna frá Suður-Evrópuríkjum sem hefðu ekki talið samninginn sér nógu hag- stæðan í upphafi. Eide nefndi ekki hvers konar kröfur yrði um að ræða, en á meðal þess, sem suðlægari ríki kröfðust í viðræðunum um myndun EES – og sumar þessar kröfur hafa aftur skotið upp kollinum síðar – er meiri veiðiheimildir í efnahagslög- sögu EFTA-ríkjanna, betri aðgang- ur fyrir landbúnaðarafurðir frá ESB og hærri greiðslur EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð fyrir fátækari ríki ESB. Eide sagði í samtali við norska dagblaðið Aftenposten þremur dög- um fyrir kosningarnar 10. septem- ber að Ísland og Noregur væru sam- mála um greiningu vandans, þ.e. að EFTA-ríkjunum væri æ meir ýtt til hliðar í samstarfinu við ESB, en fremur en að fara fram á breytingar á EES-samningnum yrði að reyna að nota betur tækifærin, sem fælust í óbreyttum samningi. Miðflokkur- inn gæti því tekið lífinu með ró. Meiri vilji í Noregi eftir kosningar Ummæli Eides verður að skilja í ljósi stöðunnar í norsku kosninga- baráttunni á þessum tíma. A.m.k. er ljóst að á sama tíma og fulltrúar rík- isstjórnar Verkamannaflokksins töl- uðu með þessum hætti var unnið af fullum krafti að því innan EFTA að skilgreina kröfur á hendur ESB um endurskoðun á EES. Fljótlega eftir kosningarnar viðurkenndi Eide í öðru viðtali við Aftenposten að verið væri að tala um vissa endurskoðun á EES, en það væri „tæknileg upp- færsla“ og ekki væri um að ræða að taka upp víðtækar viðræður um breytingar á samningnum. Af samtölum við norska heimild- armenn má ætla að þótt Norðmenn séu nú tilbúnir í „tæknilega upp- færslu“ telji þeir með öllu óraunsætt að ætla að ganga lengra í kröfum á hendur Evrópusambandinu. Sumir telja reyndar að ekki sé allt sem sýn- ist í þessum efnum; þannig séu margir í norska stjórnkerfinu sem vilji ekki að EES-samningurinn verði of góður, því að slíkt myndi létta þrýstingi af stjórnvöldum að sækja í þriðja sinn um aðild að ESB. Þetta hafi sérstaklega átt við í tíð stjórnar Verkamannaflokksins. Nú hafa hins vegar orðið stjórnarskipti í Noregi. Nýi utanríkisráðherrann, Jan Petersen, formaður Hægri- flokksins, er vissulega hlynntur aðild að ESB en situr í stjórn með flokk- um sem eru reiðubúnir að lifa með EES fremur en að sækja um aðild. En hver er þá munurinn á „tækni- legri uppfærslu“ og víðtækari end- urskoðun EES? Innan EFTA er nú rætt um fjóra hugsanlega þætti end- urskoðunar, sem ganga mjög mis- langt. Tvo fyrstu þættina má telja til tæknilegrar uppfærslu, en tveir þeir síðari ganga mun lengra. Tekið mið af breytingum á Rómarsáttmálanum Fyrsti þátturinn snýr að því að uppfæra ákvæði EES-samningsins til samræmis við breytingar á stofn- sáttmála Evrópusambandsins, Róm- arsáttmálanum, sem átt hafa sér stað eftir að EES-samningurinn gekk í gildi. EES var upphaflega þannig úr garði gerður að flestar greinar hans áttu sér efnislega sam- svörun í grein í Rómarsáttmálanum. Með tilkomu Maastricht-, Amster- dam- og Nice-samninganna hafa orðið verulegar breytingar á Róm- arsáttmálanum. Bætt hefur verið við samstarfssviðum, sem tengjast innri markaðnum en eiga sér enga laga- lega samsvörun í EES-samningn- um. Sem dæmi er nefnt að í sáttmála ESB sé gert ráð fyrir aðgerðum gegn hvers konar mismunun á grundvelli annars en þjóðernis, t.d. kynferðis, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar o.s.frv. en lagastoð skorti fyrir slíku í EES-samningn- um. Annað dæmi eru ákvæði í sátt- mála ESB um samþættingu um- hverfissjónarmiða við alla starfsemi sambandsins, í þágu sjálfbærrar þróunar, en um umhverfisvernd er aðeins farið almennum orðum í meg- inmáli EES-samningsins. Miklu fleiri dæmi eru um slíkt misræmi. Að mati EFTA-ríkjanna kemur þetta niður á meginmarkmiði EES-samningsins, sem er að skapa einsleitt efnahagssvæði, þar sem sömu reglur gilda fyrir fyrirtæki og einstaklinga, bæði í ESB- og EFTA- ríkjunum. EFTA-ríkin hafa að und- anförnu legið undir ámæli frá Chris Patten, sem fer með utanr framkvæmdastjórn ESB, vera sein að leiða í landslö reglur Evrópusambandsi orðið hafa hluti EES-sam EFTA-ríkin segja að fy kvarti undan því að einsleit afleiddri löggjöf EES-sam hljóti sambandið að vera andi að sama einsleitni sé frumlöggjöf efnahagss meginmáli sjálfs EES-sam Það eigi því að vera gag hagsmunir ESB og EFTA að misræmið verði lagfært. Betri lagastoð fyr nefndaþátttöku Annar þáttur hugsanleg urskoðunar EES-samnings reyna að fá betri lagalega völl fyrir þátttöku EFTA-r margs konar nefndum á framkvæmdastjórnar Evr bandsins, þar sem undir nýrrar EES-löggjafar fe Framkvæmdastjórnin hefu andi mæli hafnað þátttöku inga EFTA-ríkjanna í nef og borið fyrir sig ónóga lag ir slíku. Bæði á Íslandi og hafa menn verulegar áhy þessari þróun, því að þ nefndum framkvæmdastjór er oft eina tækifærið, sem ríkin fá til að hafa áhrif á sem þau munu síðar þurfa landslög, hvort sem þeim lí eða verr. Sem dæmi um stífn kvæmdastjórnarinnar í þes um er nefnt að EFTA-ríkin fram á aðgang að mikilvæ um ríkisaðstoð. Eftir ma Látið reyna Líklegt er að niðurstaða e leg uppfærsla sem taki mi málanum í Íslenzk stjórnvöld undir Halldórs Ásgrímssonar u isráðherra vilja láta reyn hins ýtrasta á möguleika urskoðunar EES-samnin Norðmenn vilja fara hæg sakirnar, þótt afstaða þe Greinir á um Halldór Ásgrímsson EFTA-ríkin hafa farið fram á það við Evrópusambandið að E og Noregs í málinu mismunandi og að Evrópusambandið tak 38 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UMSKIPTI Í AFGANISTAN Vígi talibana í Afganistan hafafallið ótrúlega hratt síðustudaga og í gær voru meira að segja óstaðfestar fréttir um að Kandahar, þar sem vígstaða talib- anastjórnarinnar hefur verið talin sterkust, væri fallin í hendur Norð- urbandalaginu. Ekki er hægt annað en að taka undir fögnuð Afgana þar sem talib- anar hafa hörfað. Í höfuðborginni, Kabúl, fara íbúar sér að engu óðs- lega, en þó eru konur farnar að kasta af sér búrkanum, sem þær hafa þurft að klæðast á almannafæri, og sýna andlit sín, karlmenn standa í biðröð- um hjá rakaranum og bíða þess að fá skegg sitt rakað af og skyndilega má heyra tónlist glymja á götum úti. Tilkynnti Norðurbandalagið að nú mættu konur á ný stunda nám og vinna utan heimilis. Vissulega er ástæða til að fagna þessum tíðindum, en það væri fá- sinna að halda að nú væri allt að falla í ljúfa löð í Afganistan eftir rúmlega tveggja áratuga linnulítil átök. Ekki má gleyma því að stutt er síðan tal- ibanar héldu innreið sína í Kabúl og var þá tekið fagnandi. Þeim fylgdi ógnarstjórn, sem virti mannréttindi að vettugi og einkenndist af fullkom- inni óvirðingu gagnvart konum, sem höfðu engin réttindi í þjóðfélaginu. Í fyrsta lagi er ekkert, sem segir að veldi talibana sé hrunið. Þegar þeir hörfuðu frá Kabúl skildu þeir eftir yfirlýsingu um að það væri gert til að verjast mannfalli. Nú yrði haldið til svæða, þar sem auðveldara yrði að verjast bæði loftárásum og sókn Norðurbandalagsins. Undan- hald talibana hefur ugglaust minnt marga á það þegar Írakar lögðu á flótta undan herjum Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra í Persaflóastríðinu árið 1991 og virð- ist hafa komið jafnmikið á óvart. Enn eru hins vegar ekki öll kurl komin til grafar og væri óráðlegt að afskrifa talibanana. Vissulega er talsvert um liðhlaupa úr röðum tal- ibana, en það sama gerðist þegar þeir komust til valda, utan hvað þá var straumurinn til talibananna. Þá er Norðurbandalagið síður en svo ósigrandi. Á þriðjudag hugðist það leggja undir sig