Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 15.11.2001, Síða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 63 Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun buxur (3 skálmalengdir) ullarpeysur Opið í kvöld í Kringlunni til kl. 21 LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR Persónuleg og fagleg ráðgjöf Klipping innifalin Útsala á eldri birgðum Skólavörðustíg 10. Tímapantanir í síma 511 2100 HÁRKOLLUR NÝ GERÐ Dóróthea Magnúsdóttir og Hugrún Stefánsdóttir hárkollu- og hársnyrtifræðingar Ný sending af jólafötum og jólagjöfum. Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Nýtt kortatímabil ÉG LÁ andvaka yfir efnahags- ástandinu og mínu eigin atvinnu- ástandi, hvert ég ætti að snúa mér næst í leit minni að krefjandi starfi þar sem hæfileikar mínir gætu nýst mér og öðrum. Í þessum hugleiðingum, þar sem höfuðið spann fram og til baka, fók- usinn var allur á eigin tilfinningum og rúmfötin margsnúin eftir 60 bylt- ur í rúminu þá fór ég að hugsa til at- burðanna tengdum 11. september. „Flugslys“ í gær, að minnsta kosti vonum við að það hafi verið „slys“. Á þessum hörmungum varðandi flug- samgöngur og Bandaríkin aldrei að linna? En á meðan ég velti mér upp úr þessu efnahagsástandi og hvað sé nú tengt hverju í þessari niðursveiflu Ís- lands og heimsins kemst ég ekki hjá því að hugsa um niðursveifluna sem hlýtur að vera í Afganistan. Sundur- sprengt land, já það er fjalllent og sennilega hálfóbyggilegt. En hvað er sagt um Ísland, er það ekki talið hálf- óbyggilegt helminginn af árinu? Segjum sem svo að Osama Bin Laden hafi nú ákveðið að flýja til Ís- lands, vitum við yfirhöfuð nokkuð hvar hann er hvort eð er. Bandaríska alnetið fær strax af- spurnir af því að maðurinn haldi til í grennd við Mývatn. Nú, það er ekki til setunnar boðið og nokkrir flug- menn sprengjuvéla fá það verkefni að vera í fimm tíma næturvinnu við að reyna að sprengja manninn út úr greninu við Mývatn. Þar eru t.d. Dimmuborgir þar sem auðvelt er að fela sig og best að fara eina til tvær umferðir þar yfir og láta sprengjun- um rigna yfir. Til að vera viss um að hann gisti ekki á hótelinu þá er best að fara einn rúnt þar yfir. Svo eru það Skútustaðir, hann gæti líka verið þar. Þetta er hvort eð er allt í kring- um Mývatn. Nóttin líður og dagur rennur en ekki hefur tekist að granda mann- inum. Þá berast fréttir um að hann hafi bara ekki komist norður. Var ekki flugfært, og hann ku vera ein- hverstaðar á slóðinni sem gjarnan er kölluð „The Golden Circle“ í ferða- mannabæklingum. Nýtt verkefni bíður orustuvéla bandaríska hersins. Finnið manninn, hann er einhvers staðar á leiðinni Gullfoss, Geysir eða Þingvellir. Sama sagan endurtekur sig, sprengjuregn- ið yfir „The Golden Circle“ varir í fimm næturvinnutíma og maðurinn jafnsprelllifandi og áður. Hvernig ætli okkur Íslendingum liði yfir því að koma á okkar helstu ferðamannaperlur þegar sprengi- flugvélar hafa verið að störfum þar í nokkra tíma? Það er spurningin hvaðan sú fjár- veiting ætti að koma til að steypa upp Gullfoss eða Dimmuborgir eða reisa nýja Almannagjá. Ég velti þessu nú bara fyrir mér því Afganistan er svo langt í burtu og það gæti vel verið að þar hefðu einu sinni verið náttúruperlur og jafnvel að þar hefði verið ferðamannaiðnað- ur þar sem ómældur fjöldi fólks hafði atvinnu beina eða óbeina af þeirri grein. Það gæti hugsanlega bara verið ágætt að heimfæra hlutina aðeins til þess að gera sér einhverja hugmynd um það sem á sér stað einhvers stað- ar lengst út í heimi þar sem býr fólk eins og ég og þú, bóndi við Mývatn eða hóteleigandi við Geysi. Íslendingar, næst þegar við tökum afstöðu með því að styðja hernað þá skulum við hugsa um hvernig landið okkar liti út ef búið væri að fljúga yfir það í mánuð stanslaust og varpa sprengjum hist og her. Kannski hugsum við okkur um tvisvar ef Perl- an í Öskjuhlíðinni væri sprengjugíg- ur á morgun, Laugardalslaugin hreinlega gufuð upp eða Hvanna- dalshnjúkur orðinn hóll. Það þyrfti ekki nema viku vinnu hjá herveldi til að gera Ísland að einu flakandi sári við það eitt að reyna að finna einn mann. ARNA GARÐARSDÓTTIR, Hörgshlíð 2, Reykjavík. Að spila með eða ekki Frá Örnu Garðarsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.