Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 46

Morgunblaðið - 15.11.2001, Side 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Bandalags íslenskra listamanna sendi í síðasta mánuði frá sér áskorun til hlut- aðeigandi aðila vegna deilu tónslitarskóla- kennara, þar sem hvatt var til þess að það starf sem fram fer í tónlist- arskólum landsins nyti sannmælis og tónlist- arskólakennarar fengju kjarabætur að verðleikum. Þessi áskorun var ein af mörgum slíkum sem frjáls félagasam- tök, stéttarfélög og vel- unnarar tónlistarlífsins hafa sent frá sér að undanförnu. Auk þess hafa margir orðið til að vekja athygli á gildi tónlistarnáms á síðum dagblaðanna. Allt hefur þó komið fyrir ekki, opinberir aðilar daufheyr- ast við öllum rökum um sanngjarnar og eðlilegar launahækkanir til tón- listarskólakennara. Sú vísa er aldrei of oft kveðin að fjölbreytt tónlistarnám skilar þjóð- félaginu ekki bara hæfum atvinnu- mönnum, heldur er það viðurkennd staðreynd að allt listnám dýpkar skilning og örvar sköpunargáfu barna og ungmenna, hvað svo sem þau leggja fyrir sig síðar á ævinni. Gott listuppeldi hefur þannig já- kvæð áhrif á almennan þroska og samskiptahæfni, auk þess sem for- varnargildi listnáms er ótvírætt, þar sem listirnar fanga hugann á já- kvæðan og uppbyggilegan hátt. Þáttur tónlistarskólanna í landinu verður seint ofmetinn í þessu tilliti. Tónlistarlíf á Íslandi hefur til skamms tíma staðið með talsverðum blóma. Fjöldi tónleika og tónlistar- viðburða, sem og góð frammistaða íslenskra tónlistarmanna, hér heima og erlendis er besta sönnun þess. Ætla má að gróska í tónlistarlífi landsmanna byggist á góðri tónlist- arkennslu, enda hefur uppgangur verið eftirtektarverður í tónlistar- kennslu undafarna áratugi. Á það ekki bara við um suðvesturhornið, heldur hafa mörg sveitarfélög auk þess lagt mikinn metnað í uppbygg- ingu tónlistaskóla. Þessa velgengni tónlistarskól- anna, sem flestir eru sjálfseignar- stofnanir eða í eigu sveitarfélaga, má fyrst og fremst þakka löggjöf frá árinu 1985, sem tryggði það að sveit- arsjóðir greiddu laun kennara, með- an skólagjöldum var ætlað að standa undir öðrum rekstrarkostnaði. Þar með voru settar þær stoðir undir tón- listarkennslu í landinu sem nú hriktir í. Mann setur oft hljóðan gagnvart því skilningsleysi sem kjarabarátta þeirra sem helga starfsævi sína því að mennta börnin okkar mætir. Því fólki er viðvarandi ætlað að lifa um og undir fátæktarmörk- um, alveg sama þótt það hafi fórnað vikum og mánuðum í launa- lausa réttindabaráttu og sé í raun oftar en ekki hámenntað á sínu sviði. Getur verið að verðmætamat samfélagsins sé svo rígbundið í gömul gildi að andleg verðmæti séu enn sem fyrr afgangsstærð. Hver sem skýringin kann að vera, sýna hagfræðikannanir að við verj- um mun minna fé til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu en t.d. önnur Norðurlönd og flestar aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Á sama tíma erum við til dæmis metfé þegar kemur að landbúnaðarmálum með um þriðjungi hærra hlutfall í styrkjum til landbúnaðar en við- gengst almennt innan ESB-land- anna. Ofan á þetta bætist síðan að Ísland er langt á eftir öðrum Norð- urlöndum í útgjöldum tengdum börnum, svo sem vegna dagvistunar- stofnana og barnabóta. Þessar aðstæður eru okkur síst til sóma. Við verðum smám saman að láta af hugsanahætti Bjarts í Sum- arhúsum, sem setti sauðkindina ofar öllu og veigraði sér ekki við að taka velferð hennar framyfir velferð sinna nánustu. Það kann að vera að menn réttlæti fjárfestingu í landbúnaði sem nauð- synlega byggðastefnu, en sú byggðastefna hefur þá ekki skilað tilætluðum árangri. Fólki fækkar stöðugt á landsbyggðinni og „fásinn- ið“ verður meira fásinni, þar sem börnin haldast tæplega heima leng- ur en þau nauðsynlega þurfa og samfélögin deyja smám saman innan frá. En tónlistarskólarnir hafa víðtæk- ara hlutverki að gegna en að þroska og mennta börn og unglinga. Víða eru þeir kjarninn í menningarlífi heilu byggðarlaganna. Atvinnu- mennska í listum á landsbyggðinni er fágæt og í smærri byggðalögum er menningarlífið