Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Æ FLEIRUM finnst þetta undarleg
barátta gegn hryðjuverkum sem háð
er með því að varpa sprengjum á
Afganistan. Í einhvers konar upp-
gjöf eftir voðaverkin í Bandaríkjun-
um 11. september réttlættu margir
þessar aðgerðir í upphafi með því að
eitthvað hafi þurft að gera. En þegar
það kom í ljós, sem var þó fyrirsjáan-
legt, að sprengjur lenda ekki bara á
hernaðarlegum skotmörkum heldur
líka íbúðarhúsum, skrifstofubygg-
ingum og sjúkrahúsum og óbreyttir
borgarar, fullorðnir og börn farast
og fólk hrekst á vergang, hafa marg-
ir farið að efast um að tilgangurinn
helgi meðalið. Það er erfitt að rétt-
læta þessar fórnir og ómögulegt
þegar litið er til þess að þessar dýru
fórnfreku aðgerðir munu auðvitað
ekki koma í veg fyrir hryðjuverk.
Það þarf ekki öflug samtök og skjól
einhvers ríkis til að senda bréf með
bakteríum. ETA-skæruliðarnir, sem
búa heima hjá sér í NATO-ríkinu
Spáni, halda áfram hryðjuverkum og
þeim linnir ekki í Palestínu bæði af
hálfu Ísraelsstjórnar og palestínskra
hryðjuverkasamtaka. Og hverju eig-
um við að trúa í fjölmiðlastríðinu
þegar Bandaríkjastjórn segir að
Osma bin Laden búi yfir kjarnorku-
vopnum? Er eitthvað hæft í því eða
er það bara útspil til að endurvekja
röksemdina: Eitthvað verður að
gera. Og veltir enginn fyrir sér í
þessu samhengi hvenær líklegast er
að menn beiti sínu öflugasta vopni?
Það er sama hvernig á málið er lit-
ið: Þetta stríð verður að stöðva. Á
hverjum einasta degi safnast fólk
saman úti um allan heim til að mót-
mæla þessum stríðsrekstri. Í
Reykjavík var gengin friðarganga
22. september, áður en loftárásirnar
hófust. 19. október safnaðist fólk
saman til að mótmæla stríði og of-
beldi. Og næstkomandi laugardag,
17. nóvember, verður stríðsrekstrin-
um gegn Afganistan mótmælt með
því að ganga frá Hallgrímskirkju kl.
14 niður Skólavörðustíg og niður á
Lækjartorg.
EINAR ÓLAFSSON,
bókavörður,
Trönuhjalla 13,
Kópavogi.
Stöðvum stríðið
Frá Einari Ólafssyni:
HVAÐ er tónlistarnám?
Hljóðfall, laglína, samhljómur,
þessi þrjú atriði mynda þrenningu
eða samhverfu sem er undirstaða
allrar tónlistar. Þessi samhverfa fell-
ur að eðli manna, jafnt í atferli, tilfinn-
ingu, skynjun og skilningi. Góðar
kennsluaðferðir í tónlistarkennslu
miða að því að nýta þessa þætti sem
mest og best og þjálfa þá og efla á
sem jákvæðastan hátt, því margt má
ráða af eðlislægum viðbrögðum
ungra nemenda, og það sýnir sig að
þessir áðurnefndu grundvallarþættir
tónlistar búa innra með einstakling-
um, svo sem tilfinning fyrir takti,
heyrnarskynjun og fleira. Tónlistin
kemur innan frá og er því ákveðið
tjáningarform. Því má ljóst vera að
gott tónlistaruppeldi stuðlar að al-
hliða þroska nemandans og veitir
ákveðna tilfinningaútrás. Öll viljum
við gera sem mest og best fyrir börn-
in okkar og viljum að þau séu frjáls og
sjálfstæð. En foreldrar eru fyrst og
fremst ábyrgir fyrir uppeldi barna
sinna og að þau læri að umgangast
aðra og beri virðingu fyrir öðru fólki
og foreldrar mega ekki velta þeirri
ábyrgð yfir á aðra.
Því miður eru alltof margir grunn-
skólanemendur (þó frjálsir séu og
sjálfstæðir) bæði stressaðir og aga-
lausir og ekki of vel undir það búnir
að lifa í nútímaþjóðfélagi árekstra-
laust og virða gildandi reglur. Börn
og unglinga verður markvisst að gera
meðvituð um að agi, regla, jákvæð
hegðun og heiðarleiki séu einu leið-
irnar til að ná árangri í lífi og starfi.
Samningafólk sveitarfélaganna
ætti að gera sér ljóst að tónlistar-
kennarar eru að vinna afar mikilvægt
forvarnarstarf og tónlistarnám er
gulli betra, hneigist barn á annað
borð til tónlistar.
Markmið flestra tónlistarkennara,
hversu lengi sem nemandi stundar
nám, er að koma hverjum og einum
þeirra til einhvers músikþroska og fá
þá til að upplifa og túlka tónlist sér og
öðrum til ánægju, og að nemandi fái
næga tónmálsþekkingu til að geta
haldið áfram að námi loknu.
Hljóðfæranám er langtímanám ef
góð færni á að nást og það felur í sér
samræmda virkni margra þátta, sem
hvern um sig þarf að þjálfa sérstak-
lega til að fallega sé spilað og túlkað.
Góður tónlistarnemandi þroskar og
þjálfar marga mikilvæga þætti, eins
og sköpunargáfuna (túlkun) sem eyk-
ur mjög sjálfsöryggi og losar um ýms-
ar hömlur.
Upplifun og sköpunarþörfin er það
sem gefur tónlistariðkun svo mikla
gleði og ánægju.
Ekki má gleyma einbeitingarþætt-
inum, sem er afar mikilvægt þjálfun-
aratriði í allri tónlistariðkun, kannski
það mikilvægasta því margsannað er
að tónlistarnemendur standa sig yf-
irleitt mjög vel í öðrum námsgreinum.
Árangur tónlistarnáms er einnig háð-
ur því að nemandi læri að skipuleggja
æfingatíma sinn og vinna markvisst
og stöðugt, því námið er krefjandi og
oft á brattann að sækja, þótt við reyn-
um ávallt að miða verkefnin við
þroska og getu nemandans og námið
verði bæði ögrandi og skemmtilegt,
jafnt hjá ungum sem lengra komnum.
En nemendur þurfa stöðuga leið-
sögn kennara og því getur frekari
röskun en orðin er á starfsemi skól-
anna haft mjög alvarlegar afleiðingar
og afdrifaríkar, bæði fyrir nemendur
og kennara, en þeir síðar nefndu
munu margir leita í önnur störf ef
launum verður ekki lyft upp til jafns
við aðra kennara.
STEFÁN JÓNASSON,
píanókennari,
Skúlabraut 23,
Blönduósi.
Til launanefndar
sveitarfélaganna
Frá Stefáni Jónassyni: