Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 61
KVENNASÖGUSAFN Íslands opn-
ar föstudaginn 16. nóvember, á degi
íslenskrar tungu, sýningu á ævi og
störfum Bjargar C. Þorláksson und-
ir heitinu Maður, lærðu að skapa
sjálfan þig. Sýningin rekur ævi og
störf Bjargar í máli og myndum og
einnig getur að líta nokkra muni úr
eigu hennar. Samtímis kemur út hjá
JPV Forlagi ævisaga Bjargar C.
Þorláksson er dr. Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir hefur ritað og ber
heitið Björg. Ævisaga Bjargar C.
Þorláksson.
Björg C. Þorláksson varð fyrst ís-
lenskra kvenna til að ljúka doktors-
prófi þann 17. júní 1926, og eru því
liðin 74 ár frá þeim atburði. Sýning-
unni er valinn opnunardagur á degi
íslenskrar tungu til þess að heiðra
þátt dr. Bjargar í varðveislu og við-
reisn íslenskunnar, en hún vann
mjög að íslensku–dönsku orðabók-
inni með Sigfúsi Blöndal og stuðlaði
að útgáfu hennar.
Sýningin er í sýningarrými á 2.
hæð í Þjóðarbókhlöðu og er opin á
opnunartíma Landsbókasafns Ís-
lands – Háskólabókasafns. Föstu-
daga, 8.15–19, laugardaga, 9–17,
sunnudaga 11–17.
Sýning um ævi
Bjargar C.
Þorláksson
MÁLÞING verður haldið um klínísk-
ar leiðbeiningar, sem meðal annars
hafa það að markmiði að stuðla að
réttri notkun lyfja, í þingsal 1, Hótel
Loftleiðum á föstudag kl. 14.30–17.
Þingið er liður í samstarfi Landlækn-
isembættisins og lyfjahóps Samtaka
verslunarinnar um útgáfu og kynn-
ingu klínískra leiðbeininga sem sett-
ar eru fram af Landlæknisembætt-
inu.
Á þinginu tala Sigurður Guð-
mundsson, Guðmundur Þorgeirsson
og Hjörleifur Þórarinsson. Klínískar
leiðbeiningar eru skilgreindar sem
kerfisbundnar leiðbeiningar um
ákvarðanir sem lúta að klínískum
vandamálum í læknisfræði. Þær taka
mið af bestu þekkingu á hverjum
tíma og eru lagðar fram í því skyni að
veita sem besta meðferð með sem
minnstri áhættu án óhóflegs kostn-
aðar.
Talsvert hefur verið unnið að því að
efla klínískar leiðbeiningar hérlendis
á undanförnum áratug. Gefnar hafa
verið út leiðbeiningar um meðferð
sýkinga á sjúkrahúsum og landlækn-
ir hefur gefið út leiðbeiningar um háa
blóðfitu og meðferð eyrnabólgu svo
dæmi sé nefnd. Fagráð Læknafélags
Íslands hefur undanfarin tvö ár unnið
að hugmyndum sem lúta að gerð klín-
ískra leiðbeininga og hefur lagt til að
Landlæknisembættið yrði miðstöð
þeirra, segir í fréttatilkynningu.
Stuðlað að
réttri notkun
lyfja
Málþing um klínískar
leiðbeiningar
VERKALÝÐSFÉLAG Raufar-
hafnar mótmælir þeirri ákvörðun
forráðamanna Landsbanka Ís-
lands á Norðurlandi að draga úr
þjónustu þeirri sem Landsbank-
inn hefur á Kópaskeri og Rauf-
arhöfn.
„Verkalýðsfélagið telur að
þetta komi til með að draga úr
kjarki fólks til að búa áfram á
þessu svæði,“ segir í fréttatil-
kynningu. „Verkalýðsfélagið vill
benda á að LÍ hefur ekki einu
sinni haft uppi tilburði á öld
tæknivæðingar að koma upp
hraðbanka í þessum útibúum sín-
um. Er því lágmark að bankinn sé
áfram opinn þessa þrjá og hálfan
tíma á dag líkt og verið hefur
undanfarið og má ekki minna
vera.
Skorar Verkalýðsfélag Raufar-
hafnar hér með á forráðamenn
Landsbanka Íslands að finna aðr-
ar leiðir til hagræðingar en
skerðingu á þjónustu við íbúa
Raufarhafnar og Kópaskers,“
segir í frétt frá verkalýðsfélaginu.
Mótmæla skertri þjón-
ustu Landsbankans
SPOEX – Samtök psoriasis- og ex-
emsjúklinga hafa um árabil gefið út
jólakort og hafa þau verið þeirra að-
altekjulind. Myndlistarkonan Auður
Ólafsdóttir hefur gefið SPOEX tvær
mynda sinna til prentunar á jólakort
samtakanna.
SPOEX vinnur að hagsmunamál-
um félagsmanna sinna m.a. með
fræðslu og þjónustu, ásamt rekstri
göngudeildar í húsnæði sínu að Bol-
holti 6 í Reykjavík.
Jólakortin eru til sölu á skrifstof-
unni að Bolholti 6 og geta sölubörn
og kaupendur haft samband þangað.
Tölvupóstur er spoex@psoriasis.is.
Jólakort
SPOEX
komin út