gjarnan svo við- kvæmt að það þrífst meira og minna fyrir vilja og atorku örfárra einstak- linga. Þannig er það oft einn og sami maðurinn sem sér um kennslu í tón- listarskólanum og grunnskólanum, stjórnar kór og hljómsveit, spilar við athafnir og jafnvel á böllum og vinn- ur með leikfélaginu á staðnum svo fátt eitt sé nefnt. Slíkir menn eru ómetanlegir hverju samfélagi, þar sem þeir stuðla að því með störfum sínum að glæða tilveru fólks lífi og lit. Fjárfesting í menntun og menn- ingu á landsbyggðinni er þannig byggðastefna sem er allt í senn; sjálfbær, vistvæn og mannbætandi, enda vita þeir sem það vilja viður- kenna, að félagslegt og menningar- legt umhverfi vegur þungt í vali fólks á búsetu. Á þeim viðsjárverðu tímum sem við nú lifum á er ef til vill mikilvæg- ara en nokkru sinni að að vinna á móti vaxandi tómhyggju og ofbeld- ishneigð og hvetja ungt fólk til upp- byggilegra athafna og aukinnar and- legrar virkni . Það getur verið að við Íslendingar teljum okkur svo fjarri átakasvæðum heimsins að það hafi ekki áhrif á okkur þótt hatur og hræðsla liti líf miljóna manna, en heimsmyndin hefur breyst, eins og menn hafa verið að benda á upp á síðkastið. Enginn er raunverulega óhultur og öll erum við samábyrg fyrir þeirri stefnu sem orðið hefur ofaná – að svara ofbeldi með ofbeldi með þeirri keðjuverkun sem enginn sér fyrir endann á. Samt sem áður er það trúa mín að þeir verði sífellt fleiri sem velti því fyrir sér hvort heimurinn þurfi endi- lega að vera svona, hvort það sé ekki með einhverjum hætti hægt að breyta þankagangi manna til fram- tíðar og vinna að því að auka skiln- ing og umburðarlyndi milli manna og þjóða. Hinn frægi fiðluleikari Lord Ye- hudi Menuhin, var ekki í vandræð- um með að skilgreina vanda heims- ins eftir að hafa helgað líf sitt tónlistinni og baráttunni fyrir betri heimi. Hann sagði: „Það er skortur á skapandi hugsun og meðvitund hvert sem litið er, ekki síst í skóla- kerfinu. Listirnar eru að hverfa úr lífi okkar og ofbeldið er að ná yf- irhendinni.“ Það skyldi þó ekki vera að hann hafi þarna einmitt bent á rót vand- ans. Fjárfesting í menntun og menn- ingu skilar sér ef til vill ekki á sama áþreifanlega mátann og fjárfesting í steinsteypu, en hún skilar ágóða sem snýr að andlegum verðmætum til framtíðar. Ég skora á launanefnd sveitarfé- laga og þá hlutaðeigandi aðila sem hún starfar fyrir, að skynja takt tím- ans og tefja ekki frekar börnin okk- ar frá þroskandi og uppbyggilegu námi. Eru andleg verðmæti afgangsstærð? Tinna Gunnlaugsdóttir Tónlistarkennsla Mann setur oft hljóðan gagnvart því skilningsleysi, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, sem kjarabarátta þeirra sem helga starfsævi sína því að mennta börnin okkar mætir. Höfundur er leikkona og forseti BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. Lagersalan á Laugavegi 67 3 DAGAR EFTIR - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Kápur Úlpur Dragtir Kjólar Buxur Toppar Skór Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 17.—18. nóvember Gleði er ávöxtur innri friðar Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. UPPLÝSINGAR eru verðmæti, fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstak- linga. Upplýsingar geta verið á margs konar formi. Þær geta verið ritaðar á pappír eða skráðar í tölvu, sendar með bréfpósti eða á rafrænan hátt. Upplýsingar geta verið á filmum eða sagðar í samræðum. Líkt og aðrar mikilvægar eign- ir þarfnast þessi verð- mæti viðeigandi vernd- ar. Þetta á við hvernig sem upplýsingar birt- ast, á hvaða hátt sem þær eru notaðar og hvernig sem þær eru geymdar. Upplýsingaöryggi snýst um að verja upp- lýsingar gegn margs konar skaðvöldum og ógnum. Fyrirtæki og rekstraraðilar þurfa að tryggja samfelldan rekstur. Verjast þarf áföllum í rekstri þannig að skaði verði sem minnstur, en sem mestur arður af fjárfestingum og viðskipta- tækifærum. Fyrir einstaklinga er ör- yggi persónutengdra upplýsinga af ýmsu tagi mikilvægt til að tryggja einkalíf sitt og mannhelgi. Oft er nauðsynlegt að verja upplýsingar í samræmi við gerða samninga og allar persónuupplýsingar ber að verja í samræmi við gildandi lög og reglur. Margar ástæður eru fyrir mikil- vægi upplýsingaöryggis. Tölvukerfi sem geyma upplýsingar vaxa og renna saman við önnur. Kerfi með alls kyns upplýsingum tengjast um net sem hafa nöfn eins og staðarnet, víðnet, einkanet eða internet. Bygg- ingar eru tengdar, borgir, lönd og heimsálfur. Hver veit nákvæmlega hvaða leið upplýsingar í tölvupósti fara? Öryggi í þessari keðju upplýs- ingaflutnings er jafnveikt og veikasti hlekkur keðjunnar. Vissulega hafa þægindi margra aukist og þjónusta víða batnað. En skaðvöldum hefur einnig fjölgað. Upplýsingum stafar hætta af tölvuveirum, tölvuþrjótum, sviksamlegri starfsemi og njósna- starfsemi af ýmsu tagi. Upplýsingar eru líka að mörgu leyti viðkvæmari en fyrr vegna þess að öryggi kerfa byggir í æ ríkari mæli á sérhæfðri tækniþekkingu fárra, minni miðstýr- ingu og nýjum stöðum þar sem hægt er að brjótast inn í kerfi. Nýir íslenskir staðlar Nú er svo komið að sífellt fleiri krefjast öryggis í upplýsingavinnslu. Ekki aðeins stjórnendur fyrirtækja og stofnana heldur einnig almenning- ur. Það er því mikið gleðiefni að komnir skuli vera út í fyrsta sinn ís- lenskir staðlar um stjórnun upplýs- ingaöryggis. Þessir staðlar eru tveir: 1) ÍST ISO/IEC 17799:2000 Upplýs- ingatækni – Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis 2) ÍST BS 7799-2:1999 Stjórnun upp- lýsingaöryggis – 2. hluti: Forskrift fyrir stjórnun upplýsinga- öryggis Staðlarnir byggjast á tveimur hlutum breska öryggisstaðalsins BS 7799 sem hafa á síðustu árum náð mikilli út- breiðslu um allan heim. Margar þjóðir hafa þegar gert þessa staðla að sínum landsstöðlum og nú hafa Íslendingar bæst í þann hóp. Staðl- arnir koma út 15. nóv- ember og taka gildi 1. desember nk. Þeir eru ekki tæknistaðlar, held- ur lýsa þeir atriðum sem taka ætti afstöðu til við stjórnun upplýsingaöryggis auk þess sem gerð er grein fyrir ráðstöfunum sem grípa má til, tæknilegum og skipulagsleg- um. Markmið öryggisstaðlanna er ekki aðeins að tryggja öryggi upplýsinga og mæta þannig kröfum ýmissa aðila. Það er einnig markmið að halda til- kostnaði innan skynsamlegra marka þannig að kostnaður taki mið af verð- mæti upplýsinga. Samkvæmt fyrr- nefndum öryggisstöðlum er öryggis- stefna vörslu- eða vinnsluaðila upplýsinga grundvöllur stjórnunar upplýsingaöryggis. Öryggisstefnan er viljayfirlýsing stjórnenda um að tryggja öryggi upplýsinga með sem bestum hætti. Í stefnunni er gjarnan vísað til öryggis- og skipulagshand- bókar þar sem umfang upplýsinga- verndar er skilgreint. Slík handbók þarf ekki að vera á pappír, hún getur allt eins verið vefur, jafnvel byggð á gagnagrunni. Í henni er m.a. að finna lýsingar á vinnslu upplýsinganna og öllu sem viðkemur öryggisþáttum. Í eðli sínu er um gæðahandbók að ræða. Eftir að gögn um öryggi upp- lýsinga hafa verið tekin saman er gerð áhættugreining þar sem leitað er að glufum í öryggisskipulagi. Áhættugreiningunni fylgir svo áhættumat. Upplýsingar eru skil- greindar sem eignir og verðmetnar. Metnar eru líkur á skaða eða ógn og flokkun gerð í hlutfalli við verðmæti eigna. Þetta leiðir til þess að ásætt- anleg áhætta er fundin. Markmiðið er ekki að útiloka áhættu heldur ákveða hvernig henni skuli mætt. Staðlarnir eru notaðir við val á stjórntækjum til að draga úr áhættu. Vilji stjórnendur sýna með skýrum og óyggjandi hætti fram á stjórnun upplýsingaöryggis hjá sér er lögð fram greinargerð. Hún er yfirlýsing um markmið og leiðir við stjórnun upplýsingaöryggis. Liggi þessi yfirlýsing fyrir geta aðilar sótt um vottun skv. ÍST BS 7799- 2:1999 og hlotið þannig öryggisvott- un. Enn hafa engir aðilar á Íslandi fengið slíka vottun, en nokkrir vinna að því og ætti útgáfa fyrrgreindra staðla að létta mönnum það verk. Íslenskir staðlar um stjórnun upp- lýsingaöryggis Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri verkfræði- og tölvuþjónustu Stika ehf. Öryggi Staðlarnir, segir Svana Helen Björnsdóttir, eru notaðir við val á stjórntækjum til að draga úr áhættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.