borgina Konduz í norðurhluta Afganistans eftir að hermt var að ráðamenn þar hefðu ákveðið að snúa bakinu við talibön- um og snúa bökum saman við Norð- urbandalagið. Þegar liðsmenn Norð- urbandalagsins hugðust taka borg- ina birtust hins vegar skyndilega hermenn talibana og skutu að þeim sprengjum. Samstundis brast óskipulagður flótti á Norðurbanda- lagið. Nokkrir urðu undir í skelfing- unni og glundroðanum og taliban- arnir þurftu ekki einu sinni að elta andstæðinga sína til að hrekja þá á braut. Þá ber ekki að taka af léttúð frétt- um af því að Norðurbandalagið hafi tekið stríðsfanga af lífi, myrt varn- arlausa andstæðinga sína og farið ránshendi um eftir að þeir tóku borgina Mazar-i-Sharif á sitt vald. Norðurbandalagið hélt inn í Kabúl þegar talibanar lögðu á flótta þrátt fyrir tilmæli um að láta það ógert. Það er ljóst að Norðurbandalagið er ekki skipað neinum englum. Þar eru innan borðs sömu hópar og talibanar hröktu frá völdum um miðjan síðasta áratug. Ef þeir taka völdin á ný sér ekki fyrir endann á hörmungum Afg- anistans. Fyrir nokkrum áratugum var Kabúl fjölþjóðleg borg og mátti sjá að íbúar hennar komu úr mörgum áttum. Áður en borgarastyrjöldin hófst og Sovétmenn gerðu innrás var hægt að tala um Afgana án þess að bæta við aukasetningu um hin ýmsu þjóðarbrot, sem byggðu Afg- anistan. Nú er það ógerningur. Norðurbandalagið sækir eins og nafnið gefur til kynna styrk sinn til íbúanna í norðri og fara þar fremstir Hasarar, Úsbekar og Tadsíkar. Þeir eru hins vegar ekki nema brot af íbú- um landsins og kæmist Norður- bandalagið til valda hefði stjórn þeirra engan stuðning eða trúverð- ugleika meðal þorra íbúanna. Talib- anar sækja mestan styrk í raðir Pastúna, sem eru um 40 af hundraði íbúa Afganistans. Það væri að bjóða hættunni heim að virða þá að vettugi í næstu stjórn landsins. Fyrir nokkr- um vikum var um það talað að jafn- vel borgaði sig að fresta því fram á vor að steypa stjórn talibana til að hægt yrði að mynda bandalag með aðild hinna ýmsu þjóðarbrota lands- ins þannig að sátt gæti skapast um næstu stjórn. Nú virðist ljóst að ekki muni gefast tími til að fara sér hægt. Hvernig sem þróunin verður næstu daga í átökunum við talibana hafa Vesturlönd nú einstakt tæki- færi til að sýna styrk sinn í þessum heimshluta. Við Afganistan blasir nú hungursneyð. Allir innviðir landsins eru í molum, hvort sem það er heilsugæsla, skólakerfi, eða sam- göngur. Afganistan þarf á umfangs- mikilli aðstoð að halda og Vestur- lönd þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir þann harmleik, sem sagt er að sé í aðsigi í þessu stríðshrjáða landi. Þessi aðstoð verður fólgin í því að senda kynstrin öll af matvælum og nýta herstyrkinn til að koma þeim í réttar hendur, en það þarf einnig að senda kennara, lækna, verkfræðinga og aðra sérfræðinga. Þetta verður ekki auðvelt verk, ekki síst vegna þess að það mun oft þurfa að vinna innan um almenning, sem hefur ver- ið í blóð borin andúð á Vesturlönd- um. Það væri óheiðarlegt að segja að sú tortryggni ætti ekki rétt á sér. Þessi heimshluti hefur löngum verið lítið annað en taflborð í valdaskák heimsveldanna og það eru ekki síst þau afskipti annars menningar- heims, sem hafa verið aflvaki hreyf- inga hryðjuverkamanna, sem náðu hámarki með árásunum á Bandarík- in 11. september. Það má hins vegar ekki gleyma því að með því að koma talibönunum frá völdum var ekki verið að hrekja frá stjórn fólksins heldur kúgara. Ef Vesturlönd sýna nú í verki að fyrir þeim vakir einnig að bæta úr þeim bágu kjörum, sem íbúar Afganistans hafa mátt búa við, gæti skapast tækifæri til að ná fót- festu í hinu einhliða stríði um al- menningsálitið í þessum heimshluta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.